Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 + Eiginmaöur minn, ALBERT EDWARD GOODLEY, andaöist á sjúkrahúsi í Exeter 6. ágúst sl. Jaröarförin fór fram 11. ágúst. Fyrir mína hönd og barna okkar, Helga G. Goodley, „Eajan“, 14 Lovell Close Exmouth, Devon Ex8 4PW, England. t Eiginmaöur minn, JACK RICHARD WATT, veðurfræöingur, lést í sjúkrahúsi í Denver, Colordo 30. ágúst. Jarösett veröur í Tulsa, Oklahoma, fimmtudaginn 3. september. Guörún Karlsdóttir Watt. + SVEINN EINARSSON frá Nýjabæ, Vestur-Eyjafjöllum, andaöist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. ágúst. Útför hans fer fram frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 5. september kl. 2. Vandamenn. + Móðir-'okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN EINARSDOTTIR, Hæöargaröi 50, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. ágúst kl. 10.30. Sigurður Jónsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Dagbjartur Grímsson, Birna Jónsdóttir, Haraldur Ólafsson, Kristinn Sigurösson, Gunnhildur Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar og fósturmóöir, KARÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, vefnaöarkona, Asvallagötu 10 A, andaöist aö Vífilstaöaspítala, mánudaginn 31. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar. Jóhannea Einarsson, Guómundur Einarsson, Guörún Þóróardóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐBJÖRG GUOMUNDSDÓTTIR, Eyjabakka 6, Reykjavík, lést föstudaginn 28. ágúst. Kveöjuathöfn veröur frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. sept. kl. 13.30. Jarösungiö veröur frá Akureyrarkirkju þriöjuaginn 8. sept. kl. 14. Haukur Classen, Hallgrímur Arason, Guörún Ófeigsdóttir, Björn Arason, Kristin Sveinsdóttir, Sigríöur Aradóttir, Björn Finnbjörnsson og barnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi. - JÓN BERGÞÓR JÓNSSON, Leífsgötu 28, sem lést 22. ágúst, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. sept. kl. 13.30. Laurentze Johanne Helgason, Jóhann Helgason, Siguröur Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Páll Jörundsson, Paula Jónsdóttir, Páll GuAnason. Elíse Larsen, Jón Jónsson, Hjördís Guómundsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö, viö andlát og útför, fööur okkar og tengdaföður. INGVARSÞORVARDARSONAR, Jón Ingvarsson, Aðalbjörg Siguröardóttir, Ingveldur Ingvarsdóttir, Arsaell Kjartansson, Astríóur Ingvarsdóttir, Kristján Guömundsson, Ingibjörg Ingvarsdóttii, Fríóa Ingvarsdóttir, Ólafur Jónasson, Magnea Ingvarsdóttir, Magnús Jónsson, Sigriður Ingvarsdóttir, Jón Ragnarsson. Jóhanna Sigurðar- dóttir - Minningarorð Fædd 3. de.sember 1906. Dáin 23. ájíúst 1981. Nú þegar sumarið er senn á förum og grasið tekið að sölna er Jóhanna Sigurðardóttir til moldar borin. Jóhanna var fædd í Reykjavík 3. desember 1906 og voru foreldrar hennar Sigurður Björnsson bruná- málastjóri og Snjólaug Sigurjóns- dóttir frá Laxamýri. Menntun sína hlaut hún við Menntaskólann í Reykjavík. Ung giftist Jóhanna, Sveini Pét- urssyni augnlækni. Vegir þeirra skildu en ástríki hélst með þeim alla tíð. Dætur þeirra eru Snjó- laug tannlæknir gift Kjartani Magnússyni lækni og Guðríður hjúkrunarfræðingur, gift Guðjóni Böðvarssyni verslunarmanni. Barnabörnin eru sex. Mesta lífs- ævintýri Jóhönnu voru dæturnar tvær og velferð þeirra og fjöl- skyldna þeirra hennar hamingja. Um margra ára skeið vann Jóhanna á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hafði hún yndi af bókum, jafnt bókmenntum sem fræðiritum um hin margvís- legustu efni. Einnig hafði hún alla tíð mikinn áhuga á þjóðmálum og tók afstöðu til þeirra. Hvar sem Jóhanna fór setti hún svip sinn á umhverfið. Grár og daufur hversdagurinrt breytti um lit er hún hóf frásögn sem leiftraði af fjöri og þrótti. Hreinskiptin og einörð var hún en samúðarfull og góðviljuð. Höfðingskona er kvödd sem ætíð var veitandi. Um árabil lágu leiðir okkar saman, kynntist ég vel örlæti hennar og gjafmildi. Jóhanna mun ætíð vera minnis- stæð þeim er kynntust henni og tilveran snauðari án hennar. Ragnhildur Helgadóttir Það kemur alltaf óþægilega við þá, sem missa góðan vin út úr hringrás þessarar tilveru, hvort sem sjá mátti fyrir um það, vegna langvarandi veikinda eða öfugt, og hvort sem það er vinur sem kveður eftir margra ára kynningu eða stutta, það skiptir ekki sköpum. Nú, þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem skyndilega kvaddi þennan heim eru þökkuð hlý og ógleymanleg kynni, er mér efst í huga hið fölskvalausa vinarþel, sem henni var meðfætt til allra þeirra er hún tók tryggð við, hvort sem þeir stóðu eitthvað upp úr fjöldanum að metorðum eða hinna, sem minna fór fyrir. Hún var þannig af Guði gerð, að búa yfir heitum tilfinningum til alls sem hrærðist og var fagurt í mannlegum samskiptum. Það er margs að minnast og verður nú skýrara fyrir hugskot- sjónum á þessu viðkvæma augna- bliki, þegar síðasta kveðja er skrifuð hér, sem langtum betur má vanda til af undirrituðum, en ég veit að þar bæta um aðrir mér færari í þeim efnum. Mér finnst ekki svo ýkjalangt síðan Jóhanna heitin stóð á sjö- tugu og hún hélt upp á afmælis- daginn með þeim glæsibrag, sem henni var samboðið, og það fór ekki fram hjá neinum, að þá sem oftar kunni hún að upphefja gleðina í því margmenni sem þar sótti hana heim og hinn fjölbreyti- legi samsöngur viðstaddra naut sín vel við undirspil Carls Billichs. Þessi dagstund minningarinnar sannaði okkur þá, að Jóhanna heitin var yngri en árin sögðu til, ef svo má að orði komast, því glæsileiki hennar var í blóma sem á yngri árum og blikið ljómaði sem þá í dökkum augum hennar. Hún verður stutt og því ekki öll hér sögð minningin um Jóhönnu heitna, en allar þær sem verða hér útundan, geymi ég með sjálfum mér, og þeim verður ekki sleppt, því þær eru af hinu góða og lýsa upp og gleðja, þegar nú haustar að og rökkvar degi. og snjpr og klaki bana senn blómum sumarsins. Það minnir okkur á, að lífið fæðist og deyr í hringrásinni kringum okkur og því fylgir gleði og sorg. Jóhanna heitin var mér og mínum sá vinur, sem aldrei gleymist, sökum hlýleikans sem hún miðlaði okkur, og ég þakka henni fyrst og fremst það, því hann liggur ekki alltaf á lausu í samskiptum manna á meðal. Hún bauð ekki svo til fagnaðar, aðiiún tæki ekki okkur hjónin inn í þá veru, og við reyndum að koma þar til móts, og henni mátti ekki gleyma, þegar tækifæri gafst að gjalda í sömu mynt, alveg burt séð frá því, að hún var tengdamóðir bróður míns, Kjartans Magnús- sonar, skurðlæknis, giftur Snjó- laugu Sveinsdóttur, tannlækni. Eg lít út um gluggann í sumar- bústað okkar hjónanna, sem fyrir réttu ári reis af grunni, og sem vænta mátti komu ferðalangar, sem lögðu lykkju á leið sína til að samfagna okkur. Þegar við vorum nýflutt inn, kom Jóhanna heitin í hópi ættingja til að taka þátt í gleðinni yfir því. Þá eru nú, á þessari stundu, sem ég fer að Ijúka skrifum mínum í minningu henn- ar, farin að fölna grös og gróður, en vissan er fyrir því, að nýtt líf í tímanna rás skýtur upp kollinum næsta sumar, þetta er lögmál tilverunnar, en tímasetning og kynni af góðum vini, sem farinn er veg eilífðarinnar, endurtekur sig ekki að ári liðnu, en hefur það fram yfir dauðlega náttúru, að skilja eftir sig gengin spor, sem aldrei mást út. Mér finnst eiga vel við í lok þessara fátæklegu orða minna um Jóhönnu heitna, að enda á þeim ljóðlínum, sem fylgdu í minn- ingargrein um hjartkæran eigin- mann hennar, Svein Pétursson lækni, sem dó fyrir alllöngu síðan, en þau slitu samvistum, en báru ætíð hlýju og virðingu hvort til annars eftir sem áður, því þau vóru næm á fegurð lífsins alls staðar í kringum þau: Yfir um álinn bátinn bar. blikaAi KÓl um (uid uk mar. Élt ýtti aA hloin u|f oytfAI þar ástina ox liíiA. hvar som var. (M.J.) Ég votta ættingjum og vinum hinnar látnu innilega samúð mtna. Far þú i IriAi. FriAur GuAs þix blossi. hafAu þAkk fyrir alit uk allt. Kristinn Magnússon Ekki grunaði mig fimmtudag- inn 20. ágúst, þegar Jóhanna bauð mér og fleirum í hádegisverðar- boð, að það yrði í seinasta sinn sem ég sæi hana. Hún var svo hress og glöð og átti hlýtt orð handa öllum. Hún sýndi alveg sérstakan skilning á að okkur frænkunum langaði að vera sam- an sem allra mest yfir sumarið. Ég á margar góðar minningar með Jóhönnu úr Jónsnesi, sem ég vildi þakka henni fyrir. Ég og fjölskylda mín sendum ættingjum og vinum Jóhönnu samúðarkveðjur. Linda Gunnarsdóttir Foreldrar Jóhönnu voru Sigurð- ur Björnsson brunamálastjóri og kona hans Snjólaug Sigurjóns- dóttir frá Laxamýri, en Snjólaug var systir Jóhanns Sigurjónssonar skálds og þeirra systkina. Man ég vel eftir æskuheimili Jóhönnu á Grettisgötu 38, húsbóndinn alltaf kátur og glettinn og húsfreyjan mild og blíð. Systkinin voru fjórar dætur og tveir synir. Látin eru tvö af þeim á undan Jóhönnu, Elín Storr og Björn læknir og létust þau bæði á besta aldri og var þá mikili harmur í fjölskyldunni. Þau sem nú eftir lifa, eru Snjólaug og Ingibjörg og Sigurjón lögreglu: stjóri sem var þeirra yngstur. í myndinni um æskuheimili Jó- hönnu, finnst mér að kærleikurinn hafi alltaf setið þar í fyrirrúmi. Þegar ég frétti lát æskuvinkonu minnar Jóhönnu, var eins oag dimmdi allt í kringum mig og veröldin varð öll önnur. Ég hafði átt langt samtal við hana í síma á föstudegi, því ég var að fara úr bænum um helgina og var hún þá kát og glöð og töluðum við um að hafa samband strax eftir helgi. Þegar ég svo kem heim á sunnu- dag, fæ ég þær fregnir að hún hafi orðið bráðkvöldd þá um daginn. Það er margs að minnast eftir svo langa vináttu. Við kynntumst fyrst fjórtán ára gamlar í Menntaskólanum og sú vinátta rofnaði alrei þrátt fyrir það, að ég bjó utan Reykjavíkur í 38 ár. Ég man vel þegar ég fyrst sá Jóhönnu í skólanum, því hún var svo sérstaklega falleg, eins og þær systur allar. Það var svo einkenni- legt, að við vorum átta skólasystur sem bundumst sérstökum vináttu- böndum, en vorum þó alls ekki í sama bekk. Nú er Jóhanna sú fjórða sem fellur frá, hinar sem farnar eru á undan eru María Thoroddsen, Fríða Proppé og Elín Nielsen (en hún fluttist til Banda- ríkjanna úr 2. bekk.) Við sem eru eftir eru Margrét Helgadóttir, Lisbeth Zimsen, Jórunn Norð- mann og ég. Þrátt fyrir það að sumar okkar voru ekki búsettar í Reykjavík árum saman, höfðum við alltaf samband og átti Jó- hanna ekki hvað síst þátt í því. Jóhanna talaði oft um það við mig, hvað hún ætti góðar og umhyggju- samar dætur og í síöasta samtali okkar var hún einmitt að segja mér frá því, að daginn áður höfðu dætur hennar og fjölskyldur þeirra verið hjá henni og sagði mér hve mjög hún hefði notið þess. Það voru alveg óvenjulega miklir kærleikar á milli Jóhönnu og dætra hennar og geta þær nú í þeirra miklu sorg, huggað sig við að þær sýndu móður sinni ást og virðingu til síðustu stundar. Það var ekkert sem hét kynslóðabil þar sem Jóhanna var annars vegar. Unga fólkið í fjölskyldunni sóttist mjög eftir félagsskap henn- ar og það svo, að óvenjulegt mátti teljast. Hún sjálf var svo full af kærleika, sem hún breiddi yfir fjölskyldu sína og vini, hún hafði svo óvenjulega mikið að gefa. Tómleikatilfinningin heltekur mig nú, þegar ég veit að ég get ekki lengur talað við hana um það sem liggur mér á hjarta, það var eins og hún kynni alltaf ráð við öllu. Vináttan er mikils virði í lífi hvers manns og nú að leiðarlokum vil ég þakka minni elskulegu vinkonu allt sem hún gerði fyrir mig. Ég og börn mín og við vinkonurnar allar horfum nú með trega á eftir henni og sendum dætrum hennar og allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um hana mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Vigdís Jakohsdóttir Kveðja Hnigin er lilja á haustkvöldi hún sem á vormorgni reis Sterkir voru stofnar Stilkur traustur Sælir sumardagar við sólaryl Frjóvgast fræ Fögur lifa blóm þótt hnigi lilja á haustkvöldi. Vinur (M.GJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.