Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 1

Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 210. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 121 írani líflátinn lioirút. 21. M'ptcmhur. AI*. AFTÖKUSVEITIR hafa tekið 121 mann af lífi í íran «k Khomeini-stjornin heldur áfram miskunnariausri baráttu gegn andsta-ðinKum sínum. I>ar af voru 106 líflátnir í Teheran en 15 í ýmsum borjíum. Andstæðingar Khomeini óðu um götur Teheran í kvöld, kveiktu í bílum og hrópuðu vígorð gegn stjórninni að sögn sjónarvotta. Fyrr um daginn var efnt til mótmæla á tveimur götum í mið- borginni. Sonur erkiklerksins Ayatollah Golzadeh Ghafouri hefur verið líflátinn. Kunnur klerkur, Habib- ollah Taheri, og lífvörður hans voru ráðnir af dögum um helgina í Gilan við Kaspíahaf, þar sem Khalq-skæruliðar eru athafna- samir. Ríkissaksóknarinn í Iran, Hoja- toleslam Hussein Tabriz, hefur sagt að andófsfólk, sem er hand- tekið á götum úti, verði „dæmt á staðnum". Byltingarsaksóknarinn Hojatoleslam Assadollah Lajvardi sagði um helgina að jafnvel 12 ára börn yrðu líflátin ef þau væru staðin að mótmælum. A.m.k. 1.000 andstæðingar stjórnarinnar hafa verið líflátnir samkvæmt opinberum tölum, 2.000 skv. öðrum heimildum. Tugir þúsunda, þar á meðal hermenn og lögreglumenn, gengu fylktu liði hjá Teheran-háskóla í dag í tilefni „stríðsviku", einu ári eftir að stríðið við íraka hófst. Útvarpað var tilkynningu frá iðn- aðarráðuneytinu þar sem sagði að innflutningur flestra fegrunar- lyfja hefði verið bannaður. Simamynd Árni Johnsrn. Frá vinstri: Theodór, háseti. Gunnar. skipstjóri, Maurice Hutchins, skipstjóri björgunarbátsins. og Aðalsteinn, 1. stýrimaður. fyrir framan brezka björgunarbátinn i skýli Slysavarnafélagsins í Lands End. Stjórn Belgíu biðst lausnar ItrUsscl. 21. scptombcr. Al\ STJÓRN Mark Eyskens forsa'tis- ráðherra baðst lausnar í dag og Baldvin konungur samþykkti lausnarheiðnina. Stjórn hans situr áfram til hráðahirgða. Stjórnin féll þar sem ráðherrar frönskumælandi sósíalista héldu fast við kröfu um fjárhagsaðstoð við stáliðnaðarmenn. Eyskens, sem er úr flokki hol- lenzkumælandi kristilegra demó- krata, sagði konungi að ekki hefði tekizt að leysa ágreininginn á ríkis- stjórnarfundi í morgun. Ráðherrar frönskumælandi sósíal- ista ákváðu að hættu að sækja ríkisstjórnarfundi á föstudaginn nema því aðeins að stjórnin héldi áfram viðræðum við einkabanka til að útvega fjármagn til þess að standa undir halla belgíska stálfyr- irtækisins Cockerill-Sambre á næstu árum. „Samstarfið er dautt'* Varsjá. 21. scptcmbcr. AP. _ORÐASKAKIГ í Póllandi harðnaði í dag þegar ráðherra sagði Samstöðu hafa „grafið“ hug- myndina um samvinnu og ríkis- stjórnin kunngerði nýjar ákærur gegn verkamönnum fyrir „andsov- ézka starfsemi“. Deildir Samstöðu hófu birtingu reiðilegra svara við viðvörun Kremlverja við „andsovétisma", sem talsmaður Samstöðu sagði hafa valdið ólgu rétt fyrir nýtt þing Samstöðu á föstudaginn. Yfirvöld kunngerðu ákærur á hendur prenturum úr Samstöðu í Czestochowa og Jelenia Gora fyrir aðgerðir „gegn bandalaginu við Sovétríkin-. Og pólska fréttastofan (PAP) birti hluta bréfs frá sovézk- - segir pólska stjórnin um verkamönnum í verksmiðjunni „Hamar og sigð“ í Moskvu, þar sem Samstaða er sökuð um að hvetja til að „sósíalisma verði kollvarpað, bæði í Póllandi og öðrum sósíalista- löndum". Mietczyslaw Rakowski varafor- sætisráðherra sagði PAP að „ekk- ert væri eftir“ af hugmyndinni um samstarf við Samstöðu eftir þing hreyfingarinnar í Gdansk. „Útför þessarar hugmyndar hefur þegar farið fram. Og það var ekki ég sem lagði hana (Samstöðu) í gröfina. Hún fékk hátíðlega útför í Gdansk.“ Rakowski sagði að í Gdansk hefði Samstaða „bersýnilega sagt yfir- völdum og kerfinu stríð á hendur". Hann sagði að þær yfirlýsingar nokkurra Samstöðumanna að hreyfingin mundi „umbera Varsjár- bandalagið“, en aðeins fram að vissum tíma, „væri ekki lengur heimska. Þetta er pólitískur glæp- ur ... Yfir okkur vofir harmleikur, beinlínis hörmungar, ef núverandi efnahagsástand heldur áfram.“ Talsmaður Samstöðu, Janusz Onyszkiewicz, sagði að svo mikill hiti væri í mönnum að allt gæti farið í bál og brand og kvað Samstöðu óttast að „meiriháttar ögrun" gæti leitt til enn róttækari stefnu á næsta Samstöðu-fundi. I yfirlýsingu frá verksmiðju í Niedomice, sagði að það væru „greinileg afskipti af innanríkis- málum“ að egna saman stjórn og þjóð. Samstöðumenn í sjúkrahúsi í Tarnow sögðu að „Samstaða léti engan hræða sig lengur. Er þetta hótun um íhlutun bandamanns okkar í málefni Póllands?" spurðu þeir. Tass réðst á Samstöðu í skeyti frá Varsjá fyrir að „valda alvarlegum árekstrum í því skyni að kollvarpa núverandi kerfi". Austur-þýzka fréttastofan sagði kjarna málsins hvort pólskir kommúnistaleiðtogar mundu loksins „ráðast gegn gagn- byltingunni með öllum tiltækum ráðum". Gunnar Scheving Thorsteinsson skipstjóri á Tungufossi: „Fór hvað eftir annað á bólakaf með skipinu“ Barðist lengi einn í brúnni við að halda skipinu í horfinu Gunnar skipstjóri og Aðalsteinn skoða brezka bjorgunarhátinn sem bjargaði sjö skipverjum af Tungufossi við mikið harðfylgi. Frá Arna Johnscn hlaðamanni Morgunblaðsins i London. „IIVAÐ eftir annað fór ég á lailakaf með skipinu. þar sem ég stóð aftarlega á því og brotin riðu stöðugt yfir,“ sagði Gunnar Scheving Thorsteinsson. skip- stjóri á Tungufossi. í samtali við Morgunhlaðið í Englandi í gær. en skipverjar á Tungufossi voru þá að tygja sig til heimferðar eftir giftusamlega björgun frá borði á Tungufossi eftir að skipið hafði fengið mikinn sjó á sig og lagst á hliðina i fárviðri á Ermar- sundi síðastliðinn laugardag. Skipið sökk skömmu eftir að skipverjum var bjargað fyrir mikla hetjudáð hrezkra björgun- armanna á sjó og úr lofti. Fjögur skip fórust á þessu svæði sama kvöld og margir sjómenn og alls voru björgunarsveitir á svæð- inu kallaðar út 28 sinnum þetta kvöld. Fárviðri var, 12 vindstig og ofsa sjór. Fjórum var bjargað af þyrlu, fjórir lentu í sjónum og var þeim bjargað í brezkan björgunar- bát og þrír komust, einn og einn í einu, í giímbjörgunarbát og var síðan bjargað um borð í brezka björgunarbátinn. „Þegar við Hallur 3. vélstjóri vorum einir eftir um borð í skip- inu, sem hallaði orðið mjög, vorum við ekkert vissir um að við mynd- um sleppa og kvöddumst með handabandi áður en hann stökk í sjóinn. I þann mund lagðist skipið alveg á siðuna og þá hélt ég að allt væri búið. Ég sá brezka björgunar- bátinn langt frá og þyrluna á leið til lands frá skipinu. Aftur og aftur fór ég í kaf með skipinu og drakk mikinn sjó. Þegar sjórinn skall yfir, reyndi ég að halda mér og missti skipspappírana við það, en á milli ólaga gekk ég á veggjun- um í ganginum þarna. Ég taldi þetta búið spil en það veitti mér mikið afl að hugsa til konu minnar og barna. Það var ekki óhætt að stökkva í sjóinn vegna hættu á að lenda undir skipinu og ekki var óhætt að hlaupa eftir skrokknum af sömu ástæðu. En svo kom þyrlan aftur og ég náði tauginni frá-þeim." Það var um klukkan 20.30 að hallinn kom á skipið og í um það bil klukkustund reyndi skipstjór- inn að halda i horfinu með því að beita skipinu upp í vind og sjó. Hallinn jókst þá stöðugt. „Ég lifði í voninni um að það tækist að bjarga skipinu, en atriðið var að hætta ekki lífi mannskaps- ins svo lengi að ekki yrði aftur snúið,“ sagði Gunnar skipstjóri. „Við gerðum eins og mögulegt var við þessar aðstæður í algjöru fárviðri. Reyndar höfðum við siglt í vitlausu veðri á annan sólarhring frá Bristolflóa, þegar ólánið dundi yfir. Brezki björgunarbáturinn kom að skipinu á svipuðum tíma og brezka herþyrlan, en björgunar- báturinn var til staðar, þegar við sendum út kall og gat komið til okkar þar sem hann hafði ekki fundið eitt skip, sem sent hafði út neyðarkall og það fannst aldrei. Við gátum komið öðrum björgun- arbátnum út við illan leik, en hinn fór sjálfkrafa og hvarf. Hins vegar var vonlaust að eiga við stóru bátana, útbúnaður þeirra dugir ekki við slíkar aðstæður, sem þarna voru. Þegar brezki björgunarbáturinn og þyrlan voru komin að skipinu varð ég að hægja ferðina til þess að mennirnir kæmust frá borði. En þegar þyrlan var komin yfir skipið lægði þrýstingurinn frá spöðum hennar sjóinn við skipið. Mér finnst ekki ólíklegt að það hafi flotið eitthvað lengur vegna þess. Brezku björgunarmennirnir, bæði á þyrlunni og bátnum, stóðu sig frábærlega vel og ég var undrandi á því hvað skipstjórinn á björgun- arbátnum var áræðinn, var hrein- lega viss um að báturinn brotnaði í spón. Samvinna bátsmanna og þyrlumanna var frábær að mínu mati. Ég hef aldrei séð það eins vel hvað það skiptir miklu máli að hafa svona traust tæki til taks, það ræður úrslitum við svona aðstæð- ur. Brezku björgunarmennirnir kvörtuðu mikið undan því, að við höfðum ekki ljós á björgunarvest- unum okkar, en slíkt er skylt í Bretlandi. Þá er ljóst að núgild- andi björgunartækjabúnaður á flutningaskipunum gildir alls ckki þegar á reynir í vondu veðri sem þessu. Við vorum það heppnir að vera nálægt landi og að björgun- arskipið var til taks, en slysið skeði 4 til 5 míiur frá landi. Skipverjarnir áttu í miklum erfiðleikum með að fóta sig og hreinlega halda sér á skipinu, flestir fáklæddir, eftir að hallinn jókst og ég átti til dæmis í miklum erfiðleikum með að komast úr stýrishúsinu og niður til strák- anna. Nei, við sáum ekki á eftir skipinu niður í djúpið, en það lá á hliðinni á kafi í sjó, þegar við hurfum á braut og gaf óþyrmilega yfir það.“ Sjá enníremur bls. 16. 17. 48 og leiðara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.