Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
75 ára:
Jakob H. Richter
skipasmíðameistari
Hinn 17. september 1906 fædd-
ist að TanKagötu 6 á ísafirði Jakob
Hel«i Richter, sonur hjónanna
Ingibjargar Magnúsdóttur og
Stefáns Richter er þar bjuggu.
Síðan eru liðin 75 ár, sem er ekki
svo langur tími í veraldarsögunni,
en fyrir okkur sem verðum að
meta lengd mannsævinnar meira
en veraldarsögunnar, þá er þetta
landur tími og tími mikilla breyt-
inga. Jakob hefur alltaf verið
ungur í anda, og það er hægt að
reikna það stærðfræðilega út þótt
í gamni sé, að hann hefur haldið
tímanum nokkuð í skefjum. Er ég
hitti hann fyrst var hann helmingi
eldri en ég, en nú er hann aðeins
einum þriðja eldri. Geri aðrir
betur. Sem ungur Isfirðingur varð
hann snemma að taka til hendi,
ekki síst þar sem fjölskyldan
stækkaði og hann var elstur
þeirra systkina. Ólst hann því upp
við að gefa ekki eftir, og að vita að
það eitt að standa sig í blíðu og
stríðu var það eina sem dugði.
Þetta hefur haft mjög sterk og
djúp áhrif á Jakob eins og aðra
sem ekki eru fæddir með silfur-
skeið í munninum, en gerði hann
að traustum og dugandi ungum
manni. Naut hann þar eflaust líka
góðs frá hans ágætu foreldrum,
sem mér auðnaðist að kynnast,
þótt stutt væri.
Jakob rennir oft huganum vest-
ur og þá ekki síst til þess tíma er
hann var ungur að árum, og þá
koma oft í huga hans árin að
Látrum í Mjóafirði. Er mér ekki
grunlaust, að þau hafi verið hon-
um meira virði en flest annað er
hann reyndi á uppvaxtarárunum,
því alltaf í góðu tómi, vitnar hann
til þeirra tíma er hann var þar.
En æskuárin hverfa fljótt, og
alvara lífsins kemur, ekki síst á
þeim erfiðleikatímum, er Jakob
kemst til fullorðinsára.
Leiðin liggur til höfuðborgar-
innar og þar byrjar hann, að ég
held 1928, að vinna hjá Slippfélagi
Reykjavíkur og fer jafnhliða í
Iðnskólann í Reykjavík og nemur
skipasmíði. Námið reyndist hon-
um auðvelt og lauk hann prófi
með frábærum vitnisburði. Hann
kvæntist 2. maí 1931 Gythu Guð-
mundsdóttur, Ólafssonar frá
Fjalli á Skeiðum, yndislegri konu,
sem hefur staðið við hlið hans sem
traust og elskuleg húsmóðir og
eiginkona í 50 ár. Þau eignuðust 5
börn. Stefán er elstur þeirra, nú
búsettur í New York. Sigrún sem
lést barn að aldri, Kristjana
búsett í Danmörku, Guðmundur
flugumferðarstjóri á Keflavíkur-
flugvelli og Sigrún húsmóðir í
Reykjavík. Nánari ættartölum
ætla ég að sleppa.
Jakob hefur helgað líf sitt
skipasmíðinni, og yfir 50 ár hefur
hann starfað hjá Slippfélagi
Reykjavíkur, lengst af sem verk-
stjóri. Hefur hann þar, sem alls
staðar komið fram sem traustur,
Bergur Arinbjörns-
son - Afmæliskveðja
Ég kveð mér hljóðs vegna þess,
að vinur minn Bíla-Bergur varð
áttræður 17. ágúst síðastliðinn.
Bergur Arinbjörnsson, eins og
hann heitir réttu nafni, þótt
uppnefnið væri tíðum notað, var
fæddur í Galtarholti í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu þann 17. ágúst
1901. Foreldrar hans, Guðrún Sig-
urðardóttir og Arinbjörn Árna-
son, voru þá í húsmennsku í
Galtarholti, en fluttu þaðan ári
síðar og hófu búskap að Heyholti í
sama hreppi. Þar bjuggu þau
næstu sjö árin, en fluttu þá til
Borgarness og stundaði faðir
Bergs þar verkamannastörf.
Bergur átti heima í Borgarnesi
til ársins 1925. Þá var hann orðinn
útlærður skósmiður, en þá vinnu
stundaði hann fyrst og fremst á
vetrum, en á sumrum var hann í
vegavinnu. Ekki fullnægði þetta
þó framkvæmdaþrá Bergs, enda
Borgarnes ekki stórt í sniðum á
þeim árum.
Næsti kafli lífssögu Bergs hefst
þá með því, að hann flyst til
Reykjavíkur. Þar vann hann á
bifreiðaverkstæði í eitt ár, en
keypti síðan vörubifreið og rak
hana í tvö ár. En árið 1929 kemur
hann, ásamt Magnúsi Bjarnasyni
upp fólksbílastöðinni Geysi við
Arnarhólstún á þeim stað, sem
síðar var Hreyfill. Þetta gekk þó
ekki nema í eitt ár, því þá fór
hann að vinna við bifreiðatrygg-
ingar hjá danska Lodge, og var
hann þar næstu 8 árin. Jafnframt
því stundaði hann bifreiðasölu, og
var það sennilega fyrsta fyrirtæki
sinnar tegundar hér á landi, þó að
nú sé öldin önnur í þeim efnum
eins og flestum öðrum.
Næsti lífssögukafli Bergs hefst
svo árið 1938. Það ár hóf hann
Leiðrétting
NAFNABRENGL urðu í mynda-
texta með mynd af íslandsmeist-
urum Víkings 1924 sem birtist í
Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Þar
var Ilallur Jónsson rangnefndur
Halldór og biðst biaðið hér með
velvirðingar á þessum mistökum.
störf hjá Bifreiðaeftirlitinu ásamt
með umferðarlöggæslu. Umdæmið
var geysilega stórt eða allt frá
Akranesi, Borgarfjarðar- og
Mýrasýslur, Snæfellsnes,
A-Barðastrandasýsla, Dalasýsla,
Strandasýsla, Húnavatnsssýslur
og Skagafjörður. Eftir að hann
hóf þessi störf fluttist hann til
Borgarness, en árið 1942 fluttist
hann til Akraness. Eftir 27 ára
starf við Bifreiðaeftirlitið hætti
hann þar árið 1965 og tók upp
fyrri háttu við bifreiðatryggingar
og bifreiðasölu en nú á Akranesi.
Þessu hélt hann áfram þar til
hann flutti ásamt konu sinni á
Hrafnistu í Reykjavík árið 1975.
Síðan árið 1979 hefur hann búið á
Dvalarheimilinu Höfða á Akra-
nesi.
Árið 1926 giftist Bergur mikið
ágætri konu, Söru Ólafsdóttur
fæddri í Reykjavík. Þau áttu 5
börn. Elstur er Ólafur, deildar-
stjóri hjá Sjóvá í Reykjavík, þá
Þorgerður, húsmóðir á Ákranesi,
Guðrún, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, Björn, rafmagnseftir-
litsmaður fyrir Borgarfjarðar- og
Mýrasýslu, búsettur á Akranesi og
Auður, sem andaðist 18 ára gömul.
Sara var mjög farin. að heilsu,
þear þau hjónin fluttu á Hrafnistu
og hún andaðist 18. desember
1976. Sara reyndist manni sínum
einstök eiginkona, en Bergur galt
henni það einnig með mikilli ástúð
og umhyggju, sérstaklega á síð-
ustu erfiðleikaárum ævi hennar.
Bergur hefur verið mikill fé-
lagsmálamaður og driffjöður mik-
il, hvar sem hann kom að. Hann
byrjaði, eins og títt var um
sveitamanninn, í ungmennafélag-
inu, það var Skallagrímur í Borg-
arnesi. En veiðidellan byrjaði
snemma svo hann varð einn af
stofnendum Stangaveiðifélagsins
á Akranesi, var formaður þess í
ein 12 ár og er nú vitanlega
heiðursfélagi þess. í slysavarna-
deildinni „Hjálp“ á Akranesi var
hann einnig mörg ár í stjórn og
við formennsku, enda er hann líka
heiðursfélagi þar. Hann var einnig
stofnandi að Félagi íslenskra bif-
raunsæt og sérstaklega dugandi,
áreiðanlegur maður. Hvar sem
hann leið hefur legið hafa vandað
götu hans ósérhlífni, trúmennska
og vandvirkni svo að með eindæm-
um er og af persónulegum kynn-
um við hann er það síður en svo
ofmælt.
I góðum hópi á gleðistund eru
vandfundnir menn sem kunna að
lifa líninu eins og hann — léttur
og kátur, en ef alvara lífsins ber
að dyrum, þá er ábyrgðin og
öryggið það sem einkennir þennan
mann.
Jakob ég þakka þér öll liðnu
árin og svo gera börnin mín. Ég
þakka þér ferðalögin og allar
góðar stundir og óska þér til
hamingju með afmælið.
Megi þín ókomnu æviár bera þér
þá birtu og öryggi, sem þú hefur
veitt okkur samferðafólki þínu á
lífsleiðinni.
, Lifðu heill.
Með kveðju að vestan.
Jóhannes Sölvason
reiðaeftirlitsmanna, í stjórn þess,
og er heiðursfélagi núna, og sama
má einnig segja um Slysavarnafé-
lag íslands. Heiðraður hefur hann
einnig verið fyrir störf sín í stjórn
Landssambands Stangaveiðifé-
laga, sem vonlegt var. I stjórn
Skógræktarfélags Akraness hefur
hann einnig verið og í nokkrum
opinberum nefndum, svo sem
barnaverndarnefnd og umferðar-
nefnd á Akranesi. Oddfellowi mik-
ill hefur Bergur einnig verið.
Hann stóð að stofnun stúknanna
beggja, Egils og Ásgerðar á Akra-
nesi og var formaður Egils um
tíma.
Það má eiginlega segja, að
Bergur sé kominn í friðarhöfn á
Dvalarheimilinu Höfða, en þó er
það alls ekki rétt, því lífsviljinn er
alls ekki genginn niður enn þá.
Heilsan var heldur slök á tímabili,
■en er mikið betri núna. Og veiði-
dellan gerir honum gott. Hann
hefur í sumar verið margar vikur í
litlum sumarbústað sínum við
Vesturhópsvatn, þar sem hann
hefur oft áður unað sér vel í
frístundum í yndislegu umhverfi
við skemmtilega veiði.
Bergur hefur sagt mér, að eftir-
litsstarfið hafi oft verið erfitt og
stundum vanþakklátt, en miklu
oftar skemmtilegt og líflegt. Við
mikil og góð kynni við fjölda
manna hefur hann eignast mikinn
og góðan vinahóp. Og eins og hann
sagði: „Ég held, að ég eigi eftir það
starf engan óvin.“
Ég óska Bergi margra og góðra
lífdaga.
Bragi Níclsson
Fimmtugur:
Gunnar Kárason
á Sólheimum
Gunnar Sigfús Kárason er
fæddur að Finnastöðum í Saur-
bæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, á
lambertsmessu, 17. september
1931, sem bar þá upp á fimmtu-
dag.
Foreldrar Gunnars voru Kári
Guðmundsson, bóndi og kona hans
Fríður Jónsdóttir.
Gunnar var annar í röð fjögurra
barna, en eitt systkina hans lést af
slysförum 1934.
Gunnar fluttist með foreldrum
sínum að Klúkum í Hrafnagils- •
hreppi og var þar til 6 ára aldurs.
Sunnudaginn 9. ágúst 1937 urðu
örlagarík tímamót í iífi Gunnars,
þann dag kom faðir hans með
hann til Sólheima í Grímsnesi og
fól uppeldi hans hinni merku konu
og brautryðjanda Sesselju H. Sig-
mundsdóttur. Eftir það skildu þau
ekki, fyrr en dauðinn kallaði hana
og það sæti sem hún skipaði
verður seint fyllt.
Sesselja var vel menntuð höfð-
ingskona, sem hafði kynnt sér um
margra ára skeið uppeldismál við
erlendar uppeldisstofnanir.
Árið 1930 stofnaði hún „Barna-
heimilið Sólheimar" í Grímsnesi
og rak það af rausn og höfðings-
skap, ekki sem kaldranalega
stofnun, heldur sem fjölskyldu-
heimili þar sem starfsfólk og börn
voru ein fjölskylda og börnin áttu
að finna sömu hlýju og trausl og
við móðurhné.
Sesselja rak heimilið í stíl við
hin gömlu mennta- og höfðingja-
setur og hið fagra heimilislif
æskuheimilis hennar.
Óvíða var jafn gott að koma og
á heimili foreldra Sesselju, Krist-
ínar Símonardóttur og Sigmundar
Sveinssonar, og aldrei gleymi ég,
þegar ég kom fyrst á þeirra fagra
heimili, en þessa dagana eru 50 ár
síðan. Með þessu góða fólki ólst
Gunnar upp, því bæði foreldrar
Sesselju og systkini voru oft
langdvölum á Sólheimum og hafa
síðan verið náin vináttutengsl á
milli Gunnars og þeirra systkina.
Á Sólheimum var fjölbreytt
mennta- og menningarlíf, t.d. var
mikil áhersla lögð á músík, list-
málun, leikstarfsemi, þjóðdansa,
listvefnað o.fl. Réði Sesselja oft
færa listamenn til að kenna börn-
unum, bæði innlenda listamenn og
erlenda. Á Sólheimum voru alltaf
til reiðu æfðir söngflokkar, hörpu-
og flautuleikarar, leikflokkar,
dansflokkar o.fl., þegar gesti bar
að garði sem fagna varð hátíðlega.
Sesselja hafði mikinn áhuga á
búskap og garðrækt og frá fyrstu
dögum heimilisins rak hún hér
búskap og garðrækt.
Á þessu heimili ólst Gunnar
Kárason upp. Lærði hann fljótt að
umgangast skepnurnar, hirða þær
og mjólka kýrnar með höndunum,
sem hann mun gera enn í dag.
Vinnudagur Gunnars hefur oft
verið langur, mörg kvöld hefur
hann unnið langt fram á nætur,
þegar mikið hefur legið við. Gunn-
ar telur það ekki búmannslegt, að
geyma það til morguns, sem hægt
er að vinna í dag.
Gunnar er kappsamur við
vinnu, einkum fer orð af því um
sláttinn og er ekki laust við, að
hann reki á eftir mönnum, þegar
honum þykir seint ganga og hefur
þá orð á því „að betri er græn taða
í hlöðu, en bleik á túni“. Gunnar er
góður sláttumaður og heyjaði oft
mikið með ljánum sinum, enda
beit vel hjá honum.
Gunnar var laghentur og á
mörg handtök við að lagfæra
girðingar og fleira, sem aflögu fer
og ekki mun það ofsagt, að enginn
vinnur meira fyrir Sólheimabúið
en Gunnar Kárason.
Gunnar hefur lagt gjörva hönd
á margt, hann smíðar, sker út dýr
og fugla, saumar út, prjónar og
málar og allt ber það vott um
listhneigð hans.
Eins og fyrr var getið var mikil
leikstarfsemi á Sólheimum og frá
því um 1935 voru jólaleikrit frá 15.
og 16. öld jafnan sýnd þar á
jólunum. Meðan Rudolf Noah naut
við stjórnaði hann leiksýningun-
um og var. hann kunnugur þeim
frá Þýskalandi.
Ekki gat hjá því farið, að
Gunnar tæki þátt í þessum sýn-
ingum, bæði sem leikari og sviðs-
maður. Rudolf Noah var eigin-
maður Sesselju og mat Gunnar
hann mikils. Seinna, þegar ég
vann með Gunnari við þessar
leiksýningar, duldist mér ekki, að
hann hafði lært mikið af Rudolf
Noah og það hygg ég, að Gunnar
muni vera manna kunnugastur
þessari gömlu leikhefð, sem Noah
notaði við sýningarnar. Ég á
margar góðar minningar frá þessu
samstarfi okkar Gunnars, þótt
hann að vísu gæti brýnt raustina,
þegar honum fannst gömul hefð
brotin, því Gunnar heldur fast við
gamlar heimilisvenjur, t.d. hinar
gömlu táknrænu jólaskreytingar
heimilisins, sem hann hefur ann-
ast um langan aldur.
Þótt Gunnars sé maður fram-
fara og vélvæðingar, þá skilur
hann manna best gildi gamallar
reynslu og þekkingar, og tengsl
nútímans við rótgrónar venjur
fortíðarinnar.
Að lokum viljum við hjónin
þakka Gunnari margar ánægj-u-
legar samverustundir og oft
óskum við þess hann sé kominn
kvöldstund til okkar, því í sann-
leika sagt finnst okkur vanta
mikið þegar við höfum ekki Gunn-
ar Kárason hjá okkur.
Ég þakka Gunnari margra ára
samstarf, hann er einn af þeim
mönnum, sem gott er að kynnast
og minnast.
Blessun Guðs fylgi honum á
langri lífsleið.
Ingimundur Stefánsson
Þakkir
til Gísla Sigurbjörns-
sonar forstjóra
Við undirritaðar sendum Gísla
Sigurbjörnssyni og starfsfólki
hans hjartanlegustu þakkir fyrir
„sæluvikuna" svokölluðu, þ.e.
höfðinglegt boð á einu af hinum
heimilislegu og myndarlegu Ás-
heimilum i Hveragerði.
Guð og gæfan fylgi starfsemi
forstjórans og hann hljóti það
þakklæti, sem honum ber fyrir allt
hans mikla og óeigingjarna starf
öldruðum til blessunar.
Sigríður Þórðardóttir.
Kristín Þorbergsdóttir,
Þorbjörg Ingimundardóttir,
Martha Þorleifsdóttir,
María Kristjánsdóttir.
Anna Johannessen.