Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 3 „Fálki hvarf í djúpið um leið og við komumst í gúmmíbátinn“ _VIÐ vorum komnir í Kctjnum Róstina þcKar aldan skall á hátnum ok svo mikii var hún að báturinn fór svo til allur á kaf. Ilann iaKÖist á stjórnhoróshlið ok rétti sík ekki af fyrr en við keyrðum hann upp. ÝmisleKt lausieKt brotnaði á dekkinu við sjóinn ok hálft trollið fór út. en eftir aó háturinn var oróinn réttur. náúum við því inn. en það versta var. að allir rafmótorar i>K somuleiðis rafallinn sIóku út. þannÍK að þeKar við snerum við <>K héldum suður á nýjan lcik til að komast í skjól. vorum við með óllu Ijóslausir ok ekkert ta-ki nema talst<)ðin. sem tengd er við raÍKeyma. i sambandi.“ saKði Níels Ársaelsson 22 ára skip- stjóri á Fálka frá Bildudal. sem sókk órskammt suður af Látra- hjarKÍ á lauKardaKskvóId. Fimm manna áhófn var á Fálka <>k var þeim hjarKað um borð í eina síðutoKara landsmanna. InKÓlf frá Garði. en skuttoKarinn Apríl frá Hafnarfirði aðstoðaði mikið við hjorKunina með því að lýsa hafsvæðið krinKum Fálka ok InKÓlf upp. „Þegar eftir að við snerum við,“ sagði Níels, „kom í ljós, að leki var kominn að bátnum og við báðum Ingólf að fylgja okkur uppundir bjargið. Við vorum með þrjár dælur í gangi, en fljótlega varð ástandið þannig að þær höfðu vart undan. Veðrið var afspyrnuvont, um 13 vindstig, og særokið mikið. Þegar við áttum 2 mílur eftir í bjargið ákvað ég að senda 3 menn yfir í Ingólf i öryggisskyni og ennfremur skipstíkina hana Dollý. Við sett- um annan gúmmíbjörgunarbát- — segir Níels Ársælsson skipstjóri á Fálka BA inn okkar á flot og létum hann síðan reka frá okkur yfir að Ingólfi, en við höfðum ávallt taug í bátnum. Eg hafði hugsað mér að freista þess að komast í betra skjól á meðan vélin væri í gangi, því þá var meiri von um að bjarga bátnum. Það var svo þegar við vorum búnir að sigla hálftíma til viðbót- ar og við áttum aðeins hálfa mílu eftir í bjargið, að báturinn tók skyndilega á sig mikinn halla. Við vorum með hinn björgunar- bátinn tilbúinn, hentum honum útfyrir, þannig að hann sprengdi sig upp, en okkur gafst ekki tími til að kalla yfir í Ingólf og láta vita af hvernig komið var. Þegar gúmmíbáturinn blés sig út var hallinn á Fálka svo mikill að möstrin voru komin í sjó og urðum ég og stýrimaðurinn, sem var með mér að klifra upp eftir síðu bátsins og aftur með og stökkva síðan um borð í gúmmí- bátinn. Þegar við komumst um borð í björgunarbátinn var Fálka að hvolfa og örskömmu síðar hvarf hann í djúpið. Okkur rak síðan á gúmmíbátnum að Ingólfi, þar sem vel var tekið á móti okkur," sagði Níels. Þegar Fálki sökk var liðinn um 2'k tími frá því að báturinn fékk sjóinn á sig. Þrír skipverja aí Fálka við komuna til Reykjavikur í gær ásamt skipshundinum Dollý. Talið frá v.: Níels Ársælsson. skipstjóri. 22 ára. Olafur Ingimarsson. stýrimaður 22 ára og Óskar Aðaisteinsson. vélstjóri 21 árs. Fyrir vestan urðu eftir hróðir Níelsar. Tryggvi Ársælsson lf> ára og Baldvin Ragnarsson 28 ára. l,j<Vsm. MM..ÓI.K.M. Fálki var keyptur til Tálkna- áður Lundi og þar áður Sigurbára fjarðar um sl. áramót og þá frá II. Að sögn Níelsar var Fálki gott Vestmannaeyjum. Hét báturinn sjóskip og vel búinn tækjum. Níels, sem er 22 ára að aldri, er sonur Ársæls Egilssonar skip- stjóra og aðaleiganda að skuttog- aranum Sölva Bjarnasyni. Níels hóf sjósókn 12 ára gamall og hefur stundað sjóinn síðan að undanskyldum þeim vetrum sem hann var í stýrimannaskólanum. Fyrst var hann skipstjóri 17 ára gamall, en síðustu tvö árin hefur hann eingöngu verið skipstjóri. Þegar Fálki sökk voru þeir með sólarhrings afla um borð, 7 lestir. Við spurðum Níels hvort hann ætlaði sér að reyna að ná í annað skip. „Já, við munum reyna að finna annað skip, svo fljótt sem auðið er. Það var fyrir skömmu stofnuð fiskverkun heima sem heitir Kópavík. Þar hafa unnið 15—20 manns undanfarið og vor- um við á samningi hjá þessari stöð um að leggja þar upp afla til vertíðarloka í vor. Ef við getum ekki fengið annað skip þá verður lítið að gera hjá fyrirtækinu. Að vísu landar þar annar bátur, en mun minni og afkastaminni en Fálki* Þá sagðist Niels vilja þakka Kjartani Ingimundarsyni skip- stjóra á Ingólfi og áhöfn hans fvrir mikla hjálp og góðar mót- tökur, en þess má geta að sjálfur er Kjartan Tálknfirðingur. Einn- ig sagðist Níels vilja þakka Abso- lon Olsen skipstjóra á Apríl fyrir aðstoðina. „Það má segja að sú aðstoð sem Apríl veitti hafi verið hálf björgunin. Skipið er búið geysisterkum ískösturum og komu þeir að ómetanlegu gagni, því hægt var að lýsa allt svæðið upp,“ sagði Níels. Nú getur þú fengið nýja Sinclair Pínutölvu fyrir aðeins 1795.- krónur! Sinclair tölvan er á staerð við tvö súkkulaðistykki, 16,7 cm x 17,5 cm x 4 cm, og aðeins 350 gr. á þyngd. Ótrúleg örtölvutækni gerir nú hverjum sem er kleift að kaupa sér pínutölvu og nota hana bæði í gamni og alvöru. Heimilisbókhaldið, bankareikningurinn, innkaupalistinn og jafnvel símaskráin em leikur einn í pínutölvunni! Sinclair Pínutölvan hefur vakið heimsathygli. Á síðast liðnu ári seldust rösklega 50,000 pínutölvur í Bret- landi, en í ár hefur framleiðsla og sala Sinclair margfaldast enda er eftirspumin gífurlega mikil. Skólar, heimili, námsfólk og félagasamtök notfæra sér möguleika Sinciair Pfnutölvunnar til margvíslegra hluta. Ódýrara tölvutæki er varla til! Hvað gerir Pínutölvan? Næstum þvf hvað sem er. Hún aðstoðar þig við: Heimilisbókhaldið Bankareikninginn Fjárhagsáætlun heimilisins Víxla og skuldabréfalistann Afmælisdagabókina Símaskrána Jólakortalistann Plötu, bóka og blaðasafnið Birgðabókhald eldhússins Stærðfræðinámið og skólann Stigatöflu knattspymunnar og aðstoð vegna getrauna o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. Beint í sjónvarp Sinclair Pínutölvuna má nota hvar sem er. Mota má hvaða sjónvarp sem er fyrir skerm. Þú stingur henni bara í samband í loftnetstengilinn, og keyrir af stað! heimilistæki hf Sætúni 8. Pínuminni Ef þú villt auka getu Sinclair pínutölvunnar er hægt að kaupa viðbótarminni, sem eykur afköstin. Pínuprentari Sinclair pfnutölvan er alvörutölva. Þú getur keypt við hana prentara, sem prentar úrlausnir tölvunnar á strimil. Pínuleikir Þú notar Pínutölvuna til að kenna þér og fjölskyldunni að notfæra sér tölvur - mikilvægt uppeldisatriði. En svo er líka hægt að leika sér við pínutölvuna með sér- stökum tölvuleikjum. Leiðbeiningar Með hverri tölvu fylgir 212 síðna leiðbeiningabók, sem útskýrir möguleika Sinclair pínutölvunnar á einfaldan hátt Eaii ii__lair" zxö i Pínutölva fyrír þá, sem aldrei hafa kynnst töivum áður — og hina líka!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.