Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 EVROPUMOT IS Eins <)K áður hefur komið fram í fréttum, þá var Evrópumót íslenskra hesta haldið í Larvik í Noregi síðustu helgina í ágúst. Þátttókuþjóðir voru níu eða einni færri en í Hollandi 1979. Belgar voru ekki með nú. Þátttakendur að þessu sinni voru frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Þýska- landi, Hollandi, Frakk- landi, Sviss, Austurríki og síðast en ekki síst frá ís- landi. Mótið stóð yfir í þrjá daga, hófst snemma á föstu- dag og lauk síðdegis á sunnudag. Veður var hið besta alla daganna, logn og léttskýjað og um 20 stiga hiti. Um þrjú þúsund áhorf- endur voru á mótinu og þar af voru íslendingar hátt á þriðja hundraö og fullvíst má telja að aldrei hafi landinn fjölmennt eins vel á Evrópumót og nú. Munaði mest um hundrað og sextíu manna hóp, frá hesta- mannafélaginu Fáki, en þetta er í annað sinn sem félagið efnir til hópferðar á Evrópumót. íslendingar atkvæða- miklir í fimmgangi Eins og fyrirfram var búist við þá voru Islendingar í sérflokki í fimmgangi. Eftir forkeppni voru fimm íslendingar meðal tíu efstu og þar af voru tveir í A-úrslitum. Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra nánar hvernig keppni í fjórgangi, fimmgangi og tölti fer fram, fyrir þá sem ekki eru með á nótunum. I forkeppni er einn hestur dæmdur í senn á hringvelli, og þegar allir keppendur hafa fengið dóm er raðað í A- og B-úrslit, fimm stigahæstu fara í A-úrslit, en keppendur í sjötta til tíunda sæti fara í B-úrslit. Eru hestarnir dæmdir allir á nýjan leik og eru fimm inni á vellinum í einu. Er það úrslitakeppnin sem nýtur mestra vinsælda hjá áhorfendum og á það ekki hvað síst við úrslit í töltkeppninni. í A-úrslit komust þeir Benedikt Þorbjörnsson á Valsa og Ragnar Hinriksson á Nasa. Var Benedikt í fyrsta sæti ásamt Walter Feld- mann jr. á Eldjárni. Hreggviður Eyvindsson átti góða möguleika á að komast í A-úrslit, en honum mistókst þegar hann sýndi stökk og fékk hann núll fyrir stökk hjá öllum dómurum. Reyndar voru íslendingarnir þrír í A-úrslitun- um, sá þriðji Sigurfinnur Þorsteinsson, keppti fyrir Frakkl- and. Eins og áður sagði eru fimm keppendur í úrslitum, en að þessu sinni voru þeir sex þar sem keppendur í fjórða til sjötta sæti voru jafnir að stigum eftir forkeppni. í úrslitunum varð Benedikt að láta í minni pokann fyrir Feldmann og munaði aðeins tveimur stigum á þeim. Ragnar vann sig hinsvegar upp um eitt sæti og Sigurfinnur hélt sínu fimmta sæti. í B-úrslitum lenti Tómas Ragnarsson á Bjarka í áttunda sæti og Sigurbjörn Bárð- arson á Adam í tíunda sæti. Hreggviður, sem keppti á Rökkva, varð hinsvegar að súpa seyðið af mistökum sínum og lenti fyrir bragðið í fimmtánda sæti. Fjórgangsveldi Þjóðverja ógnað í fjórgangi voru Þjóðverjar mætt- ir til leiks með gömlu hestana sína þá Gamm, Baldur, Trítil og NSKRA HESTA fl t Þrír stigahæstu knapar mótsins vid verólaunaafhendmgu. Lengst til vinstri er Sigurbjörn Báröarson og hampar hann verölaununum. I ööru sæti varö Walter Feldmann, en hann hlaut 194,22 stig. í þriöja sæti varö Peter Mesch frá Svíþjóö og hlaut hann 187,56 stig. Eins og fram kemur í greininni þá keppti Feldmann á Eldjárni frá Langelandsgaard, en viö verðlaunaafhendingu var hann á stóöhestinum Gáska frá Gullberastöðum. Peter Mesch keppti á hryssunni Fenju frá Vatnshlíð. Sigurbjörn Báröarson Evrópu- meistari á vel heppnuðu móti Unn Kroghen frá Noregi og Seifur trá Kirkjubæ voru tvímælalaust þeir keppendur sem komu mest á óvart. Kepptu þau í greinum og urðu þau í ööru sæti í fjórgangi og tölti en í fimmta aæti í hlýðniæfingum. Seifur er undan Glóblesa 700 frá Hindisvík og Glaðri frá Kirkjubæ, sem var aftur undan Ljúfum 353 frá Kirkjubæ. Christine Matthiesen frá Þýskalandi og Gammur frá Hofsstööum sigruöu töltkeppnina og er þetta í annað skipti sem þau leika þann leik, en þau sigruðu í Hollandi 1979. Hreggviöur Eyvindsson náöi bestum árangri íslensku liöamann- anna í tölti, hlaut hann 78 stig og komst í B-úrslit og lenti í tíunda sæti. Keppti hann á stóðhestinum Rökkva frá Ríp, en hann var seldur til Austurríkis aö móti loknu. Tómas Ragnarsaon keppti á Bjarka frá Vallanesi. Uröu þeir í áttunda aæti, bæöi í fimmgangi og 250 m skeiði og ööru sæti í gæöingaskeiöi. Er þetta góð frammistaöa hjá Tómasi, en hann er aöeins fimmtán ára gamall. Fagra-Blakk og var ekki reiknað með að veldi þeirra yrði ógnað í tölti og fjórgangi. En það fór á annan veg því óþekkt norsk stúlka, Unn Kroglun að nafni, á lítt kunnum hesti, Seif frá Kirkju- bæ velgdi þeim undir uggum svo um munaði. Var hesturinr. sem hún reið stórglæsilegur og þegar góð reiðmennska fylgdi með var ekki að sökum að spyrja, henni tókst að komast upp á milli Þjóðverjanna og í annað sæti á eftir Berndt Vith á Fagra-Blakk, sem nú varð Evrópumeistari í þriðja skipti og sennilega síðasta skipti, því ekki var annað að sjá en að hesturinn væri að verða fóta- laus. Mætti hann t.a.m. ekki í B-úrslit í tölti og var það sam- kvæmt skipun dýralæknis Svo var einnig með Eldjárn, sem Walter Feldmann reið, en hann átti sæti í A-úrslitum. En þrátt fyrir að Unn Kroglun tækist ekki að sigra, þá er þetta frábær árangur eigi að síður því hún vann hug og hjörtu áhorfenda og er ekki neinum blöðum um það að fletta, að Seifur var hestur mótsins. Árangur Is- lendinga í fjórgangi var svipaður og reiknað hafði verið með. Hinir bjartsýnustu höfðu þó gert sér vonir um íslending í úrslitum. Eyjólfur ísólfsson á Krumma varð í sjötta sæti en Reynir Aðal- steinsson á Fleyg varð í tíunda sæti. Fagri-Blakkur í tíunda sæti Ekki leikur nokkur vafi á því að töltið nýtur mestra vinsælda allra keppnisgreina á Evrópumótum. Eins og undanfarin ár voru Þjóð- verjarnir með sterkustu töltarana, en þó tókst Unn Kroglun á Seif að skjóta sér upp á milli þeirra og ná

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.