Morgunblaðið - 22.09.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 22.09.1981, Síða 15
15 -------1. .-------;------------------------ MORGUNBLAÐÍI>r-ÞRÍÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 bær voru léttar á íæti Linda Björnsdóttir og Rannveig \ ieid í Emstrur. beir urðu númer tvö og þrjú í Andrésdóttir. þegar þær komu i hlað i Alftavatni. keppninni, Geir Sigurðsson og Unnar Garðarsson og svo Vigfús Páisson og Kjartan Ingason. Benedikt Kristjánsson og bór Ægisson við komuna i bórsmörk. Tryggvi Páil Friðriksson, formað- ur LHS. Sá elzti og sá yngsti. Freyr Bjartmarz og sonur hans Ragnar koma á leiðarenda i siðari áfanga á Fimm- vörðuhálsi. Við komu i Emstruskála, Andrés og Magnús framar og Hclgi og Arnór fyrir aftan. beir eru greinilega i góðu formi kapparnir þrátt fyrir að þeir voru búnir að vera á ferðinni ailan daginn. Andrés Þ. Bridde og Magnús Bárðarson sigruðu í karlaflokki og Anna Lára Friðriks- dóttir og Vilborg Hannesdóttir í kvenna- flokki hraða, sem var á keppendum fyrstu þætti keppninnar. Ur Álftavatni var svo haldið í Hattfellsgil, en þar var ómönnuð stöð, sem keppendur þurftu að koma í, en þaðan var svo haldið í Emstru- skála Ferðafélags íslands, sem var síðasti viðkomustaður keppenda á fyrra degi, áður en komið var í Þórsmörk. Fyrstu keppendur komu svo í Þórsmörk um hálfsexleytið á laugar- dagskvöld, og höfðu því verið á ferðinni í liðlega ellefu klukkustund- ir. Það voru þeir Andrés og Magnús annars vegar og Arnór og Helgi hins vegar. Töluverður tími leið síðan þar til næstu keppendur birtust og þeir síðustu birtust nokkrum klukku- stundum síðar, þegar almyrkt var orðið. Þegar upp var staðið höfðu alls níu lið lokið þátttöku, eða helmingur þeirra sem byrjuðu. Óneitanlega var nokkuð dregið af sumum keppenda, enda ekki að undra eftir að hafa „hlaupið" liðlega 60 km á hálfum sólarhring. Menn fengu heitt kakó og stungu sér síðan i svefnpoka í tjaldið, en samkvæmt keppnisreglum var ekki ætlast til þess, að keppendur svæfu í skála. Eftir fyrri dag keppninnar var þegar ljóst, að mjög vel hafði verið staðið að öllum undirbúningi fyrir keppnina, og er óhætt að hrósa framkvæmdaaðilum keppninnar fyrir þeirra þátt, eigi síður en keppendum. Það var Eggert Lárus- son, félagi í Hjálpai^veit skáta í Reykjavík, sem stjórnaði keppninni af röggsemi. I upphafi hafði verið gert ráð fyrir að keppendur færu seinni daginn frá Þórsmörk yfir Fimmvörðuháls niður að Skógum, en þeirri áætlun var breytt og ákveðið, að keppninni sk.vldi Ijúka við skála Flugbjörgun- arsveitar Eyfellinga á Fimmvörðu- hálsi. Keppendur voru síðan ræstir við Bása sunnanvert í Þórsmörkinni klukkan liðlega tíu á sunnudags- morgun og voru það átta lið, sem hófu keppni, eitt liðið frá deginum áður hafði hætt keppni vegna krankleika annars keppandans. Keppendur tóku þegar til fótanna og var greinilegt, að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Það var hreint með ólíkindum hversu hratt hinir fyrstu komust yfir. Enda kom á daginn að sigurvegararnir, þeir Andrés og Magnús, komu upp á Fimmvörðu- háls aðeins tæpum tveimur tímum síðar. Næstu keppendur komu tíu mínútum síðar og svo hver af öðrum. Þeir síðustu voru tæplega þrjá og hálfan klukkutíma á leiðinni. Frá Fimmvörðuhálsi var síðan ekið að Skógum, þar sem Tryggvi Páll Friðriksson, formaður Lands- sambands hjálparsveita skáta, af- henti keppendum verðlaun sín, auk þess sem öllum þátttakendum var afhentur minjagripur um þátttök- una. Sveitir sigurvegaranna, sem í þessu tilfelli var Hjálparsveit skáta í Reykjavík, fékk svo bikara til eignar. Sigurvegararnir fengu ennfremur að launum úttekt í Skátabúðinni, 3000 krónur hvor, og þeir sem lentu í öðru sæti fengu 1500 króna úttekt hvor. Þetta er í fyrsta sinn, sem keppt var í fjallamaraþoni á Islandi og er óhætt að hrósa framkvæmdaaðilum f.vrir þeirra framtak, en öll skipu- lagning var til mikils sóma fyrir þá. Það var mál allra, sem undirritaður ræddi við, hvort heldur keppendur eða starfsmenn, að keppnin hefði tekizt mjög vel og bráðnauðsynlegt væri, að halda slíka keppni árlega og þá jafnvel fyrir almenning líka. Sighvatur Hlondal. Fjallamaraþon LHS og Skátabúðarinnar 1981 Niðurstöður Karlaflokkur: Keppendur: Andrés Þ. Bridde og Sveit Röð Heíldartími Tími fyrri ófang: Magnús D. Bárðarson Vigfús Pálsson og HSSR 1 12,57 klst. 11,03 klst. Kjartan Ingason Geir Sigurðsson og HSSR 2 14,33 klst. 12,20 klst. Unnar Garðarsson Þór Ægisson og Albert 3 14,42 klst. 12,15 klst. Benedikt Kristjánss. Einar Hauksson og FBS 4 15,14 klst. 13,11 klst. Már Guðmundsson Freyr Bjartmarz og HSK 5 15,04 klst. 12,34 klst. Ragnar Bjartmarz FBS 6 17,19 klst. 13,45 klst. Lið númer 1, 2, 4 og 6 fengu 120 Kvennaflokkur: Anna L. Friðriksd. og refsistig, en 3 og 5 fengu 140 refsistig. Vilborg Hannesdóttir Linda Björnsdóttir og HSSR 1 14,38 klst. 12,31 klst. Rannveig Andrésd. HSSR 2 15,38 klst. 13,29 klst. Bæði liðin tengu 120 refsistig. Skýring: HSSR: Hjálparsveit skáta í Reykjavik. HSK: Hjálparsveit skáta í Kópavogi FBS. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Albert: Björgunarsveit Slysavarnafélags íslands á Seltjarnarnesi. ítarskóli ÓLAFS GAUKS Innritun hafin í nýju húsnæöi aö Stórholti 16, sími 27015 eöa 85752. llnRÍr oft aldnir njóta þess að borða köldu Roval búðinftana. Braftðteftundir: — Súkkulaði. karamellu, vanillu og jarðarberja. NYKOMÐ aVÐHVIAI MARGAR GERÐIR AF LEDURSTCHJUM sm 44544 I EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.