Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 25 fclk f fréttum Nýrí spilinu + Sagt er að nýi kærastínn hennar Goldie Hawn sé leikarinn Tom Sell- eck, sem er 36 ára og nýskllinn viö konu sína eftir 10 ára hjúskap, sem þykir lýsa nokkru langlundargeöi i henni Hollywood, þar sem hjóna- bönd standa kannski ekki nema í nokkra klukkutíma. Goldle og Tom hafa reynt aö halda sambandi sínu leyndu fyrir blaöamönnum og segja aö þaö sé aðeins vinskapur á milli þeirra, en hver ætli trúi þeim fyrirslætti? Aö minnsta kosti ekki þeir, sem hafa af því atvinnu aö hnýsast um hagi frægs fólks. Sonur Bhuttos hyggur á hefndir + Þaö vakti gremju víöa um heim þegar Zia ul Haq hershöfð- ingi og forseti Pakistans hlust- aöi ekki á áskoranir framá- manna fjölda rfkja um aö sýna miskunn, en lét hengja Zulfikar Ali Bhutto fyrrum forsætisráö- herra 4. aþríl 1979. Sonur Bhuttos, Shanawas Bhutto, sést hér á myndinni, sem tekin var fyrir stuttu í Kabul, höfuöborg Afganistans. Sonurinn er 23 ára og stjórnar aögerðum skæruliöasamtak- anna Al Zulfikar, en þau hafa þaö á stefnuskrá sinni aö steyþa stjórn Zia í Pakistan. Páfinn að ná sér + Jóhannes Páll páfi II virðist nú hafa náö sér aö mestu eftir árásina, sem gerö var á hann á síðastliönu vori. Fyrir síöustu helgi var páfinn viöstaddur þegar sungin var sérstök messa fyrir unga írska pílagríma að sveitasetri páfa, Castel Gandolfo. Viö messuna gaf forsætisráöherra Páfagarös, Agostino Casaroli, saman írsk hjónaefni, og á myndinni er páfi aö óska brúöinni, Monu Sheehy, til hamingju aö athöfninni lokinni. Leikur Coco Chanel + Þessi fallega kona heitir Marie France Pisiers og á hún aö leika tískudrottninguna Coco Chanel en gera á kvikmynd um ævi þessarar sérstæðu konu nú á næstunni. Það var hinn þekkti leikstjóri Francois Truffaut, sem uppgötvaöi Marie France, og hefur hún leikiö í einni mynda hans sem heitir „Ást á tvítugsaldri". Marie France er einnig þekkt fyrir leik sinn í amerísku sjónvarpsþátt- unum „Scruples" og þykir hún hafa staöið sig vel í þeim myndaflokki. Þangað til Marie France hóf kvikmyndaleik var hún venjuleg skólastelpa og var hún aó læra lögfræði, sem hún hefur lagt á hiiluna, a.m.k. um tíma. Guillaume látinn laus? + Margt bendir nú til þess í Bonn aö vestur-þýzk yfirvöld hafi í hyggju aö framselja njósnarann Gúnther Guillaume til Austur- Þýzkalands í skiptum fyrir vestur- þýzka fanga þar í landi, einn eöa fleiri. Margir muna efalaust eftir nafni Guillaumes, sem var einn afkasta- mesti njósnari Austur-Þjóðverja á árunum 1970—74. Þegar hann og kona hans, Christel, voru handtek- in í apríl 1974, var Guillaume einn nánasti ráðgjafi Willy Brandts þá- verandi kanslara, og neyddist Brandt til aö segja af sér embætti þegar Ijóst varð aö hann haföi gert njósnarann aö trúnaöarmanni sín- um. Viö handtökuna lýsti Guill- aume því yfir aö hann væri foringi í austur-þýzka alþýöuhernum. Þau hjónin voru bæði dæmd sek um njósnir á árinu 1975. Hlaut Guill- aume 13 ára fangelsisdóm, en Christel átta ár. Frúin var látin laus í marz í ár í skiptum fyrir vestur- þýzkan fanga fyrir austan múrinn. Pretenders II Hljómsveitin Pretenders vakti ómælda athygli og aðdáun með fyrstu plötu sinni. Pretenders II er nafnið á nýju plötunni og enn er það hin þrælgóða söngkona Christie Hynde sem leiðir bandið með sérstæðum söng sínum. Þessi plata er fleytifull af góðum lögum, sem þú ættir að smakka á sem fyrst. Heildsöludreifing itaÍMrhf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.