Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
15
Sættir —
um hvad?
eftir Kára
Jónsson,
Sauðárícróki
Fyrir nokkrum árum var ég
staddur í Reykjavík, og átti þá leið
um þar, sem stóðu yfir byggingar-
framkvæmdir. Stórt skilti leiddi
vegfarendur í allan sannleika um
hverjir ættu hlut að máli. Ef ég
man rétt stóð þar stórum stöfum:
„Hér byggja sjálfstæðismenn."
Þótt þarna gætti nokkurs yfirlæt-
is, hlýnaði mér um hjartarætur,
því að hér var að rísa húsið, sem
okkar ágæti leiðtogi Jóhann Haf-
stein hafði tekið fyrstu skóflu-
stungu að og þá sagt m.a.:
„Hornsteinar þeirrar byggingar,
sem hér skal rísa, er samhugur og
einbeittur vilji sjálfstæðisfóíksins
í landinu."
Nú er þetta ábúðarmikla hús
löngu risið og tekið í notkun, svo
er fyrir að þakka „samhug pg
einbeittum vilja" flokksmanna. Ég
rifja þetta upp af þeirri ástæðu, að
þessa dagana sitja nokkrir af
forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins á fundum til „að leita
allra hugsanlegra leiða til sátta og
samkomulags í flokknum". í fá-
visku minni hélt ég, að Valhöll við
Háaleitisbraut væri ákjósanlegur
staður til slíkra fundahalda, raun-
ar kæmi annar ekki til greina. En
þar skjátlaðist mér. Forustu-
mennirnir hafa e.t.v. minnst orða
Jóhanns Hafstein um samhug og
einbeitni og talið óviðeigandi að
ræðast við um málefni Sjálfstæð-
isflokksins í húsi, sem hvíldi á
slikum hornsteinum. Aðra nær-
tækari skýringu get ég ekki fund-
ið. Vissulega færi betur, að andi
Jóhanns Hafstein svífi yfir grugg-
ugum vötnum Sjálfstæðisflokks-
ins um þessar mundir. Núverandi
ríkisstjórn hefði t.d. aldrei orðið
að veruleika, ef drengskapur og
hreinskiptni Jóhanns hefði átt
sterk ítök í þeim, er þar stóðu að
verki og telja sig sjálfstæðismenn.
Sem fyrr segir, er aðalefni
þessara funda að ræða sættir
innan flokksins. Ég fæ ekki séð, að
ástæða hafi verið til að efna til
„formlegra" funda af þessu tilefni.
Það er upplýst, að „í sumar hafa
farið fram persónulegar viðræður
milli einstakra aðila" og þar
trúlega átt við báða máisparta.
Innan vébanda Sjálfstæðisflokks-
ins starfa t.d. miðstjórn og þing-
flokkur þar sem deiluaðilar geta
auðveldlega skipst á skoðunum.
Formlegir fundir í Ráðherrabú-
stað eða á ágætu einkaheimili í
Garðabæ eru því allsendis óþarfir
og líklegri til að breikka bilið milli
manna, og það sem verst er: vekja
tálvonir þorra flokksmanna, sem
sannarlega vilja sjá flokk sinn
sameinaðan á ný.
Allir vita hvert sundrungarefn-
ið er: Ríkisstjórnin. Að afstöðnum
fundinum í Ráðherrabústaðnum
sagði formaður þingflokksins,
Ólafur G. Einarsson: „Afstaðan til
ríkisstjórnarinnar er það sem
fyrst og fremst þarf að leiða til
lykta og er að sjálfsögðu upphafið
að þeirri sundrung, sem ríkir
innan flokksins, og meðan það er
Kári Jónsson
ekki leyst er ekki við því að búast
að lausn finnist á öðrum þáttum."
Hér er komið að kjarna málsins.
Og mér er spurn: í hverju eiga
margnefndar sættir að felast? Eru
Geir, Ólafur og Þovaldur Garðar
að biðja Gunnar Thoroddsen að
segja af sér forsætisráðherraemb-
ættinu? Hverjum dettur í hug að
hann ljái máls á slíku? Maður,
sem þverbrýtur allar viðteknar
leikreglur, gengur gegn vilja
flokksráðs, miðstjórnar og þing-
flokks og leiðir erkifjendur Sjálf-
stæðisflokksins til vegs og valda í
þjóðfélaginu, er ekki líklegur til að
sleppa embætti, sem hann hefur
lagt svo mikið í sölurnar fyrir.
Þess vegna fer best á því að hætta
þessum „formlegu fundum". Þeir
þjóna litlum tilgangi Menn geta
haldið áfram „persónulegum" við-
ræðum, ef talið er, að þær geti
borið einhvern árangur. Én það er
landsfundur sem hér hefur siðasta
orðið. Það er tvímælalaust.
Nú bendir flest til þess, að Geir
Hallgrímsson verði endurkjörinn
formaður flokksins á næsta lands-
fundi, og er það vel. í umróti
liðinni missera hefur hann haldið
á málum flokksins af hófsemi og
„Menn geta haldið
áíram „persónulegum“
viðræðum, ef talið er, að
þær geti borið einhvern
árangur. En það er
landsfundur sem hér
hefur síðasta orðið. Það
er tvímælalaust.“
festu. Stundum hefur mér reyndar
fundist, að hann mætti hvessa sig
meira og jafnvel berja í borðið
einstaka sinnum, en þegar frá leið
hef ég orðið að viðurkenna, að
viðbrögð hans hafa að jafnaði
verið rétt, við ríkjandi aðstæður.
Sýndarmennska og alls kyns lodd-
araháttur hefur mjög einkennt
íslensk stjórnmál undanfarin ár.
Það er því gott til þess að vita, að
formaður stærsta stjórnmála-
flokksins skuli vera laus við þá
lesti, en vinna af ábyrgð og alvöru
að málefnum þjóðarinnar.
Ýmsir velta því fyrir sér hver
muni verða næsti varaformaður
Sjálfstæðisflokksins. Hafa nokkr-
ir verið nefndir í því sambandi.
Það sjónarmið hefur skotið upp
kolli að nauðsynlegt sé að velja
varaformanninn úr röðum stjórn-
arsinna, eða a.m.k. kjósa mann,
sem nýtur velþóknunar á þeim bæ.
Með því væri samheldni flokksins
tryggð. Þetta er fráleitt sjónar-
mið, sem gjalda ber varhuga við.
Satt að segja hélt ég, að sjálfstæð-
ismenn væru búnir að fá sig
fullreynda á ósamkomulagi for-
manns og varaformanns og ekki
væri ástæða til að ala á því
ófremdar ástandi.
Á síðasta landsfundi var ég
ásamt u.þ.b. 900 öðrum fulltrúum
vitni að því, þegar uppi voru hafði
dýrir eiðar að loknum formanns-
og varaformannskjöri. Gunnar
Thoroddsen sagði þá m.a.: „Þegar
þessum tvennum kosningum er nú
lokið, og þegar landsfundur sjálf-
stæðismanna hefur markað sér
ítarlega stefnu með samþykktum
sínum og ályktunum á þessum
fundi, þá er að taka til starfa við
að framkvæma þá stefnu eftir
föngum, að vinna henni fylgi og
traust og gera allt til þess sem
unnt er til að leysa þann ágreining
sem kann að vera milli manna...“
Og guðfaðir núverandi ríkisstjórn-
ar, Albert Guðmundsson sagði:
„Ég óska Geir Hallgrímssyni til
hamingju að veita flokknum
áfram formennsku. Útkoman er
staðfesting á, að flokkurinn stend-
ur saman gegn andstæðingum í
næstu kosningum ... Ég tek í
hönd Geirs, sem hann réttir hér “
fram...“ Heilindin bak við þessar
y firlýsingar komu síðar í ljós. En
til þess eru vítin að varast þau.
Við verðum að geta treyst því, að
formaður og varaformaður starfi
saman í fullum trúnaði og beri
óskorað traust hvor til annars.
Þannig var það áður og það gerði
Sjálfstæðisflokkinn sterkan. Ég er
ekki að gera því skóna, að varafor-
maðurinn eigi að vera málpípa
formannsins, lúta vilja hans í einu
og öllu. Engum dettur í hug að
halda slíku fram. En gagnkvæm
virðing, trúnaður og persónulegt
traust verður að ríkja milli þess-
ara manna. Það hefur ekki verið
síðustu ár, og á m.a. sinn þátt í,
hvernig komið er fyrir Sjálfstæð-
isflokknum.
Takist landsfundarfulltrúum að
skipa svo málum, sem hér hefur
verið drepið á, er það trú mín, að
nýir og betri tímar renni upp fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Þá verður
þess skammt að bíða, að forustu-
menn hans komi saman í Valhöll
— húsi flokksins — til að ræða
málefni hans, en afþakki lummu-
kaffi í Ráðherrabústaðnum.
13. sept. 1981.
Brynjólfur Bjarnason
„Heimur
rúms og tíma“
- nýtt rit eftir
Brynjólf Bjarnason
HEIMUR rúms og tíma nefnist ný
bók eftir Brynjólf Bjarnason og er
hún gefin út hjá Máli og menn-
ingu.
„Þetta er heimspekirit og fjallar
um heimsmynd nútímans,“ segir í
fréttatilkynningu frá útgefanda.
„Höfundur fjallar nokkuð ræki-
lega um afstæðiskenninguna og þá
gerbreyttu heimsmynd sem hún
hafði í för með sér. Síðan er
fjallað um stöðu mannsins í þeirri
vísindalegu efnishyggju og nauð-
hyKKjn sem nú ríkir og nauðsyn
nýrrar lífssýnar, „sem ekki aðeins
játar veruleika mannsins, heldur
skilur hann miklu dýpri skilningi
en allar fyrri kynslóðir“.“
Heimur rúms og tíma er sjötta
heimspekibók Brynjólfs Bjarna-
sonar. Fyrri bækurnar hafa hlotið
mjög góðar viðtökur og eru sumar
uppseldar. Heimur rúms og tíma
er 255 síður og henni fylgir
orðaskrá oe nafnaskrá.
Athugasemdir vegna fram-
kvæmda í Hólmahverfi
VEGNA viðtals við hr. Guðmund
Oddsson forseta bæjarstjórnar
Kópavogs í Vísi þann 4.9. 1981 um
gatnaframkvæmdir í Hvann-
hólma, Starhólma og Vallhólma,
viljum við undirritaðir taka fram
eftirfarandi:
1. Þegar fyrir lágu allgóðar
upplýsingar um það frá bæjaryf-
irvöldum að frágangur þessara
gatna væri ekki á dagskrá á
næstunni, ákváðu íbúarnir að ráð-
ast í framkvæmdir við frágang
hverfisins á eigin kostnað. Var
bæjarstjórn skrifað vegna þessa
og spurt hvort fallið yrði frá
innheimtu B-gjalda ef af þessu
yrði. Voru fengnar teikningar hjá
bænum og fengið tilboð hjá Mið-
felli hf. í malbikun gatnanna og
Eðvarð Árnasyni í steypu á
gangstéttum svo og kostnaðar-
áætlun hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur vegna götulýsingar.
Ríkti einhugur hjá íbúum um að
ráðast í framkvæmdir 15. júní
1981.
2. Þegar hér var komið sögu
(bæjarstjórnarkosningar eru
næsta vor) bauöst bæjarstjórn til
þess að framkvæma verkið sjálf
gegn því að íbúarnir greiddu
B-gjöld og útveguðu lán fyrir því
sem á vantaði, sem ekki rýrði aðra
lánamöguleika bæjarins. Gengu
íbúar að þessu fyrir sitt leyti.
Voru B-gjöldin, um 270 þúsund,
greidd fyrir 1. júlí 1981 og lána-
möguleikar, sem námu allt að 2,5
milljónum króna, opnaðir, eða 1
milljón meira en þurfti til verks-
ins. Fékkst þetta hjá Sparisjóði
Kópavogs, Útvegsbankanum í
Kópavogi, Alþýðubankanum,
Samvinnubankanum, Iðnaðar-
bankanum, Verzlunarbankanum
og Fjárfestingafélagi íslands. Er
þessum aðilum sérstaklega þakk-
að fyrir vinsamlegar undirtektir.
Landsbanki Islands einn neitaði
alfarið að taka þátt í fjármögnun
þessara framkvæmda en Búnaðar-
bankanum var sleppt vegna þess
að hann er aðalviðskiptabanki
Kópavogskaupstaðar. Vekur sér-
staða Landsbankans undir forystu
Kópavogsbúans Jónasar Haralz
sérstaka athygli íbúanna. Tók
Kópavogur því ekkert lán til
þessarra framkvæmda hjá við-
skiptabönkum sínum án þess að
íbúarnir hefðu um það sérstaka
milligöngu, öfugt við það sem hr.
Karl M. Kristjánsson, fjármála-
stjóri Kópavogs hélt fram í viðtali
við Morgunblaðið nýlega.
3. Bæjarráð tilkynnti síðar, að
það teldi sig hafa allan rétt til
þess að ákveða annan fram-
kvæmdahátt á frágangi gatna og
gangstétta en íbúarnir höfðu
stefnt að. Dróst nú á langinn að
verkið hæfist, m.a. vegna þess að
verktakinn, Miðfell hf., hafði í
millitíðinni ráðstafað sér í annað,
meðfram vegna aðgerðaleysis
bæjaryfirvalda. Var útvegaður
annar verktaki, ístak hf., sem hóf
undirbúningsvinnu 17. júlí að
beiðni bæjarverkfræðings og réði
sér mælingamenn og verkstjóra til
verksins. Bæjarráðsmaður Björn
Ólafsson tilkynnti síðan ístaki hf.
í ágústbyrjun að bærinn myndi
halda sér við Miðfell hf. sem
verktaka og skyldu þeir því hætta
störfum. Síðar var breytt hönnun
á hverfinu þannig að hluti gang-
stétta skyldi nú vera gerður úr
grasi. Var téður Björn nefndur
höfundur að þessu í fjarveru
bæjarverkfræðings. Itrekuðu íbú-
ar áskoranir sínar um malbik og
steyptar gangstéttir en án árang-
urs. Bauðst þá hluti þeirra til þess
að gefa bænum um 60% af
umframkostnaði vegna slikrar
framkvæmdar í stað malbiks á
Hvannhólmabrekku, olíumalar á
aðrar götur en malbiks og grass á
gangstéttir. Síðar var þessu breytt
aftur í malbikaðar gangstéttir. En
malbikið hafði þá hækkað um 9%
án þess að bærinn nýtti hin
greiddu B-gjöId til malbikskaupa
á lága verðinu. Virtist okkur téður
Björn Ólafsson hafa alla forystu í
bæjarstjórn um að hafa þennan
hátt á framkvæmdum og bar við
jafnaðarsjónarmiðum að okkur
skildist. Var mótrökum íbúa um
langtimasjónarmið vísað á bug á
bæjarstjórnarfundi, og gjöfum
íbúa hafnað.
Þetta óskum við undirritaðir að
komi fram til þess að forða
misskilningi um það, að hér hafi
verið um óþarfa flan íbúanna að
ræða eins og skilja má af orðum
Guðmundar Oddssonar um að
framkvæmdirnar hefðu orðið
næsta sumar hvort sem var, og til
þess að skýrt sé með hverjum
hætti fjármögnun hafi farið fram.
Þegar þetta er skrifað er ekkert
slitlag komið á gangstéttir né
götur.
Kópavogi, 15.9. 1981,
Tryggvi Hanncsson.
Halldór Jónsson.
Reiðhjólahappdrætti Askirkju
Vinningar 100 Kalkhoff 10 gíra hjól.
100. hver miöi hlýtur vinning.
Hringiö í síma 82202 og fáiö heimsenda miöa.
Dregiö 1. október.