Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 Sýning Sotos Michou í Sýningarsalnum Langbrók (Gallerí Langbrók), stendur þessar vikurnar yfir sýning á myndum Grikkjans Sotos Mich- ou. Eru myndirnar hluti af verkum er listamaðurinn gerði síðustu 2—3 vikur hérlendis og eiga að kynna hluta af tilraun- um hans til að skynja Island. Myndir sínar nefnir hann „ís- lenzkt landslíki" og eru gerðar í blandaðri tækni á nútímavísu, sem eru endurskapaðar, breyttar og eyðilagðar ljósmyndir annars vegar, og svo gvass-myndir. Pol- aroid-myndirnar eiga að vera myndmál — myndir sem lifa í lesmáli og myndmáli og eru tileinkaðar ímyndunarheimi mannsins en gvass-myndirnar nefnast litsmíðar. Hér er flinkur listamaður á ferð sér maður samstundis við fyrstu yfirferð sýningarinnar, en þó kemst maður að þeirri niður- stöðu, að þrátt fyrir góða við- leitni, hefur hann ekki náð að kafa nægilega djúpt niður í myndefni sitt. Það er ósköp eðlilegt miðað við stuttan tíma og svo virðist hann einnig frekar vera að kynna aðferðir sínar við Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON »Hér er flínkur lista- maður á ferð, sér mað- ur samstundis við fyrstu yfirferð sýn- ingarinnar, en þó kemst maður að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir góða viðleitni, hefur hann ekki náð að kafa nægilega djúpt niður í myndefni sitt.46 myndsköpun en upplifanir. Myndirnar eru litlar en settar upp af frábærum hagleik og öryggi enda var hann kennari við listaháskóiann í Karlsruhe og er nú prófessor við listahá- skólann í Stuttgart þar sem hann kennir við deild almennrar listmenntunar. Þá hefur hann sviðsett fyrir leikhús og hefur rutt leiklist braut inn á svið myndmenntunar. Eftir að hafa fengið framanskráðar upplýs- ingar skilur maður fádæma ör- yggi listamannsins við að svið- setja smámyndir sínar óaðfinn- anlega í umgerð sinni — máski spennir hann bogann hér of hátt því að maður hefur það á tilfinningunni að án þessara glæsilegu tæknibragða misstu myndirnar mikið af aflfræði- legum krafti sínum. Listamaðurinn Soto Michou er um margt einkennandi fyrir samtíð sína og „miniatur"—list nútímans og glæsileg tækni- brögð. Hann hefur náð langt á sínu sviði en ég veit nú ekki í hve miklum mæli þessi sýning er einkennandi fyrir myndsköpun hans almennt séð. — En það var fróðlegt að kynnast þessari hlið listamannsins og í heild séð er þetta eitt merkasta framtak sýningarsalarins og mun ekki í kot vísað ef svo heldur fram. Sýning Gunnars Ingibergs Á neðstu hæð Menningar- stofnunar Bandaríkjanna er nú í fullum gangi myndverkasýning Gunnars Ingibergs Guðjónsson- ar. Listamaðurinn íslenzki sýnir þar í boði Menningarstofnunar- innar og er það í sjálfu sér undarleg tiltekt því menn hafa verið því vanastir að þar væri kynnt amerísk list frekar inn- lendri. Yfir þessum ágæta sýn- ingarsal hefur annars verið mik- il lognmolla undanfarin ár og er af sem áður var er ágætar kynningarsýningar amerískrar listar og listamanna voru þar reglulegur viðburður. — Sýning Gunnars Ingibergs var opnuð 5. september en þann dag varð hann einmitt fertugur og mun hafa viljað halda upp á þau tímamót með sýningu á myndum frá ýmsum tímaskeið- um athafna sinna á listasviði. Langflestar myndirnar eru þó frá þessu ári og meiri hluti þeirra vatnslitamyndir. Gunnar Ingiberg er hressi- iegur í viðkynningu, einlægur og opinskár og þessir eðliskostir þykja mér einmitt sterkasta hliðin í myndsköpun hans, sem kemur t.d. greinilega í ljós í Gunnar Ingiberg á sýningu sinni. myndum svo sem „Kisa“ (9), „Hestamannaríki" (10), „Model“ (34) og í hinni stóru mynd „Ballett" (35). í öllum þessum myndum lætur hann gamminn geysa og er þar sjálfum sér samkvæmur sem náttúrubarn. Vatnslitamyndirnar hins vegar bera það með sér, að hér er Gunnar að nostra í tækni með vinnubrögðum, sem henta ekki umbúðalausri athafnaþrá hans, hvorki hvað litameðferð snertir né meðhöndlun pentskúfsins. HÁ heildina litið er þetta ekki veigamikil sýning og er ljóst að listamaðurinn þarf að leggja sig miklu meira fram í myndsköpun sinni og ástunda sam- felldari vinnubrögð til þess að draga fram innsta eðli sitt og vinna þarmeð beint frá innstu og upprunalegustu kviku eðlis síns. 66 Smámynd úti í horni, sem erfitt er að koma auga á, „Piltur og stúlka“ (40), er hins vegar rík af græskulausri kýmni og vildi ég hafa séð miklu fleiri slíkar myndir á sýningunni. Á heildina litið er þetta ekki veigamikil sýning og er ljóst að listamaðurinn þarf að leggja sig miklu meira fram í myndsköpun sinni og ástunda samfelldari vinnubrögð til þess að draga fram innsta eðli sitt og vinna þarmeð beint út frá innstu og upprunalegustu kviku eðlis síns. Er það von mín að honum takist það því að í hönd fara mikil þroskaár en Gunnar Ingiberg er einmitt á besta aldri sem korn- ungur listamaður líkt og þeir segja hinir vísu menn í París og hafa raunar haldið stíft fram. „Ströndin bláw í bókmenntaúrvali skólanna SKÁI.DSAGAN „Ströndin blá“ eftir Kristmann Guðmundsson hefur verið gefin út sem fimmta bindi í Hókmenntaúrvali skól- anna á vegum Námsgagna- stofnunar. Bókin kom fyrst út á norsku 1931, en síðan í íslenskri þýðingu höfundar 1940. Síðar endurbætti höfundur og slípaði texta sinn fyrir aðra útgáfu, er birtist í „Skáldverk 11“ 1978. Er þeim texta fylgt i þessari útgáfu. Verkefni fylgja hverjum kafla og er lesanda í sjálfsvald sett hvort eða hvernig hann notar þau. Erlendur Jónsson sá um útgáf- una og segir hann m.a. í inngangi: „Ströndin blá er skemmtilegt, blæbrigðaríkt og trúverðugt skáldverk sem á skilið að vera lesið, brotið til mergjar og mun- að.“ Áður hafa komið út í „Bók- menntaúrvali skólanna" verk eft.ir Gunnar Gunnarsson, Guðmund G. Hagalín, Halldór Laxness og Tóm- as Guðmundsson. Frá ráðstefnu um ljó< Ljóðið Ljóð og ljóðagagnrýni nefndist ráðstefna sem haldin var í Bisk- ops Arnö í Svíþjóð dagana 24.— 27. ágúst sl. Biskops Arnö hefur lengi gegnt mikilvægu hlutverki hvað varðar samnorræn tengsl, ráð- stefnu- og skólahald á vegum norrænu félaganna. Frá upphafi hefur Áke Leander veitt Biskops Arnö forstöðu, maður sem á sér þá hugsun að stuðla aö auknu norrænu samstarfi og hefur reynst norrænni bókmennta- starfsemi hliðhollur. Svíar eru miklir ráðstefnu- menn og var þingað nær sleitu- laust alla daga oráðstefnunnar undir forystu Áke Leanders, gagnrýnandans Eric Ákerlunds og eins kennara skólans í Bisk- ops Arnö, Ingmars Lemhagens. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON MSkáld, sem fer aðr- ar leiðir, er Lars Lund- kvist, en óhætt er að segja, að fá skáld hafi að undanförnu vakið jafnmikla athygli og hann í Svíþjóð.66 Meira að segja í lokahófinu voru menn svo málglaðir, sólgnir í ræðuhöld að litlu munaði að ómissandi veitingar gleymdust. Ljóð og ljóðagagnrýni fer fram með þeim hætti að skáldin velja sjálf texta handa gagnrýn- endum að fjalla um. Þegar gagn- rýnandinn hefur lokið umsögn sinni um ljóðin eru frjálsar umræður, en einkum ætlast til þess að skáldið segi álit sitt á mati gagnrýnandans. Umræður þessar eru yfirleitt kurteisis- legar og mótast af gagnkvæmum skilningi skálds og gagnrýnanda. Fyrir kemur að gagnrýnandinn kafar svo djúpt í verk að hann finnur í því aðrar merkingar en skáldið leggur í það. Við því er í rauninni ekkert að segja. Túlk- andinn/lesandinn heldur áfram sköpun ljóðsins þegar skáldið hefur lokið hlutverki sínu. Sá gagnrýnandi sem lét mest að sér kveða í Biskops Arnö var Daninn Keld Zeruneith. Hann var fræðilegastur gagnrýnend- anna enda bókmenntakennari við Kaupmannahafnarháskóla og atkvæðamikill ritdómari. Sví- inn Mats Gellerfelt er greinilega nýsloppinn úr háskóla, óþreyt- andi að rekja sögu módernisma í Ijóðlist og með ýmsar kenningar og fræg nöfn á hraðbergi. Ákafi hans gat verið skoplegur á köfl- um. Kannski lýsti Keld Zerun- eith gagnrýnendunum best þeg- ar hann kallaði viðleitni þeirra at sige lidt med mange ord. Verk sænsku o skáldanna, þeirra Sandro-Key Ábergs, Evu Ström og Urban Andersons benda til þess að um visst afturhvarf til módernisma fimmta áratugar sé að ræða. Þau Sandro-Key Áberg og Eva Ström eru að mörgu leyti barokk í myndmáli sínu, skyld Erik Lindegren og Urban Andersor en ekki fjarri mystík Gunnai Ekelöfs. Skáld sem fer aðrar leiðir ei Lars Lundkvist, en óhætt er af segja að fá skáld hafi að undan- förnu vakið jafn mikla athygli og hann í Svíþjóð. Nýjasta ljóða- bi»k hans nefnist Ilér. Nafnið gefur til kynna viðfangsefni skáldsins sem eru hans eigið og ljóðgagnrýni: er hér umhverfi, samtíminn. í ljóðum Lars Lundkvists er einkennileg nálægð. Þau koma manni við. Eitt þeirra ljóða Lars Lund- kvists sem rædd voru í Biskops Arnö nefnist Heimferðin. Það er sjálfsmynd af skáldi sem flýgur frá Umeá til Stokkhólms og fer síðan með lest heim. En þessi ferð er ekki eiginlegt yrkisefni Ijóðsins heldur „heimferðin til bernskunnar" eins og Sandro- Key Áberg kallaði ljóðið. í bein- um og skýrum myndum sínum er ljóðið fullt af angurværð og tónninn af hinu liðna. Lars Lundkvist er þó síður en svo haldinn fegurðarþrá sem lokar augum hans fyrir hinu uggvænlega. Hann sagði mér að hann óttaðist framtíðina. I starfi mínu sem kennari hef ég Lars Lundkvist orðið vitni að því hvernig eitur- lyfin leika æskuna, sagði Lars Lundkvist. Einn af bestu nem- endum mínum var stúlka sem fyrir nokkru fannst látin á salerni vöruhúss í Stokkhólmi. Hún lést af ofnotkun eiturlyfja, aðeins sautján ára. í Ilér yrkir skáldið um váboða nútímans, æsku sem á sér ekki lengur neina von: Þú munt deyja hér, á heimili mínu. Mér ber að elska þig! En ég get það ekki. Mér ber að hjálpa þér! En mig skortir þrek. — Sláðu mig í klessu með hamri, segir þú, fleygðu mér í eldinn, brenndu allt draslið! Þannig kemst maður að orði þegar ævinni er lokið sautján ára. Eplatré með steinávöxtum — samviska mín. Gagnrýnendur hafa bent á að kynni Lars Lundkvists af Sömum hafi skilið eftir spor í skáldskap hans. Sumir tala um samískan galdur í ljóðum hans. í mínum augum er hann fyrst og fremst skáld sem alltaf hefur eitthvað mikilvægt að segja og gerir það á einfaldan hátt svo að allir megi skilja. Hann grípur ekki til tæknibragða sem stund- um sliga ljóð hinna bestu skálda. Ef til vill má segja að ljóð hans seú barnsleg, skynjun þeirra einlæg og flekklaus. Hann yrkir í Heimkomu: Dyrabjallan hringir, þú opnar. Eg er kominn heim! Skyndiíega minnist ég annars bjölluhljóms — Verslun Adéle Jonssons 1938. Þá var ég barn. Eins og núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.