Morgunblaðið - 02.09.1981, Side 28

Morgunblaðið - 02.09.1981, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 „VIO EíffUM i'ERPIPLEIKUM MéPAÐ PlKJNiA 12 FVRRVERAWDI FJÁRDRÁTTARMENNl i' kviopcíminini." hréfi frá kcllinKaralftinni hér beint á móti okkur, þá ... Með morgunkaffinu I>að var allt í lagi fyrstu sex umferðirnar. en þá fékk maður- inn með fölsku tennurnar á fremsta bekknum hóstakastið! HÖGISTI HREKKVlSI 06 W/0 S/c/c/ Q£/aj öfí SJÍ>.. ! ’’ Enn um málefni leigjenda: Má ekki bæta samskipti leigjenda og leigusala Heimkominn úr sumarleyfi ofanaf ísiandsfjöllum, þar sem tröllin hafa leigt um aldir og borgað fyrir sig með góðum sögum og kvæðum, Htur maður í blöðin að sjá hvað þeir hafa helzt verið að rífast um meðan maður var í burtu. Sem betur fer hafa húSnæðismál verið á dagskrá og haldið hefur verið áfram að ræða vandamál Ieigjenda. Morgunblað- ið birtir enn viðtöl við fólk í vandræðum — það hefur allt svipaða sögu að segja, engar leiguíbúðir fáanlegar, hátt verð ef eitthvað býðst og helzt ekki fáanlegt nema til skamms tíma. Útilokað að kaupa, jafnvel mús- arholur fást ekki á viðráðan- legum kjörum. Ein rödd sker sig áberandi úr þessum umræðum — það er rödd manns sem er titlaður formaður stjórnar Byggingarsjóðs Reykja- víkur og heitir sá Hilmar Guð- laugsson, og gefur í skyn að hann tilheyri stjórnarandstöðu í borg- arstjórninni þrátt fyrir titilinn. Þessi maður, formaður Bygg- ingarsjóðs, vill ráða bót á hús- næðisvanda Ieigjenda með því að byKRja engar leiguíbúðir í borg- inni. Ég endurtek, alls engar. Og segir að næsti meirihluti muni vonandi ráða slíka bót á ástand- inu. Mér varð á að spyrja hvort þessi maður kæmi frá tunglinu og var fræddur á því að hann tilheyrði þeim hópi manna, sem kallaður var uppmælingaraðall hér áður. Það voru m.a. iðnmeist- arar í byggingariðnaði sem græddu á því að byggja og selja íbúðir — þeir sem hagnast hafa á hinu viðamikla sölubákni hús- næðisins, vilja vitaskuld að hald- ið sé áfram að pína fólk til þess að byggja eða kaupa íbúðir hvað sem það kostar, hvort sem fólk vill það eða ekki. Þeir sem ekki vilja kaupa eða geta það ekki, þeir mega þá liggja þar sem þeir eru komnir — enda ekkert uppúr þeim að hafa. En hvers vegna er þessi maður formaður Bygg- ingarsjóðs borgarinnar — maður sem af hagsmunaástæðum vill fyrst og fremst gæta hags sölu- manna. Annað sem vakti athygli mína, og kom mér einkum til að svara, Jón frá Pálmholti. var að fólk sem kallaði sig leigusala hafði látið ljós sitt skína í Morgunblaðinu. Þar kem- ur mjög fram sú skoðun, sem mér hefur fundist ríkjandi, og valda að nokkru um vanda leigjenda — að það eru ekki lögin um húsa- leigusamninga sem helst valda því að fólk vill ógjarnan leigja heldur telji menn að leigjendur séu óæskilegt fólk, helst ekki í húsum hafandi og hafi hátt, brjóti allt og eyðileggi, og borgi aldrei leigu. Samkvæmt þessu er það fólk sem Morgunblaðið hefur verið að tala við í sumar flest drykkjusjúklingar og skemmd- arvargar, sem vegna þessa hafa ekki „séð sóma sinn í því að byggja yfir sig“. Við og við koma hér upp á yfirborðið raddir sem túlka and- félagsleg viðhorf og ómenningar- legar skoðanir. Þetta kemur stundum fram með kynþáttahat- ur, andúð á útlendingum og öðrum sem teljast „öðruvísi" í hugsun eða háttum. Leigjenda- hatur er nokkuð af -svipuðum rótum runnið — þetta fólk telur leigjendur hafa svikist undan einhverri skyldu og þeir hafi ekki greitt fyrir sig o.s.frv. (Sjálfur veit ég um fólk sem býr mjög rúmt og æskir aðstoðar frá heim- ilishjálp borgarinnar til húsverka og félagsskapar, en vill alls ekki leigja og fá aðstoð og félagsskap þannig og þarf þess heldur ekki fjárhagslega.) Dæmi eru um að slíkt fyrirkomulag hafi gengið vel, og mætti áreiðanlega gera meira af því og létta þannig á heimilishjálpinni — til forna var svo kveðið að maður væri manns gaman, það er kannski ekki lengur svo — eða hvað? Það gefur auga leið að húsnæð- iskerfi sem ætlast til að fólk byggi yfir sig sjálft (sem er í raun hrikaleg krafa til venjulegs launamanns nema veruleg aðstoð komi til) býður uppá það að þeir sem minnsta getu hafa eins og t.d. gamalt fólk, námsmenn og annað ungt fólk, fátækt verkafólk og einstæðir foreldrar verði út- undan og þurfi að leita leiguíbúð- ar. Sumir taka engan arf úr foreldrahúsum utan félagsleg vandamál — alltaf eru einhverjir sem stríða við t.d. geðræna sjúk- dóma, drykkjusýki eða önnur viðlíka vandamál — hvar á þetta fólk að vera ef ríkjandistefna á að vera óbreytt? Hér er nánast Strætisvagna- biðskýlið skyggði á milljónataflið - Þarf gamla fólkið að norpa á tafl- inu i vetur? K. Siguróardóttir hafði samband: „Mig langar til að gera smá athugasemd við það sem Guðrún Ágústsdóttir, formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavikur, segir á sunnudag varðandi biðskýlið sem var við Lækjargötu, Torfumegin," sagði hún. „Gerir það fólk sem stjórnar þessum málum sér ljóst, að strætisvagna, sem koma við þarna, notar mest, eða mjög mikið gamalt fólk. Þarna stoppar til dæmis leið 5 sem fer upp í Laugarás (stoppar við Dalbraut, Hrafnistu og háhýsin þrjú við Norðurbrún, þar sem margt gam- alt fólk býr). Þessu gamla fólki er ætlað að norpa þarna í Lækjargöt- unni, því jafn ófínt fyrirbæri og strætisvagnabiðskýli má víst ekki skyggja á milljónataflið. Ég veit ekki hvort þeir sem þessu stjórna skammast sín fyrir þetta — en ég skammast mín fyrir það. Það kemur fram í svari Guðrún- ar að það sé verið að gera einhverjar tilraunir og verði kannski sett upp ný tegund af strætisvagnabiðskýli eftir nokkra mánuði, en það verður ekki sett upp þarna. Manni skilst að gamla fólkinu sé því ætlað að norpa þarna á milljónataflinu í vetur. Mér skilst að vísu að þarna standi til að koma upp einhverju skýli í framtíðinni — en það tekur sjálf- sagt ár og dag, ef að líkum lætur eins og staðið er að framkvæmd- um hjá borginni núorðið. Það er ágætt að það sé verið að hugsa um að hafa upphituð strætisvagna- biðskýli en það gæti margur verið búinn að fá lungnabóigu áður en sá draumur rætist. Mig langar semsé til að koma þeirri fyrir- spurn á framfæri við Guðrúnu hvort ætlunin sé að koma þarna upp biðskýli fyrir haustið eða ekki.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.