Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 32
VALUR— ASTON VILLA 5 krónur eftir 28 daga WVyptlllpIÍtfkfp eintakið MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 Innheimta rikissjóðs: Framleiðslugjald ÍSAL hækkað um 2,7 millj. dollara fyrir 1980 Byggt á hæpnum forsendum, segir Ragnar Halldórsson TÖLULEG niðurstaða endurskoðunar Coopers & Lybrand á endur- skoðun ársreikninga ÍSAL fyrir árið 1980 hefur verið birt af iðnaðarráðuneytinu og er þar talið að nettohagnaður ISAL sé vantalinn um tæplega 8,7 millj. dollara og þvi hefur fjármálaráðu- neytið reiknað út hækkun a greiðslu framleiðslugjalds til ríkissjóðs sem nemur tæplega 2,7 millj. dollara, eða jafnvirði um 21 milljónar íslenskra króna. Morgunblaðið leitaði álits Ragnars Halldórssonar, forstjóra ISAL á niðurstöðu endurskoðun- arinnar og kvað hann ISAL ekki sammála niðurstöðunni. „Það hefur verið gerður ágrein- ingur um 6 atriði og þar af skipta aðeins þrjú máli, hitt er sparða- tínsla. í fyrsta lagi varðandi súrálið þá halda endurskoðendur sig við sama heygarðshornið og miða verðið við mat þriggja sér- fræðinga sem komust að mismun- andi niðurstöðum og tekið var meðalverð af þeim. Að auki var miðað við verð til Japans en það var sama verð og við greiddum á sl. ári fyrir súrálið. Af öllu þessu var tekið meðalverð sem þýddi 14 dollurum minna á tonn árið 1980 eða 2,2 millj. dollara alls. Þá var einnig miðað við verð- hugmyndir frá sérfræðingum vegna skautaframleiðslu og niður- staða þess var sú að verðið á tonninu væri 80 dollurum of hátt þrátt fyrir það að Alusuisse sýndi reikninga sem sönnuðu hærra verðið. Þarna er um að ræða 3,2 millj. dollara fyrir skautin. í þriðja lagi er um að ræða þátt afskrifta af gengistapi. Árið 1971 var gengistap afskrifað strax, en síðan fór að halla undan fæti og þá var afráðið að afskrifa gengis- tapið ári síðar, en hins vegar var fyrri háttur tekinn upp aftur 1979 og 1980 eins og skattalög bjóða. Þetta þýðir í þessu dæmi 2,7 millj. dollara. En að auki er um að ræða nokkur atriði sem hækka þessa þrjá liði í tæplega 8,7 millj. dollara. Á þessum hæpnu forsendum er byggður sá útreikningur að skatt- ar ISAL eigi að vera 2,6 millj. dollara hærri árið 1980 og að það skuli innheimt með skuldajöfnun og skattinneign ISAL sem nam 4,8 millj. dollara um síðustu áramót lækkuð sem því nemur. Þessu erum við ósammála en það ásamt fleiri atriðum verður rætt á næsta fundi með stjórn- völdum 4. nóv. nk.“ Sjá á bls. 2: Telja hagnað ÍSAL ... Bensín- lítrinn hækkar IiENSÍN hækkar um 14,6% i dag og hækkar lítrinn um eina krónu; úr 6,85 krónum í 7,85. Verðlags- ráð samþykkti þessa hækkun 19. ágúst sl., en rikisstjórnin frestaði gildistöku hennar þar til i dag. Af þeirri krónu, sem bensínlítr- inn hækkar um, eru 35 aurar vegna hækkaðs innkaupsverðs, 52 aurar renna til ríkissjóðs, 7 aurar i álagningarhækkun og 6 aurar eru tillag á innkaupajöfnunar- reikning. Af þessari 14,6% hækk- un renna því 7,6% í ríkissjóð, 5,1% eru vegna hækkunar innkaups- verðs, 1% er álagningarhækkun og 0,9% tillag til innkaupajöfnun- arreiknings. Iscargo stef nir á Amsterdam í vetur ISCARGO mun væntan- lega fljúga tvær ferðir milli íslands og Amster- dam í vetur, að sögn Krist- ins Finnbogasonar fram- kvanidastjóra. en samn- ingar þar að lútandi standa nú yfir við KLM. Sagði Kristinn að ráðgert væri að flogið yrði bæði með vörur og farþega. Aðspurður sagði Krist- inn, að vöruflutningar hefðu verið með minna móti í sumar, en þó hefði félagið farið vikulega um helgar, nema í nokkrar vikur á meðan skoðun stóð yfir á vélinni og bilun stöðvaði síðan flug um tíma. Framundan kvað Kristinn m.a. vöruflug með ull til Júgóslavíu, hesta til Svíþjóðar og fisk til út- landa síðar í haust. SIS-verksmiðjurnar: Stórfelldar uppsagnir eru fyrirsjáanlegar TAI‘ iönaðardcildar Sambands islenzkra samvinnufélaga er áætlað á þessu ári 12,7 milljónir Flugvallarskatt- ur hækkar HÆKKUN flugvallarskatts um 43% til 50% kom til framkvæmda í gær samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar frá því í júlílok. Samkvæmt því hækkar flugvall- arskatturinn innanlands um 50% eða úr 8 krónum í 12 fyrir hvert flugtak og á utanlandsferðum hækkar hann um 43% eða úr 112 krónum í 160. króna á útflutningi og 3,5 millj- ónir króna á innanlandssölu, eða samtals 16,2 milljónir króna. Þetta kom fram í ræðu Iljartar Eiríkssonar. framkvæmdastjóra iðnaðardeildar SfS, á fundi á Akureyri í gær, sem iðnaöar- deildin. Iðja. félag verkafólks, og Starfsmannafélag verksmiðja sambandsins efndu til. Sagði Iljörtur að ef ekki fengjust viðun- andi úrbætur á næstunni væri fyrirsjáanlegt að draga þyrfti mjög úr starfseminni og segja upp starfsfólki i stórum stil, jafnvei i hundraðatali. Fundarefnið var: Hætta á lokun mikilvægra deilda hjá Iðnaðar- deild Sambandsins innan tíðar að óbreyttum forsendum fyrir út- flutningsiðnaði. í fundarboði var þess getið, að áföllin snerta 700 starfsmenn beint og óbeint auk ófyrirsjáaniegra afleiðinga fyrir framtíð iðnrekstrar SÍS, sem á síðasta ári átti 43% af öllum útflutningi á ullar- og skinnavör- um. í fundarlok var samþykkt sam- hljóða ályktun, þar sem m.a. er skorað á stjórnvöld að sjá til þess að bæði útflutnings- og sam- keppnisiðnaði verði tryggður við- unandi rekstrargrundvöllur. Sjá: „„Erum við að missa vinnuna?“ í miðopnu. Einmuna veðurblíða Neskaupstaó. 1. septcmhcr. IIÉR hefur verið sannkallað „Mallorcaveður“ í rúma viku og liggja menn nánast afvelta eða eru „topplausir". þurfi þeir að vera á hreyfingu. I dag er hitinn 24 stig í forsælu, en 40 I sólinni og „svartakoppalogn“ eins stundum er sagt hér. Síðustu 10 daga hefur þessi langþráða veðurblíða glatt okkur Norðfirðinga, ekki hefur hreyfst hár á höfði manna í logninu og bændur hafa rifið inn heyið síð- ustu daga, enda muna menn varla aðra eins samfellda veðurblíðu hér. Oft koma hér örfáir slíkir dagar inn á milli austanáttarinnar og þokunnar, sem svo mjög hefur herjað á okkur í sumar, svo okkur finnst tími til kominn að fá að njóta sólarinnar. Að öðru leyti gengur allt sinn vanagang og sjómennirnir moka upp flestum tegundum af fiski eins reyndar hefur verið í allt sumar. Ásgeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.