Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Danir og Norð- menn deila Spenna hefur vaxið milli Dana og Norðmanna út af deilum um yfirráðarétt yfir loðnumiðunum milli Jan Mayen og Grænlands. Norðmenn vilja, að miðlína verði dregin milli Jan Mayen og Grænlands og yfirráðasvæðinu þannig skipt jafnt á milli sín og Dana. Af hálfu Dana er þess hins vegar krafist, að Norðmenn viðurkenni 200 mílna fiskveiðilögsögu út frá Austur-Grænlandi og semji því um sömu skipan þar og ríkir milli íslands og Jan Mayen. Norðmenn segjast ekki geta litið á Grænland og ísland sem sambærileg lönd í þessu tilliti, að minnsta kosti eigi menn á austurströnd Grænlands ekki meira undir fiskveiðum en þeir, sem yfir Jan Mayen ráða. Á hinn bóginn skipti fiskveiðar sköpum fyrir afkomu íslendinga. Bæði norsk og dönsk varðskip hafa verið send á hið umdeilda svæði, þar sem skip frá aðildarlöndum Efnahagsbandalags Evrópu og Færeyjum stunda loðnuveiðar í óþökk Norðmanna en með vitund Dana. Við Islendingar vitum þjóða best, að deilur um yfirráð yfir fiskimiðum verða aldrei endanlega leystar með átökum á hafi úti. Stjórnmálamennirnir verða að hafa þrek til að semja um ágreiningsmálin, fyrr eru þau ekki úr sögunni. Reynsla okkar af samskiptum við Norðmenn er góð að þessu leyti, þeir sýndu okkur mikinn skilning, þegar við deildum við Breta og Vestur-Þjóðverja og þeir, sem gerst þekkja, telja samninga okkar við Norðmenn um skiptingu auðlindanna milli íslands og Jan Mayen einstaka í sinni röð. Innan Efnahagsbandalags Evrópu gilda þær reglur, að einstök aðildarríki þess taka ákvarðanir um stærðarmörk og útfærslu yfirráðasvæða sinna á hafinu. Þess vegna er deilan um lögsöguna milli Grænlands og Jan Mayen alfarið á milli Dana og Norðmanna. Hins vegar er það á valdi Efnahagsbandalags Evrópu og embættismanna í Briissel að ákveða hámarksafla í lögsögu aðildarlandanna og skiptingu hans milli aðildarþjóða og þriðju ríkja. Af þessari verkaskiptingu leiðir, að íslenskir embættismenn hafa undanfarin misseri hitt fulltrúa Efnahagsbandalagsins á fundum meðal annars til að ræða um veiðar í grænlensku fiskveiðilögsög- unni. Var síðasti fundur þessara aðila haldinn hér í Reykjavík í sumar án þess að samkomulag næðist og sýnist mikið bil óbrúað á milli deiluaðila. íslensku samningamönnunum var ljóst, að án samkomulags kynnu skip frá Efnahagsbandalagslöndunum að sækja fast í loðnuna, sem gengur í áttina að Grænlandi af Islandsmiðum og er þar um að ræða sama stofninn, sem samkomulag tókst um milli Norðmanna og Islendinga á sínum tíma. Skipin, sem varðskip Dana og Norðmanna eru að eltast við, eru einmitt að veiða loðnu úr þessum stofni. í samkomulagi okkar við Norðmenn fólst, að norsk stjórnvöld virða ákvarðanir íslenskra um leyfilegan hámarksafla á loðnu og norsk veiðiskip fá í sinn hlut umsamið magn hins leyfilega hámarksafla. Þetta er gullvæg regla, sem Islendingar hafa reynt að fá Efnahagsbandalagið til að samþykkja en ekki tekist, þar eð ýmsar aðildarþjóðir telja það ekki samrýmast fullveldisrétti sínum að ganga að slíkum kjörum. Þau skip frá Efanhagsbandalagslöndunum, sem eru við loðnuveiðar milli Grænlands og Jan Mayen, eru því ekki háð öðrum aflatakmörkunum en þeim, sem Efnahagsbandalagið ákveður einhliða. Fram hefur komið, að Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra hafi lagt að Norðmönnum að framfylgja norskum lögum við Jan Mayen, þeir hindri sem sé óleyfilegar veiðar innan miðlínunnar við Jan Mayen gagnvart Grænlandi. Er því slegið upp í norskum blöðum, að íslendingar styðji Norðmenn í deilunni við Dani. Þessi stuðningur utanríkisráðherra íslands við sjónarmið Norðmanna er skiljanlegur, þegar forsaga málsins er skoðuð og Jan Mayen-samkomulag okkar og Norðmanna. Miðað við núverandi aðstæður er okkur hagstætt, að norska yfirráðasvæðið sé sem stærst. Hins vegar myndi skoðun íslenskra stjórnvalda væntanlega laga sig að því, ef Efnahagsbanda- lagið féllist á ákvörðunarvald okkar um leyfilegan hámarksafla og takmarkaði sókn skipa frá aðildarlöndunum í loðnustofninn. í viðtali við Ólaf Jóhannesson hér í blaðinu kom til dæmis fram, að hann myndi líta þetta mál allt öðrum augum, ef aðeins væri um Grænlendinga að ræða á hinu umdeilda svæði, en þarna væru Efnahagsbandalagslöndin og sovésk fiskiskip og gerði það málið „mjög alvarlegt" að mati utanríkisráðherra. Mikilvægt er, að íslensk stjórnvöld hafi langtímahagsmuni í huga, þegar þau taka afstöðu í þessu máli og halda á loft skoðunum annars aðilans á kostnað hins. Auðvitað reyna Kremlverjar að þröngva sér inn í þetta mál eins og önnur á Norðurslóðum. Það er dæmigert fyrir íhlutunarsemi Sovétstjórnarinnar, að hún skuli senda svonefnd ryksuguskip sín á loðnuveiðisvæðið umdeilda. Sovétmenn hafa leyfi Norðmanna til að véiða í Jan Mayen-lögsögunni. Hins vegar hafa þeir hvorki leyfi okkar né Norömanna til loðnuveiða, við Jan Mayen mega Rússar veiða kolmunna. Allir ættu því að geta sameinast um það að forða loðnunni undan stórtækum flota Sovétmanna, ef.hann reynir að ná henni í óleyfi. Akureyri. 1. septrmber. IÐJA, félag verksmiðju- fólks á Akureyri, Starfs- mannafélaK verksmiðja SÍS og iðnaðardeild SÍS boðuðu í dají til fjölmenns fundar um málefni verksmiðjanna og afkomu þeirra og var hann haldinn í Félagsborg, samkomusal starfsfólks SÍS. Vinna var felld niður í verksmiðjunum til þess að starfsfólkið gæti sótt fund- inn, enda fjöímenni þar og fyllti fundarsalinn. Einnig var boðið alþingismönnum Norðurlandskjördæmis eystra, bæjarfulltrúum á Akureryi, fulltrúum verka- lýðsfélaga og fleirum. Ilvert sæti var skipað í salnum og er talið að fund- armenn hafi verið allt að 600. Tilefni fundarins var versnandi afkoma verk- smiðjanna, einkum útflutn- ingsiðnaðarins, vegna óhag- stæðra breytinga á gengi erlendra gjaldmiðla. Sala verksmiðjanna er mikil til Frá fundi Iðnaðardeildar Sam- handsins, Iðju. félags verk- smiðjufólks, og Starfsmannafé- lags verksmiðja Sambandsins á Akureyri í gær. Ljósm. Mbl. Sv.P. óhagræði, sem við ráðum ekki við. En þar að auki höfum við lagt fram margar tillögur, en ég veit ekki hvort áhugi er á þeim hjá yfirvöld- unum. Við teljum að gengisbreyt- ing ein sér henti ekki, það þyrfti svo geysimikla gengislækkun og hún snertir marga aðra rekstrar- þætti á óhagkvæman hátt, en lækkun á rekstrarkostnaði kæmi að notum. Þá vil ég fyrst nefna niðurfellingu á uppsöfnuðu óhag- ræði, launaskatti, iðnaðarsjóðs- gjaldi og svo framvegis. Við viljum fá hluta af gengistapi okkar endur- greiddan úr Seðlabankanum, að- lögunargjaldi þyrfti að koma á innfluttan iðnvarning, sem fer í samkeppni við okkar vörur til að laga stöðu innlends iðnaðar. Þetta gjald yrði síðan notað til að styrkja iðnaðinn hjá okkkur. Fataiðnaður á til dæmis í gífurlegri samkeppni við innflutning frá Danmörku, en mikilvægast teljum við að koma upp allsherjarverðjöfnunarsjóði fyrir allar útflutningsvörur, hvort sem þær koma frá sjávarútvegi, landbúnaði eða iðnaði, til að jafna verð- og gengissveiflur. En hvar er þá tapið mest? Það er „Erum við að missa vimuma?“ þeirra Evrópulanda, sem eiga gjaldmióla með lækk- andi Keniíi, en hins vegar eru flest erlend lán í dollur- um, scm hafa hækkað mjög í verði. Einnig hefur inn- lendur tilkostnaður stór- hækkað. Svo er nú komið hag og afkoma SÍS-verksmiðjanna, að við blasir lokun nokk- urra framleiðsludeilda og fjöldauppsagnir starfsfólks. IIjá Samhandsverksmiðjun- um á Akureyri vinna nú um 700 manns og atvinnuleysis- hættan vofir yfir nær hehn- ingi þeirra, ef ekki tekst að finna skjóta lausn á rekstr- arvandanum. Fundarstjóri var Valur Arnþórsson, formaður SÍS, en framsöguræður fluttu Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, Júlíus Thor- arensen, formaður Starfs- mannafélagsins og Hjörtur Eiríksson, formaður iðnað- ardeildar SÍS, sem skýrði í máli og tölum þá stöðu, sem upp er komin. Kristín Hjálmarsdóttir tók fram að það væri eindregin krafa verk- smiðjufólks að iðnaðurinn hljóti þann sess í íslenzku atvinnulífi, sem honum ber sem undirstöðuat- vinnuvegi og tryggð verði afkoma iðnfyrirtækjanna, svo að þau geti boðið starfsfólkinu atvinnuöryggi og mannsæmandi laun. Það væri algjör öfugþróun ef atvinnuleysi færi hér vaxandi. Júlíus Thorarensen lagði einnig „SAMEIGINLEGUR fundur Iðju. félags verksmiðjufólks á Akureyri, Starfsmannafélgs Verksmiðja SÍS og Iðnaðardeildar Samhandsins haldinn á Akureyri 1. september 1981, lýsir áhyggjum sinum yfir þeirri hrikalegu þróun, sem orðið hefur síðustu mánuði á rekstrar- skilyrðum útflutningsiðnaðar en áherzlu á, að atvinnuöryggi og góð laun væru tryggð starfsfólki í iðnaði, í verksmiðjunum spyrði maður mann þessa daga: Erum við að missa atvinnuna? Sífellt meiri taprekstur væri í iðnaði þrátt fyrir stóraukna framleiðslu vegna óað- gengilegra rekstrarskilyrða og til- litsleysis stjórnvalda í garð ís- lenzks iðnaðar. Hann brýndi al- þingismenn og forráðamenn Akur- eyrarbæjar að taka til óspilltra málanna við að finna skjóta lausn. Þá tók til máls Hjörtur Eiríks- son, framkvæmdastjóri iðnaðar- deildar SÍS. Efnislega sagði hann: Geigvænleg þróun hefur orðið á þessu ári í útflutningsiðnaði og þá sérstaklega að því er varðar iðnað- ardeild SIS, sem hefur á hendi 43% alls útflutnings ullar- og skinna- varnings hér á landi. í ársbyrjun 1981 lét iðnaðardeild SÍS gera rekstraráætlun og þar var talið að reksturinn yrði taplaus á árinu í trausti á hjöðnun verðbólg- unnar. En við endurskoðun áætlun- arinnar í apríllok kom í ljós að hallinn yrði 4 milljónir króna á árinu. Um miðjan ágúst var hún enn endurskoðuð og þá birtist sú nöturlega staðreynd að fyrirsjáan- legur var 16,2 milljóna króna halli á þessu ári. Það er allt of mikið, það getum við með engu móti borið, allra sízt þegar höfð er hliðsjón af gengisþróun síðustu mánaða. Rekstrarkostnaður hefur farið stigvaxandi á þessu ári frá einum ársfjórðungi til annars. Laun hafa hækkað um 14,2%, annar kostnað- ur um 21,7% og vegið meðaltal kostnaðar er 19,8%, ef laun eru talin vera fjórðungur kostnaðar. Eftir annan ársfjórðung vantaði 9,5% á að við stæðum jafnt og um síðustu áramót hvað rekstrar- kostnað snerti, 10,7% eftir þriðja þau eru nú orðin um 10% lakari en var í upphafi ársins. Fundurinn bendir á að þessi þróun hefur óhjakvæmilega í för með sér verulcgan samdrátt í rckstri og atvinnu innan mjög skamms tíma ef ekkert verður að gert á næstu vikum. Áratuga starf til að draga úr einhæfni íslensks Iljörtur Eiríksson fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS lýsir rekstrarvandanum. ársfjórðung og 14,9% eftir fjórða ársfjórðung ef engin breyting verð- ur á gengi. Meðaltal ársins 1981 verður 9,2% en 10,4% ef miðað er við óbreytt gengi til áramóta. Gengistap umfram gengishagnað hefur orðið 1 milljón króna á hverjum mánuði fram að þessu og fer vaxandi. Tap iðnaðardeildarinnar er áætl- að á árinu 198112,7 milljónir króna á útflutningi og 3,5 milljónir á innanlandssölu eða 16,2 milljónir atvinnulífs getur orðið að engu ef jöfnuði verður ekki komið á milli atvinnugreina hið alira fyrsta. Fundurinn skorar þvi á stjórn- völd að sjá til þess að bæði útflutnings- og samkeppnisiðnaði verði tryggður viðunandi rekstr- argrundvölíur.“ Júlíus Thorarensen formaður Starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins. króna alls. Rekstrargrundvöllurinn er þannig gersamlega brostinn. Ef viðunandi úrbætur fást ekki og það á allra næstu dögum eða vikum, er fvrirsjáanlega óhjákvæmilegt að starfsemin dragist verulega saman og segja þurfi upp starfsfólki í stórum stíl, jafnvel í hundraðatali. Það hefði ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir starfsfólkið hér og atvinnulífið á Akureyri yfirleitt, en einnig fyrir margar prjóna- og saumastofur víða um land. Ef til kæmi yrði þetta erfiðasta og dap- urlegasta verkefni, sem ég hefi nokkurntíma staðið frammi fyrir. Við, sem stöndum í útflutningi iðnaðarvarnings erum háðir lög- málum heimsmarkaðsins, en í þvi felst að ganga verður frá verði og samningum heilt ár fram í tímann. Ekki tjóar að minnast á eða biðja um verðbólgustuðul, slíkt yrði hlægilegt og ekkert yrði úr sölu eða samningum. Við erum með einu skinna- saumastofuna á landinu og mikill kostnaður var við að gera hana vel Útflutnings- og samkeppnisiðnaði verði tryggður viðunandi rekstrargrundvöllur Kristín Hjálmarsdóttir for- tnaöur Iðju, félags iðnverka- fólks á Akureyri. úr garði, fullvinnsla á mokkaskinn- um var einnig tekin upp hjá okkur, hvort tveggja átti að vera fyrir Evrópumarkað og vera vaxtar- broddur í íslenzkum útflutnings- iðnaði. Nú er mikil óvissa um framtíð þessara þátta. Þrátt fyrir þetta, er það verð sem við fáum erlendis fyrir vöru okkar mjög gott miðað við það sem þar gengur og gerist. Ef ekki er hægt að reka ullar- og skinnaiðnað hér í landinu, er ekki hægt að reka annan útflutningsiðnað heldur. I maí síðastliðnum gengum við Pét- ur Eiríksson hjá Álafossi á fund iðnaðarráðherra og báðum um að- stoð. Svar kom í ágúst, en allt of seint. Eg átti fund í síðustu viku með þremur ráðherrum og einum aðstoðarráðherra, þar var lofað svari um lausn vandans ekki síðar en um miðjan septembermánuð. En hvað er til ráða i þessum mikla vanda? Fyrst verður okkur fyrir að líta í eigin barm, bæta framleiðsluna og beita hagræðingu í rekstri, en það hvort tveggja er eins og dropi í hafið á móti öllu því Valur Arnþórsson, formaður SÍS, var fundarstjóri. mest á öllum vefnaðarvörum, til dæmis áklæði, en einnig á ullariðn- aði yfirleitt. Framleiðsla skinna- saumastofu fer öll á Evrópumark- að og slíkt er einnig óhagstætt. Þegar við fáum svar frá yfirvöld- um verðum við að meta stöðuna á ný, en lausnin verður að koma fljótt, ef hún á að koma að gagni og hún hlýtur að finnast, þannig að hinum miklu rekstrar- og atvinnu- hagsmunum okkar allra verði borgið. Það á að vera hægt að leysa málið, en á þessari stundu er ástandið mjög alvarlegt. Það hefur verið ómetanlegt að finna starfsfólkið eins og vegg á bak við sig og ég þakka allan þann stuðning. Stefnt er að því að hafa sameiginlega fundi á hverjum vinnustað og biðja um tillögur til úrbóta frá einstökum starfs- mönnum. Einnig verður lagt kapp á miðlun upplýsinga til þeirra. Eftir framsöguræðurnar voru bornar fram nokkrar fyrirspurnir, sem Hjörtur Eiríksson svaraði. Sv.P. Biskupskjör: „Eining kirkjunnar fyrir öllu öðru“ - segir séra Ólafur Skúlason dómprófastur ÞEGAR ljóst lá íyrir í fyrra- kvöld að niðurstaða biskups- kjörs yrði ekki kærð hafði Mbl. samhand við séra Pétur Sigurgeirsson og innti hann álits eins og fram kom i hlaðinu í gær, én hins vegar náðist ekki í séra Ólaf Skúla- son fyrr en í gærdag. „Já, mér þykir leitt, að þið skylduð ekki ná í mig í gærkvöldi, en ég var í matar- boði hjá dóttur minni og var svo að leika mér við litlu dótturdótturina fram eftir kvöldinu — og enginn var heima," sagði séra Ólafur. Ertu sáttur við ákvörðun fjórmenninganna um að kæra ekki? „Ég er alveg sammála niðurstöðu þeirra, að eining kirkjunnar sé fyrir öllu öðru. Og enda þótt ég ætli alls ekki að halda áfram að ræða og hugsa um þessa atburði, þá get ég þó ekki stillt mig um það, svona í lok þessarar orrahríðar, að lýsa furðu minni á því, að þess skuli ekki gætt framar öllu öðru, að réttur kjósandans sé virtur og allt sé gert til þess að hann nái fram að ganga. En að hinu leytinu til, er ég sáttur við þessa niðurstöðu þeirra og árna séra Pétri allra heilla og blessunar í starfi." Ertu sár? „Það vona ég ekki. Vissu- lega hverfa merki átakanna ekki alveg strax, en ég finn þó, hversu ríkur ég er. Ég hef lengi vitað að ég á marga og góða vini, en aldrei hef ég fundið það betur en síðustu viku. Við hjónin höfum raun- verulega verið umvafin hlýju, og henni einni höfum við mætt, líka frá alveg ókunnu fólki. Það er eins og allir hafi átt svo auðvelt með að setja sig í okkar spor og hafi haft áhuga á því að láta okkur vita það.“ Nú vann herra Sigurgeir með einu atkvæði og séra Bjarni Jónsson tapaði, hefur þér ekki verið hugsað til séra Bjarna? „Jú, ekki get ég nú neitað því. Og ekki hef ég á móti því að vera nefndur með honum. Það eru sameiginleg örlög okkar, sem þarna snertast í þessu eina atkvæði, sem þeir feðgarnir hafa yfir okkur. Að öðru leyti er gott að vera í flokki með séra Bjarna — nema ég vona ég endi ekki í forsetaframboði líka.“ Verður eining innan kirkj- unnar? „Það efast ég ekki um. A.m.k. stendur ekki annað til frá minni hendi. Ég þekki séra Pétur frá gamalli tíð og að góðu einu, og það mun vitanlega ekki standa á mér að veita honum svo sem ég get. Og ég efa það ekki, að hugur hans er hinn sami, enda hefur það komið skírt fram í samtölum okkar þessa erfiðu viku. Kirkjan er miklu meira virði en einstaklingar, og það er herra hennar, sem við þjónum en ekki mönnum. Nú gleymum við því, sem er að baki en horfum til framtíð- ar og þiggjum hvatningu kristniboðsársins til að sækja á brattann." Hvað tekur nú við? „Ja, ég er alls ekki á neinu flæðiskeri staddur. Þjóna bezta prestakalli landsins, þar sem mörg verkefni bíða og þar sem ég hef notið samstarfsins við sóknarnefnd og starfsfólk og sóknarbörnin öll. Bústaðakirkja verður tíu ára í haust, fyrsta sunnudag í aðventu, og við erum þegar farin að huga að þeim tíma- mótum, og nú er verið að semja við Leif Breiðfjörð um steinda glugga í kórgaflinn. Nú og svo er ég áfram dóm- prófastur og það starf krefst einnig síns og er mjög ánæg- julegt, og ekki hef ég þurft að kvarta undan samstarfi þar heldur og vona, að svo verði áfram." Hvað rís nú hæst úr minn- ingu sumarsins? „Því er auðvelt að svara fyrir mig. Fæðing tveggja barnabarna, þeirra fyrstu, Hrafnhildar 4. júní og Ólafs Séra Ólafur Skúlason dómpróf- astur Hrafns 1. julí. Allt annað þokast smám saman til hlið- ar, nema hin djúpa þakkar- kennd fyrir þann mikla stuðning sem ég hef þegið af leikum sem lærðum í þessum kosningum og þá hreint ótrú- legu vináttu og hlýju, sem hefur umvafið mig og fjöl- skylduna þessa daga. Og ég kveð þennan kafla ævi minn- ar án nokkurs biturleika og það nær svo sannarlega til kjörstjórnarinnar líka, af því að þar veit ég, að unnið hefur verið eins og samvizkan bauð, enda þótt ég sé ekki sammála niðurstöðum. En það skiptir ekki lengur máli, það er að baki, það skal hyljast sand- kornum tímans. Biskup er kvaddur, nýjum biskupi er fagnað. Kirkjan er hin sama, af því að Drottinn hennar er hinn sami — já, um eilífð. Til þjónustu við hann erum við kölluð. Það eitt skiptir máli.“ - áj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.