Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 11 Afbrýðis- samur Dani ógnaði stýrimanni Kaupmannahöfn. 28. ág. AP. MIÐUR sín aí afbrýðissemi ógnaði ungur dani með byssu fyrsta stýrimanni á ferju sem lá við bryggju í Kaupmanna- höfn í dag. Krafðist ungi mað- urinn þess að stýrimaðurinn léti leita um skipið að stúlku sem hefði unnið á ferjunni og var um hríð vina mannsins, en hafði siðan slitið sambandinu. Stýrimaðurinn reyndi að sannfæra unga manninn um að stúlkuna væri ekki að finna á skipinu, en í hálftíma stóð hinn æri og ástfangni yfir honum með byssu og hótaði honum öllu illu. Stýrimanni tókst að sann- færa hann að lokum. Lögregla kom síðan á vettvang og sýndi maðurinn ekki mótþróa. Um borð í ferjuna voru komnir 200 farþegar og læstu þeir sig inni í borðsal ferjunnar þar sem þeir óttuðust að skothríð brytist út. Hugsar Sadat sér að hætta? kairo. 31. ág. AP. ANWAR Sadat forseti Egyptalands lét að því liggja i dag við málgagn flokks sins að hann hefði ekki tekið ákvörðun um það hvort hann muni bjóða sig fram tii endur- kjörs við forsetakosningar i landinu i október á næsta ári. Framámenn í flokknum sögðu aðspurðir, að þeir hefðu ekkert heyrt um að Sadat hefði áform um að draga sig í hlé, og sögðu að orð þau sem Sadat hefði látið falla væri fráleitt að túlka sem svo að hann myndi ekki gefa kost á sér. í maí 1980 greiddi egypska þingið því atkvæði að Sadat yrði leyft að sitja eins mörg kjörtímabil á forsetastóli og hann vildi og var litið svo á að þetta þýddi í reynd, að Sadat myndi verða forseti til æviloka. Leiðrétting Plönturnar eða lífið í VIÐTALI við Jón Gunnar Ottosson í Morgunblaðinu sl. sunnudag urðu mistök í texta og jafnframt í fyrirsögn þar sem sagði: „Af hverju éta plönturnar ekki lífið?“, en það sem Jón Gunnar sagði var á þá leið að hann skildi ekki af hverju plöntur væru ekki étnar í ríkari mæli en raun ber vitni. Jón Gunnar vinnur nú að doktorsritgerð um vistfræði skordýra og plantna. Eru viðkom- andi beðnir velvirðingar á mistök- unum. okkar sem allir hafa beðið eftir afsláttur Sláið til og gerið súperkaup á glæsi- legum teppum, bútum og mottum. muniö aö taka meö ykkur málin af gólffletinum. lÉPPfíLfíND Grensásvegi 3, Reykjavík, símar 83577 og 83430 Tryggvabraut 22, Akureyri. Sími 25055. í verzluninni við Grensásveg býður Sanitas upp á hressingu ískalt og svalandi Pepsi Cola eða Seven Up. Börnin fá líkahatt frá Sanitas og íspinnana vinsælu frá ef þau eru þæg og góð meðan foreldrarnir skoöa teppa- úrvalið. 'T T . . - M. í M I' ■ 91 «|l! Tn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.