Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 39 sso Sigurður hættir hjá Leverkusen — kemur heim og leikur með Víking Ilandknattleiksmaðurinn snjalli úr VíkinKÍ, SÍKurður Gunnarsson, sem leikið hefur með vestur-þýska iiðinu Lever- kusen mun að öllum líkindum leika með Víkinj? næsta keppnis- tímahil. Sinurður átti við slæm meiðsli að stríða í fyrra or lék þá lítið með Leverkusen. Hann mun nú vera nokkuð óánægður með ýmis mál sem að sór snúa, ojí hefur því í hyKttju að koma heim. Mbl. hafði symband við Sigurð í gærdag og vildi hann sem minnst um málið tala. En sagðist þó reikna fastlega með því að koma heim og leika með Víking í Evrópukeppnunum og í 1. deild- inni næsta keppnistímabil. Sig- urður á eftir að ganga frá ýmsum málum við Leverkusen, en mál hans skýrast alveg á næstu dög- um. Sigurður sagði að hann reikn- aði með því að verða kominn heim í kringum 20. ágúst. - I>R • Si»rurður Gunnarsson kemur heim og leikur með Víking. „Bordeaux lék eins og meistaralió" „BORDEAUX lék eins og meist- aralið.“ sagði Miehel Ilidalgo. einvaldur franska landsliðsins eftir að Giridonis frá Bordeaux. mótherjar Víkings í UEFA- keppninni. gjörsigruðu efsta lið- ið í 1. deildinni frönsku, Lyon. 3—0 á þriðjudagskvöldið. Leik- menn Bordeaux fóru á kostum og hinir liðlega 25 þúsund áhorfend- ur fögnuðu hetjum sínum vel. „Bordeaux er nú í Evrópu- klassa," sagði Hidalgo við fréttamenn eftir leikinn. Bæði lið fóru rólega af stað en franski landsliðsmaðurinn Alain Giresse skoraði í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik yfirspilaði Bor- deaux efsta liðið. Leikmenn sýndu snilldartakta en engir léku þó betur en Giresse og Lancombe, báðir landsliðsmenn. Giresse skoraði annað mark Bordeaux og Lancombe innsiglaði öruggan sig- ur um miðjan síðari hálfleik. Nú eru fimm umferðir búnar í frönsku 1. deildinni. Sochaux er í efsta sæti með 9 stig en í öðru sæti er nú Bordeaux með 8 stig, þrjá sigra á heimavelli og tvö jafntefli á útivöllum. Við miklu er búist af Bordeaux í vetur. Liðið þykir leika skemmti- lega knattspyrnu, sóknarleikurinn situr í fyrirrúmi. Fimm franskir landsliðsmenn eru nú í liði Bor- deaux og auk þess júgóslavneski landsliðsmarkvörðurinn Dragan Panetlic. II. Halls. Ljósm.: Anders Hansen. Hörður Hilmarsson á leikvelli AIK í Stokkhólmi. Myndin er tekin á æfingu fyrir skömmu, en að undanförnu hefur Hörður fengið mjög lofsamlega dóma í sænskum blöðum hvað eftir annað, og er hann einn mikilvægasti leikmaður AIK, sem nú er í sjötta sæti í fyrstudeildar- innar sænsku. Sænska knattspyrnan: Jafntefli AIK við Brage og Arsenal - Hörður Hilmarsson heldur áfram að fá mjög góða dóma AIK, fyrstudeildarliðið sa>nska, sem Ilörður Hilmarsson leikur með, gerði tvö jafntefli í síðustu viku og um helgina. annars vegar gegn liðinu Brage í fyrstu deildinni, og hins vegar í vináttuleik við Lundúnaliðið Ar- scnal. Báðum leikjunum lauk án þess að mark væri skorað, 0—0. Ilörður Hilmarsson lék með liði AIK i háðum leikjunum og fékk ága'ta dóma í sænsku blöðunum samkvæmt venju. Leikurinn gegn Brage fór fram á heimavelli Brage, að viðstöddum 8500 áhorfendum, og ríkti mikil stemmning á áhorfendapöllunum. Átti þar stærstan þátt í, að núverandi markvörður AIK, Bernt Ljung, var áður leikmaður Brage, og einnig ar Rolf Zetterlund, þjálfari AIK, áður leikmaður og þjálfari Brage-liðsins. Var því þarna um að ræða hálfgerða innbyrðis keppni, og einnig var leikurinn mikilvægur fyrir bæði liðin, því fyrir hann var Brage í þriðja sæti í Allsvenskan, en AIK í fjórða. Brage heldur enn sínu sæti, en AIK er nú í sjötta sæti. Staðan er nú annars sú, þegar 17 umferðir eru eftir, og 9 er enn ólokið, að Öster er lang efst með 32 stig. Liðið hefur unnið 15 leiki, og gert tvö jafntefli. í öðru sæti er IFK Gautaborg me 21 stig, Brage er í þriðja með 20, Norrkjöping hefur einnig 20 stig, Malmö FF er í fimmta með 19, AIK hefur 18 stig, og í sjöunda sæti er lið Arnar Óskarssonar með 18 stig einnig, en lakara markahlutfall en AIK. — Um næstu helgi leiða Örgryte og AIK saraan hesta sína. Hörður Hilmarsson verður í liði AIK, en ólíklegt er að Örn verði með, vegna meiðsla sem hann hefur átt í í sumar. Leikur AIK og Arsenal var liður í hátíðahöldum vegna 90 ára afmælis AIK, og vakti leikurinn mikla athygli í Stokkhólmi. PermaGlass bílabón Glansandi brynvörn ONE STEP POLYMER SEALANT Perma Glass er ný tegund af bílabóni, ólík þeim sem fyrir eru á markaðinum. í fyrsta lagi bindst Perma Glass lakk- efnum og myndar harða húð sem ver viðkvæmt bíllakkið gegn tjöru, salti, ryði og öðrum skaðvöldum. í öðru lagi myndar Perma Glass góða gljááferð sem endist margfalt lengur en eldri gerðir bílabóns. Reyndu Perma Glass Polymer Sea- lant á bílinn þinn næst þegar þú bónar. Verö kr. 54.40 STÖÐVARNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.