Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 23 Kveðjuorö: Ragnheiður Hafstein Thorarensen Hún er dáin hún Ragnheiður. Þrátt fyrir háan aldur og erfið veikindi í rúmar tvær vikur, fannst mér næstum óhugsandi að hún myndi deyja núna. Það er svo stutt síðan við vorum að tala saman úti í garði um lífið, tilver- una og gamla daga. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja Ragnheiði í meira en þrjá áratugi og vera árum saman daglegur gestur á heimili hennar. Mér fannst ég þó aldrei vera gestur, heldur leit á Sóló sem mitt annað heimili. Ég kom þar fyrst smástelpa, sem hafði eignazt nýja vinkonu, hana Ellí, yngstu dóttur Ragnheiðar. En brátt hafði ég eignazt tvær, því að Ragnheið- ur var þeim kostum búin að geta brúað bilið, sem oft vill myndast milli kynslóða. Það var ætíð gott að leita til hennar, ef eitthvað bjátaði á, því að hún átti alltaf ráð og gat látið óþarfa áhyggjur hverfa sem dögg fyrir sólu með léttu skapi og hnyttnu orðalagi. Hún var sannur vinur í raun. Ragnheiður var óvenju glæsileg kona. Teinrétt í baki og tíguleg í fasi vakti hún athygli hvar sem hún fór. Jafnvel börnin í hverfinu tóku eftir að þarna fór alveg sérstök kona, hún frú Thorarens, eins og þau kölluðu hana. Hún var mjög góðum gáfum gædd og bar þess ætíð merki að hafa alizt upp á menningarheimili. Hún var óhagganleg á hverju sem gekk, líkust kletti í hafinu, sem alltaf er eins, bæði þegar öldurnar gjálfra glaðlega í veðurblíðu og þegar brimið brýtur á honum í stormi og stríðu veðri. Fjölskyldan öll, börn, tengda- börn og barnabörn, hafa mikils misst, en eftir lifir minningin um góða konu. Við fjölskylda mín vottum þeim dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Guðrún B. Kvaran. Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. ■Ifc—L SöiuirllmcgjMir VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 -21480 Ljós- ritunar- vélar Allar stærðir og gerðir. GlSLI J. JOHNSEN HF IQ1!1! SmMfutMgl 8 - Siml 73111 Blaðburðarffólk óskast AUSTURBÆR Snorrabraut, Freyjugata 28—49 HANDMENNTASKOLI ÍSLANDS Sími 28033, Pósthólf 10340,-130 Reykjavík. Handmenntaskóli íslands býður uppá kennslu í teiknun og málun í bréfaskólaformi. Þú færö send verkefni frá okkur og lausnir þínar veröa leiðréttar og sendar þér aftur. í þremur önnum færö þú send um 50 verkefni til úrlausnar. Innritun í skólann fer fram fyrstu tíu daga hvers mánaðar utan júlí og ágúst. — Þeir sem enn hafa ekki beðiö um kynningarrit skólans, geta fyllt út nafn og heimilisfang hér að neðan og sent skólanum eða hringt í síma 28033 milli kl. 14 og 17. Hér er tækifærið sem þú hefur beðiö eftir til þess að læra teiknun og málun á auðveldan og ^ skemmtilegan hátt. Ég óska eftir aö fá sent kynningarrit HMÍ mér aö kostnaöarlausu. Nafn ....................................... Heimilisfang ............................... Óska eftir aö kaupa sveitabýli meö eöa án bústofns. Byggingar þurfa ekki aö vera miklar, en veöursæld og helst einhverjir ræktunarmöguleikar. Æskileg staösetning Suður- og Vesturland. Eyöijörö kemur einnig til greina. Greiösluform t.d. skipti á fasteign í Reykjavík ásamt peningum, fyrir rétta eign. Vinsamlegast sendiö nöfn og símanúmer til blaðsins merkt: „Jörö — 1991“, fyrir 15. sept. Canon Ijósritunarvélar í sér flokki bæöi verö og gæöi! Þaö keppir engin viö CdttOH Ef þessari staðreynd er ekki trúaö þá vinsamlega hafiö samband viö okkur, komiö, skoðiö og sannfær- ist. Verslið við fagmenn. Sala, ábyrgö og þjónusta: SKRIFVÉLIN HF Suöurlandsbraut 12. Sími 85277 — 85275. FLEX-0-LET Tréklossar V Vinsælu tréklossarnir meö beygjanlegu sólunum nýkomnir. Aldrei glæsilegra úrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.