Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
17
Hestar
eftir VALDIMAR
KRISTINSSON
öðru sætinu eins og í fjórgangi.
Evrópumeistari varð Christine
Matthiesen á Gammi frá Hofs-
stöðum og er þetta í annað skiptið
sem hún hlýtur þennan titil,
sigraði einnig í Hollandi 1979. Það
vakti mikla athygli að Berndt Vith
á Fagra-Blakki komst ekki í úrslit,
en þeir sigruðu á EM í Danmörku
1977 og urðu í öðru sæti í
Hollandi. Fagri-Blakkur hefur
verið ákaflega umdeildur á sínum
keppnisferli og er talið að taktur-
inn sé eitthvað blendinn á yfir-
ferðartöltinu. Eftir myndum að
dæma virðist sem hann fari jafn-
vel yfir á skeið á köflum og má
segja að hann hafi nú loksins
fengið sanngjarnan dóm, því það
er einmitt takturinn sem vegur
mest í töltkeppninni. Fagri-
Blakkur var ekki með í B-úrslitun-
um eins og áður sagði og lenti því
í tíunda sæti. Daniela Stein á
franski" á Garpi frá Stóra-Hofi.
Hreggviður lenti í níunda sæti en
Sigurfinnur varð í sjötta sæti.
Reynir og Fleygur lentu í ellefta
sæti og Eyjólfur og Krummi í
tólfta sæti. Tveir hestar féllu út úr
úrslitakeppninni, Eldjárn í
A-úrslitum og Fagri-Blakkur í
B-úrslitum. Létu íslendingar þá
reyna á það hvort næstu hestar, í
þessu tilfelli Fleygur og Krummi,
fengju ekki að koma inn í, en það
gekk ekki. /
Yfirburöasigur
Adams í skeiöi
Það voru kvíðnir íslendingar
sem mættu í áhorfendastæðin við
skeiðbrautina þegar seinni umferð
hófst í skeiði. Það var ljóst að
Sigurbjörn gat tryggt sé Evrópu-
meistaratitilinn, en til þess að svo
færi þurfti Adam að skeiða á 24,4
sek. Feldmann var kominn með
194,22 stig en Sigurbjörn aðeins
123,78 stig. Vantaði hann því 71
stig til að ná Feldmann. Vitað var
að Feldmann yrði ekki með í
skeiðinu í seinni umferðinni þann-
ig að hann gat ekki náð inn fleiri
stigum. En það var ekki spurning
hvort Adam næði þessum tíma
eður ei heldur hvort hann myndi
liggja í þeim tveimur sprettum
sem hann átti eftir. Hann hafði
stokkið upp í báðum sprettum á
föstudag og því ekki ástæða til að
vera of bjartsýnn. En þeir Sigur-
Eyjólfur Isólfsson og Krummi frá Sköröugili á fullri ferö í
B-úrslitum í fjórgangi. En þeir uröu þar í ajötta sæti. Þeir náöu
einnig góöum árangri í hlýöniæfingum, uröu þar í fjóröa sæti.
Þaö er ekki slegiö af hjá þeim Sigurbirni og Adam í skeiöinu enda
mikiö í húfi aö vel takist. Skeiöbrautin á Hovlandbanen, en svo
heitir staöurinn þar sem mótiö var haldiö, þótti mjög góö og sú
langbesta sem boöiö hefur veriö upp á á Evrópumóti. Enda náöust
töluvert betri tímar nú en á fyrri mótum.
Trítli frá Leirulækjarseli lenti í
þriðja sæti og var það eini hestur-
inn í þýska liðinu sem hefur sýnt
framfarir frá síðasta móti. Einnig
er vert að minnast á reiðmennsku
Danielu því hún er í einu orði sagt
frábær. '
Tveir íslendingar kepptu í
B-úrslitum. Annars vegar Hregg-
viður á Rökkva úr íslenska liðinu
og hinsvegar Sigurfinnur „hinn
björn og Adam brugðust ekki nú
og var tíminn 23,3 sek. í fyrri
spretti og 23,0 í seinni spretti sem
gaf 100 stig og Evrópumeistaratit-
illinn í höfn.
En það var ekki eingöngu kapp-
reiðaskeið sem var á boðstólum,
því nú var einnig keppt í gæð-
ingaskeiði sem kynningargrein og
var það ekki reiknað með í stiga-
söfnun mótsins. Og enn einu sinni
sýndu íslendingarnir svo ekki
varð um villst hverjir eru bestu
skeiðreiðarmenn í Evrópu. Fjór-
faldur íslenskur sigur var stað-
reynd. Sigurbjörn á Adam í fyrsta
sæti með 171 stig, Tómas Ragn-
arsson á Bjarka annar með 161
stig, Benedikt Þorbjörnsson á
Valsa þriðji með 159 stig og
Reynir Aðalsteinsson sem fékk
lánaðan hestinn Bleik frá Reykja-
vík hjá íslandsvininum Hoyos,
varð fjórði með 153 stig. Og nú var
gaman að vera íslendingur.
En þó íslendingar væru flinkir í
skeiði, þá er ekki hægt að horfa
framhjá þeirri staðreynd að er-
lendu knaparnir eru í mikilli
framför í meðferð skeiðhesta.
Mikla athygli vakti hesturinn
Blossi frá Endrup. Er hér um að
ræða stóran danskfæddan hest
sem skilaði óhemju ferð á skeiði
þrátt fyrir klunnalegan skeiðstíl.
Og það er ekki síður merkilegt að
knapinn á honum var þrettán ára
-stúlka, Dorte Rasmussen, og er
þar á ferðinni bráðefnilegur
knapi. Þau Blossi og Dorte urðu í
öðru sæti í skeiðinu og tíminn var
23,6 sek.
Hornrekur meöal
keppnisgreina
Heima á íslandi höfum við
keppnisgreinar sem lítill áhugi er
fyrir og á það bæði við um
íþróttakeppni og kappreiðar. Svo
er einnig á Evrópumótum og er þá
átt við hlýðniæfingar og víða-
vangshlaup. Sérstaklega á þetta
við um víðavangshlaupið, en áhugi
fyrir því er lítill sem enginn, fáir
skrá sig í þessa grein og ennþá
færri mæta til leiks. Ekki er
óeðlilegt að þetta áhugaleysi ríki,
því þessi grein hefur verið mjög
erfið á undanförnum árum og
varla bjóðandi hestum sem þjálf-
aðir eru fyrir fjórgang, fimmgang
og tölt. Enda voru þeir hestar er
tóku þátt í víðavangshlaupinu
allir neðarlega í gangtegunda-
keppninni.
Það er kannski fullmikið sagt að
kalla hlýðnikeppnina hornreku því
þátttaka var mikil í þessari grein.
En ekki er því að neita að
áhorfendur hafa takmarkaðan
áhuga (í það minnsta þeir ís-
lensku) fyrir hlýðniæfingum sem
keppni.
Fjórir íslendingar tóku þátt í
þessari grein og var árangur
þeirra misjafn. Nokkrar vonir
voru bundnar við Eyjóif ísólfsson
og hann jafnvel talinn eiga mögu-
leika á sigri. En þrátt fyrir vel
heppnaða sýningu lenti hann í
fjórða sæti og var það álit flestra
að dómarar hafi verið honum
mjög óhagstæðir. Reynir varð í
níunda sæti, Hreggviður í nítj-
ánda sæti og Sigurbjörn í tuttug-
asta sæti.
Reynir Aöalsteinsson komst einnig í B-úrslit í fjórgangi. Keppti
hann á Fleygi frá Stokkhólma. Eins og sjá má er beislabúnaðurinn
ekki mikill, aöeins hringamél og höfuöleður án enniskverkólar.
Sagðist Reynir vera mikiö til hættur aö nota reiömúl og er ekki
ósennilegt að hestamenn af gamla skólanum fagni því.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Stijfahæsti knapi mótsins:
Sigurbjörn Bárðarson á Adam frá Hólum, 223,78 stig, sigurvegari í
íslenskri tvíkeppni (tölt og fimmgangur/fjórgangur).
Christine Matthiesen á Gammi frá Hofsstöðum, 151,25 stig, sigurvegari
í ólympískri tvíkeppni (samanlögð stig hlýðnik. og víðavangshlaup).
Peter Petersen á Sörla frá Hollandi 38,49 stig.
Tölt: stig
1. Christine Matthiesen á Gammi frá Hofsstöðum 163,0
2. Unn Kroghen á Seif frá Kirkjubæ 162,5
3. Daniela Stein á Trítli frá Leirulækjarseli 160,5
4. Walter Schmitz á Baldri frá Stokkhólma 147,0
5. Walter Feldmann á Eldjárni frá Langelandsgaard 146,0
Fimmgangur: stig
1. Walter Feldmann á Eldjárni frá Langelandsgaard 218,0
2. Benedikt Þorbjörnsson á Valsa frá Lambhaga 216,0
3. Ragnar Hinriksson á Nasa frá Akureyri 196,5
4. Erik Andersen á Glókolli frá Hvassafelli 180,5
5. Sigurfinnur Þorsteinsson á Gusti frá Varmalæk 172,5
6. Dorte Rasmussen á Blossa frá Endrup 125,0
Fjórjfanjíur: stig
1. Berndt Vith á Fagra-Blakki frá Hvítárbakka 163,0
2. Unn Kroghen á Seif frá Kirkjubæ 162,5
3. Christine Matthiesen á Gammi frá Hofsstöðum 147,0
4. Daniela Stein á Trítli frá Leirulækjarseli 160,5
5. Walter Schmitz á Baldri frá Stokkhólma 146,0
250 m. skeið: stig
1. Sigurbjörn Bárðarson á Adam frá Hólum 100,0
2. Dorte Rasmussen á Blossa frá Endrup 88,0
3. Heinz Pinsdorf á Gusti frá Fáskrúðarbakka 82,0
Hlýðnikeppni: stig
1. Walter Feldmann á Eldjárni frá Langelandsgaard 26,22
2. Berndt Vith á Fagra-Blakki frá Hvítárbakka 25,55
3. Lone Jenssen á Grana frá Nymindegab 23,00
Víðavangshlaup: stig
1. Niels Henning Sonne Andersen á Rex frá Ártúnum 50,0
2. Barbara Domenig á Hruna frá Hemlu 37,9
3. Marie L. Bohwalli á Sökku-Blakki frá Lækjarbotnum 28,0
STILL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
NÆLONSTYRKT
DÖKKBLÁ FYRIR
BÖRN OG FULLORÐNA
SOKKAR
MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI
ULLARLEISTAR /
DÖKKBLÁIR
(LOÐNIMNNAN)
VINNUFATNAÐUR
LEÐURHANSKAR
GÚMMÍHANSKAR
VINNUFATNAÐUR
SJÓFATNAÐUR
REGNFATNAÐUR
VARMAPOKAR
•
KLOSSAR
SVARTIR OG BRÚNIR
MEÐ OG ÁN HÆLKAPPA
yi&iddiru
rrrrmrm g.-rrzr———^
OLÍULAMPAR
OLÍUOFNAR
OLÍUHANDLUGTIR
OLÍULAMPAR
10, 15, 20 LÍNA
STEINOLÍA VANAL.
LAMPAOLÍA
VIÐARKOL
GRILLVÖKVI
•
VASALJOS
FJÖLBREYTT ÚRVAL
•
TIL SÍLDAR-
SÖLTUNAR
TUNNUTRILLUR
SÍLDARHÁFAR
SÍLDARGAFFLAR
DIXLAR
DRIFHOLT
HLEÐSLUKRÓKAR
LYFTIKRÓKAR
BOTNAJÁRN
PLASTKÖRFUR
SÍLDARHNÍFAR
STÁLBRÝNI
SKELFISKGAFFLAR
BEINAGAFFLAR
ÍSSKÓFLUR
SALTSKÓFLUR
•
GUMMÍSLÖNGUR
'h„—2„
LOFTSLÖNGUR
PLASTSLÖNGUR
SLÖNGUKLEMMUR
TVISTUR
HVÍTUR, MISLITUR
í 25 KG BÖLLUM
BOMULLARGRISJUR
•
MINKAGILDRUR
MÚSA- OG ROTTUGILDR
UR
Ananaustum
Sími 28855
Opið laugardaga 9—12