Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 Tvöföld eldskim Þá var loftskeytamannsbakterían lítt kunn hér á landi. Hún heltók ungan Skagfirðing, svo hann ýtti öllum öðrum ráðagerðum til hliðar og gerðist loftskeytamaður. í áratugi var sjórinn starfsvettvangur hans í friði og stórstyrjöld með meiri hættum en dæmi eru til um. Hann hlaut tvívegis eldskírn á hafinu. Hann var úti í miklu ofviðri árið 1924. Rúmlega ári síðar var hann á sjónum í „Halaveðrinu mikla“. Nær öll heimsstyrjaldarárin sigldi hann, og í dag á hann afmæli. Afmælisbarnið er Vesturbæingur- inn Hilmar Norðfjörð loftskeytamaður, sem fæddist á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki þennan dag fyrir 75 árum. Líóhiii.: Afmælisrabb við Hilmar Norðfjörð, sem var loftskeytamaður í rúma hálfa öld Togarinn Egill Skallagrimsson Fyrir nokkru sótti ég Hilmar heim á hans notalega heimili vestur á Brávallagötu 12 og við tókum tal saman til að rifja ýmislegt upp frá lífshlaupi hans. Við höfðum ekki lengi setið, er ljóst var, að ég hefði alveg nóg að gera þennan dagpart. Kokkur Er ekki rétt að byrja á því, sagði Hilmar, að segja þér frá því að ég var sjómaður meira og minna allar götur frá árinu 1922 og fram á árið 1944, langleiðina fram að lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Ég var 16 ára þegar ég fór fyrst á sjóinn. Ég réð mig þá sem kokkur á póstflutningabát, sem hét Týr og var hann í förum milli Seyðisfjarðar og Hafnar í Horna- firði þetta sumar. Ég setti það ekki fyrir mig, þó ég hafi tæplega kunnað að sjóða vatn, að eiga að malla ofaní 6 manna áhöfn Týs. Móðir mín blessuð sá að sjálf- sögðu í hendi sinni að gera yrði eitthvað af viti til að hjálpa mér út úr þessum ógöngum. Hún gaf mér í nestið matreiðslubók. Báturinn var hér í Reykjavík þegar ráðningin fór fram. Þegar við sigldum héðan áleiðis austur, fóru með okkur þrír stúdentar, sem höfðu ráðið sig á línubát eystra. Ahöfnin var 6 menn og nú þrír farþegar, svo ég mátti elda ofaní 9 menn. Matargerðin gekk held ég nærri því ótrúlega vel, því aldrei var sagt í mín eyru: kokks- helv... í eitt skipti í þessari frumraun minni mun það þó hafa legið við, út af hrísgrjónagraut. Þótti mér svo smátt skammtað af grjónum eftir kokkabókinni, að ég taldi fullvíst, að hér hlyti skammturinn miðað við höfða- fjöldann að eiga að vera meiri. Ég jók hrísgrjónaskammtinn um 100 prósent, því hafa yrði nægan graut handa skipshöfn og farþeg- um. En hrísgrjónagrauturinn varð svo hnausþykkur að á honum varð ekki unnið nema með eggjárni. Einn stúdentanna þriggja var Þórður Eyjólfsson, síðar hæsta- réttardómari. Hann gleymdi víst aldrei grautnum. Oft þegar við hittumst á förnum vegi, rifjaði hann þetta atvik upp með því að bæta við er við heilsuðumst: Góð- ur var grauturinn hjá þér, Hilmar. Á þessum árum kynntist ég einum hinna mörgu lífstíðarvina minna, eins og ég kalla marga þeirra, sem ég kynntist á yngri árum. Þessi maður var loftskeyta- maður og heitir Snorri Jónasson á Öldugötu 9. Hann var lengi loft- skeytamaður í Gufunesstöðinni. Hann er nú meðal hinna elstu í stétt loftskeytamanna og í hópi fyrstu nemenda Loftskeyta- mannaskólans gamia sem var til húsa að Vesturgötu 10. Teningnum kastað Ég smitaðist af Snorra og svo heltekinn var ég af loftskeyta- mannsbakteríunni, að allar spekúlasjónir um annað nám og starf komu ekki til greina. Ég fór á Loftskeytamannaskólann, sem var kvöldskóli, eins vetrar nám. Honum stjórnaði Otto B. Arnar, einn af frumherjum radíó- og fjarskiptatækninnar hérlendis. Ég varð loftskeytamaður árið 1924. Teningnum var kastað. Sjó- mennskan, sem hefur aldrei verið neitt grín, skyldi verða minn starfsvettvangur um ófyrirsjáan- legan tíma. Fyrsta skipið, sem ég var munstraður á sem fullgildur loftskeytamaður, var togarinn Eg- ill Skallagrímsson, einn Kveld- úlfstogaranna. Þegar ég kom um borð var skipstjóri togarans Snæ- björn Stefánsson, bróðir þeirra Sigvalda Kaldalóns og Eggerts söngvara. Stýrimaðurinn hét Guð- mundur Halldórsson. Mér líkaði afbragðsvel að starfa hjá þeim Thors-bræðrum í Kveldúlfi. Ég hef ætíð verið lítt fyrir það gefinn að skipta um vinnustað. Það var stundum hent að þessu gaman í góðu tómi. Þá var stundum komist þannig að orði, að ég væri eigin- lega fóstursonur Kveldúlfs. Ég var hjá Kveldúlfi og lengst af á Agli Skallagrímssyni, í full 20 ár. Einnig var ég á Skallagrími með Guðmundi Jónssyni — Guðmundi á Skalla eins og hann var kallaður. Eldskírnin Halavedrid Eldskírnina á sjónum hlaut ég það sama ár og ég fór á Egil Skallagrímsson. Var það um jólin 1924. Við vorum þá langt komnir í túrnum, minnir mig. í þá daga var það lifrarpremían til togarasjó- manna, sem var nokkurs konar bónus, sem við fengum eftir hverja veiðiför. Allri lifur var safnað í lifrarföt, tunnur. Líklega hefur verið búið að ganga frá til heimsiglingar og súrra niður aft- antil á skipinu 25—30 tunnur lifrar. Brast þá á okkur mikið veður. Er ekki að orðlengja það, að sjóar, sem riðu á skipið, slitu allt og rifu. Er við komum hingað inn til Reykjavíkur úr þessari erfiðu veiðiför, var öll lifrarpremíam, tunnurnar með lifrinni, komin í sjóinn. Enginn hafði orðið fyrir meiðslum í öllum djöfulganginum og það var auðvitað fyrir mestu. Mér fannst ég hafa öðlast mikla reynslu í þessari sjóferð. Taldi þetta hafa verið eldskírnina mína. Þetta veður var kallað „jólaveðr- ið“. Ég varð að taka „eldskírnina" til endurskoðunar seinna. Við á Agli Skallagrímssyni vorum ein- mitt að veiðum á Halanum í „Halaveðrinu mikla". Já, einhverju sinni sagðir þú frá þessu á prenti? Jú, rétt er það. Dálitla frásögn er af því að finna í bók eftir Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa Flug- leiða, og heitir í særótinu. Eru það viðtöl hans við sjómenn, og kom út árið 1967. Hilmar fór í bókaskáp og kom með bókina. Þessi frásögn Hilm- ars af Halaveðrinu er án efa merkileg heimild um þetta sögu- fræga og eftirminnilega norðan- áhlaup á miðum íslenskra togara, ofsaveður, sem enn er vitnað til, rúmlega hálfri öld síðar. Frásögn Hilmars í bókinni er allt í senn, lifandi sterk og áhrifa- mikil. Við lestur hennar mun hverjum manni vera það ljóst, að einhver yfirnáttúrulegur kraftur hefur ráðið úrslitum um það, að Egill Skallagrímsson fórst ekki í Halaveðrinu með allri áhöfn. Þetta gerðist í febrúar árið 1925. Þá um kvöldið gekk veður mjög snögglega til norðausturs og á skammri stundu kólnaði svo í veðri, að eftir nokkrar klukku- stundir var komið grimmdar frost og með miklum veðurofsa og stórsjó. Lýsir Hilmar því, er áhöfn togarans berst upp á líf og dauða við að halda skipinu á floti. Hvert ólagið á fætur öðru og hvert öðru meira ríður yfir togarann. Fiskur- inn í lestinni kastast svo til að Egill Skallagrímsson leggst á hlið- ina, svo að sjór beljar niður í skipið um ventla og meira að segja reykháfinn. Ekki virðist annað blasa við en að áhöfn togarans muni iúta í lægra haldi í þessum átökum við Ægi. Svo nærri var togarinn því að farast, hlaðinn þungri klakabrynju, að hann lá langtímum saman á hliðinni, flat- ur fyrir vindi og sjó. Ljóslaust var um borð og dælur urðu óvirkar. I þessari vonlitlu stöðu, að því er virðist, tókst þó áhöfninni að bjarga togaranum frá því að sökkva með því að ausa vélarrúm og fýrpláss með vatnsfötum. Og mitt í þessum ósköpum öllum segir einn skipverjanna draum, sem hann hafði dreymt: Þeir muni ekki farast í þessu veðri. Eftir rúmlega sólarhrings þrot- laust björgunarstarf við að kasta farminum til og við austur, hefur skipshöfn togarans tekist að rétta skipið aftur og skipshöfninni er borgið. Togarinn kemur til hafnar brot- inn og bramlaður, lífbátalaus og með einn skipverjanna handleggs- brotinn. Gerðist það kraftaverk, að manninn tók út er hnútur kom á skipið, en honum skolaði inn aftur að lítilli stundu liðinni og lenti þá á afturgálga og hand- leggsbrotnaði við það. En um leið höfðu hraustir skipsfélagar hans hrifið hann úr klóm Ægis og lífi mannsins var borgið. Jú, Halaveðrið stendur mér auð- vitað enn Ijóslifandi fyrir hug- skotssjónum, sagði Hilmar. Þú getur ímyndað þér það. Þetta var ægilegasta barátta upp á líf og dauða fyrir hvern einasta okkar um borð, barátta, sem stóð í fullar 30 klukkustundir. Það voru margir togarar á Halanum er veðrið brast á. Hvert skip og hver áhöfn hafði nóg með sig, svo snögglega skall fárviðrið á okkur. í „Halaveðrinu" týndust tveir togarar með allri áhöfn og fleiri togarar urðu fyrir meiri og minni áföllum. Togararnir sem týndust voru Leifur heppni og Robinson. Og þegar okkur á Agli Skallagrimssyni hafði tekist að rétta skipið aftur og ná upp dampi og veðrinu tók að slota, hafði okkur hrakið svo langt undan norðaustanveðrinu, að við vorum bara komnir á móts við innsigling- una hér inn á Reykjavíkurhöfn. Við vorum aðeins 6—7 tíma að stíma hingað inn á höfnina. Þýskalandsferd Ólafur K. Magnússon, ljós- myndari Mbl., sagði eitt sinn við Hilmar, er hann mætti okkur saman niðri í Miðbæ. — Hilmar, hvenær ætlar þú að segja frá Þýskalandsferðinni? — Þetta rifj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.