Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 3 Fyrstu angórakaníiramar til landsins í þessum mánuði UM MIÐJAN scptember eða í enda þess mánaðar munu koma hinKað til landsins 40 anKÓrakan- ínur, sem fjórir bændur í félagi i BiskupstunKum keyptu frá Au«s- hurs i Þýskalandi. Hafa þeir i hyKKju að stofna hér anKÓrakan- ínubú ok mun hver þeirra hafa til umráða 10 kanínur. Mennirnir i þessu félaKÍ heita, Jón Eirfksson, i Vorsabæ á Skeiðum, MaKnús Grímsson, Jaðri i Hruna- mannahr., Loftur Jónasson Kjóa- stöðum ok Hlöðver Diðriksson bóndi á Litlu Hildisey. Það voru um 30 menn sem sóttu um leyfi fyrir að stofna til þessa búskapar, en aðeins var gefið leyfi fyrir einu búi í tilraunaskyni. Morgunblaðið náði tali af Hlöðver Diðrikssyni og spurði hann nánar út í þessa ræktun. „Það er helsti," sagði Hlöðver, „kosturinn við angórabúskap að kanínurnar eru fóðraðar á venju- legu heyi og grænfóðri ýmislegu, ásamt lítilsháttar kjarnfóðri. Það er einmitt gallinn við minka- og refaræktunina hvað erfitt er að hafa slíkt bú annarsstaðar, en þar sem hægt er á auðveldan hátt að afla þeim matar, sem er mest slor og úrgangur úr fiski. Angórakan- ínur er hægt að rækta allstaðar, þær eru ódýrar í rekstri og hárið er það eina sem tekið er af þeim og selt. Verð á angórahári er mjög gott í dag.“ Var erfitt að fá leyfið? „Nei, ég hugsa að við höfum fengið það, vegna þess að við vorum með þeim fyrstu sem sóttu um fyrir rúmu ári síðan. Við náðum sambandi við aðila í • Þýskalandi og lögðum drög að kaupum á dýrunum af þeim. Við kaupum aðeins 10 dýr hver. Fjölg- unin er mjög ör hjá þessum dýrum, meðgöngutíminn er ekki nema rúmur einn mánuður og þær eiga oftast um fimm til átta afkvæmi, svo það er fljótt að stækka búið. Þegar við komum úr þessari kynnisferð í Þýskalandi, lögðum við inn gögn sem við höfum yfir þennan búskap og sóttum svo um innflutningsleyfi til landbúnað- arráðuneytisins. Það tók þetta til athugunar og 14. ágúst sl. fengum við leyfi fyrir innflutningi á þess- um dýrum. Leyfið fengum við með mörgum skilyrðum, meðal annars að kanín- urnar gangist undir mjög stranga læknisskoðun, en það er sjálfsagt að viðhafa strangar varúðarráð- stafanir þegar svona innflutning- ur á sér stað. Angórakanínurnar verða í nokkra mánuði í sóttkví, sennilega í fimm mánuði, en einn af okkur mun sjá um dýrin í sóttkvínni. Það er ekki búið að ákveða hver okkar það verður. Þegar þær koma úr sóttkvínni einhvern tíma seint í vetur eða vor, munum við hver um sig taka okkar 10 kanínur og halda með þær heim. Hjá mér verður þetta aðeins aukabúgrein og mun ég reyna að halda fjöldanum undir 300 stykkj- um. Núna er ég einungis með nautgriparækt." En hvers vegna Angórakanín- ur? „Það er nú bara vegna- þess að mig langar mun meira til að hugsa um kaninur en refi eða minka, auk þess sem ég sagði áðan, að þetta er mjög hagkvæm búgrein. Kanín- urnar eru klipptar á þriggja mán- aða fresti og gefa af sér um 12—1400 grömm af hári yfir árið. Kílóið af angórahári er í dag 75 vestur-þýsk mörk eða um 240 krónur islenskar. Hárið er notað í allskonar fatnað, sérstaklega peysur og allan léttan fatnað. Það þarf ekki að vera mikill stofnkostnaður við að koma þess- ari ræktun á laggirnar fyrir þá sem áhuga hafa. Það þurfa ekki allir að byggja sérstakt hús undir þær, þær eru einar í búrum og þær lifa mest á þurru og góðu heyi. Eftir að afkvæmin hafa lifað í 30 vikur eru þau orðin fullorðin og þá eru þau dýr tekin úr, sem ekki sýna þá eiginleika sem ætlast er til af þeim. Þeim er slátrað og eru besti matur hefur maður heyrt, en þessar kaninur eru annars ekki drepnar til matar," sagði Hlöðver Diðriksson bóndi og tilvonandi angórakanínuræktandi, einn af þeim fyrstu á íslandi. Hann sagði einnig að ekki væri alveg útséð með það hvort þeir, sem rækta angórakanínur komi til með að ganga í félag islenskra loðdýraræktenda þar sem í þeirra reglum er kveðið á um að félagar í þeim samtökum verði að rækta dýr, sem gefi af sér skinn til sölu, en angórakanínur gefa aðeins hár- ið. Kærði nauðgun ÁTJÁN ára gömul stúlka úr Reykjavík kærði nauögun til lögreglunnar í Borgarnesi laust fyrir klukkan 2 aðfaranótt sið- astliðins sunnudags. Stúlkan hafði verið slegin nokkrum sinn- um i andlitið og sá töluvert á henni. en maðurinn kom fram vilja sinum. Stúlkan var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi og var hún þar um nóttina. Grunur beindist að ákveðnum manni, einnig aðkomumanni, sem var eins og stúlkan á dansleik í samkomuhúsinu í Borgarnesi þetta kvöld. Atburðurinn átti sér stað á afviknum stað skammt frá samkomuhúsinu. Lýsing stúlkunn- ar á manni þeim sem þarna átti í hlut var mjög ófullkomin og var fyrrnefndum manni sleppt að lok- inni yfirheyrslu, en hann neitaði mjög ákveðið að hafa framið verknaðinn. Embættistaka biskups í dómkirkjunni SÉRA Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup mun taka við embætti biskups í Dómkirkjunni í Reykja- vík 27. sept. nk, en hann hefur störf 1. okt. nk. Þar sem séra Pétur er þegar vígður vígslubisk- up er biskupsvígsla óþörf. Ýmsir erlendir gestir verða viðstaddir biskupsskiptin og er búist við því að einn biskup komi frá hverju Norðurlandanna auk fleiri gesta. Tveir leituðu læknis eftir slagsmál á dansleik í Borgarnesi TIL slagsmála kom undir lok dansleiks í Samkomuhúsinu i Borgarncsi siðastliðið laugar- dagskvöld. Áttust þar við heima- menn og aökomumenn. sem höfðu verið við laxveiði i Borgar- firði. Auk hnefanna notuðust menn við brennivinsflösku og að öllum likindum hnif i átökunum. Tveir menn urðu að leita læknis i Borgarnesi til að fá gert að sárum sínum. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, fulltrúa sýslumanns í Borgarnesi, er þvi haldið fram, að tildrög slagsmálanna hafi verið þau, að einn aðkomumannanna tók brennivínspela úr rassvasa pilts úr Borgarnesi. Kom annar Borg- nesingur að um sama leyti og sá hvað gerðist. Sakaði hann aðkomumanninn um þjófnað og að hann hefði ásamt félögum sínum stundað það á dansleiknum að stela víni úr glösum gesta. Hófust slagsmálin upp úr þessu og blönd- uðust fleiri í málið áður en yfir lauk. Ásgeir sagði, að þetta hefði gerzt milli klukkan 1 og 2 um nóttina, en þá klukkustund hefði verið í nógu að snúast hjá lögregl- unni. Síðar hefði komið í ljós allstórt sár á baki eins Borgnes- ingsins og þurfti hann að fá það saumað hjá lækni staðarins. Er talið mögulegt, að sárið hafi verið veitt með hnífi. Einn aðkomu- mannanna fékk skurð á höfuð og er talið að hann hafi verið sleginn með vasapela úr málmi. INNLENT hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæm^ sama hvaða hitastig er notað eða þvottastH Ajax skilar tandurhreinum og blettalausum þvotti. Ajax lágfreyðandi þvottaefni fyrir allan þvott Effektivt vaskepulver til alle vaskeprogrammer &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.