Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
21
Strandar stjórnarmyndun í
Noregi á fóstureyðingum?
Osló. 16. septemher. AP
ÓSAMKOMULAG um fósturcyð-
inKalöKKÍöfina getur komið í ve«
fyrir myndun ríkisstjórnar borjí-
araflokkanna þrÍKKÍa í NoreKÍ.
Fréttaskýrendum kemur saman
um að Káare Willoch, forsætis-
ráðherraefni IlæKriflokksins,
muni varla semja við kristilcKa
demókrataá um breytinKar á
löKKjöíinni.
Willoch er þekktur fyrir skjótar
ákvarðanir. Hann mun væntan-
lega aðeins gefa Kristilega demó-
krataflokknum nokkra daga til að
gera upp hug sinn í málinu og taka
afstöðu til stjórnarsamstarfsins.
Leiðtogar Hægriflokksins, kristi-
legra demókrata og Miðflokksins
munu hittast í fyrsta sinn form-
lega eftir kosningarnar, sem voru
á mánudag, á miðvikudagskvöld.
Flokkarnir voru á einu máli um
það í kosningabaráttunni, að fella
stjórn Verkamannaflokksins og
mynda samsteypustjórn.
Kristilegir demókratar hafa
sett breytingu á fóstureyðinga-
löggjöfinni að skilyrði fyrir sam-
starfi í stjórninni. Skilyrðið þykir
óraunhæft þar sem 70% þjóðar-
innar eru talin hlynnt löggjöfinni.
Hún var samþykkt í júní 1975 og
leyfir frjálsar fóstureyðingar á
fyrstu þremur mánuðum með-
göngutímans. Fóstureyðingar má
framkvæma í sex vikur þar á eftir
samkvæmt læknisráði.
Káre Kristiansen, formaður
Kristilega demókrataflokksins, er
hlynntur stjórnarsamstarfinu.
Harðlínumenn í flokknum, þar á
meðal Lars Korvald, fv. forsætis-
ráðherra Noregs, og Kjell Magne
Bondevik, varaformaður flokksins,
eru á annarri skoðun. Bondevik
var kjörinn leiðtogi þingflokksins
eftir þriggja tíma lokaðan fund á
miðvikudag. Kristiansen kann að
kalla til allsherjar flokksfundar
til að taka ákvörðun um stjórnar-
samstarfið.
„Hrein heppni“ réð kjöri
Kittanis í forsetastól SÞ
SamrinuAu þjúAunum. Ifi. srptrmhrr. Al’.
ISMAT Kittani, starfsmaður
utanríkisþjónustu iraks, var
kjörinn forseti 36. allsherjar-
þings Sameinuöu þjóðanna á
þriöjudagskvöld. Ruediger von
Wechmar, fráfarandi forseti
þingsins, dró nafn Kittanis eftir
að atkvæði höfðu falliö jafnt
milli hans og Kwaja Mohammad
Kaísers, sendiherra Bangladesh
við SÞ.
Atkvæðagreiðslan var leynileg
en talið er að Bandaríkin og
vestrænu þjóðirnar hafi stutt
Kaiser vegna stríðsins milli írans
og íraks og harörar afstööu iraks
gegn ísrael. Sendiráðunautar ír-
aks hafa sagt að Kittani muni
stíga úr forsetastóli um stundar-
sakir, ef Arabar vefengja rétt
ísraela til aö sitja á allsherjar-
þinginu. Kittani átti sæti í nefnd
sem samdi við Bandaríkjamenn
um fordæmingu Öryggisráðsins
á sprengjuárás ísraela á kjarn-
orkuver í írak í júní sl.
Kittani hefur verið viðriöinn
Sameinuöu þjóöirnar í aldar-
fjóröung. Hann gekk í utanríkis-
þjónustu íraks 1952 og eftir
þriggja ára starf í Egyptalandi
var hann sendur til New York.
Hann gerðist starfsmaður Sam-
einuöu þjóöanna 1964 og var
aöstoöarmaöur Kurt Waldheims,
framkvæmdastjóra, 1973—
1975. Þá snéri hann aftur heim til
íraks og var yfirmaöur deildar
sem hafði með samskipti við
alþjóðastofnanir að gera. Hann
tók háskólapróf í stjórnmála-
fræðum og ensku frá Knox-
háskólanum í Galesburg, lllinois,
1951.
Kittani lofaði í þakkarræöu
sinni að hlýða „göfugum reglum“
Sameinuðu þjóöanna í starfi.
Hann sagöi að stofnunin þyrfti
ekki að gera fleiri ályktanir um
mál Palestínumanna eða Nam-
ibíu, heldur ætti að samþykkja
ályktanir sem þegar hafa verið
gerðar.
Sendiherra ísraels við Samein-
uðu þjóðirnar, Yehuda Blum,
sagði í yfirlýsingu, að þaö bæri
merki um afturför allherjarþings
SÞ að þaö skyldi kjósa fulltrúa
lands, sem á í illdeilum viö
nágrannaþjóöir sínar, forseta.
Fulltrúi írans, Jamal Shemirani,
sagði aö hrein heppni hefði ráöið
kjörinu á Kittani.
Vanuatu, ein Suöurhafseyj-
anna í Kyrrahafi, varð fullgildur
meðlimur Sameinuöu þjóöanna á
þriðjudag. Nú eru 155 þjóðir
aðilar að þeim.
Beinagrind og tveimur uppstoppuðum fuglum bjargað úr
liffræðideild skóia i Jakobsberg skammt frá Stokkhólmi. Grunur
leikur á að kveikt hafi verið i skólanum.
Eins tvíburar
sjást í fyrsta
skipti í 38 ár
Leeds. lfi. sept. AP.
Tvíburabræður hitt-
ust í fyrsta skipti í 38
ár á sunnudaginn — og
trúðu ekki sínum eigin
augum.
Það var ekki nóg
með að þeir voru ná-
kvæmlega eins í útliti
— meira að segja með
alveg eins skegg — þeir
voru nákvæmlega eins
klæddir og nákvæm-
lega eins greiddir þeg-
ar þeir hittust.
Þeir hittust í upp-
tökusal Yorkshire-
sjónvarpsins í Leeds og
á bak við endurfundi
þeirra lá tveggja ára
starf.
Fyrir tveimur árum
frétti Eric Boocock í
Sheffield að sjón-
varpsstöðin ynni að
gerð sérstakrar
dagskrár um aðskilda
tvíbura og setti sig í
samband við stöðina.
Hann kvaðst telja að
hann ætti löngu týnd-
an bróður og sagði að
þeir hefðu verið skildir
að skömmu eftir fæð-
ingu í stríðinu. Fleiri
vísbendingar hafði
hann ekki.
Tommy bróðir hans,
sem fékk nýtt eftirnafn
þegar hann var tekinn
í fóstur, hélt líka að
hann ætti tvíburabróð-
ur — en taldi að hann
væri látinn. Það ótrú-
lega var að hann átti
heima í aðeins um 60
km fjarlægð frá Eric
— í Halifax — og hann
bað einnig Yorkshire-
sjónvarpið um aðstoð.
Draumur þeirra
beggja rættist þegar
þeir stóðu loksins aug-
liti til auglitis. En þeir
gátu ekki dulið undrun
sína þegar þeir gengu
inn í upptökusalinn í
nákvæmlega eins flau-
elsjökkum, gráum bux-
um og svörtum skóm.
Báðir voru einnig með
gleraugu.
í samræðum þeirra
kom fleira í ljós, sem
þeir áttu sameiginlegt.
Þeir eru báðir álíka
þungir og háir og
kvæntir 33 ára gömlum
konum. Báðir hafa
gaman af rokk-tónlist
og vélhjólaíþróttum.
Báðir eru verkstjórar í
verkfræðifyrirtækjum.
„Þetta er ótrúlegt,"
sagði Tommy. „Hvor-
ugur okkar vissi að
hinn væri til. Þetta er
eins og að horfa í
spegil." Eric sagði:
„Það er engu líkara en
að við höfum þekkzt í
öll þessi ár.“
Bræðurnir hyggjast
fara til Bandaríkjanna
þar sem þeir ætla að
láta rannsaka hvernig
stendur á því að lífs-
stíll þeirra er nákvæm-
lega eins. Vaxandi
rannsóknir fara fram í
heiminum á því sem er
likt með tvíburum er
hafa verið aðskildir frá
fæðingu.
Vísindamenn í Minn-
esota hafa rannsakað
nokkur dæmi um karla
og konur sem eru eins
og hafa verið aðskilin
frá þriggja ára aldri og
ekki sameinazt aftur
fyrr en á unglingsaldri
í síðasta lagi.
XiTntiit.
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
ROTTERDAM:
Arnarfell ....... 23/9
Arnarfell ........ 7/10
Arnarfell ....... 26/10
Arnarfell ....... 11/11
ANTWERPEN:
Arnarfell ....... 24/9
Helgafell ........ 8/10
Arnarfell ....... 27/10
Arnarfell ....... 10/11
GOOLE:
Arnarfell ....... 21/9
Helgafell ........ 5/10
Arnarfell ....... 29/10
Arnarfell ........ 9/11
LARVÍK:
Helgafell ....... 22/9
Hvassafell ...... 28/9
Hvassafell ...... 12/10
Hvassafell ...... 26/10
GAUTABORG:
Helgafell ....... 23/9
Hvassafell ...... 29/9
Hvassafell ...... 13/10
Hvassafell ...... 27/10
KAUPMANNAHÖFN:
' Helgafell ......... 24/9
Hvassafell ...... 30/9
Hvassafell ...... 14/10
Hvassafell ...... 28/10
SVENDBORG:
Helgafell ....... 25/9
Mælifell ........ 29/9
Hvassafell ....... 1/10
Dísarfell ....... 12/10
Hvassafell ...... 15/10
Hvassafell ...... 29/10
HELSINKI:
Dísarfell ........ 9/10
Dísarfell ........ 6/11
HAMBORG:
Dísarfell ........ 5/10
Dísarfell ........ 2/11
GLOUCESTER, MASS:
Skaftafell ...... 29/9
Skaftafell ...... 29/10
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ....... 1/10
Skaftafell ....... 2/11
m.
SKIPADEIUD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Sími 28200 Telex 2101