Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
29
eftir Björn Guð-
brand Jónsson og
Þorvarð Arnason
Hannes H. Gissurarson, bók-
menntaKagnrýnandi, á ýmislegt
vantalað við þjóðina þessa dagana
sem aðra daga. Hann hefur nú um
nokkurt skeið tekið að sér það
vandasama hlutverk að boða þjóð-
inni, og þá sér í lagi lesendum
Morgunblaðsins, fagnaðarerindi
frjálshyggjunnar. Lesendum mun
því kunnugt að frjálshyggjan er
Stóri Sannleikur fylgismanna
hennar og lýsandi dæmi um hug-
myndafræði sem á að leysa öll
vandamál. Viðskipta-, markaðs-
og atvinnufrelsi eru þau meðul
sem eiga að duga í eitt skipti fyrir
öll. Það er því ekki að undra að
sanntrúuðum frjálshyggjumönn-
um eins og Hannesi þykir umræða
í öðrum dúr hreinn óþarfi eða
jafnvel hættuleg.(l)
í nýjasta hefti Náttúruverks
(tímarit verkfræði- og náttúru-
fræðinema) rakst hinn sívökuli
krossberi á greinabálk undir heit-
inu „Iðnríki—Þróunarlönd". Þar
finnst honum háskalega langt
vikið af braut rétttrúnaðarins og
finnur hann þar a.m.k. fimm
„rangar“ kenningar. Þetta gerir
hann síðan að umfjöllunarefni
sínu í Morgunblaðinu þann 18.
ágúst sl. og segir þar m.a.: „Það er
fengur að þessum fimm greinum í
þeim skilningi, að í þeim er safnað
saman flestum þeim hleypidóm-
um, sem felldir hafa verið af
fljótfærni, vanþekkingu eða
hreinni heimsku um hagþróun í
heiminum. Menn þurfa ekki að
ómaka sig annað, ef þeir eru að
leita að því. En greinarnar fimm
eru hættulegar, ef þeim er látið
ómótmælt.” Þetta skrifar Hannes
vitanlega í krafti óhagganlegrar
sannfæringar sinnar og með þeirri
hógværð sem telst aðalsmerki
hinna djúpvitru.
Síðan tekur Hannes til við að
leiða lesendur í sannleikann um
hið rétta eðli málsins, lið fyrir lið,
og þykist þar með hafa gert
skyldu sína og greinarnar óskað-
legar. Máli sínu til stuðnings
vitnar hann ósjaldan til rita
ýmissa erlendra trúbræðra sinna
og eins og vanalega er kjarninn í
máli Hannesar hin dæmalausa
tvíhyggja hans: Austur-Vestur, al-
ræði — lýðræði, ríkisafskipti —
viðskiptafrelsi og loks uppáhald
Hannesar, hið loðmollulega hug-
tak „atvinnufrelsi". Það er ekki
ætlun okkar hér að eltast frekar
við þá pólitísku reimleika sem
frjálshyggjan er, en sjáum þó
ástæðu til að ræða ýmislegt í
grein Hannesar.
Greinar þær, sem birtust í
Náttúruverk og undirritaðir áttu
þátt í að skrifa, voru hugsaðar
sem innlegg í umræðu sem alltof
lítið hefur farið fyrir og er það í
sjálfu sér gleðiefni að sú umræða
skuli komast á síður víðlesnasta
dagblaðs á íslandi. Enginn fer í
grafgötur með það að samskipti
iðnríkja og þróunarríkja sé eitt-
hvert veigamesta málefni líðandi
stundar og varla þarf að deila um
það hvorir eru þar í hlutverki hins
sterka.
Áðurnefndar greinar fjalla að
miklu leyti um þátt Vesturlanda í
að skapa það ástand sem ríkir í
Þróunarlöndum í dag og ekki síður
um þær ógöngur sem Vesturlönd
sjálf eru komin í. í því samhengi
voru reifuð hugtök eins og „vist-
kreppa“ og „vistfasismi", sem
Hannes er ekki reiðubúinn til að
skilja. I grein sinni „Vistkreppan
reist á goðsögninni um hagvöxt-
inn. Hagvöxturinn á að tryggja
einstaklingnum sífellt betri lífs-
kjör og auðæfi. Stöðugt á að skapa
meiri og fleiri verðmæti til hag-
sældar fyrir okkur. Raunin er sú
að hagvöxturinn hefur skapað
„þarfir“ og kröfur langt umfram
það sem hann megnar að fram-
leiða til að fullnægja þeim.
Draumurinn um síaukinn hagvöxt
hefur leitt menn í blindgötur þar
sem við blasa þverrandi náttúru-
auðlindir. Þetta er hin eiginlega
vistkreppa."
Hannes hefur enga trú á þessu,
hann skrifar m.a.: „Spilling og
sóun náttúrugæða eru vegna þess
að markaðsöflin fá ekki að tak-
marka notkunina með eðlilegri
verðlagningu." Hér sem endranær
reynir hann að þröngva raunveru-
leikanum uppá kenningu sína.
Hver er „eðlileg verðlagning" á
hreinu lofti, drykkjarhæfu vatni,
óspilltu og lífvænlegu umhverfi og
hvenær megum við eiga von á
verðlagningu á gleði og sorg (eðli-
legri eða með ríkisafskiptum)?
Hitt er svo annað mál að fái blind
markaðsöflin áfram að ráðskast
með náttúruna með sama hætti og
hingað til, er ekki langt í hrun
vistkerfisins og auðlindaþurrð.
I grein sinni sér Hannes yfir-
Iðnríki -
þróunarlönd
Sá greinabálkur sem hér birtist undir yfir-
skriftinni „lönriki þróunarlönd“ er hugsaöur
sem yfirlit yfir núverandi stööu alþjóöamála;
hvers konar lífskilyröi iðnríkin hafa skapaö
hciminum. verðmætamat þeirra, afstööu þeirra
til náttúrunnar, vísinda og taekniþróunar.
Megináherslan verður lögð á hinn geysimikla
ójöfnuö sem rlkir milli þjóða heims á öllum
sviöum.
Hver grein gengur út frá sérstökum þaetti en
útilokaö er að foröast skörun efnistaka milli
greina þar sem aðeins stigsmunur er á efni
þeirra Teljum við slíka skörun til bóta ef hún
náttOruverkur
nær aö sýna hversu samhangandi hinir ýmsu
þættir ’umræöunnar eru.
Gengiö er út frá eftirfarandi grunnþáttum
Kreppa iðnríkjanna og tækmvisindin. hungrið
i heiminum. heilbrigðismál. tækmvæðing
þróunarlanda, vopnaverslun og vigbúnaður.
NÁTTÚRUVERKUR er vettvangur opinn-
ar umræðu um þessi mál. ífyrravarskrifaöum
Gjörnýtingu verömæta i blaðið sem er undir
sama hatti og cftirfarandi skrif.
Ljóst er að vegna stæröar viðfangsefnisins
verða margir þættir útundan og aðrir fá yfir-
borðslega meðfcrð.
Hættulegri um-
ræðu haldið áf ram
„Enginn fer í grafgötur
með það að samskipti
iðnríkja og þróunar-
ríkja sé eitthvert veiga-
mesta málefni líðandi
stundar og varla þarf
að deila um það hvorir
eru þar í hlutverki hins
sterka“
og Vísindin" skrifar Skúli Skúla-
son m.a.: „Neysluþjóðfélagið er
höfuð ekki einn einasta snöggan
blett á Vesturlöndum en bendir
þess í stað á allan ófögnuðinn
fyrir austan tjald, þaðan sem
honum finnst öll heimsins ógn
stafa. Hann gerir hvað hann getur
til að firra Vesturlönd allri ábyrgð
á vandamálum Þriðja heimsins.
Hefur sagnfræðingnum Hannesi
H. Gissurarsyni tekist að gleyma
þeim kafla mannkynssögunnar
sem nefndur er Nýlendutíminn,
þar sem fór saman mestu upp-
gangstímar vestrænnar iðnvæð-
ingar og athliða niðurlæging ný-
lendnanna? Án nýlendnanna og
þeirra auðæfa sem þaðan voru
tekin hefði iðnbyltingin tæpast átt
sér stað. Nýlendutímanum er nú
lokið að nafninu til en ennþá er
efnahagsskipanin í heiminum sú
sama enda ekki við því að búast að
Vesturlönd hafi sleppt því taki
sem þau höfðu einu sinni náð.
Hannes skrifar á einum stað í
grein sinni: „I þriðja lagi er sú
kenning röng, að bæta megi úr
eymdinni í Þriðja heiminum með
því að taka frá vestrænum þjóð-
um.“ Hér förlast honum skilning-
ur á megininntaki greinanna í
Náttúruverk. Við leggjum áherslu
á að Vesturlönd eru sterkari
aðilinn og hafa ekki hikað við að
láta greipar sópa um auðlindir
fátækra þjóða án tillits til afleið-
inganna fyrir menningu og efna-
hagslíf íbúanna. Þá fyrst þegar
þeirri rányrkju verður aflétt er
von til að Þriðji heimurinn rétti
úr kútnum.
Hannes vill meina að vestrænar
þjóðir hafi dregið úr skortinum í
Þriðja heiminum. Hann skrifar
orðrétt: „Við getum tekið Bláland
eða Afríku til dæmis. Talið er, að
um milljón manna hafi lifað þar
fyrir nokkrum öldum. Þá komust
ekki fleiri af við tæknileg og
náttúruleg skilyrði í álfunni. Nú
eru íbúar Blálands að minnsta
kosti hundrað sinnum fleiri.
Ástæðan til þess er sú tækni, sem
vestrænar þjóðir færðu þeim, að
því ógleymdu, að vestrænar þjóðir
kaupa af þeim afurðir." Þarna
kemur fram tvískinnungur Hann-
esar, því varla fer fram hjá honum
að meginútflutningur Þriðja
heimsins eru eftir sem áður hrá-
efni, sem unnin eru á Vesturlönd-
um. Þróunarlöndin með 70% jarð-
arbúa hafa aðeins 7% iðnaðar
(óbreytt í 30 ár!), 11% þjóðartekna
og nota aðeins 10% af auðlindum
jarðar. Þau juku útflutningsmagn
sitt um 30% á árunum 1955—1975
en hins vagar jukust tekjur þeirra
af útflutningnum aðeins um 4%
(sbr. tölur frá UNCTAD, Ráð-
stefnu SÞ um viðskipti og þróun-
armál).
Jafnframt er ljóst, að hin marg-
rómaða vestræna tækni festir
eingöngu rányrkjuna í sessi og
gerir hana stórvirkari, eða heldur^
Hannes etv. að starfsemi vest-
rænna auðhringa á „Blálandi" og
víðar miðist fyrst og fremst við að
fjölga íbúunum?
í Náttúruverk var fjallað um
ýmsar hliðar þróunaraðstoðar frá
Vesturlöndum enda er þar víða
pottur brotinn. Okkur dettur þó
ekki annað í hug en að a.m.k. hluti
hennar sé veittur í góðum tilgangi
og trú á að hún megi verða til
góðs. Hins vegar bendum við á, að
til skamms tíma þótti sjálfsagt að
Þróunarlöndin tækju við háþró-
aðri tækni, þrátt fyrir að þau
hefðu engin tök á að nýta sér hana
sökum vanþekkingar. í því sam-
bandi bontum við á, að stóriðnað-
ur á vestræna vísu væri ekki það
sem Þróunarlönd þyrftu með held-
ur smáiðnaður ýmiskonar og
þróun hefðbundinna vinnubragða.
Aðferð kínverja við að koma sér
upp úr mestu eymdinni þótti
okkur að mörgu leyti til fyrir-
myndar en þeir fóru sér hægt við
iðnvæðingu og reyndu að fram-
kvæma hlutina í réttri röð. Land-
búnaðurinn skyldi fyrst standa
traustum fótum áður en til meiri-
háttar iðnvæðingar kæmi, þ.e.
brauðfæðing þjóðarinnar var sett
á oddinn.
Hannes grefur upp frétt úr Mbl.
síðan í apríl þar sem skýrt er frá
því, að 10—20 milljónir kínverja
hafi látist úr sulti á árunum
1959—1962 sem afleiðing af efna-
hagsstefnunni. Ekki viljum við
fullyrða um sannleiksgildi þess
sem kínverskir ráðamenn láta nú
falla í hita baráttunnar gegn fyrri
stefnu. Það mætti hins vegar
benda Hannesi á, að við stórfljótin
Yangtze-Kiang og Huang-Ho eru
mestu þéttbýlisstaðir jarðarinnar
og ekki þarf stór flóð, þurrka,
uppskerubrest eða jafnvel jarð-
skjálfta til að fjöldi íbúanna falli,
beint eða óbeint af þeirra völdum.
Seinna meir er svo auðvelt að
kenna efnahagsstefnunni um. Um
árangur kínverja er samt ekki að
efast enda búast þeir nú til
stóraukinnar iðnvæðingar.
Síðast í grein sinni skrifar
Hannes nokkur orð um vígbúnað-
arkapphlaupið í heiminum og
nennum við hreinlega ekki að
eltast við ruglanda hans um þau
efni. Loks afgreiðir hann svo
greinarhöfunda Náttúruverks með
eftirfarandi orðum: „Mér finnst
gremjulegt, þegar moðhausar
klæðast búningi mannúðar og
ætla með því að þagga niður í
öllum öðrum.“ Þessi yfirlýsing
lýsir bara höfundinum best og er
ekki svaraverð.
Að lokum getum við ekki stillt
okkur um að tína til skærustu
perluna úr grein Hannesar. I
framhaldi af skrifum sínum um
Afríku og fólksfjölgunina þar, sem
vitnað var til hér áð framan, segir
hann: „Vera kann, að greinahöf-
undar Náttúruverks svari, að fólk-
ið hefði verið betur komið óborið í
þennan heim. En þeir hafa ná-
kvæmlega jafnlítinn rétt til að
segja það og ég til að segja, að
greinahöfundarnir sjálfir hefðu
aldrei átt að fæðast. Það þarf
furðulega ofdirfsku til að vísa
fólki svona út úr heiminum."
Hér fer Hannes einförum og illt
þykir okkur að vita að hann sé
farinn að þræta svona við sjálfan
sig. Ekkert er fjær okkur en það
sem Hannes vill leggja okkur í
munn og vísum við til greina-
flokksins í Náttúruverk því til
staðfestingar. Hér er því ímyndun
Hannesar ein að verki og vert a?
hugleiða hvort fleira í skrifum
hans sé byggt á ímyndun einni
saman.
Skátafélagið Garðbúar:
Skátadagur í hverf-
inu 19. september
Skátafélagið Garðbúar er starf-
andi í Háaleitis-, Bústaða-, Smá-
íbúða- og Fossvogshverfi. í félag-
inu eru nú um 300 skátar á
aldrinum 9 til 25 ára. Markmið
skátafélagsins er að efla æsku-
lýðsstarf í hverfinu og þroska
ungt fólk til félagsstarfa. Nú í
september er að hefjast nýtt
starfsár, og í tilefni þess mun
félagið halda skátadag í sínu
hverfi, verður hann laugardaginn
19. september og standa skátar að
dagskrá frá kl. 14—16.
Tjaldbúð verður reist að skáta-
hætti á opna svæðinu á mótum
Réttarholtsvegar og Hæðargarðs
(fyrir ofan Víkingsheimilið). Til-
gangur skátadagsins er tvíþættur:
I fyrsta lagi að kynna skátafélagið
Garðbúa fyrir öllum yngri og eldri
íbúum hverfisins og í öðru lagi að
minna á innritunina sem stendur
yfir þessa sömu helgi í skátaheim-
ilinu Garðbúa, sem hefur aðsetur í
kjallara barnaheimilisins Staðar-
borgar v/Mosgerði. Ársgjald fyrir
starfsárið er kr. 160, en veittur er
systkinaafsláttur.
Vonast stjórn félagsins að sem
flestir íbúar hverfisins sjái sér
fært að kynnast starfi okkar og
þiggja veitingar að skátaháetti.
Forysta í f ramförum
Einkaumboó á íslandi
SEGULL HF
Nýlendugötu 26
Simh 13309-19477