Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1981 Minning: Þorgerður Sigtryggs- dóttir Helgastöðum í Reykjadal - Minning ' Krossmessudagurinn var um langan aldur hér á landi dagur stórra stunda. Á þeim det;i flutti fólk húferlum og vinnufólkið hafði vistaskipti. Börnin á bæjunum kviðu oft þessum örlagaríka degi, þau voru ekki örugg um að vistaskiptin yrðu á þá lund er þau óskuðu eftir. Ef til vill misstu þau hestu vini sína af heimilinu, og óvissa ríkti um það, hver kæmi í staðinn. Á langri æfi minnist ég margra krossmessudaga, þegar kvíðinn kvaldi mig og óttinn gerði mig úrvinda. Þó man ég einn krossmessudag, sem var mikill gleði- og happa- dagur í lífi mínu og míns fólks. Þá var ég þriggja ára. Þennan dag kom ungur ekkjumaður framan úr Eyjafirði, Sigtryggur Þorsteins- son, sem var vistráðinn til for- eldra minna að Möðruvöllum í Hörgárdal. Sigtryggur hafði haustið áður misst konu sína, Sigríði Stefánsdóttur. Ekki var hann einn síns liðs, móðir hans, Þorgerður, fylgdi honum og tvö börn, lítil stúlka, Þorgerður, sem kölluð var Gerða, hún var jafn- aldra mín, og bróðir hennar, Hallgrímur, sem var þrem árum eldri. Var Hallgrímur, sem þá var kallaður Grímsi, á svipuðu reki og Valtýr bróðir minn, svo það gat ekki verið betra. Segja má að þarna yrðu fagnað- arfundir, ég eignaðist leiksystur og góða vinkonu og bróðir minn tryggan vin. Hefur sú vinátta haldist allt frá þessum góða krossmessudegi, þó oft hafi verið vík á milli vina. En nú er Gerða kölluð burt á höfuðdaginn síðasta, sem var afmælisdagur föður henn- Háþrýst- ings-hreinsi- tæki Rafdrifin Fyrir aflúrtak dráttarvélar Guðbjörn Guðjónsson Heildverslun. Kornagarður 5 — Sundahöfn. Sími: 85677. ar, og fyrr á árum var oft haldin smá veisla á heimili Gerðu til að minnast dagsins, því mjög kært var með þeim feðginum. Gerða var fædd að Litla Dal í Eyjafirði 17. ágúst 1897. Móður sina, Sigríði Stefánsdóttur, missti Gerða haustið 1899 úr taugaveiki, sem gekk á bænum. í veikindunum eignaðist Sigríður barn, sem fylgdi móður sinni í gröfina. Stórkostlegt áfall var slíkt fyrir ungan mann og lítil börn sem eftir lifðu. Sigtryggur faðir Gerðu var mik- ill atorkumaður til líkama og sálar, enda af góðu fólki kominn. Afi hans, Þorsteinn, var bróðir listaskáldsins góða frá Hrauni í Öxnadal, svo eitthvað sé nefnt. Sigtryggi var líka margt til lista lagt. Auk þess að vera mikill verkmaður var hann söngmaður góður, ljóðelskur og um árabil var hann aðalleikarinn á Akureyri. Er hann mér ávallt minnisstæður sem bóndinn á Sæfossum í Lén- harði fógeta. Minnisstæðastur er hann mér þó fyrir drengskap og góða vináttu. Þorgerður, amma Gerðu litlu, settist að í Nunnuhóli, sem var lítill bær er stóð á háum hól, suður og upp í Möðruvallatúni, spölkorn frá bænum. Fylgdi Gerða ömmu sinni, en Grímur var eftir heima á Möðruvöllum með föður sínum. Baðstofan í Nunnuhóli var hólf- uð í tvennt. Bjuggu þær nöfnur í suðurhúsinu sem var eitt og hálft stafgólf með stafnglugga mót suðri og öðrum glugga í vestur upp að fjallinu. Oft var notalegt að koma inn í litlu baðstofuna í Nunnuhóli, þó allt væri einfalt og óbrotið innanstokks. En var það ekki einmitt þessi einfaldleiki, sem gerði baðstofurnar svo aðlað- andi. Þar var engum hlut ofaukið, menn virtust þá gera sér grein fyrir að íburður og óhóf er ekki aðalatriðið þegar leitað er eftir lífsláni innan heimilisveggja. Það var fólkið á heimilunum sem setti sinn svip á bæjarbraginn, og réð það úrslitum og svo mun vera enn í dag, þegar öllu er á botninn hvolft. Naumast leið sá dagur að við Gerða hittumst ekki og lékum okkur saman alla okkar bernsku. Ýmist fór ég upp að Nunnuhóli eða hún kom heim að Möðruvöll- Filippus Guðmundsson, bygg- ingameistari er látinn og vil ég ekki láta hjá líða að minnast þessa ágæta manns örfáum orðum. Fil- ippus var fæddur 13. marz 1893. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Filippusdóttir og Guðmundur Þorleifsson, bóndi í Árbæjarhjá- leigu í Holtum. Hann fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Reykja- víkur þar sem faðir hans hóf að vinna við steinsmíði og síðar múrverk. Filippus ólst upp í Reykjavík. Gekk hann snemma í KFUM og var þar virkur félagi í mörg ár, undir handleiðslu séra Friðriks. Það var einmitt í KFUM sem Filippus kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur. Þau giftust árið 1919 og stofnuðu heimili, fyrst við Laugaveg en síðar að Þórsgötu 19 þar sem þau bjuggu um margra ára skeið, en lengst af bjuggu þau að Selásbletti um. Á sólskinsdögum lékum við okkur í búum okkar sunnan í hólnum eða í gluggaskansinum við baðstofugluggann hennar Þor- gerðar. Á rigningardögum var leitað í litlustofuna á Möðruvöll- um og leikið sér að brúðunni Möggu, sem frú Hjaltalín gaf mér eitt sinn er hún kom frá útland- inu. Dýrindis brúða af erlendum uppruna, sem bar nafn frú Hjalta- lín. Alltaf gátum við Gerða dund- að okkur til gamans og fór jafnan vel á með okkur. Aldrei minnist ég þess að okkur yrði sundurorða, hvað þá að við færum í fýlu, eins og nú tíðkast. Það eina sem skyggði ögn á okkar tilveru var að bræður okkar, Grímsi og Valtýr, voru okkur miklu fremri, við náðum ekki með tærnar þar sem þeir höfðu hælana. Valtýr tók eitt sunnudagskvöld, þegar þeir félag- ar komu heim og sögðust hafa farið upp á Staðarhnjúk. Það voru nú meiri ósköpin, og allir dáðu þá fyrir slíkt afrek. Nú var úr vöndu að ráða, var nokkur von til þess að litlar stelpur gætu komist upp á hnjúk? Ég færði þetta í tal við Gerðu, en hún var treg til slíkrar glæfraferðar. Engin leið var önn- ur en að stelast, því leyfi til slíkrar ferðar myndi ekki fást. Gerða var alltaf svo strangheið- arleg, en fyrir mín orð lét hún undan að lokum. Lagt var af stað sólríkan sunnudag. Fékk Gerða pottbrauðsneið hjá ömmu sinní og tvo kandísmola í nestið. Ekki höfðum við hugsun á að spyrjast fyrir um greiðustu leiðina upp á hnjúkinn, heldur lögðum við beint á brattann. Þegar kom upp í skriðurnar fyrir ofan Strákaklett, fór okkur að skrika fótur í lausa- mölinni, svo við runnum meira afturábak en miðaði áfram. Eftir nokkurt þóf bilaði kjarkurinn. Við settumst niður, örvæntingin greip okkur og við fórum að háskæla. 3 þar sem Filippus reisti myndar- legt hús. Voru þau með fyrstu íbúum Seláshverfis. Þau hjónin eignuðust tvær dætur og þrjá syni og komust þau öll á legg. Kristín reyndist Filippusi hin ágætasta eiginkona og stýrði hún rausnar- heimili í Selási allt til dauðadags, en hún lést fyrir þrem árum. Filippus var einn af hvata- mönnum að stofnun íþróttafélags- ins Vals. Var hann þar áhuga- samur félagi árum saman og tók þátt í kappleikjum og íþróttamót- um þess félags. Filippus nam múrverk af föður sínum. Að námi loknu varð hann brátt einn af umsvifamestu bygg- ingameisturum i Reykjavík. Hann byggði meðal annars Land- spítalann, Elliheimilið Grund, Landssímahúsið við Austurvöll, Arnarhvol, Landssmiðjuna og fjölda annarra húsa. Má með sanni segja, að við sem erum á miðjum aldri, stöndum í þakk- Um annað var ekki að ræða en að snúa við. Niðurlútar vorum við, þegar gengið var í hlað að Nunnu- hóli. Bót var þó í máli að enginn vissi um okkar sneypuför. Að skilnaði klæddi ég Gerðu í nýja svuntu, sem mamma hafði gefið mér um morguninn. Vildi ég með því ítreka þakklæti mitt til Gerðu fyrir samfylgdina. Bernskuárin lifðu í leik og starfi. Það skiptust á skin og skúrir, en vinátta okkar Gerðu hélst óbreytt. Árið 1910 fluttu foreldrar mínir til Akureyrar og búið á Möðruvöll- um var selt. Þá skildu leiðir. Gerða fór með ömmu sinni fram að Neðsta-Landi í Öxnadal. Þar bjuggu þá hjónin Ásdís föðursyst- ir hennar og Þorsteinn Þorsteins- son, síðar bæjarfulltrúi á Akur- eyri. Þeirra sonur var Tryggvi Þorsteinsson kennari og skátafor- ingi á Akureyri, mjög vel látinn maður. Okkur Gerðu féll mjög þungt að skilja. Brúðan Magga varð eftir í sveitinni, Gerðu til hugarhægðar. Gerða var mjög vel gefin og söngelsk, eins og faðir hennar og bróðir, sem um langt árabil hefur verið kunnur söngmaður hér í höfuðstaðnum í Karlakór Reykja- víkur. Því miður naut hún ekki menntunar í æsku, umfram það sem farkennslan veitti börnum þess tíma. En hæfileika skorti hana ekki. í Öxnadalnum undi hún sér illa. Heimili hennar var fámennt og enginn til að leika við. Hún var látin vinna eins og þrekið leyfði. Þegar frístundir gáfust og veður var gott, fór hún niður að ánni, sem féll skammt fyrir neðan túnið og söng sér þar til skemmt- unar. Brúðan Magga fylgdi henni. Gerða kunni mörg ljóð og lög. Á Skjaldarstöðum, bænum á móti, bjuggu öldruð hjón. Þegar konan á bænum heyrði Gerðu syngja hinumegin við ána flýtti hún sér niður að ánni og hlustaði á sönginn. Heyrði ég hana segja, að hún hlakkaði til þeirra stunda, er Gerða kæmi niður að á til að syngja. Þá var fábreytt líf í sveitinni. Fermingarárið sitt missti Gerða ömmu sína. Var þá mikill harmur að henni kveðinn, því þær voru mjög samrýndar og amma hafði allt frá frumbernsku gengið henni í móðurstað. Á þessum árum fékk Gerða stöku sinnum að heimsækja mig til Akureyrar og vera hjá mér í nokkra daga. Eftir fermingu fór hún í vistir þarna í dalnum, til að vinna f.vrir sér. Lá leiðin þá að Reykhúsum í Eyjafirði, til hjón- anna Maríu Jónsdóttur og Hall- gríms Kristinssonar, sem þá var kaupfélagsstjóri á Akureyri. Þar féll henni vel. Stutt var til Akur- eyrar og fundum okkar bar oft saman. Eftir árið flutti hún til bæjarins. Stóð hún í nokkur ár fyrir heimili föður síns, sem var á arskuld við þá kynslóð, sem nú er að mestu horfin, en lyfti grettis- tökum í uppbyggingu þessa lands. Mín kynni af Filippusi hófust þegar ég var sautján ára gamall. Það bar til með þeim hætti að Pétur, sonur Filippusar og ég vorum góðir vinir. Ég var í atvinnuleit yfir sumarmánuðina eins og algengt er með skólafólk, þá og nú. Filippus stóð í bygg- loftinu í versluninni Eyjafjörður. Nú vænkaðist hagurinn og Gerðu leið þar vel. Hún var að eðlisfari mjög þrifin og henni var sýnt um húsverk, tókst henni að gera heimilið mjög ánægjulegt. Hún eignaðist orgel, lærði að spila og gat nú loks svalað löngun sinni við að taka lagið, og mikið var sungið á litla heimilinu þeirra feðgina. Oft minntist Gerða þessara ára með mikilli gleði. Allir í húsinu voru henni góðir sem einn maður, hvort heldur það voru húsráðend- ur eða leigjendur, enda var þar um að ræða mikið sómafólk: Hjónin Hólmfríði Gunnarsdóttur og Kristján Árnason kaupmann, for- eldra Árna Kristjánssonar píanó- leikara, þess mikla listamanns. Ekki skemmdu þeir heimilislífið gömlu sómamennirnir, feður hjón- anna, Gunnar og Árni. Sakna ég þeirra af stéttinni fyrir framan verslunina Eyjafjörður, þá sjald- an ég kem til Akureyrar. Margar ferðir fór ég á loftið til Gerðu og var vel fagnað. Nú naut Gerða sín, var frjáls ferða sinna og réði að mestu yfir sínum tíma. Hún hafði ánægju af því að búa vel að föður sínum, sem hún unni mjög. Svo kvað húsið við af söng, bæði uppi og niðri, en söngur var hennar yndi. Á sumrin skrapp Gerða stundum í kaupavinnu. Hún var mikill náttúruunnandi og mik- ill dýravinur. Þegar sól hækkaði á lofti og grösin fóru að gróa heillaði sveitin hana. Eitt sumarið réði hún sig í kaupavinnu að Helgastöðum í Reykjadal. Má segja að sú för yrði örlagarík. Á Helgastöðum bjuggu þá hjónin Guðrún Þorgrímsdóttir og Friðrik Jónsson, kunn hjón þar norðurfrá. Sonur þeirra, Halldór, var þar heima, glæsilegur og vel gefinn maður eins og þau systkinin voru öll. Ekki vantaði sönginn á Helga- stöðum. Var þar mikið sungið og í sveitinni. Þau Gerða og Halldór felldu hugi saman og gengu í hjónaband á jónsmessunni vorið 1924. Hamingjan virtist blasa við þeim. Þegar Húsmæðraskólinn að Laugum tók til starfa haustið 1930 hafði Gerða hug á því að njóta þar skólavistar undir stjórn Kristjönu Pétursdóttur frá Gautlöndum, þeirrar miklu dáindiskonu. Stutt var frá Helgastöðum að Laugum. Gerða hafði aldrei haft tækifæri til að ganga í skóla. Nú barst það svo að segja upp í hendurnar á henni. I skólanum opnaðist henni nýr heimur. Minntist hún alltaf veru sinnar á Laugum með mikilli gleði og þakklæti. Húsmæðraskól- inn á Laugum var þá eins og stórt íslenskt sveitaheimili. Margvísleg vinnubrögð voru þar kennd, ásamt matargerð, sem þá var talið að hentaði íslenskum húsmæðrum. En það sem snerti hana mest og var henni minnisstæðast var heimilisandinn er þar ríkti. Því ingarframkvæmdum í Selásnum og fyrir milligöngu Péturs var ég ráðinn í sumarvinnu hjá Filippusi. Ég gleymi þessu sumri aldrei. Einstök veðurblíða var allt sumar- ið, og hollt var og gott að vinna úti í byggingarvinnu. Ég man þegar ég sá Filippus í fyrsta sinn. Hann var stór og stæðilegur maður. Aðsópsmikill í fasi, en einstaklea hlýlegur og vingjarnlegur í fram- komu. Ég held að megi segja að þetta sumar, undir stjórn Filipp- usar, hafi ég lært að vinna. Filippus innrætti okkur ábyrgð þá sem fylgir hverju starfi, og þá samviskusemi sem er nauðsyn þess að starf sé vel af hendi leyst. Mikils virði er að fá slíkt vegar- nesti fyrir framtíðina fyrir sautján ára ungling. Filippus var sérlega heilsu- hraustur maður allt þar til hann, áttatíu og þriggja ára að aldri, kenndi sjúkdóms þess er varð honum að aldurtila. I fjögur ár barðist Filippus við þennan sjúk- dóm eða allt þar til hann lést. Átti hann oft erfiðar og þjáningarfull- ar stundir, þótt allt væri gert sem unnt er til-að lina sárustu þraut- irnar. Aðstandendum Filippusar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur á þessari stund. Ilinrik Thorarenscn Minning: Filippus Guðmundsson byggingameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.