Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 Nýtt búvöruverð: Ekkert miðar í samkomu- lagsátt NYTT húvoruverð lÍKKur enn ekki fyrir. í ua'rkvoldi sa«ði Gunnar Guúhjartsson. formaúur Sexmannanefndar. að litlar sem engar líkur væru á að tækist að ákvarúa nýtt verð í þessari viku. IIiú nýja verð á landhúnaúaraf- urúum átti sem kunnuKt er að taka xildi hinn 1. septemher síúastliúinn. o« Gunnar sagði í Ka-rkvöldi. að mjög haKaleKt va'ri ef veröiö la-KÍ ekki fyrir fyrir helni. sem hann væri svartsýnn á að yrúi. Gunnar Guðbjartsson kvaðst ekki vilja ræða það í smáatriðum á hverju helst strandaði, en sagði að ekkert miðaði í samkomula|(s- átt. Til dæmis hefði ekki tekist samkomulag um neitt atriði í verðlagsgrundvellinum, og fjöl- mörg atriði væru enn óljós. „Það miðar ekkert og ég hef enga trú á að þessu verði lokið fyrir helgi, eins og nú er ástatt," sagði Gunnar að lokum. Laus úr fangelsi PILTURINN sem setið hefur í fangelsi í Marokkó vegna brots á þarlendri fíkniefnalöggjöf. losn- aði úr fangelsinu í síðustu viku. samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Þorsteini Ingólfssyni fulltrúa í utanríkis- ráðuneytinu í gær. Þorsteinn sagði að sekt piltsins hefði verið greidd, og peningar til þess hefðu verið sendir af ættingj- um hans hér á landi, og hafði utanríkisráðuneytið haft milli- göngu í því máli. Þá keyptu ættingjar piltsins flugfarseðil og var honum sendur hann, einnig fyrir milligöngu ráðuneytisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er pilturinn farinn frá Marokkó og er hann á leið heim, en ekki er vitað hvenær hans er von til landsins. Margeir og Jón L. með 3 vinninga ÞEIR Margeir Pétursson og Jón L. Árnason hafa nú þrjá vinninga að loknum fimm umferóum á alþjóðlega skák- mótinu í Manchester. Báðir gerðu þeir jafntcfli í 5. um- fcrð. Margcir tefldi við hol- lenska alþjóðlega meistarann Van der Sterrcn og Jón L. við Englcndinginn llodgson. Bretinn Tony Miles hefur hlotið fjóra vinninga og á biðskák við pólska stórmeist- arann Kulokowsky. Englend- ingurinn Basman hefur einnig 4 vinninga. Maður játar nauðgun RÚMLEGA tvítugur maður hef- ur játað á sig nauðgun sem átti sér stað í Borgarnesi fyrir nokkru. Jafnframt hefur sami maður játað á sig tilraun til nauðgunar sem varð á Akranesi um líkt leyti. samkvæmt upplýs- ingum rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Nú situr erlendur ferðamaður í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til nauðgunar í Reykjavík fyrir nokkru, en það mál er ekki að fullu upplýst, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.. ■ Ásgeir Sigurvinsson meiddist í gærkvöldi „ÞAÐ Á EKKI af mér að ganga núna. eftir að hafa lcikið í átta ár í Belgíu án alvarlegra meiðsla. þá virðist þetta núna koma í röð hvað á eftir öðru.“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður hjá Bayern Munchen í Vcstur-Þýskalandi. í samtali við Morgunhlaðið f gærkvöldi. en hann meiddist á ökkla í leik Bayern og Karlsruhe i fyrstu deildar keppninni i Þýskalandi i gærkvöldi. Asgeir kvaðst hafa verið fluttur í skömmum tíma. Þessi meiðsli sagði sjúkrahús til skoðunar, en ekkert alvarlegt hefði komið í Ijós við röntgenmyndatöku. Svo virtist sem um væri að ræða tognun á sin sem lægi um ökklann. Ásgeir sagði lækna við sjúkrahúsið hafa mælt með 14 daga gipsi á fótinn, en læknar Bayern væru ekki hrifnir af því. í dag ætti hann að fara til annars sérfræðings, og yrði þá ákveðið hvað gert yrði. Ásgeir sagðist ekki hafa trú á að þetta væri mjög alvarlegt, og sagðist hann vonast til að hann næði sér á hann ekki eiga neitt skylt við meiðsl þau á hné er hann átti í fyrr í sumar. Kvaðst hann vera fullgóður af þeim. Þetta var annar leikurinn með Bayern í fyrstu deildinni, sem Ás- geir byrjar inná. Hann lenti á sjöttu mínútu í samstuði við einn leik- manna Karlsruhe, Martin Wiesner. í sama leik var einn leikmanna Karls- ruhe, Emanuel Guenther, borinn meðvitundarlaus af velli eftir árekstur við einn leikmanna Bayern, Dieter Hoeness, sem fékk slæman skurð á augabrún. Flestir þeirra níutíu starfsmanna Flugieiða sem munu starfa i Afríku næstu vikurnar við flutninga á pílagrímum frá Alsír til Jedda i Saudi-Arabíu héldu utan síðdegis i gær frá Keflavík, en Kristján Einarsson ljósmyndari Mbl. tók myndina við brottför. 90 Flugleiðastarfsmeim til Afríku NÍUTÍU flugliðar og aðrir starfsmenn Flugleiða héldu utan til Alsír í gær, en á næstu vikum munu tvær af áttum Flugleiða flytja 14 þúsund píla- gríma til Jcdda i Saudi Arabíu. Þetta er sjötta árið sem Flug- leiðir annazt pílagrímaflug. en alls hefur félagið flutt um 70 þúsund pílagríma báðar leiðir, eða 140 þúsund sæti alls. Fyrsta pílagrímaflug Flug- leiða var árið 1976 samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmunds- sonar blaðafulltrúa Flugleiða og flugu þá tvær vélar frá Kanó í Nígeríu til Jedda með 10 þúsund pílagríma. 1977 var flogið frá Kanó og Oran í Alsír, 1978 frá Indónesíu, 1979 frá Oran í Alsír og Kanó og 1980 frá Maiduguri og Lagos í Nígeríu. í haust er flogið frá fjórum stöðum í Alsír og verða fluttir 14 þúsund píla- grímar. Sjávarafurðadeild SÍS: Sérsjóðir nær 1600 milljónir um sl. áramót SÉRSJÓÐIR sjávarafurðadeildar SÍS sem að sögn forráðamanna Samhandsins fjármagna kaup þess á Fiskiðjunni Freyju á Suður- eyri við Súgandafjörð voru að uppha'ö 1 milljarður 559 millj. gkr. um siðustu áramót. sam- kvæmt ársskýrslu SÍS fyrir árið 1980. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst Mbl. ekki að fá skýringar forráðamanna SÍS um hvaðan fé það er komið. sem í þennan sjóð kemur. hvernig það er ávaxtað né hverjar reglur eru um sjóðinn. Samkvæmt ársskýrslu SIS voru eignir í sjóðnum 1. janúar 1980 991,6 millj. kr., útborgað var á árinu 101,9 millj. kr., hlutdeild í hagnaði ársins 360,4 millj., vextir 309,1 millj. kr. og niðurstöðutala 1 milljarður 559,2 millj. kr. Ákvörðun samgönguráðherra: Framkvæmdum við Hafn- arf jarðarveg haldið áf ram Ásgeir Sigurvinsson Undirskriftasöfnun í Garðabæ lokið Samgönguráðherra ákvað í gærmorgun að framkvæmdum við Ilafnarfjarðarveg skyldi ha- Idið áfram. en hann hafði áður haldið fundi með meirihluta og minnihluta hæjarstjórnar í Garðaba' og hæjarstjórn Hafnar- fjarðar vegna þessa máls. Ákveðið var að gera þær breytingar á veginum, að eyja á milli akbrauta skyldi mjókk- uð í 3 metra, en samkvæmt upprunalegri samþykkt átti hún að vera 6—7 metrar á breidd. I samtali við Morgun- blaðið sagði Snæbjörn Jónass- on vegamálastjóri, að þrátt fyrir mjókkun eyjunnar á milli akbrautanna, myndi breidd akbrautanna vera hin sama, tvær akreinar myndu vera í hvora átt. Þá sagði Snæbjörn að grafið yrði ofan í Hraunsholtið eins og upp- runalega hafði verið ákveðið og gatnamótin við Engidal yrðu gerð samkvæmt tillögu vegagerðarinnar. Snæbjörn sagði að nú yrðu hafnar við- ræður við verktakann sem bauð í verkið, vegna breyt- ingarinnar sem ákveðin var, en meiningin væri að gerð vestari akbrautar vegarins yrði lokið í haust. í samtali við Morgunblaðið sagðist Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, fagna þessum málalokum. Hann sagði einnig, að meirihluti bæjarstjórnar teldi af þessum sökum ekki ástæðu til að halda áfram undirskriftasöfn- un vegna þessa, en til stóð að hún stæði næstu viku. Hafnarfjarðarvegurinn. Nú hefur samgönguráðherra ákveðið að framkvæmdum við veginn skuli fram haldið. 20 aura stuðning- ur fyrir hvert kíló FÆREYSKA landstjórnin hefur nú komið fram með þá tillögu að 20 aura stuðningur verði veittur fyrir hvert kíló af kolmunna, sem landað verði í Færeyjum, þar til 10.000 lestir hafa verið veiddar. Olav Olsen, landstýrismaður, lagði þessa tillögu fram á lögþing- inu fyrir skömmu og sagði, að þetta yrði til þess að hvetja menn til kolmunnaveiða, sem þar til nú hefðu ekki verið stundaðar nægi- lega mikið. Þetta kæmi sér einnig vel fyrir nótaveiðiskipin, sem hefðu átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Beðið eftir starfsleyfi fyrir kolabrennslu NÚ ER biðstaða í kolahrennslumáli Sements- verksmiðjunnar á Akranesi þar sem beðið er eftir endur- nýjuðu starfsleyfi frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra verksmiðjunnar, er starfsleyfið í endurnýjun og var þá kolabrennslan tekin með í dæmið. Sagði hann að búizt væri við því að leyfið yrði afgreitt í þessum mánuði og það væri ekki mikið sem bæri á milli og hann byggist við því, að það yrði veitt. Að því loknu væri ekkert því til fyrirstöðu að undirbúningur gæti hafizt. Þegar væri búið að ganga frá teikningum og þá væri fjár- mögnun og hönnun eftir, svo búast mætti við því að enn liði um eitt ár þar til kolabrennsl- an hæfist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.