Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 23 hlið sér meðan hún vann í hönd- um. Hún var víðlesin og margfróð, en hafði sérstakan áhuga á ætt- fræði. Oft skammaðist ég mín þegar hún fór að rekja ættir mínar fyrir mig, en ég stóð á gati. Og svo spillti nú ekki fyrir heim- sóknum að hún var meistarakokk- ur og bakari. Þar komust fáir með tærnar, sem hún hafði hælana. Þau Höskuldur og Gyða eignuð- ust eins og fyrr er getið tvö börn, Þorbjörgu fædda 1939 og Ágúst fæddan 1942 Þorbjörg er listmálari og Ágúst var byggingafræðingur. Hann lést árið 1974. Kona hans er Auður Hafsteinsdóttir (Ásbjörnssonar d. 11.06. ’56). Þau Auður og Ágúst eignuðust tvö börn, Hafstein Höskuld f. 3. sept. 1968 og Auði Gyðu f. 20. mars 1970. Þau hafa nú misst ömmu sem elskaði þau og vildi gera allt sem í hennar valdi stóð fyrir þau og móður þeirra. Og ástin var svo sannarlega gagnkvæm. Þegar ég nú sé á bak þessari vinkonu minni, er mér þakklætið efst í huga, bæði til hennar og einnig Höskuldar og barna þeirra, sem mér finnst ég eiga svo mikið í. Guð blessi okkur minningu hennar. Guðný Ilreiðarsdóttir Nú í dag, er ég kveð í hinsta sinn Gyðu Ágústsdóttur, reikar hugurinn til unglingsáranna, er ég var að þvælast um í gömlum jeppa á „rúntinum" með Auði systur minni og Gústa syni Gyðu. Þá var nú gott að koma við hjá Gyðu og þiggja veitingar. Þetta var á þeim árum, er framtíðin lasti við björt og spennandi. Ekki fækkaði heimsóknunum eftir að systir mín varð tengda- dóttir þeirra hjóna Gyðu og Hösk- uldar Helgasonar, er bjuggu í Efstasundi 98, með börnum sínum tveim, þeim Þorbjörgu og Ágústi. Þá kynntist ég enn betur hvern mann Gyða hafði að geyma, konu er ætíð vildi vera veitandinn en ekki þiggjandinn, konu sem var sönn móðir og amma. En lífið fer oft öðruvísi en við viljum og Gyða varð eins og aðrir að lúta því og enn kom í ljós hve sterk og ósérhlífin hún var, er hún mátti sjá á eftir eiginmanninum og einkasyni á undan sér, Hösk- uldur lést árið 1972 og Gústi 1974, þá aðeins 32 ára að aldri frá tveim ungum börnum. Hef ég oft hugsað um það síðar hvað maður var gjarn á að gleyma því hversu sárt Gyða átti um að binda, í skugga tengdadóttur og barnabarnanna. En hún var ekki ein af þeim sem bar tilfinningar sínar á torg, heldur tvíefldist hún í móður- og ömmukærleikanum og er vart hægt að lýsa í orðum umhyggju hennar fyrir tengdadótturinni og barnabörnunum. Missir þeirra er svo sannarlega mikill. Það eru fleiri sem sakna „ömmu Gyðu“, en svo var hún alltaf kölluð á mínu heimili, og viljum við Haukur og börnin þakka henni allt er hún gerði fyrir okkur. Ætla ég nú að nota tækifærið og þakka henni fyrir allar prjónaflíkurnar, sem hún hefur prjónað á börnin mín, en fyrir þær mátti ég aldrei þakka í hennar áheyrn. -Far þú í írifti. írirtur (íuðs þi* hlrssi haírtu þ«kk fyrir allt «k allt.** Nanna Stína Eiginkona mín, + VALGERDUR JÓNSDÓTTIR Vík, Grindavík, andaöist í Borgarspítalanum, aö kvöldi 7. sept. Þorlákur Gíslason. t KRISTBORG EIRÍKSDÓTTIR, andaöist á Elliheimilinu Grund þann 5. september. Óskar Jónsson. t Eiginkona mín og móðir, INGILEIF JAKOBSDOTTIR, Keldulandi 19, lézt í Landspítalanum 8. september. Jón Valby Gunnarsson, Sóley Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, JÓN ÁGÚST EINARSSON frá Ytri-Þorsteinsstöóum, Fannborg 5, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum aö kvöldi 5. september. Kristín Þorsteinsdóttir. Útför VALGERÐAR HELGADÓTTUR, Lönguhlíö 3, fer fram frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 10. september kl. 10.30 árdegis. Jarösett í grafreit Bjarna Runólfssonar, Hólmi í Landbroti, laugardaginn 12. september kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kapelluna Þykkvabæ í Landbroti. Kortin afgreidd í verzluninni Kirkjufelli, Klapparstíg 25. Elín Frigg Helgadóttir, Helgi Þorsteinsson. Guðmundur Sigurðs■ son - Minningarorð Hann andaðist 31. ágúst 1981 á Borgarspítalanum. Hann fæddist á Fáskrúðsfirði 10. desember árið 1918, hann var sonur hjónanna Sigurðar Stefánssonar og konu hans, Kristrúnar Sigfúsdóttur. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum og var yngstur af fimm börnum þeirra hjóna, hann hlaut mikla umhyggju hjá foreldr- um sínum og systkinum og fékk gott veganesti út í lífið. Ungur fór Guðmundur að vinna fyrir sér sem hann burtu, ég varð hryggur þegar ég sá hann fara því að ég sá að hér var alvaran á ferðum og ég óttaðist um líf hans sem raun varð á. Margs er að minnast á löngum æfiferli, við Guðmundur voru frændur og góðir vinir, við unnum saman á okkar yngri árum og svo á okkar efri árum lágu leiðir okkar saman aftur við vinnu að Stuðlahálsi 2, þar var hann búinn að vinna í mörg ár. Alltaf var hann sama prúðmennið og hinn góði verkamaður við hvað sem hann vann og vinnufélagar hans báru honum allt það besta sem hægt er að segja um mann. Ég þakka Guðmundi alla þá vináttu sem hann ávallt sýndi mér í gegnum árin. Ég og kona mín vottum eiginkonu hans og systkin- um, okkar dýpstu samúð og biðj- um guð að vera þeim styrkur í þeirra miklu sorg. Stefán Guðmundsson + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, THOMAS R. ROBERTS, andaöist 31. ágúst í St. Lukes Hospital, Kansas City, USA. Jaröarförin auglýst síðar. Anna H. Roberts, Annora K. Roberts, Jón Kr. Guómundsson, Ágústa Kolbrún Jónsdóttir. t Utför bróöur okkar, BENEDIKTS SÆMUNDSSONAR, Hólmavík, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hólmavíkurkirkju eöa Sjálfsbjörg. _ _ ... Svanborg Sæmundsdóttir, Jóhann Sæmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Jón Sæmundsson. var venja ungra manna á þeim árum. Guðmundur fluttist burt frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Helgu Þorsteinsdóttur frá Stokkseyri. Þau gengu í hjóna- band 2. desember 1961, heimili þeirra var í Engihlíð 10 í Reykja- vík. Hjónaband þeirra var farsælt og gott. Það er sárt að missa góðan ástvin en guð mun þerra sorgartárin og gefa syrgjandi maka huggun, og góðar minningar á hún frá liðnum tíma sem aldrei munu gleymast, við þær er hægt að leita sér huggunar. Mánudaginn 31. ágúst fór Guð- mundur til vinnu sinnar hress að sjá, ræddum við saman eins og við vorum vanir en við vorum ekki búnir að vera lengi við vinnu þegar hann varð skyndilega veik- ur. Sjúkrabíllinn kom og flutti + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför INGIBJARGAR MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR. Guöbjörg Einarsdóttir, Hjörtur Hafliöason, Jóhanna Zoega Henriksdóttir, Sæunn Gísladóttir og systkinabörn. + Viö sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför STEINUNNAR THORLACIUS, Sigluvogi 7. Páll Sveinsson, Þórarna Pálsdóttir, Hólmfriöur Pálsdóttir, Þórarna Erlendsdóttir, Halldóra Thorlacius, Edda Thorlacius. SJálfvirkur nú meraveQa ri viö . simann FreeCaller OS-IO« .fc k-T-mvm Geymir 31 númer í minni. Geymir síðasta númer til endurhringingar. Hringir án þess að lyfta þurfi taltólinu. Auðveldur í notkun. Verð aðeins kr. 2.130.- Leitið upplýsinga. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.