Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 Loðnan sjálf gæti bund- ið enda á fiskveiðideil- ur Norðmanna og Dana Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. i Osló ok Ib Björnbak, fréttaritara Mbl. i Kaupmannahöfn. 1. september. TVÖ dönsk og eitt færeyskt skip hafa nú yfirgefið umdeilda fiskveiðisvæðið milli Jan Mayen og Austur-Grænlands eftir að hafa fyllt lestirnar loðnu. Tveir danskir togarar munu væntanlega Ijúka veiðum innan skamms og yfirgefa svæðið. Þá verður loðnudeilum Danmerkur og Noregs lokið að sinni. án þess þó að stjórnmálamenn hafi komist að nokkru samkomulagi. Margt bendir til að loðnan sé að færast yfir miðlínuna á svæðinu yfir í danska hlutann og mun þannig sjálf leysa vandann. Það myndi einnig koma í veg fyrir hugsanlegar deilur milli Noregs og Englands. Pregnir herma, að breskir togarar muni bráðlega halda til loðnuveiða. Danir álíta „norska“-svæðið tilheyra Dan- mörku, og þess vegna telja Bretar, að það tilheyri Efnahagsbanda- laginu og þeir megi þess vegna Norður-Kórea ásökuð um glæp- samlega árás l’anmunjom. Kórru. 1. soptcmbcr. AP. Herstjórn Sameinuðu þjóðanna í Kóreu ásakaði Norður-Kóreu um að hafa gert „glæpsamlega árás“, sem hefði getað ieitt til „alvar- legra átaka“ i Kóreu, þegar cld- flaugum var skotið að bandariskri eftirlitsvél 1 síðustu viku. Ásökunin var borin fram á 407. fundi Vopnahlésnefndar, sem her- stjórnin kallaði til vegna árásar- innar í dag. veiða á því. Norðmenn vonast til að ein- hverjar sættir náist á fundi utan- ríkisráðherra Norðurlanda, sem hefst í Kaupmannahöfn á mið- vikudag. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, munu utanríkisráðherrar Dan- merkur og Noregs ræðast einslega við á þriðjudagskvöld. Danir hafa lagt til, að málið verði lagt fyrir gerðardóm eins og deilur Noregs og íslands um landgrunnið við Jan Mayen. Ekki er ljóst, hvort Danir vilja stofna þriggja manna nefnd, eins og í Jan Mayen-málinu, eða hvort það eigi að fara fyrir dómstólinn í Haag. Norska varðskipið Farm er enn á miðunum við Jan Mayen og fylgist með erlendum fiskveiði- skipum. Það fylgist einnig með ferðum sovéskra togara, en þeir eru á kolmunnaveiðum eða hafa fengið leyfi norskra yfirvalda til veiðanna. Danska varðskipið Vædderen er einnig á svæðinu, en það hefur haldið kyrru fyrir og ekki skipt sér af, þegar dönsku skipunum hafa verið afhentar 8kriflegar fyrirskipanir Norð- manna um að hafa sig á brott af svæðinu. Fiskveiðideilurnar hafa vakið mikla athygli í dönskum blöðum. Þar er látið að því liggja, að deilurnar séu nátengdar yfirvof- andi kosningum í Noregi og norska stjórnin vilji vinna sér stuðning sjómanna með aðgerðun- um. Sagt er, að deilunum ljúki eftir kosningar, enda verði þá kominn ís á miðin, loðnan horfin og þar með veiðiskipin haldin annað. íslands er víða getið í blaða- skrifum. Til dæmis er haft eftir dönskum sjómanni í Politiken í dag, að Islendingar „æsi Norð- menn upp og fái þá til að hrekja Dani á brott" og séu þannig valdir að deilunum. í Politiken segir ennfremur: „Þegar alþjóðareglur eru óljósar, er oft gott að leita álits dómstóla. Það er allt gott að segja um lög og reglu, en siðfræði heyrir einnig með. I samskiptum sínum við ísland lét Noregur undan siðfræðilegum rökum — að rétt væri að taka sérstakt tillit til þess, að ísland ætti svo margt undir fiskveiðum. Það sama má' segja um Grænland í dag.“ í Aktuelt segir í dag: „Norð- menn hafa ávallt vitað, að hafrétt- arlögsaga á við annað en fisk. Þar er sérstaklega átt við olíu og málma. Norðmenn vita einnig, að í sambandi við Jan Mayen er mik- ilvægt að virða samningana við ísland, en áhugamál Grænlands skipta þá mun minna máli. Og þetta leiðir til fiskveiðistríðs á Norðurlöndum. Það er ekki rétt- látt.“ Sértilboð meðan birgðir endast Vegna breytinga á fram- leiðslu, getum við boðið| nokkrar gerðir innréttinga með 25% afslætti. 25% afsláttur Athugið að tilboðið gildir aðeins fyrir nokkrar gerðir og aðeins á meðan birgðir endast. HafiÖ samband við sölumenn. kalmar innréttingar hf. SKEIFAN >. REYKJAVÍK SIMI 82011. Vinirnir Moammar Khadafy, leiðtogi Libýu, og Yasser Arafat, formaður Frelsissamtaka Palestínu, hittust fyrir nokkru í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Með þeim varð fagnaðarfundur. Þeir eiga það sameiginlegt að vera svarnir andstæðingar ísraels og heldur umdeildir stjórnmálamenn víða um heim. Ný mið-hægristjórn mynduð i Portúgal LisHabon, 1. september. AP. FRANCISCO Pinto Balsemao, fv. forsætisráðherra Portúgals, mynd- aði í dag nýja samsteypustjórn samkvæmt frettum portúgölsku fréttastofunnar, ANOP. Stjórnin er talin verða nokkuð ihaldssamari en stjórn Balsemaos, sem sagði af sér fyrir þremur vikum. Socialdemókratar undir forsæti Balsemaos halda lykilráðuneytun- um. Diogo Freitas do Amaral, formaður kristilegra demókrata, verður varaforsætisráðherra og varnarmálaráðherra. Vinstrisinn- ar telja, að stefna stjórnarinnar verði þess vegna íhaldssamari en síðustu stjórnar Balsemaos. Balsemao mun væntanlega af- henda Antonio Ramalho Eanes, forseta, ráðherralistann seinna í vikunni. Eanes hefur þegar lagt blessun sína óformlega yfir stjórnina. Hann varaði Balsemao gegn ágreiningi innan stjórnar- innar í síðustu viku og hótaði, að efna til nýrra kosninga, ef ríkis- stjórnin gæti ekki leyst efnahags- vanda þjóðarinnar. Verðbólga í Portúgal er nú 25%. Ætla að læra af dönskum konum Harvich. 1. septcmber. AP. IIUNDRAÐ og fjörutíu breskar konur sigldu af stað til Danmerkur i dag, þar scm þær ætla að læra af velgengni danskra kvcnna i stjórnmálum. A leiðinni munu þær hlýða á fyrirlestra um þingframboð, hvernig má sameina fjölskyiduskyldur og starf i stjórnmálum og hvernig konur geta verið ákveðnar i framkomu án þcss að vcra kallaðar gribbur. 17% þingmanna í Danmörku eru konur en aðeins 2,9% í Bretlandi. Þó hafa breskar konur haft kosningarétt í 63 ár og kona er forsætisráðherra landsins. Konurnar eru félagar í 300-hópnum, sem var stofnaður í nóvember í þeim tilgangi að koma 300 breskum konum á þing. Breskir þingmenn eru alls 635 talsins. Lesley Abdela stofnaði samtökin, en hún var í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn í síð- ustu kosningum, en náði ekki kjöri. Alls eru 1400 meðlimir i hópnum. Dómsmálaráðherra Spánar segir af sér Madrid, 1. scptember. AP. LEOPOLDO CALVO Sotelo, forsætisráðherra Spánar, skipaði mann í stað Francisco Fernandez Ordonez, dómsmálaráðherra, á þriðjudag, eftir að Ordonez sagði af sér og vangaveltur um stjórnarkreppu hófust. Pio Cabanillas, deildarstjóri i forsætisráðuneytinu, var skipaður dómsmálaráðherra i stað Ordonez. Ordonez var leiðtogi arms sósí- aldemókrata í miðstjórn Sotelos. Hann sagðist láta af störfum „til að finna aftur sjálfan sig“ og vegna „aðstæðna í pólitíkinni". Hann kom umdeildum skilnaðar- iögum í gegnum spánska þingið. Heimildir herma, að honum hafi þótt stjórn Sotelos færast of langt til hægri eftir misheppnaða bylt- ingartilraun spánska hersins í febrúar. Sotelo reyndi að fá Ordonez til að halda störfum áfram, en án árangurs. Búist er við, að hann geri nokkrar breytingar á ríkis- stjórninni eftir að umræðum um inngöngu Spánar í Atlantshafs- bandalagið lýkur. Þær munu væntanlega hefjast um miðjan september. Sósíalistar og komm- únistar hófu mikla áróðursherferð á Spáni gegn inngöngunni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.