Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUOftGUR'22. SBIíTÆMBER 1981 Hægriflokkurinn i Svíþjóð: Bohman hættir formennskunni Stokkhólmi. 21. M ptrmlx r. Al*. GÖSTA Bohman. íormaftur IlaKri- flokksins sa-nska. tilkynnti í da»{. ad hann a tlaAi að sojíja af sór formonnskunni á landsþinxi flokksins í næsta mánurti. Kjcir- nofnd flokksins hofur oinróma madt moó því. að Ulí Adolsohn. fyrrv. póst- ok símamálaráóhorra. vorói næsti formaóur Ila'Kriflokks- ins. Gösta Bohman tók ákvörðun um afsöfjnina þe»;ar hann þóttist viss um, að ekki kæmi til óeininnar innan flokksins um formannsstöðuna. Á fundi með fréttamönnum sa»;ði Boh- Gósta Bohman man, að helstu ástæður hans fyrir afsö»;ninni væru hár aldur, en hann stendur nú á sjötugu, ok auk þess vildi hann fá meiri tíma með fjöl- skyldu sinni. Gösta Bohman tók við formennsku IlæKriflokksins árið 1970, þegar kjörfylgi hans stóð í 11,5% og hafði stöðuj;t verið að minnka í heilan áratug. Undir forystu Bohmans hef- ur flokknum hins vegar vaxið mjög ásmegin og í kosningunum 1979 fékk hann 20,3% atkvæða og er spáð 25% ef gengið væri til kosninga nú. Velgengni Hægriflokksins, sem er stærstur borgaraflokkanna í Sví- þjóð, er rakin til þess, að hann hefur harist fyrir miklum skattalækkun- um og auknu svigrúmi einstakl- inganna í þjóðfélaginu, en margir telja, að slíkar aðgerðir séu nauðsyn- logar til að örva sænskt efnahagslíf. ERLENT, Skaðabætur fyrir gíslana WashinKton. 21. septcmber. AP. SÉRSTÖK nefnd. skipuð af Banda- ríkjaforsota. lagði til á mánudag að handarísku gíslunum frv. yrðu greiddir 12,50 dollarar í skaðahæt- ur fyrir hvorn dag sem þeir voru í haldi í Tehoran. Þingið og Ronald Roagan forseti þurfa að samþykkja tillöKuna. Ef það verður gert munu Kislanir 52 hljóta 5.550 dollara fyrir tímann sem þeir voru í haldi. íranskir stúdentar hóldu þoim í handaríska sendiráðinu í 111 daga. Tillaga nefndarinnar mun kosta ríkið 289.000 dollara. Hún lagði einnig til að gíslarnir hljóti sömu skattfríðindi og fangar úr Víet- nam-stríðinu. Brice Claggett, lögfræðingur gísl- anna, lagði til í yfirheyrslum hjá nefndinni að þeir fengju 1.000 doll- ara fyrir hvern dag sem þeir voru í haldi. Það myndi kosta ríkið 23 milljónir dollara. Hann sagði að það væri lág upphæð ef tillit væri tekið til hættunnar sem gíslarnir voru í og meðferðarinnar á þeim. „Brosandi hermenn úr fótgönguliði Bandaríkjamanna", sagði í myndatexta sem fylgir þessari mynd frá AP-fréttastofunni. Hún var tekin við heræfingar nærri Giessen í Vestur-Þýskalandi fyrir skömmu. Drakk sig íhel Rothorham. 18. septemher. AI'. BREZKI vöruhílstjórinn Micha- ol llill drakk sig i hol or hann tók á móti viðurkonninKU fyrir öruKKan akstur í boði, scm borgarstjórinn. í Rothorham hólt. Ilill lózt innan þriggja stunda frá því hann tók fyrsta sopann. Að sögn lækna, kom í ljós við krufningu, að Hill hefði drukkið sem svaraði 11 lítrum af bjór í boðinu, og að áfengismagnið í blóðinu hefði verið sexfalt það magn, sem leyfilegt er að drekka án þess að missa ökuréttindi. Niðurstaða krufningarinnar var að Hill hefði dáið úr brenni- vínseitrun, vínandamagnið hefði stöðvað heilastarfsemina. Ákaf ir bardagar geisa í Kandahar Ráðist á sovéska sendiráðið í Kabúl í f jórða sinn í mánuðinum Quctta. I'akistan. 20. september. AI'. ÁKAF'IR bardagar gcisa nú í Kandahar. na'ststærstu borg Afganistans. og hafa gert síðustu 12 dagana oða síðan stjórnvöld tilkynntu. að allir fyrrvorandi hormonn a'ttu að koma til her- þjónustu. Þossar fréttir eru hafð- ar eftir Afgönum. sem hafa kom- ið til Pakistan síðustu dagana. Hermt er, að mikið mannfall hafi orðið meðal óbreyttra borg- ara í loftárásum Sovétmanna og allt að 500 byggingar verið eyði- lagðar. Að sögn vitna laumuðust um 300 skæruliðar inn á aðal- markaðstorgið í Kandahar á sama tíma og hundruð manna, sem neyða átti í herinn, forðuðu sér úr borginni. „Við skutum ofan af þökum húsanna allt um kring og felldum 35—40 stjórnarhermenn og vopn- aða félaga kommúnistaflokksins þegar þeir gengu eftir markaðs- torginu," sagði Mohammed Qasim, 25 ára gamall skæruliði. Svo virðist sem Rússar séu hættir að beita brynvögnum í baráttunni við skæruliða, enda eru þeir síðarnefndu sagðir mjög vel vopnum búnir gegn þeim. Rússar beita þess í stað stórskota- liði í auknum mæli, 122 mm fallbyssum, sem skjóta má af úr a.m.k. 20 km fjarlægð. í fréttum frá Nýju-Delhi segir, að afganskir frelsissveitarmenn hafi unnið allnokkrar skemmdir á sovéska sendiráðinu í Kabúl í eldflaugaárás á það. Það mun vera fjórða árásin á sendiráðið í þess- um mánuði. Engar fregnir fara af mannfalli. Einnig eru fréttir um, að eyðilagðar hafi verið fjórar miðstöðvar afganska kommún- istaflokksins í Kabúl í síðustu viku og mikið af vopnum tekið herfangi. Sendinefndir Sovétmanna og afganskra stjórnvalda á allsherj- arþingi SÞ, sem nú er í þann veginn að hefjast, vinna nú að því bak við tjöldin að sýna fram á aukinn sveigjanleika hvað varðar umræður um hugsanlegan brott- flutning sovésks herliðs frá Afg- anistan. Vestrænir stjórnmála- skýrendur telja engar líkur á að um slíkan brottflutning verði samið og líta á þessar aðgerðir sem lið í þeim ásetningi Rússa að koma í veg fyrir aðra samþykkt allsherjarþingsins gegn þeim. Pólverji leitar hælis í Svíþjóð Nokkrir gislanna við komuna til Alsír eftir að þeir voru látnir lausir 21. janúar sl. Stokkhólmi. 20. scptcmhcr. AI'. TALSMAÐUR sa'nska utanríkis- ráðuneytisins tilkynnti i dag. sunnudag. að fyrsti sendiráðsritari pólska sendiráðsins. Wit Wojtow- icz. hefði bcðist hælis í Svíþj<)ð sem pólitískur flóttamaður. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál og ekki er vitað hvar Wojtowicz er niðurkominn. Kona hans og barn hafa einnig farið fram á hæli í Svíþjóð. Eftir pólskum heimildum er haft, að Wojtowicz hafi verið þriðji efstur í virðingarstiganum í sendiráðinu í Stokkhólmi, þar sem hann hafi Gullið streymir á land úr Edinburgh Eigandi bjorgunarféJagsins orðinn margfaldur milljónamæringur London. 21. scptcmbcr. Al'. BRESK stjórnvöld tilkynntu sl. lauKardag. að tekist heíði að bjarga 100 gullstonKum úr breska skipinu EdinburKh. sem Þjóðverjar sokktu á stríðsárun- um. en það ligKur á 8flfl íeta dýpi i koldum sjónum í Barentshafi. Þessar hundrað gullstangir eru metnar á Iflfl milljónir króna. Þeir, sem vinna við að bjarga gullinu, telja, að eftir tíu daga verði þeir búnir að ná því, sem eftir er af því, en það er metið á 240 millj. kr. Það voru þýskir tundurspillar, sem sökktu beiti- skipinu Edinburgh árið 1942 þeg- ar það var að flytja rússneskt gull til Bandarikjanna, en með því ætluðu Rússar að greiða fyrir vopnakaup sín vestra. Edinburgh sökk norður af Noregi, 170 mílur fyrir norðan sovésku hafnarborg- ina Murmansk, ásamt líkum 30 manna af þeim 60, sem fórust í árás tundurspillanna. Samkvæmt upphafiegum vá- tryggingarskilmálum munu Sov- étmenn fá tvo þriðju af gullinu en Bretar þriðjunginn. Bandaríkja- menn fá ekkert því að trygg- ingarfélögin bættu þeim skaöann á sínum tíma. Sá einstaklingur, sem mest hagnast á þessum „gullgrefti" í Barentshafinu, er Keith Jessop, 48 ára gamall forstjóri og eigandi björgunarfé- lagsins, sem unnið hefur verkið. Hann er nú orðinn margfaldur milljónamæringur og hermt er, að hann hafi sagt þegar fyrsta gullstöngin kom upp úr djúpinu: „Þessi er passleg upp í túlann á þeim, sem hafa kallað mig bölv- aðan bjána." starfað í tæpt ár. Hann var áður starfsmaður pólska kommúnista- flokksins í Podhale í Suður-Pól- landi. Sjö farast í flugslysi Indian Sprincs Novada. 21. sept. Al’. BANDARÍSK herflutninKaflugvél, með 68 manns innanborðs, brotlenti skammt frá herflugvelli í Indian Springs í Nevada snemma í dag. Eldur kom upp ! vélinni eftir brot- lendinKuna ok er hermt, að sjö menn hafi farist en aðrir sloppið með minniháttar meiðsli. BjörKunarmenn þustu á vettvang strax eftir slysið en þrátt fyrir slökkvistarfið logaði mikill eldur í vélinni í fjórar klukkustundir. Að söKn embættismanna fórust sjö menn en öðrum tókst að bjarga án mikiila meiðsla. Þegar fluKslysið átti sér stað fóru fram sameiginlegar heræfinKar á veKum landhers ok fluKhers í Nevada í Bandaríkjunum. Hugmyndir um friðarverðlaunin Osló. 21. M'ptl'IllIht. A I* IIAFT ER eftir ónafnKreindum heimildum í Osló að Desmond Tutu, svarti biskupinn í Suður-Afríku, sé meðal 77 sem koma til Krcina sem þÍKKÍendur friðarverðlauna Nóbels í ár. Aðrir sem hafa verið nefndir eru m.a.: Robert Mugabe, forseti Zimb- abwe, Helen Suzman, frá S-Afríku, Iæch Walesa, leiðtoKÍ Samstöðu í Póllandi, Alva Myrdal, sænski friðar- sinninn, Robert McNamara, fv. yfir- maður Alþjóðabankans ok sænski sendiráðunauturinn Raoul Wallen- berK. Flugfreyja kremst til bana l,«mdon. 21. scptcmbcr. Al*. FLUGFREYJA hjá Wurld Airways [higlélaginu fórst þeK- ar opin lyíta um borð í DC-lfl þotu fór af stað og hún varð á milli KÓlfsins í lyftunni og loftsins. að sögn starfsmanns handarísku fluKumferðarstjórn- arinnar. Talsmaður fluKfélags- ins sagði AP-fróttastofunni að hrjóstkassi Karen Williams, sem var 24 ára. hefði kramist og of lítið væri vitað um lildrog slyssins til að fullyrða nokkuð. Vólin var yfir Atlantshafi á leið frá Baltimore til London þegar slysið varð. Ekki var vitað hvernÍK það vildi til. Talsmaður fluKÍélagsins saKði að aðrir í áhöfn vélarinnar yrðu spurðir síðar um málavexti en þeir hefðu orðið fyrir miklu áfalli. Tvær lyftur eru í þotunni milli farþegarýmis og geymslu- pláss. Áhöfnin notar aðra lyft- una til að flytja mat frá neðri hæð vélarinnar en hin er notuð fyrir farangur og verkfæri. Slysið varð um klukkustund áður en lent var á Gatwick- flugvelli í London. Talsmaðurinn sagði að sumir farþeganna, sem voru 300 talsins, hefðu vitað að eitthvað væri að en ekki gert sér grein fyrir að flugfreyja hefði látist. Lík Williams var tekið úr vélinni í London en áhöfnin hélt fluginu áfram til Frankfurt þangað sem ferðinni var heitið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.