Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
Pétur
skoraði
Prtur Pétursson skoraði sitt
fyrsta mark fyrir aAalliA Andcr-
lccht, cr bcÍKÍska meistaraliðið
sótti pólska liðið Lodz heim ok
sÍKraði 4—1. Pétur skoraði
fjórða mark Andcrlccht á sfðustu
mínútu leiksins. Ekki Kátu
fréttaskeyti þess hvort að Pétur
lék allan lcikinn cða hvort hann
kom inn scm varamaður. Spán-
vcrjinn Lozano (2) ok Daninn
Ilanscn skoruðu hin mörk And-
erlecht.
Af öðrum „IslendinKaliðum" er
það að frétta, að Ásgeir og félagar
hjá Bayern unnu nauman sigur á
útivelli gegn sænska meistaralið-
inu Öster. Rummenigge skoraði
sigurmarkið úr víti er 15 mínútur
voru til leiksloka. Ekki er Mbl.
kunnugt um hvort að Ásgeir lék
með Bayern, en þó voru horfur á
því fyrir leikinn. Arnór Guðjohn-
sen og félagar náðu góðu jafntefli
á útivelli gegn frönsku liði. Dobias
skoraði eina mark Ijokeren.
Valsmenn voru yfirspilaðir
Atli til
Dússeldorf
Nú er svo komið, að vestur-
þýska knattspyrnuliðið Fortuna
Dússeldorf hefur samið við Bor-
ussia Dortmund um að fá íslend-
inginn Atia Eðvaldsson til liðs
við sig. Orðrómur um mál þetta
hefur verið á lofti nokkuð lengi,
en ávalit óvíst hvort að úr yrði,
ekki síst vegna þess að forráðam-
enn Dortmund lýstu því stöðugt
yfir að þeir hefðu ekki áhuga á
því að láta Atla fara. Nú hafa
liðin hins vegar samið og Atli
mun hafa hug á skiptunum,
þannig að ckkert er til fyrir-
stöðu.
Frá l»úrarni RaKnarssyni. blm, Morjcun-
hlaðsins á Villa Park BirminKham.
«I>ETTA var þægileg hyrjun
fyrir lið mitt, Vaísmenn voru
auðveld hráð og það var aðcins
spurning hversu mörg mörkin
yrðu. Valsliðið skorti greinilega
líkamlega æfingu. það varðist vel
fyrstu 20 minúturnar, en siðan
fór það að gefa eftir. Eg vona að
Villa fari alla leið i meistara-
keppninni.“ sagði Ron Saunders,
framkvæmdastjóri Aston Villa,
eftir að lið hans hafði sigrað Val
5—0 á Villa Park í Birmingham í
fyrstu umferð Evrópukeppni
meistaraliða í gærkvöldi. Eins og
svo oft áður, er islensk lið mada
sterkum erlendum liðum. kom
fram hinn geysilegi munur sem
er í raun á erlendu atvinnumönn-
unum og íslensku áhugamönn-
unum. í hálfleik var staðan 3—0.
Valsmenn voru taugaóstyrkir í
byrjun leiksins og báru þá of
mikla virðingu fyrir bresku leik-
mönnunum. Enda liðu aðeins 6
mínútur þar til að Villa skoraði.
Liðið fékk þá óbeina aukaspyrnu
rétt fyrir utan vítateig Valsmanna
og Peter Withe renndi knettinum
leiftursnöggt til Tony Morley, sem
sendi knöttinn í netið með firna-
föstu jarðarskoti.
Það lifnaði yfir Valsmönnum
við að fá á sig markið og næstu 25
mínúturnar eða svo átti liðið besta
leikkafla sinn, þá tókst að halda
knettinum bara vel, auk þess sem
Valsmenn fengu þá þau færi sem
þeim buðust í leiknum. Það fyrsta
fékk Þorvaldur Þorvaldsson á 14.
mínútu, fékk þá knöttinn rétt
A Villa |- a
Valur
innan teigs og skaut góðu skoti
sem Jimmy Rimmer varði vel. 6
mínútum síðar sýndi Guðmundur
Þorbjörnsson sannkölluð snilld-
artilþrif, er hann fékk knöttinn á
miðjum vallarhelmingi Villa,
sneri á varnarmenn og braut sér
leið í dauðafæri. Rimmer varð að
taka á honum stóra sínum til að
koma í veg fyrir mark. Voru þetta
bestu tilþrif sem Valsmenn eða
Valsmaður sýndu í leiknum.
En þegar um hálftími var liðinn
voru Valsmenn farnir að gefa eftir
og leikmenn Villa, sem höfðu
þreifað vandlega fyrir sér, fóru að
láta meira til sín taka. Tony
Morley átti þrumuskot i stöng á
36. mínútu og tæpri mínútu síðar
skallaði Peter Withe fallega í
netið eftir fyrirgjöf Des Bremner.
Leikmenn Villa höfðu nú fundið
veikleikana í vörn Vals, niður
kantana og sóknarloturnar buldu
á marki Reykjavíkurliðsins. Terry
Donovan bætti þriðja markinu við
á 40. mínútu, skoraði með þrumu-
skoti af stuttu færi og fleiri urðu
mörkin ekki í fyrri hálfleiknum.
Siðari hálfleikur var síðan í
fáum orðum sagt, alger einstefna
að marki Vals, leikmenn Villa
settu allt á fulia ferð og oft var um
algera nauðvörn Valsmanna að
FYLGST MEÐ SÆVARI
ÞÝSKI knattspyrnumannahöndl-
arinn, Willy Reinke, sem er
íslendingum að góðu kunnur. var
á Villa Park í gærkvöldi og með
honum var þjálfari vestur-þýska
2. deildarliðsins Hannover %.
Voru þeir að gefa Sævari Jóns-
syni auga. þr.
*i&
ræða. Fjórða markið kom á 68.
mínútu og var það ásamt aðdrag-
andanum svo glæsilegt, að hinir
20.000 áhorfendur risu úr sætum
og klöppuðu vel og lengi á eftir,
undirbúningur og framkvæmd
hreint út sagt eins og gerist
glæsilegast. Það var Peter Withe
sem rak endahnútinn á sóknarlotu
sem náði til fjölmargra leikmanna
Villa og hafði spannað kantanna á
milli. Einni mínútu síðar skoraði
Terry Donovan fimmta markið
með skalla eftir fyrirgjöf Tony
Morley. Fleiri urðu mörkin ekki,
en heilladísir gengu heldur betur í
lið með Valsmönnum og mark
þeirra slapp stundum á ævintýra-
legan hátt áður en blásið var til
leiksloka.
Lið Vals var ekkert sérstakt að
þessu sinni, leikmenn liðsins
hefðu mátt sýna meiri hörku og
baráttu. Guðmundur Þorbjörns-
son átti bestan leik þeirra Vals-
manna, en auk hans voru Dýri og
Óttar sæmilegir. Aðrir leikmenn
Vals sýndu ekkert sérstakt. Withe
og Morley voru bestir í annars
mjög jöfnu liði Aston Villa. Liðin
voru þannig skipuð, Villa: Rimm-
er, Swain, Gibson, Ormsby, Evans,
Cowans, Mortimer, Bremner,
Donovan, Withe og Morley. Lið
Vals: Sigurður Haraldsson, Óttar
Sveinsson, Dýri Guðmundsson,
Sævar Jónsson, Þorgrímur Þrá-
insson, Njáll Eiðsson, Þorsteinn
Sigurðsson, Guðmundur Þor-
biörnsson og Hilmar Sighvatsson.
Jouri Zetov:
„Allt getur gerst“
„EF lukkan verður með
okkur, getur Víkingur náð
sigri gegn Bordeaux. því þó
að franska liðið skipi lieims-
þekktir leikmenn, getur allt
gerst í knattspyrnu,“ sagði
Jouri Zetov þjálfari Víkings
og bætti við: En auðvitað er
erfitt að segja til um mögu-
lcikana. en strákarnir munu
berjast af krafti bæði sjálfra
sín vegna og áhorfcndanna
vegna.“
Loks sagði Zetov: „Hver sem
úrslitin verða, er ljóst, að
ieikmenn Víkings munu læra
af leikjunum við Bordeaux.
Leikmönnum gefst kostur á að
átta sig á sínum sterku hliðum
og jafnframt að átta sig á
veikleikum sínum. Þá er þátt-
taka í Evrópukeppni mikílvæg
til að lyfta Víkingi upp
íþróttalega og félagslega og
skapa grundvöll til að gera
félagið enn sterkara."
Ómar Torfason:
„Því ekki að
setja markið hátt?“
_VID a-tlum að leika til
sigurs gegn Bordeaux og ég
tel i það minnsta, að við
munum geta haldið vel i við
þá og sigrað þá á góðum
dcgi,“ sagði Ómar Torfason á
blaðamannafundi fyrir
skömmu og bætti við: „Því
skyidum við ekki setja mark-
ið hátt. vellirnír ug aðstæð-
urnar verða í liði með okkur.
Þá fáum við þarna prýðilegt
tækifa-ri til þess að bera
okkur saman við þá bestu og
sjá hvar okkar veiku hliðar
liggja og einnig okkar sterku
hliðar.“
Hvað gera Víkingar í kvöld?
VÍKINGAR mæta Bordeaux á
Laugardalsvellinum i dag klukk-
an 17.30 i fyrri leik liðanna í 1.
umferð UEFA-keppninnar i
knattspyrnu og er það mál Vik-
inga. að leikurinn geti farið á
hvorn veginn sem er. Bordcaux
er efsta lið frönsku deildarinnar
um þessar mundir og hefur verið
í sókn. þannig hafnaði liðið i 2.
sa-ti deildarinnar í fyrra. Nokkr-
ir all frægir leikmenn skipa liðið,
landsliðsmenn á borð við Marius
Tresor og Bernard Lacombe, sem
munu frægastir leikmanna
Bordó. Einnig má nefna lands-
liðsmennina Soler og Gemmrich,
en sá siðarnefndi hefur reyndar
ekki komist í lið að undanförnu.
Þá má geta júgóslavneska
markvarðarins Dragan Pantel-
ics, sem var valinn í Evrópuúrval
fyrir skömmu. Jean Tigana, upp-
rennandi snillingur, kom hins
vegar ekki til landsins, þar sem
hann meiddist illa fyrir skömmu
og þarf að gangast undir upp-
skurð.
Enginn vafi leikur á því, að
mótherjar Víkings eru úr sterkari
kantinum, frönsk knattspyrna er
hátt skrifuð í Evrópu og efsta liðið
þar í landi getur því ekki verið
miðlungslið. Róðurinn verður
þungur fyrir Víking, því flestir ef
ekki allir leikmanna liðsins hafa
litla sem enga reynslu af leikjum
sem þessum. En eins og sjá má af
ummælum leikmanna og þjálfara
hér á síðunni, eru þeir hvergi
bangnir og ætla sér stóran hlut.
Sem fyrr segir, hefst leikurinn
klukkan 17.30, en síðari viðureign
liðanna fer fram að hálfum mán-
uði liðnum í vínborginni frægu.
Á milli leikjanna ætla Vík-
ingarnir að stytta sér stundir
fyrir austan tjald, en þeir fara
fljótlega með þjálfara sínum til
Rússlands í æfinga- og keppnis-
ferð. Munu þeir í Sovétríkjunum
mæta m.a. sterkum þarlendum 1.
deildar liðum. Má meðal annars
geta Moskvu-liðsins Torpedo.
„Er hvergi smeykur“
- segir Lárus
Guömundsson
“MARKMIÐIÐ er að standa I
Frökkunum, ná eins góðum
úrslitum og möguleiki er.“
sagði Lárus Guðmundsson um
komandi leik gegn Bordeaux.
Lárus hefur enn orðið:
„Frakkarnir eru jú menn
eins og við og ég er hvergi
smeykur. Sjálfsagt er lið
þeirra jafnara en okkar lið og
skipað fleiri snjöllum knatt-
spyrnumönnum, en við erum
Islandsmeistarar og ég vona
að okkur takist að standa uppi
í hárinu á þeim."