Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 13 Reykvíkingar völdu lið landsbyggðarinnar UM SÍÐUSTU helgi tefldu ungl- inKalið frá landsbygKðinni ok Reykjavík kappskák. Tefld var tvöföld umferð ok sÍKruðu reyk- vísku unKÍinKarnir með niu vinn- inKum KeKn einum landshyKKðar- innar. Síðan hefur komið á daK- inn, að það voru ReykvikinKar sem völdu i lið andstæðinKa sinna. ok eru landsbyKKðarmenn sumir óhressir mjöK með þá skipan. — Við höfum auðvitað sitthvað við það að athuga, sagði Daði Guðmundsson, stjórnarmaður í Ungmennafélagi Bolungarvíkur, að Ólafur H. Ólafsson, stjórnar- maður í Taflfélagi Reykjavíkur skuli sjálfur velja landsbyggðar- liðið. Mér þætti gaman að fá að vita, hvort Taflfélag Reykjavíkur myndi sætta sig við það, ef landsbyggðin skoraði á Reykjavík í kappskák, að landsbyggðin veldi síðan Reykjavíkurliðið og raðaði niður á borð. Það held ég það yrði upplit á Reykvíkingum þá. Þar að auki er þessi framkoma móðgun við stjórnarmeðlimi í skákfélög- unum útum land, að hafa ekkert samband við þá, heldur hringja beint í viðkomandi unglinga. Fimm unglingar voru í hvoru liði, 2 Bolvíkingar, 2 Selfyssingar og 1 ísfirðingur í landsbyggðarlið- inu, og hélt Daði að ekki hefðu verið valdir sterkustu skákmenn- irnir. — Ég hef ekki trú á því, sagði hann, mér finnst allavega ótrúlegt ef til dæmis Akureyr- ingar eiga ekki sterka skákmenn. Ólafur H. Ólafsson sagði að sér fyndist það nú sprenghlægilegt ef þetta færi fyrir brjóstið á mönnum. — Við buðum þeim hingað og sáum fyrir kostnaði, Reykvíkingar, og það var enginn tími til þess að hafa samráð við stjórnarmenn í öllum skákfélög- um útum land, enda væri það líka alltof flókið. Þetta var óformleg keppni og aðeins til að lífga uppá. Við höfum íslenska skákstigaskrá í höndunum og völdum með hlið- sjón af henni í þetta lið 16 ára og yngri. En það má með sanni segja að ekki sé öll vitleysan eins, sagði Ólafur H. Ólafsson. Bankamenn og fulltrúar bankanna funda áfram: Bankamöimum greidd vísitöluskerðingin Samninganefndir bankamanna ok bankanna hittust i fyrradag og ræddu stöðuna. Vilhelm G. Kristinssun, framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra banka- manna. sagði i samtali við Mbl., að ákveðið hefði verið á fundin- um. að nefndirnar héldu með sér fundi áfram, áður en málið yrði látið ganga lengra. Bankamenn hafa til þessa ekki fengið fullar verðbætur á laun, en samkvæmt upplýsingum Vil- helms, gáfu samningamenn bank- anna þá yfirlýsingu á fundinum í fyrrakvöld, að þeir myndu greiða þessa skerðingu, sem orðið hefur á undanförnum mánuðum. — „Þeir hafa því ákveðið að fylgja for- dæmi Vinnuveitendasambandsins og ríkisins í þessu máli og launin verða leiðrétt núna um miðjan mánuðinn," sagði Vilhelm enn- fremur. Eins og fram hefur komið í fréttum Mbl. hafa bankamenn gert kröfu um 14,5% grunnkaups- hækkun og sagði Vilhelm, að til þessa hefði ekkert gagntilboð bor- izt frá bönkunum. Leigjendasamtökin: Fagna umræðunni um mál- efni leigjenda í landinu „LeÍKjendasamtökin fagna þeirri umræðu sem hafin er um málefni lcÍKjenda i landinu. Vænta LeÍKjendasamtökin, að sem flestir leKKÍ hönd á plóginn við að uppræta það neyðarástand sem nú ríkir ok einnÍK við að finna lausnir sem duga til fram- húðar. Leigjendasamtökin telja það valdníðslu í skjóli einkaeignar- réttar, að á tímum mikils íbúða- skorts á höfuðborgarsvæðinu skuli menn láta íbúðir standa auðar mánuðum ef ekki árum saman. Þegar um heilsuspillandi hús- næðí er að ræða, þykir sjálfsagt að skerða einkaeignarréttinn, í slík- um tilfellum grípa yfirvöld rétti- lega fram fyrir hendurnar á eig- endum íbúðarhúsnæðis. Sama máli ætti að gegna um íbúðar- húsnæði, sem látið er standa autt á tímum mikils húsnæðisskorts. Leigjendasamtökin telja það valdníðslu að notfæra sér úthlut- un lóðar í bæjarfélagi, alla fyrir- greiðslu sem lóðarúthlutun fylgir og jafnvel fjármagn úr sameigin- legum sjóðum allra landsmanna, til þess eins að láta svo húsnæðið standa autt. Hér þurfa borgar- og bæjaryfirvöld að grípa í taumana. Varðandi eina eða fáar mann- eskjur í stóru einkahúsnæði vilja Leigjendasamtökin taka eftirfar- andi fram: Því aðeins að fólk vilji sjálft losna úr slíku húsnæði, ættu borgaryfirvöld að veita fyrir- greiðslu. Ástæðurnar fyrir því að fólk vill losna úr slíku húsnæði geta verið margvíslegar, en þær verða alltaf einkaástæður hvers og eins. Roskið fólk vill kannske ekki lengur standa í allri þeirri fyrir- höfn og útgjöldum sem fylgja stóru húsnæði, og kýs fremur að komast i minna húsnæði, sem jafnvel fylgir félagsleg þjónusta af ýmsu tagi. Aðrir vilja kannske losna úr stóru húsnæði og jafnvel leigja það út, gegn því að komast sjálfir í örugga leigu í minni íbúð. Leigjendasamtökin hvetja bæj- aryfirvöld, einkum og sérílagi borgaryfirvöld í Reykjavík, til að greiða fyrir fasteignaviðskiptum sjálfviljugra einstaklinga, í því skyni að húsnæði í borginni nýtist betur. Sem dæmi nefna Leigjenda- samtökin sérstaka aðstoð við barnmargar fjölskyldur til að kaupa eða leigja stórar íbúðir af einstaklingum, sem jafnframt verði útvegaðar öruggar minni leiguíbúðir eða einkaíbúðir. Losni þannig fjármagn til handa eigend- um stórra íbúða, verði það að fullu verðtryggt.“ (Fréttatilkynning frá Leigjendasamtökunum) INNLENT Tölvuskólinn Borgartúni 29 105 Reykjavík sími 25400 Tölvunámskeið Byrjenda- og framhaldsnámskeið Næsta námskeið hefst 14. september nk. Innritun í síma 25400. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum. Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér óhreinindum og þarf aldrei að mála. Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það er ódýrara þegar til lengdar lætur. Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á veggi og loft - úti sem inni. Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. teauíX&Mtm INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. VARANLEG LAUSN á þök, loft og veggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.