Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 23 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar stjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson gar: Aðalstræti 6, sííni 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Ný stórvirkjun Tildrög Hraunaeyjafossvirkjunar er að rekja aftur til viðreisn- aráranna, það var viðreisnarstjórnin sem fyrir um 10 árum lagði fram á Alþingi heimildarlögin um virkjun við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Akvörðunin um að ráðast í virkunarframkvæmdir við Hrauneyjafoss var síðan tekin í ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar. Sigölduvirkjun hefur nú verið í notkun í nokkur ár og í síðustu viku var lagður hornsteinn að Hrauneyjafössvirkjun, sem tekur til starfa 1. nóvember næstkomandi. Sú orkuskömmtun, sem Lands- virkjun hefur orðið að grípa til undanfarna vetur og bitnað hefur bæði á álverinu í Straumsvík og járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga sýnir, að ekki mátti lengur dragast, að ný stórvirkjun kæmist af stað á virkjunarsvæði Landsvirkjunar við Þjórsá og Tungnaá. Við Hrauneyjafossvirkjun var farið inn á þá nýju braut hjá Landsvirkjun, ef mið er tekið af Búrfellsvirkjun og Sigölduvirkjun, að íslenskum verktökum var gert fært að ráða við virkjunarfram- kvæmdirnar. Hrauneyjafossvirkjunin er fyrsta stórvirkjunin, sem stenst fyllilega upphaflega tímaáætlun, bæði Búrfellsvirkjun og Sigölduvirkjun seinkaði um 9 mánuði vegna tafa við einstaka verkþætti. I viðtali við Pál Ólafsson staðarverkfræðing við Hrauneyjafoss, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkru, kom fram, að hjá Islendingum hefur þróast frábær verktækni við smíði stórvirkjana frá því að brautin var rudd við Búrfell á sjöunda áratugnum. Framleiðni hefur aukist mjög mikið. Við Búrfell fóru 2065 mannár í fyrsta áfanga virkjunarinnar, sem var 105 megavött, við Sigöldu 1620 mannár í 150 megavatta virkjun, en ekki nema 1000 mannár í að byggja 210 megavatta virkjun við Hrauneyjafoss. Þessar tölur segja sína sögu og minna jafnframt á, að ákvörðunin um að ráðast í virkjun Búrfells á sínum tíma mætti andstöðu, ekki síst frá Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, sem vildu virkja smátt. Fjárhagsleg forsenda Búrfellsvirkjunar var samningurinn um sölu raforku til Alusuisse, eiganda álversins í Straumsvík. Stendur álverið í raun undir öllum kostnaði við Búrfellsvirkjun. Fleiri hundruð manns hafa hlotið dýrmæta þjálfun við að reisa þau þrjú orkuver, sem hér hafa verið nefnd. Því miður veit enginn, hvar þessir prýðilegu starfskraftar og hinar stórvirku vinnuvélar munu nýtast næst. Ríkisstjórnin hefur ekki komist að neinni niðurstöðu um næstu stórvirkjun, því síður veit hún, hvert selja á orkuna frá henni. Fyrirsjáanlegt er nokkurt hlé á orkuframkvæmd- um, á meðan valið er á milli staða og gerðir orkusölusamningar. Hik og ráðleysi ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvæga málaflokki er til skammar. Strax á fyrstu fundadögum Alþingis nú í haust verður að taka ákvarðanir í virkjunarmálum. Þeir, sem þvælast fyrir á því sviði, svipta þjóðina óteljandi möguleikum til að sækja fram öllum til hagsældar. Andstæðingar stórvirkjana á íslandi og úrtölumenn um orkufrekan iðnað eru baráttumenn fyrir því, að gera ísland að láglaunasvæði, um leið og þeir koma í veg fyrir að íslenskt hugvit og verktækni nýtist á hinum arðbærustu sviðum. Sambandsleysi í Keflavík Ef menn taka það gott og gilt, að óeðlilegt sé fyrir SÍS að nota „sérsjóði" sjávarafurðadeildar sinnar til að tryggja atvinnu- öryggi iðnverkafólks á Akureyri, er varla unnt að fá þá til að samþykkja í sömu andránni, að sjávarafurðadeildin noti sjóði sína til að kaupa fiskiðjuver á Suðureyri um leið og hraðfrystihús Kaupfélags Suðurnesja stendur frammi fyrir rekstrarstöðvun vegna fjárskorts. I Keflavík missa 100 til 150 manns atvinnuna, ef frystihúsið stöðvast. Það er engin furða þótt Gunnari Sveinssyni kaupfélagsstjóra í Keflavík vefjist tunga um tönn, þegar hann er spurður um það, hvort sjávarafurðadeild SÍS geti ekki hjálpað frystihúsinu. Kaupfélagsstjórinn ber fyrir sig sambandsleysi innan Sambandsins, þegar hann er spurður álits á „sérsjóðunum" og fjárfestingunni á Suðureyri, hann segist ekki vita „hvað þetta er stórt dæmi þarna fyrir vestan.“ En menn hljóta einnig áð velta fyrir sér sambandsleysinu innan Kaupfélags Suðurnesja, því að einmitt um þessar mundir er það að fjárfesta í 2300 fermetra stórmarkaði í Njarðvík. Ur saltpæklinum Eitthvert steinbarn er að bjástra við að skrifa leiðaraómynd í Tímagarminn í gær. Ómyndin er frá fjórða áratugnum, dregin upp úr saltpækli framsóknarmaddömunnar. Það þykja ókræsilegar traktéringar. í hálfa öld hefur ekkert breyst í hrútakofa framsóknar, þar er Þórarinn en að stangast á við sjálfan sig. Leiðarakornið fjallar um vonsku danskra kaupmanna og Morgunblaðið. Nú spyrja allir: Hvenær fæðir Tíminn steinbarnið, svo að það verði líft í hrútakofanum? Jamberingar í MH: „Mátulega andstyggilegar“ Á klettinum Beneventum voru nýnemar úr MH beygðir fyrir þeim eldri og gekk oft mikið á þegar busarnir voru ekki alveg á þvi að láta beygja sig. Kristín Þórðardóttir og Áskell Bjarnason i öruggum höndum eidri nema. Nýnemunum þótti bara gaman að busavigslunni. - sagði einn nýneminn í menntaskólanum við Hamrahiíð hófust jamber- íngar eða busavígsla klukkan eitt á skemmtun í hátíðasal skólans þar sem hljómsveitin Purrkur Piilnikk spilaði und- ir, þegar einn af ungnemun- um var krossfestur með við- höfn á sviðinu. Voru einnig hrópuð ókvæðisorð að nýnem- unum sem stóðu fyrir neðan agndofa. Þá voru nýnemarnir fluttir niður 1 Öskjuhlíð að kletti einum sem ber nafnið Bene- ventum, þar sem busarnir voru teknir einn og einn og þeir látnir hneigja sig fyrir eldri nemum sem undir klettinum stóðu og horfðu á með ánægju- svip. Þeir busar sem ekki voru alveg á því að hneigja sig fyrir hæstvirtum eldri nemum voru teknir heldur fastari tökum en hinir, svo ekki sé meira sagt. Blaðamaður tók nokkra ný- nema tali og þar á meðal Kristínu Þórðardóttur 17 ára. Henni þótti bara gaman að busavígslunni og allt í lagi með hana en fannst hún kannski heldur ruddaleg. Ás- kell Bjarnason nýnemi stóð þar rétt hjá og tók undir orð Kristínar að stundum færðist of mikill hiti í leikinn sérstak- lega þegar busarnir voru ekki samvinnuþýðir. Bryndís Christensen og Hrönn Kristinsdóttir eru báð- ar nýnemar og þótti þeim mjög gaman að jamberingum, en kváðust þó halda að það væri nóg að hafa þetta einu sinni á ári. „Þetta er svona mátulega andstyggilegt," sagði Bryndís og þvoði framan úr sér mold- ardrullu hlægjandi. Benedikt Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur: Fjármagnskostnaðurinn fer með þetta Umræðu um lélegan „ÞETTÁ liggur náttúrlega fyrst og fremst í því að lausafjárstað- an er slæm. Það vantar veltu- fjármagn. eignastaða fyrirtækis- ins er sæmilega góð. Á síðasta ári varð geysileg aukning á framleiðslu og rekstrarafgangur þá verulega meiri en undanfarin ár, en hins vegar fer fjármagns- kostnaðurinn alveg með þetta,“ sagði Benedikt Jónsson forstjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur er Mbl. ræddi við hann um vanda frystihússins, en frystihúsið stendur frammi fyrir rekstrar- stöðvun, ef ekki kemur til aðstoð. Benedikt sagði, að verið væri að vinna að lagfæringum en honum væri kunnugt um að erfiðleikar sem þessir væru víðar og auðveld- aði það ekki fyrirgreiðslu. „Erfið- leikar frystihúsanna eru geig- vænlegir og það verður eitthvað að koma til til að hægt verði að vinna við þetta áfram,“ sagði hann. Aðspurður um helstu ástæður vandans sagði hann fjármagns- kostnaðinn vega þyngst. „Þá vor- um við einnig óheppnir með annan togarann okkar. Vélin í honum brotnaði og hann kemst ekki á sjó aftur fyrr en í október". Benedikt sagðist vilja leiðrétta rekstur á ég erfitt það sem kom fram í viðtali í Mbl. sl. þriðjudag við stjórnarformann Hraðfrystihússins, Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóra. Þar segir Gunnar, að eitt af vanda- málum Hraðfrystihússins sé „Ktli við séum ekki cins og flestir aðrir, sem ekki eru búnir að loka. Ég veit ekki hvort okkar staða er verri eða betri en annarra húsa og áreiðanlega erfitt að út- lista það. Það er verið að reyna að halda þessu gangandi og við höfum ekki ennþá a.m.k. gefið neitt út um rekstrarstöðvun og það verður auðvitað ekki gert fyrr en allt er komið i hnút,“ sagði Guðmundur Sigurðsson skrifstofustjóri Meitils- ins í Þorlákshöfn cn Meitillinn cr eitt af þeim frystihúsum sem horfa með að skilja lélegur rekstur. Um þetta sagði Benedikt: „Umræðu um lélegan rekstur fyrirtækisins á ég erfitt með að skilja. Ég tel að rekstur- inn hafi ekkert verið lélegri en hjá öðrum fyrirtækjum. Eg er upp á mikinn rekstrarvanda. Aðspurður um hverjar væru helztu ástæður vandans sagði hann: „Lausafjárstaðan er yfir höfuð erfið hjá þessum útvegi, og einnig liggur mikið af honum í sambandi við karfaveiðar. Það kostar jafnmikið að ná í karfa og annan fisk, en hann er miklu verðminni og safnast fyrir, þar sem hann er illseljanlegur." Þá sagði hann: „Við höfum verið að leita fyrir okkur eins og hægt er með eðlilegum hætti. Þetta eru búinn að starfa við þetta í 25 ár og hef ekki orðið var við að þessi rekstur hafi verið lélegri en ann- ar. Það bætir ekki okkar stöðu, ef á að fara að túlka það fyrir almenningi að hér sé um lélegan rekstur að ræða. Þetta vil ég að verði leiðrétt." mjög langur erfiðleikar sem ég tel ekkert um- fram það sem aðrir standa frammi fyrir. Það er svipað hljóð í öllum sem ég tala við í þessum „bransa". Auðvitað er þetta misjafnt hjá fyrirtækjunum eftir því hvernig vinnslan skiptist. Þeir sem eru með blandaða vinnslu, saltfisk og skreið, eru betur settir." Guðmundur sagði í lokin að skuldahali fyrirtækisins væri orð- inn mjög langur, en þeir vonuðu hið besta. Guðmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri Meitilsins í Þorlákshöfn: Eins með okkur og aðra sem ekki eru búnir að loka Skuldahali fyrirtækisins Þegar nýnemar Menntaskólans i Kópavogi vildu ekki súpa af viskubrunninum var ekki um annað að ræða en að dýfa þeim ofan i hann Busavigsla í Menntaskólanum í Kópavogi: „Svolítið ruddalegar - en ómissandi44 „IIVER.IIR eru ógeðslegir?“ var kallað. „Busar!“ var öskr- að á skólalóð Menntaskólans í Kópavogi í ga‘r, en þar fór fram busavígsla þar sem ný- nemarnir eru tcknir í manna- tölu af hæstvirtum eldri nem- um. Busar í MK þurfa að ganga í gegnum marga raunina áður en að því kemur að þeir geti kallast manneskjur. Fyrst eru þeir teknir og varalitaðir og málaðir á alla vegu, síðan settir í strigapoka svo aðeins lappirnar og hausinn sjást, þá eru þeir teymdir í kaðli niður á túnin við Kópavogslæk og þar eru þeir látnir dreypa á fúlu vatni úr viskubrunninum. Þeir, sem ekki eru alveg á því að drekka vatnið, verða að gjöra svo vel að þola að verða dýft ofan í vatnið, jafnvel nokkrum sinnum. Blaðamaður Mbl. náði tali af nokkrum nýnemum eftir að þeir höfðu fengið allsæmilega útreið. Bjarni Ingólfsson heitir einn og þótti honum þessar aðfarir heldur ruddalegar en samt ágætar og alveg ómiss- andi í skólalífinu. Hann hafði verið áður í Menntaskólanum við Hamrahlíð og var þar einnig tekinn í gegn og að- spurður hvort honum væri ekki farið að leiðast þetta sagði hann, „o, þetta venst." Annar sem tekinn var tali heitir Ásgeir Ægisson og þótti honum þessar aðfarir allar hálf asnalegar, en sagði þó að ágætt væri að hafa þetta. Það er tilbreyting í því, sagði hann og bætti því við að næsta ár ætlaði hann aldeilis að hefna ófara þessa árs. Bjarni Íngólfsson hafði íika verið tekinn í gegn Ásgeiri Ægissyni þótti öll framkvæmdin asnaleg. í MH og var farinn að venjast þessu. Ætli það hefði ekki verið betra að súpa á vatninu en þessi ósköp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.