Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 193. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Khomeini útnef nir forsætisráðherra Beirut, 1. september. AP. KHOMEINI, erkiklerkur i íran, útnefndi i dag Reza Kani eftirmann Javad Bahonar, forsætisráðherra, sem fórst ásamt Ali Rajai, forseta landsins, i sprenKjutilræði i skrifstofum forsætisráðuneytisins um heÍKÍna. Ilinn nýi forsætisráðherra landsins er háttsettur klerkur ok dyKKur stuðninKsmaður Khomeinis. Kani dvaldi mörK ár i fanKelsum íranskeisara. Yfirvöld í íran ásökuðu þá Bani- Sadr, fyrrum forseta landsins og Massoud Rajavi, leiðtoga Mujahedeen Khalq-samtakanna, um að hafa skipulagt sprengjutilræðið í Teheran og gagnrýndi Rafsanjani, leiðtogi Islamska lýðveldisflokksins, frönsk stjórnvöld harkalega fyrir að veita þeim félögum hæli. Ayatollah Khomeini hélt ræðu og ásakaði stórveldin um að styðja andstæðinga klerkaveldisins í íran. Á meðan Khomeini flutti ræðu sína voru 9 félagar í Mujahedeen Khalq- samtökunum líflátnir í íran. En andstæðingar stjórnvalda létu til sín heyra. Einn helsti dómari klerkaveld- isins var myrtur á götu í Teheran. Tilræðismennirnir komust undan. íranskir stúdentar andvígir klerka- stjórninni í Iran réðust inn í sendiráð íran í Vatikaninu og héldu því í þrjár klukkustundir. íranir hófu í dag „leiftursókn í minningu Rajai og Bahonar", að því er tilkynnt var í Teheran. íranir segjast hafa fellt 80 íraska hermenn í bardögum í Tarrah og tekið 75 fanga. írakar birtu og tilkynningu um bar- dagana og þar sagði, að íranskir hermenn hefðu verið hraktir til baka og að 50 íranskir hermenn hefðu verið felldir í bardögum. Khomeini flytur ræðu sína í Teheran. Stmamynd ap. Speer látinn Lundúnum. 1. septcmhcr. AP. AI.BERT Speer, fyrrum hermála- ráðherra Ilitlers, lést á sjúkrahúsi i I.undúnum i kvöld af völdum hjartaslags. Speer var 76 ára að aldri. Hann var einn valdamesti maður nazista. Albert Speer gekk í nazistaflokk- inn árið 1931. Árið 1942 varð hann hermálaráðherra. Almennt er talið, að Speer hafi verið hugsuðurinn á bak við hergagnaiðnað nazista. Albert Speer varð efnahagsmála- ráðherra í stjórn Karls Dönitz, flotaforingja, en sú stjórn var mynduð eftir sjálfsmorð Adolfs Hitlers. Speer var handtekinn þann 23. maí 1945 og í Núrnberg-réttar- höldunum var hann dæmdur fyrir stríðsglæpi. Hann var látinn laus úr Spandau-fangelsinu árið 1966. Sovéskir hermenn féllu í bardögunum í Angóla Höfðaborg. 1. september. AP. MAGNÚS Malan. varnarmálaráðherra S-Afríku sagði í dag, að sovéskir hermenn hefðu verið felldir í bardögum í Angóla og að einn sovéskur hermaður hefði verið tekinn til fanga. „Það er engum vafa undirorpið, að SWAPO nýtur stuðnings og er stjórnað frá Kreml,“ sagði Malan á fundi með fréttamönnum. Hann sagði ekki hve margir sovéskir hermenn hefðu failið í bardögum í Angóla. „Hingað til hefur verið talið, að SWAPO nyti aðeins óbeins stuðn- ings Sovétmanna en nú er ljóst, að Sovétmenn hafa hermenn í land- inu,“ sagði Malan. Talsmaður s-afríska hersins sagði í dag, að s-afrískir hermenn yrðu á brott frá Angóla á næstu dögum. Hann sagði, að s-afrískir hermenn hefðu tekið mikið magn hergagna. Stærstur hluti þeirra yrði eyði- lagður en sumt yrði flutt yfir landamærin til Namibíu. S-afríska herstjórnin sagði að markmiðum innrásarinnar í Ang- óla hefði verið náð. Tekist hefði að eyðileggja eldflaugapalla og rad- arstöðvar SWAPO-skæruliða, sem berjast fyrir sjálfstæði Namibíu. Þá var sagt, að minnsta kosti 400 angólskir hermenn hefðu verið felldir í bardögum. S-Afríka neit- ar þeirri staðhæfingu stjórnvalda í Lúanda, að 45 þúsund manna herlið hafi verið sent inn í Angóla en heimildir segja, að 4 þúsund manna herlið hafi tekið þátt i innrásinni. Angólastjórn hótaði í dag að beita 20 þúsund manna herliði Kúbumanna í bardögum við S-Afríku. Ekkert hefur frést af bardögum milli kúbanskra og s-afrískra hermanna. Bandaríkin beittu í dag neitun- arvaldi sínu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna gegn tillögu um að fordæma innrás S-Afríku i Ang- óla. Bretar, Frakkar og Kínverjar sátu hjá. Kúbanskir ráð- gjafar í Salvador VVashinv'ton. 1. soptember. AP. KÚBANSKIR hernaðarráðgjafar leiðheina vinstri sinnuðum skæruliðum i E1 Salvador. Dean Fisher, talsmaður bandariska utanrikisráðuneytisins hélt þessu fram á fundi með fréttamönnum i Washington i dag. Fisher sagði, að ekki væri nákvæmlega vitað Sovétríkin: Flokksforystan varar við yf irvof andi matvælaskorti Moskvu. 1. sept. AP. LEIÐTOGAR kommúnista- flokksins i Sovétrikjunum hafa sent frá sér bréf, þar scm flokksmenn eru varaðir við óvenju alvarlegu ástandi i land- búnaðarmálum. Flokksmenn eru beðnir um að gæta ýtrustu varúðar i allri mcðferð á mat og sóa honum ekki og vera tilbúnir að rétta bændum hjálparhönd við uppskeruna. Þetta óvenjulega bréf var skrif- að 13. ágúst. Það er undirritað af miðstjórn flokksins og hefur ver- ið lesið upp á flokksfundum víða um landið. Þrátt fyrir alvarlegan tón bréfsins, er reynt að fullvissa BIÐRÖÐ I MOSKVU — nú varar forustan við frekari skorti. fólk um, að uppskerubresturinn í ár komi ekki til með að hafa afgerandi áhrif á matvælafram- boð i landinu i ár. Orðalag bréfsins bendir til, að ríkisstjórn- in hyggist kaupa matvæli erlend- is eða nota varakornforða þjóðar- innar til að komast yfir erfiðleik- ana. Heimildarmenn, sem hafa séð bréfið, herma, að veðurfar ársins í ár hafi verið mjög slæmt fyrir uppskeruna. Vonast var eftir 238 milljóna tonna til 243 milljóna tonna kornuppskeru í ár, en starfsmaður landbúnaðarráðu- neytisins í Moskvu álítur hana ekki verða meiri en um 200 milljónir tonna. Bandaríkjamenn telja að hún verði um 185 milljón- ir tonna. Besta uppskera Sovét- ríkjanna var árið 1978, en þá fengu þeir 237,4 milljónir tonna korns. Flokksforystan sendir frá sér slík bréf sem þetta af og til. Þau eru send 16 milljónum flokksmeð- lima og upplýsingum úr þeim er síðan miðlað til 250 milljóna Sovétmanna, sem ekki eru í flokknum, á ýmsan hátt. hve margir Kúbanir væru í E1 Salvador. „Að minnsta kosti nokkrir kúbanskir hernaðar- ráðgjafar eru í landinu.“ sagði Dean Fisher. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram, að skæruliðar í E1 Salvador fengju hergöng frá Kúbu, en því hefur ekki fyrr verið haldið fram af opinberri hálfu í Washington, að kúbanskir ráð- gjafar væru í landinu. Alexander Haig, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna gaf þó í skyn á föstudag, að kúbanskir ráðgjaf- ar væru í E1 Salvador. Þá hélt Fisher því fram, að menn frá Nicaragua væru meðal skæruliða í E1 Salvador. Dacko steypt HanKui. Miö-Afrikulýðveldinu. 1. september. AP. STJÓRNARB YLTING var gerð i MkV Afríkulýðveldinu i morgun. Herinn hrakti David Dacko. forseta lýðveldis- ins frá völdum. aðeins 23 mánuðum eftir að Jean-Bedel Bokassa keisara var steypt af stóli. André KolinKba. yfirmaður herráðsins. tilkynnti i út- varpi að Dacko hefði fallist á að láta af völdum „af heilsufarsásta'ðum ok vegna spennu i landinu". Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins sagði í dag, að byltingin væri innanríkismál í lýðveldinu en 1600 franskir hermenn eru í landinu. Tals- maðurinn sagði, að franska sendiherr- anum í BanKui hefði verið afhent bréf frá Dacko, þar sem hann tilkynnti að hann léti af völdum af heilsufarsástæð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.