Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 29 „Við hverja á að sætt- ast eða ekki sættast?“ ekkert verndað húsnæði fyrir fólk sem ræður illa því að búa á eigin vegum, en ekki er talið þurfa vist á stofnun. Varla er hægt að ætlast til að einstakl- ingar leysi þennan vanda. Vissulega eru slæmir leigjend- ur til, því miður. Stundum hefur fólk orðið fyrir barðinu á slíkum leigjendum m.a. af fyrrgreindum ástæðum. En kynni mín af leigj- endum og þeim vanda sem upp kemur í samskiptum leigjenda og leigusala benda þó ekki til þess að þetta sé algengasta vandamálið. Flesta daga koma t.d. til skrif- stofu Leigjendasamtakanna ein- hver mál sem varða hin almennu samskipti leigjenda og leigusala, og leigusalar tilgreina þá ástæð- ur af sinni hálfu þegar eftir er leitað. Drykkja og skemmdarverk koma þar sjaldan við sögu. — Ég vil segja furðu sjaldan. Og þá eru það helzt einstaklingar sem þannig er kvartað undan — það heyrir til algerra undantekninga að fjölskyldufólk sé sakað um skemmdarverk og vanskil. Ég vil líka halda því fram að eins og ástandið er nú þurfi verulegan manndóm til að vera hér leigj- andi á frjálsum markaði. Þeir sem ekki eiga hann detta fljót- lega út úr dæminu. Það er líka auðvelt að losna við vonda leigj- endur samkvæmt lögum — öfugt við það sem sumir halda fram, annað hvort gegn betri vitund eða af vanþekkingu. Leigjandi sem brýtur samning hefur fyrir- gert honum og hver sá sem ekki greiðir leigu eða veldur veru- legum skaða er brottrækur. Ekki koma öll mál til Leigjendasam- takanna að vísu en svo virðist sem lang algengustu vandamálin í samskiptum leigjenda og leigu- sala séu þau að leigusalar vilja sjálfir ákveða leigukjör s.s. upp- sagnarfrest þegar þeim hentar, hækkun leigu þegar þeim dettur í hug, þeir vilja taka þá fyrir- framgreiðslu sem þeim sýnist og vanrækja síðan viðhaldið, þeir hafa komist upp með þetta gegn- um árin og vilja sumir fá að halda því áfram. Þetta skapar oft erfiðleika í sambúð og ýmis leiðindi, sem annars væri hægt að komast hjá. Jón frá Pálmholti. 28. ágúst, 1981. Ég var að lesa grein Anders Hansen í Morgunblaðinu í gær um flokkinn og framtíðina. Eftir lestur hennar finnst mér eins mega kalla hana: Það fjarar í flokknum. Enn kemur fram að engar sættir komi til greina í flokknum fyrr en ríkisstjórnin sé farin frá. Minna má það nú ekki kosta. Hér tala þeir sem valdið hafa. En meðal annarra orða, við hverja á að sættast eða ekki að sættast? Er hér átt við hina óbreyttu liðsmenn víðsvegar um landið, ábyggilega í meirihluta meðal þjóðarinnar sem styðja Gunnar Thoroddsen, litríkasta stjórnmálamanninn í dag, og fé- laga hans til að gera ísl. þjóðinni gagn og hefir tekist öllum vonum framar að stjórna landinu. í það minnsta hefir forsætisráðherra tekist betur en öðrum að leiða ólíkar skoðanir samstarfsmanna í einn farveg til átaka og góðra athafna og ekki er vitað annað en stjórnin sé samstæð og meti hags- muni þjóðarinnar meir en annað. Ég er ekki viss um að margir myndu vilja vinna það fyrir „sætt- ir“ í fjarandi? flokki að fórna samstilltri ríkisstjórn fyrir algera óvissu. Eða hvað á að taka við. Ég hefi aldrei heyrt á það minnst. Og var ekki flokkurinn stofnaður til að vinna að velmegun þjóðarinnar. Hávaðinn getur aldrei komið í stað rólegrar yfirvegunar. Ég minnist þess að þegar ég fyrir rúmum 50 árum síðan var í sveit í Hornafirði sá ég þar verkfæri sem kallað var hrossabrestur og notað til að reka úr túninu. Það skyldi nú ekki verða svo að slík tæki yrðu yfirgnæfandi á landsfundi í haust til að reka þar úr túninu? Ef svo verður, fer að skipta minna máli hver verður formaður eða varaformaður flokks- ins. En annars hélt ég að aðalatriði hefði jafnan verið að auka fylgið. En það eru ef til vill löngu liðnir dagar. Árni Helgason Kvæði - ekki atkvæði Sú fráleita villa slæddist inn í greinarkorn eftir dr. Benjamín H. Eiríksson um bók Helga Hálfdan- arsonar, „Maddamman með kýr- hausinn", og skýringar Helga á Völuspá, að orðið atkvæði stóð í staðinn fyrir kvæði. Er setningin rétt svona: „Og ekki yrði rugling- urinn minni, ef saman stæðu 3 kvæði, eins og Helgi virðist álíta.“ Eru dr. Benjamín og lesendur Velvakanda beðnir velvirðingar á þessu. „Hafa sjúkravinir misst sjónar á sínu raunverulega hlutverki?“ Hvað eru sjúkravinir? Þessi spurning hefur leitað á huga minn eftir að hafa lesið í blöðum um starfsemi sjúkravina. Ég leyfi mér að vitna í starfsregl- ur sjúkravina, sem úthlutað var á því námskeiði, sem ég sótti hjá Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. „Sjúkravinur er sá, sem leitar að því besta í sjálfum sér til að miðla öðrum og gerir sér far um að sýna skilning, umburðarlyndi og þolinmæði. Sjúkravinur reynir að hjálpa og létta undir með sjúkum og þjáðum og þeim, sem eru einmana. öðrum en sjúkravinum ætlað. Hafa sjúkravinir misst sjónar á sínu raunverulega hlutverki? Því, að sinna sjúku fólki og stytta því stundir á ýmsan hátt og reyna að forða fólki í heimahúsum frá hinni þrúgandi einangrun, sem margir þjást af og væri óskandi að hægt væri að forða sem flestum frá. Gott er að geta talað við einhvern sem að skilur þig, traust- ur vinur getur gert kraftaverk. Er ekki hægt að fá til starfa fólk á ýmsum aldri, bæði karla og konur, halda á lofti í verklegri framkvæmd hinni góðu merkingu orðsins sjúkravinur? Ég minntist á fjáröflun Rauða krossins og dettur mér þá í hug peningaspilin, sem virðast vera svo vinsæl, sérstaklega hjá börn- um og má sjá börn svo ung sem 5—6 ára gömul hanga við þessa kassa. Það má segja að það sé ekki virðulegt að afla fjár þannig, en það er einmitt á stefnuskrá RKÍ að afla fjár fyrir starfsemi félags- ins á „vinsælan og virðulegan SlGeA V/öGA £ ÁILVE&W Mjukar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg" Þolir olíu og S)ó. rafeinangrandi. grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stæröir allt aö 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiöjum þar sem fólk stendur tímum saman viö verk sitt. Teg. „Rotterdam" Þolir sæmilega olíu og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stæröir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og í brú og á brúarvængjum. Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í septem- bermánuði 1981 Þriöjudagur 1. sepi. R-50501 til R-51000 Miðvikudgur 2. sept. R-51001 til R-51500 Fimmtudagur 3. sept. R-51501 til R-52000 Föstudagur 4 sept. R-52001 til R-52500 Mánudagur 7. sept. R-52501 til R-53000 Þriöjudagur 8. sept. R-53001 til R-53500 Miövikudagur 9. sept. R-53501 til R-54000 Fimmtudagur 10.sept. R-54001 til R-54500 Föstudagur 11. sept. R-54501 til R-55000 Mánudagur 14. sept. R-55001 til R-55500 Þriöjudagur 15. sept. R-55501 til R-56000 Miövikudagur 16. sept. R-56001 til R-56500 Fimmtudagur 17. sept. R-56501 til R-57000 Föstudagur 18. sept. R-57001 til R-57500 Mánudagur 21. sept. R-57501 til R-58000 Þriöjudagur 22. sept. R-58001 til R-58500 Miðvikudagur 23. sept. R-58501 til R-59000 Fimmtudagur 24. sept. R-59001 til R-59500 Föstudagur 25. sept. R-59501 til R-60000 Mánudagur 28. sept. R-60001 til R-60500 Þriðjudagur 29. sept. R-60501 til R-61000 Miövikudagur 30. sept. R-61001 til R-61500 Bifreiöaeigendum ber aö koma með bifreiðar sínar til Bifreiöaeftirlits ríkisins, Bíldshöföa 8 og verður skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoöunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald- mælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiöum til mann- flutninga, allt aö 8 farþegum, skal vera sérstakt merki meö bókstafnum L. Vanræki einhver aö koma bifreiö sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látínn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík. 28. ágúst 1981. Sjúkravinur vinnur að líknar- og mannúðarstörfum fyrir Rauða krossinn á hlutlausan og óhlut- drægan hátt. Þannig er sjúkravinur". Sjúkravinur er fallegt nafn, en sé ekki unnið eftir merkingu þess orðs, missir það Ijóma sinn. Þann- ig finnst mér hafa farið fyrir sjúkravinum Rauða krossins vegna þess að aðalstarf þeirra virðist vera orðið í því fólgið að afgreiða í sölubúðum á sjúkrahús- unum, sem er ef til vill gott til fjáröflunar fyrir félagið, en er VifVOtf ?Ó0tfí9 UOKK09 (fe, ^rrA VR 6)ÓW$EiTf\ S\<4NA9, 5^/Al- \I/Q w&uw iú r^VÍfRNA 5$A57~ . lÖLiyiALOaii ANN M5\ioKeKK\ór7m W5W/NSV/6^l in 1 ftftfoTo KBKK/fýA c)tf 06 VK VA &YI ?0\?- Hllf mr yibí ‘boawJo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.