Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 fltovgBfitliIttfrUkí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. „Sérsjóðir46 SÍS Fram hefur komið, að tapið á iðnfyrirtækjum Sambands ísl. samvinnufélaga á Akureyri nemi um 2,6 milljörðum gkr. á síðasta ári og þessu ári. Jafnframt liggur nú fyrir, að sjávarafurðadeild SÍS er að taka á sig skuldbindingar vegna kaupa á frystihúsi og togara á Suðureyri, sem nema mjög svipuðum upphæðum og tapið á Akureyri. Það er augljóst, að þetta dæmi gæti gengið upp með „sérsjóðum" Sambandsins og án aðstoðar hins opinbera. En ef það er svo, að viðkomandi aðilar séu ólmir í opinbera aðstoð, liggur þá ekki fyrir, að ríkið gerist 20% aðili að SÍS eins og Flugleiðum, með þeim afarkostum, sem síðarnefnda fyrirtækinu hafa verið settir. Morgunblaðið vill að einkafyrir- tæki og samvinnurekstur sitji við sama borð og hlýti sömu kjörum af hálfu hins opinbera. Blaðið er jafn andstætt þjóðnýtingarbrölti vinstri flokkanna og því, að samvinnufyrir- tækin séu sett skör hærra en einkafyrirtæki og því verður með því fylgzt hver viðbrögðin verða. Fólkið í landinu vill réttlæti og er andstætt einkalausnum vegna pólitísks þrýstings. Það kemur nú í ljós, hvort Framsóknarflokkurinn er enn við sama heygarðshornið, þ.e. hvort hann gegnir því hlutverki einu að tryggja SÍS pólitíska fyrirgreiðslu hins opinbera og þá á kostnað skattgreiðenda og annarra atvinnufyrirtækja í landinu, hvort „áætlunarbúskapur" framsóknarráðherra er hinn sami nú og á fjórða áratugnum þegar einkaaðilar voru kúgaðir fyrir kaupfélögin. En tímarnir eru aðrir nú en þá og það eiga valdastreitumenn Framsóknar eftir að reyna ef þeir krefjast nú gömlu fyrirgreiðslunnar. Þá voru bankarnir „sérsjóðir" Framsóknar. Að loka búð og hætta að höndla Það hefur fallið í skugga frétta af fyrrum blómlegum iðnaði á Akureyri, sem nú stendur á barmi rekstrarstöðvunar og fjöldauppsagna, að Kaupfélag verkamanna á sama stað hefur lokað búðum og hætt að höndla. Kaupfélag verkamanna var stofnað 1922 í samvinnu við verkalýðsfélögin á Akureyri. Það var rekið fram yfir 1970 án þess sögur færu af öðru en sómasamlegri afkomu þess, en þá tók að halla undan fæti, að sögn forráðamanna. Síðustu þrjú árin hafa þó verið sýnu verst og nú hefur fyrirtækið hætt verzlunarrekstri. Það kemur ekki á óvart að áratugurinn 1970—80 hafi verið erfiður þessu verzlunarfyrirtæki sem öðrum, einkum í strjálbýli. Þetta er ekki sízt áratugur vinstri stjórna, sem saumað hafa að verzluninni í landinu eftir mætti. Þó hafa síðustu 3 árin verið sýnu verst, að sögn forráðamanna Kaupfélags verkamanna. Upp úr 1960 var höftum létt af atvinnurekstri í landinu, einnig verzlun, utan einum þætti, verðlagningunni. Á rík'is- stjórnarárum Geirs Hallgrímssonar var þó sett löggjöf um frjálsa verðlagningu, þar sem samkeppni er næg, í samvinnu við Framsóknarflokkinn, sem telur sig, a.m.k. í orði, bera hag strjálbýlisverzlunar fyrir brjósti. Þetta var ekki sízt gert með hliðsjón af þeirri reynslu fjölmargra þjóða, að frjáls sölusam- keppni pg þroskað verðskyn almennings væri bezta verðlagseft- irlitið. I þeim ríkjum, sem búa við mest frjálsræði í þessum sökum, eins og V-Þýzkalandi og Sviss, hefur verðlag verið hvað stöðugast og verðbólga nær engin. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, hvern veg verðbólga og verðlagshöft hafa haldizt í hendur hér á landi — né með hvaða árangri. Þessi löggjöf kom hinsvegar aldrei til framkvæmda, vegna ráðríkis, og máske neitunarvalds, Alþýðubandalagsins í síðari ríkisstjórnum — tveimur. Staða smásöluverzlunar, ekki sízt strjálbýlisverzlunar, hefur verið að versna um árabil. Þegar á þetta hefur verið bent hafa málgögn róttæklinga gjarnan fjasað um barlóm „verzlunarauð- valdsins", en horft blindum augum á atvinnuöryggi þúsunda launafólks í verzlunarstétt. Reynsla Kaupfélags verkamanna á Akureyri verður tæplega túlkuð sem barlómur einhverskonar „verziunarauðvalds", enda hefur hún fengið fátæklega umfjöll- un í Þjóðviljanum. Engu að síður er hún ábending og viðvörun um stöðu atvinnuvega á líðandi stund, alveg á sama hátt og rekstrarstaða iðnaðardeilda SÍS á Akureyri. Ríkisvald líðandi stundar vaknar hinsvegar aldrei fyrr en í óefni er komið — og má kannski einu gilda hvort það sefur eða vakir. Minnismerki um Mugg MINNISMERKI um listmálar- ann Guðmund Thorsteinsson, Mukk. var afhjúpað á Bildudal siðastliðinn laugardag. Minnis- merkið afhjúpaði Eirikur Thorsteinsson, sonur Péturs Thorsteinssonar sendiherra. en Pétur er systursonur Muggs. Guðmundur Thorsteinsson, Muggur. var fæddur á Bildudal. Við afhjúpun minnismerkisins flutti Magnús Björnsson oddviti ræðu, en aðalræðuna flutti Björn Th. Björnsson listfræðing- ur. Minnismerkið er grásteins- drangur og inn í hann er felld vangamynd úr bronsi af Mugg. Minnismerkið er eftir Guðmund Elíasson myndhöggvara. Á myndinni eru f.v. Eiríkur Thorsteinsson og Magnús Björnsson. Fréttaritari Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, um álagningu á landbúnaðarvörur: Kostnaður dreifíst jafn- vel yfír á aðra verzlun „ÉG LÉT Verðiagsstofnun at- huga þessi mál og gera skýrslu um þau. Þar kemur fram, að dreifingarkostnaður t.d. á kjöti er í algjöru lágmarki,** sagði Tómas Arnason. viðskiptaráð- herra. í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir viðbrögðum stjórnvalda við hótunum matvörukaupmanna og Félags kjötverzlana um að hætta að selja landbúnaðarvörur og hámarks- verðsvöru vegna þess, að álagn- ing þeirra sé undir kostnaðar- verði. Félag matvörukaupmanna og Félag kjötverzlana itrekaði mikilvægi þessa máls svo i bréfi til viðskiptaráðherra 27. ágúst sl. þar sem álagningin er i algjöru lágmarki „Annars heyrir þetta mál ekki undir viðskiptaráðuneytið, heldur Sexmannanefnd og landbúnaðar- ráðuneyti. Um málið er hins vegar fjallað um þessar mundir í sam- bandi við nýtt landbúnaðarverð," sagði Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra, ennfremur. Kemur fram í athugun Verð- lagsstofnunar, að álagning þess- ara vara sé undir kostnaðarverði? „Ég veit ekki hvað ég á að taka sterkt til orða í því sambandi, en ég tel hana vera í algjöru lág- marki, og hafi jafnvel haft þau áhrif, að kostnaður við þetta dreifist yfir á aðra verzlun," sagði Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra. Verður þessi krafa kaupmanna um hærri álagningu þá tekin eitthvað inn í dæmið, nú þegar nýtt landbúnaðarverð verður ákveðið? „Ég veit ekki hvað á að segja um það, þetta er deilumál, sem hefur verið upp á teningnum um áraraðir, og það verður að athuga það vel,“ sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, ennfremur. Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Ekkert fyrirtæki á Islandi sem jafnast á við SIS „ÉG HELD, að það sé ekkert fyrirtæki á Islandi sem jafnast á við eða er samhærilegt við Sam- bandið. Mér finnst þetta vera tvö mál. sem þarna er um að ræða, annars vegar fjárfestingu og hins vegar rekstrar- og greiðslu- vanda. Ég álít, að það eigi að haga rekstri SÍS þannig. Það eigi ekki að vera ein stór „púlía" heldur eigi að haga rekstrinum þannig, að sjávargreinarnar séu reknar sér, iðnaðurinn sér og tryggingastarfsemin og svo framvegis sér,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra m.a., er Mbl. bar undir hann, hvort honum fyndust umleitanir SÍS um aðstoð ríkisvaldsins við iðn- aðardeildirnar á Akureyri koma undarlega fyrir sjónir á sama tíma og Sambandið fjárfesti svo milljónum skipti á Suðureyri. Tómas sagði aðspurður, að fyrirgreiðsla til iðnaðardeildar væri til athugunar í Seðlabankan- um og væri afgreiðslu að vænta í vikunni. Hann sagði síðan: „Það er nú ekki bara Sambandið sem um ræðir. Það eru allar þær atvinnu- greinar sem hafa þurft að þola þessa óvenjulegu gengisþróun, jafnt í iðnaði og sjávarútvegi." — Iðnaðarráðherra segir í við- tali við Mbl., að hann muni fara fram á að sjá þetta dæmi SÍS í heild sinni, ef komi til opinberrar fyrirgreiðslu. Munt þú fara fram á hið sama? Reikningar Sambandsins eru alltaf birtir á hverju einasta ári og flutt mjög ítarleg yfirlitsræða af hálfu forstjóra um þá á aðal- fundi, þannig að þeir liggja fyrir. — Þegar Flugleiðir stóðu frammi fyrir svipuðu vandamáli á sínum tíma var látin fara fram opinber rannsókn á fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Gildir hér ekki það sama? Það var nú kannski svolítið annars eðlis að því leytinu til að þetta vandamál, sem núna er um að ræða, stafar kannski af tveim- ur ástæðum. Önnur er sú, að iðnaöurinn hefur verið að laga sig að samkeppni vegna þátttökunnar í EFTA og svo er hitt þessi sérstaka gengisþróun. — Finnst þér sem viðskiptaráð- herra ekkert undarlegt við það að fyrirtæki fari fram á opinbera fyrirgreiðslu á sama tíma og það fjárfestir fyrir hundruð milljóna gkr? Ég held, að Sambandið sé ekk- ert eitt á báti. Það eru fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þeirri þróun sem þarna er á ferðinni og ég held, að það sé ekki meiningin, að minnsta kosti ekki hjá mér né neinum öðrum, að fara að gera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.