Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 Lést af völdum umferöarslyss UNGI maAurinn sem missti stjórn á bifreið sinni á Suður- landsveKÍ skammt frá Selfossi i siðustu viku með þeim afleiðing- um. að hún lenti á ljósastaur við veKÍnn, lést af vóldum meiðsl- Aðeins lág- marks- framkvæmdir FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hcfur farið þess á lcit við samnonKuráðuncytið, að VcjfaKcrð ríkisins annist aðcins láftmarks- framkvæmdir á hinum umdcilda þjóðvcKÍ IlafnarfjarðarvcKÍ. þar scm lÍKKur um Garðabæ. Félajfs- málaráðuncytið tclur að fram- kvæmdir að svo stóddu cíkí aðcins að miðast við lagfærinKU núverandi veftar. er miði að því að xreiða úr umfcrð við vcKÍnn. að draKa úr slysahættu.' í bréfi félagsmálaráðuneytisins segir, að af hálfu þess muni ekki verða gerðar athugasemdir við slík- ar lágmarksframkvæmdir, enda sé svo litið á að þær séu gerðar til bráðabirgða. I bréfi félagsmálaráðu- neytisins segir einnig að „ráðuneytið vill leyfa sér að benda á, að fjár- magni því sem sparast við niður- skurð framkvæmda mætti í staðinn auðveldlega veita til byrjunarfram- kvæmda við Reykjanesbraut." Miklir umferðarerfiðleikar og hættuástand hefur verið talið ríkja á vegarkaflanum um Garðabæ, en þótt fjárveitingar frá Alþingi liggi fyrir til verksins, hafa framkvæmdir ver- ið takmarkaðar, meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gengið frá aðalskipuiagi í Garðabæ. Tilmæli skipulagsstjórnar um breikkun Hafnarfjarðarvegar fengu á sínum tíma stuðning meirihluta bæja- stjórna Garðabæjar og Hafnarfjarð- ar, og var verkið hafið með verk- heimild frá fyrrnefndum aðilum í sumar. Framkvæmdum var þó síðar frestað samkvæmt samkomulagi fé- lagsmálaráðuneytis og samgöngu- ráðuneytis, eftir að þrír bæjarf- ulltrúar í Garðabæ höfðu kært framkvæmdirnar til félagsmálaráð- uneytisins. anna á laugardag. Ilann hét Axel Gústaf Guðmundsson, til heimilis að Holtsgótu 34, Njarðvík. Hann var fa'ddur árið 1952, og lætur cftir sig eiginkonu og bórn. Slysið varð hinn 25. ágúst, og talið er að það hafi borið að með þeim hætti, að annað framhjól bifreiðarinnar hafi lent út af slitlagi á veginum og út í möl, með þeim afleiðingum að Axel missti stjórn á bifreiðinni. Lenti hún á ljósastaur við veginn, með þeim afleiðingum að Axel slasaðist svo alvarlega að hann lést af völdum meiðslanna. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Jóhann hef- ur ekki sigur- möguleika JÓIIANN Hjartarson, sem teflir á hcimsmeistaramóti unglinga undir 20 ára aldri i Mcxikó, er nú í 5. sæti með 7,5 vinninga og hcfur staðið sig vel að sögn Inga R. Jóhanns- sonar, aðstoðarmanns hans, þó ekki séu sigurmöguleikar fyrir hendi. Jóhann gcrði jafntcfli við Salo í næstsíð- ustu umferð og mun nú stefna á það að ná 3. til 4. sætinu mcð sigri í þeirri síðustu. Jóhann hefur því gert jafn- tefli í 3 síðustu skákum sínum, fyrst við Ehlvest í hörkuskák og síðan Zvitan, þar sem hann var óheppinn að ná ekki að knýja fram vinning og loks við Salo. Að sögn Inga R. Jó- hannssonar, aðstoðarmanns Jóhanns, hefur það háð Jó- hanni nokkuð, að hann hefur verið veikur að undanförnu og því verið á penisilínkúr. Staðan á mótinu er nú sú að Ehlvest og Zvitan eru efstir með 9,5 vinninga, Short hefur 8,5, Salo hefur 8 og Jóhann og Hjort með 7,5. Endurskoðun Coopers & Lybrand: Telja hagnað ÍSAL 1980 vantalinn um 8,7 miljónir dollara Töluleg niðurstaða endurskoð- unar Coopers & Lybrand á vegum ríkisstjórnarinnar er sú, að nettó- hagnaður ÍSAL fyrir árið 1980 sé US $14.192.000 í stað $5.521.000 og sé því vantalinn um $8.671.000. Endurskoðendurnir hafa endur- reiknað framleiðslugjaldið fyrir árið 1980 og nemur það samkvæmt ákvæðinu um 35% iágmark fram- leiðslugjaldsins af hreinum hagn- aði í málsgrein 27.01 í aðalsamn- ingi $4.967.000. Þar af hefur þegar verið útreiknað og uppgert fram- leiðslugjald að fjárhæð $2.313.000, þannig að ógreitt viðbótarfram- íeiðslugjald vegna ársins 1980 nemur samkvæmt niðurstöðum endurskoðendanna $2.654.000. Samkvæmt 29. grein í aðal- samningi milli ríkisstjórnar ís- lands og Alusuisse um álbræðsl- una í Straumsvík getur ríkis- stjórnin, ef henni þykir ástæða til, ráðið óháða erlenda endurskoð- endur til að endurskoða ársreikn- inga ÍSAL og endurreikna fram- leiðslugjaldið fyrir hvert ár í senn. Iðnaðarráðuneytið fól á sínum tíma endurskoðunarskrifstofu Coopers & Lybrand í London að endurskoða ársreikninga ISAL fyrir árið 1980 og lauk þeirri endurskoðun og endurreikningi á framleiðslugjaldi fyrir það ár hinn 27. ágúst sl., en samkvæmt beinum fyrirmælum í aðalsamn- ingi bar að ljúka henni eigi síðar en 1. september 1981. Hefur skýrsla endurskoðend- anna verið lögð fram í ríkisstjórn og afhent ÍSAL ásamt tilkynningu um nýjan útreikning á fram- leiðslugjaldinu, og einnig hafa Alusuisse verið send þessi skjöl. Jafnframt hefur stjórnarandstöð- unni verið kynnt niðurstaða endurskoðendanna. Hinir óháðu endurskoðendur telja í skýrslu sinni, að leiðrétta hafi þurft ársreikninga í tiltekn- um 6 greinum, þ.á m. vegna verð- lagningar á súráli og rafskautum og vegna afskrifta. Taka þeir fram, að Alusuisse sé ekki sam- mála útreikningum sínum og að Alusuisse hafi sagst munu leggja fram í nóvember 1981 kostnaðar- tölur dótturfyrirtækis síns í Hol- landi, sem framleiðir rafskaut fyrir ÍSAL. Niðurstaða Coopers & Lybrand um útreiknað framleiðslugjald ÍSAL fyrir 1980 hefur verið send fjármálaráðuneytinu, sem mun innheimta viðbótarframleiðslu- gjaldið ásamt vöxtum frá 1. janú- ar 1981 með skuldajöfnuði eins og aðalsamningurinn segir til um. Hreyfilbilun i Fokker HREYFILBILUN varð i Fokker-flugvél Flug- leiða er hún var á leið til Reykjavikur úr áætlunarflugi til Færeyja i gær. Stöðvaðist hreyfillinn skyndilega þegar flugvélin átti eftir 20 minutna flug til Reykjavikur og kláraði hún flugið á öðrum hreyfli. Um borð í flugvélinni voru 32 farþegar. Flugvélin er hin sama og varð að nauðlenda á Keflavikurflugvelli i fyrra, er bilun varð i lendingarbúnaði. Slökkviliðið hafði viðbúnað á Reykjavikurflugvelli þegar flugvélin kom inn til lendingar, en það mun venja i tilvikum sem þessu. A myndinni má sjá flugvél- ina aka með dauðan hreyfilinn til afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða. Niðurgreiðslur á ull um 4,82 krónur auknar RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sinum i fyrradag að auka niður- greiðslur á ull til ullariðnaðarins um 4,82 krónur á hvert kíló fyrir timabilið 1. júni til 1. september. í fréttatilkynningu frá rikis- stjórninni segir einnig að með þessari ákvörðun sé afkoma ull- ariðnaðarins bætt ug muni lækka heildarútgjöld i ullariðnaði frá siðustu áramótum um 4%. Morgunblaðið hafði í þessu til- efni samband við Pétur Eiríksson, forstjóra Álafoss, og sagði hann að þetta væru gleðileg tíðindi og með þessu væri verðmismunurinn á ull á heimsmarkaðinum og ull hér á landi jafnaður. Þetta yrði því tvímælalaust til mikilla hags- bóta fyrir ullariðnaðinn. Þess bæri þó að geta að þessi hækkun kæmi eiginiega þrem mánuðum of seint, hún væri komin úr gildi sama daginn og ákvörðun um hana hefði verið tekin. Nýtt bú- vöruverð hefði átt að taka gildi í gær, en hefði nú dregizt aðeins og með nýju búvöruverði mætti búast við hækkun á grundvallarverði landbúnaðarvara og því væri óljóst hvað tæki við með nýju búvöruverði. Gísli Jóhannsson formaður Lionsklúbbsins Baldurs setur hér límmiða á einn bilinn, en Lionsfélagar verða um næstu helgi staðsettir við bensínstöðvar og annarsstaðar og taka við frjálsum framlögum til styrktar fötluðum. Söfnun til styrktar fötluðum ALLIR Lionsklúbbar hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu taka um næstu helgi höndum saman um að styrkja stofnun styrktar- sjóðs fatlaðra í samvinnu við Umferðarráð og Iljálparstofn- un kirkjunnar. Lionsmennirnir verða á öllum bensínstöðvum á svæðinu og á fleiri stöðum og gefa fólki kost á að gefa framlag sitt til sjóðsins. Er öllum gefið merki sem hægt er að líma á rúður bílanna og verður tekið við frjálsum fram- lögum. Er það markmiðið að sögn Guðmundar Einarssonar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar að allir bílar á höfuðþorgar- svæðinu verði með þessi merki eftir helgina. Stendur þessi söfn- un frá föstudegi til sunnudags að honum meðtöldum. í sumar var farið út í sams- konar söfnun á vegum þessara aðila en þá voru það Lionsfélög úti á Iandi sem sáu um söfnun- ina. Þá söfnuðust 300.000 krónur og er vonast til að annað eins safnist núna um helgina. Manna- bein finnast MANNABEIN fundust í fyrra- dag við bæinn Tungu, áður Skollatungu, i Gönguskörðum i Skagafirði, er verið var að grafa fyrir grunni nýs ibúðarhúss á bænum. Ekki cr vitað um aldur beinanna. scm talin eru vera af ungum manni, jörðuðum i kristni, þó ekki sé vitað til þess að þarna hafi verið kirkja. Að sögn Hjálmars Jónssonar, sóknarprests á Sauðárkróki, hefur beinagrindin legið lárétt í jörðu og höfuðið snúið í vestur auk þess sem eitthvað var af viði og hlöðnu grjóti umhverfis hana, en ekkert annað. Þykir það benda til þess að viðkomandi hafi verið jarðaður þarna í kristni þó ekki sé kunnugt um að þarna hafi verið kirkja. Þó er ekki ólíklegt að svo hafi verið, þar sem fyrr á öldum var þarna mun meiri byggð, enda Göngu- skörðin þá í þjóðbraut. Ekki þótti ástæða til að ieita að meiri leifum þarna og hafa beinin nú verið send þjóðminjaverði til nánari athugunar og aldursgrein- ingar, en talið er að þau hafi legið lengi í jörðu. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.