Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 21 Sex voru með 12 rétta 14.320 kr. fyrir 12 rétta f 4. LEIKVIKU Getrauna komu fram 6 raðir með 12 rétta leiki og var vinninKshlutinn kr. 14.320,00, en 114 raðir voru með 11 rétta ok vinninKshlutinn þar kr. 323,00. >Tólfararnir“ voru víðsveKar að af landinu. Akureyri. SandKcrði, Ilafnarfirði, KópavoKÍ <»K Reykjavík. Hatínaður Norskra ííotrauna 1980 nam 414 milljónum Reikningar Norsku getraun- anna fyrir árið 1980 eru komnir út. Heildarvelta fyrirtækisins nam eftir 52 leikvikur alls kr. 1.121,5 millj. kr. og nettóhagnað- ur varð kr. 414 millj., sem skiptist til helminga á milli íþróttamála og lista og vísinda- starfs. Stærsta leikvikan var um jólin, 32 millj. en sú lægsta um verzlunarmannahelgina, 13 millj. kr. Um langt árabil hefur hámarksvinningur á röð verið V* millj. en hefur á þessu ári verið hækkaður í xk millj. kr. Á síðasta ári var vinningur fyrir 12 rétta takmarkaður með þessu móti í aðeins 3 leikvikum af 52. Norðmenn, sem nú eru um 4,1 millj. talsins, sendu inn á síðasta ári alls 125 millj. getraunaseðla, sem hver kostaði að meðaltali tæpar 9 kr. Norsku getraunirnar eru nú að koma sér upp mjög fullkomnum tölvuútbúnaði við uppgjör og vinningaleit, og munu á næsta ári senda íslenzkum getraunum nokkrar vélar, sem verið er að leggja af. Þróttur: 0f|,01 KunzevoCA3»U* I SOVÉSKA handknattleiksliðið Kunzevo. sem statt er hér á landi í boði handknattleiks- deildar Vals. sigraði Þrótt í fyrsta leik sínum hér á landi í gærkvöldi. Kunzevo sigraði með 21 marki gegn 20 ok var sá sÍKur sanngjarn. En bæði liðin fóru hroðaleKa með fjölda goðra tækifæra. Staðan í hálf- leik var 13—10 fyrir Kunzevo. Sovétmennirnir höfðu forystu allan leikinn og í fyrri hálfleikn- um var sú forysta jafnan nokkuð örugg. Virkaði liðið talsvert • Sigurður Sveinsson skoraði 11 mörk. 11 mörk Sigurðar er Kunzevo vann naumlega sterkara en lið Þróttar, til dæm- is átti liðið fjölda stangarskota (nokkuð sem Þróttarar tóku síð- an að sér í síðari hálfleik). Síðari hálfleikurinn var síðan sveiflu- kenndur, Þróttararnir söxuðu á forskot Kunzevo framan af hálf- leiknum, misstu þá síðan frá sér, en hófu síðan aftur að saxa á undir lokin með þeim afleiðing- um að einu marki munaði þegar upp var staöið, 21—20. Þetta var nokkuð þokkalegur leikur á köflum og sovéska liðið bara nokkuð sterkt að sjá. Þrótt- arar geta betur en þeir sýndu í gærkvöldi og var helst til of lítil breidd í markaskoruninni. En besti maður liðsins var Ólafur Benediktsson, sem lék sinn fyrsta leik í marki liðsins. Varði hann eins og berserkur, m.a. 3 vítaköst. Belov hinn frægi var afar lélegur. Mörk Þróttar: Siggi Sveins 11, Páll Ólafsson 7, Gunnar Gunn- arsson og Ólafur H. Jónsson eitt hvor. — gg. Lítiö skoraö á Ítalíu. ÖNNUR umferðin í ítölsku deildarkeppninni í knattspyrnu fór fram um helgina og urðu úrslit leikja sem hér segir: Ascoli — Udinese 3-0 Avellino — Juventus 0-1 Cagliari — Napoli 1-1 Catanzarro — Inter Milan 0-0 Cesena — Roma 1-1 Como — Genoa 1-1 AC Milano — Fiorentina 0-0 Torino — Bolognia 1-0 Markaregn að venju í ftölsku deildinni og leikmenn Ascoli áreiðanlega skoðaðir sem ein- hver viðundur þessa daganna!! Ekki gengur vel hjá Joe Jordan. skoska landsliðsmiðherjanum hjá AC Milano. tveir leikir búnir og enn ekkert mark. Sex atvmnumenn leika gegn Tékkum á morgun Á MORGUN, miðvikudag. mæt- ir íslenska landsliðið i knatt- spyrnu liði Tékkóslóvakíu i undankeppni HM á Laugardals- velli. Leikur liðanna hefst kl. 17.30. Guðni Kjartansson lands- liðsþjálfari tilkynnti i Kær- kvöldi þá 16 leikmcnn sem hann hefur valið til leiksins. Eru það eftirtaldir leikmenn: Guðmundur Baldursson, Fram Guðmundur Ásgeirsson, UBK, nýliði Örn Óskarsson, Örgryte Viðar Halldórsson, FH Ólafur Bjðrnsson, UBK Marteinn Geirsson, Fram Saevar Jónsson, Val Sigurður Lárusson, ÍA Sigurður Halldórsson, ÍA Ásgeir Sigurvinsson, Bayern Miinchen Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln Atli Eðvaldsson, Fortuna Dusseldorf Magnús Bergs, Borussia Dortmund Arnór Guðjohnsen, Lokeren Pétur Ormslev, Fram Ragnar Margeirsson, ÍBK Liðið sem hefja mun leikinn verður að öllum Ííkindum skipað þessum leikmönnum. Markvörð- ur Guðmundur Baldursson. Varnarmenn Örn Óskarsson, Sævar Jónsson, Marteinn Geirsson, Viðar Halldórsson. Miðjuleikmenn Magnús Bergs, Ásgeir Sigurvinsson, Janus Guð- laugsson, Atli Eðvaldsson. Framlínumenn Arnór Guðjohn- sen og Pétur Ormslev. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Tékkóslóvakíu, lauk með yfirburðasigri Tékka, 6—1. En þá fékk íslenska liðið á sig fjögur mörk síðustu fjórar mínútur leiksins. Guðni Kjartansson sagði í gærkvöldi að hann óttað- ist ekki skell á móti Tékkum. Við getum leikið mjög vel og nú erum við með eitt okkar alsterk- asta landslið sem við getum teflt fram. Þá ættu aðstæður að vera okkur hagstæðar. Landslið Tékkóslóvakíu er eitt af albestu landsliðum í heimi og hefur reyndum og sterkum leikmönn- um á að skipa. Forsala að leiknum hefst í dag kl. 12 við Utvegsbankann. . - ÞR. Evrópumeistarar Celtic sigruðu örugglega 3—1 og sýndu góðan leik — þeir hafa einhverntíma veriö góðir þessir karlar varö einum áhorfenda aö oröi er hann horföi á leik þeirra Evrópumeistarar Celtic frá árinu 1967 sýndu að lengi lifir í gömlum gla'ðum. er lið þeirra sigraði úrvalslið fyrrverandi landsliðskappa i Keflavík á sunnudag, 3—1. Staðan í hálf- leik var 3—0 fyrir Celtic. Skosku leikmennirnir. sem flestir eru komnir yfir fertugt <»K í lítilli a'fingu. léku á als oddi <»K sýndu goðan samleik og agaðan varnarleik. Einum áhorfanda varð að orði er hann horfði á leik liðanna: ,.Þ< ir hafa einhvern tíma verið K<»ðir þess- ir karlar.“ Framan af leiknum sótti úr- valsliðið öllu meira en átti fá tækifæri. Harry Hood skoraði fyrsta mark Celtic og skömmu síðar skoraði hinn frábæri leik- maður Bobby Lennox en hann, ásamt Jimmy Johnstone, var besti maður Celtic. Þriðja mark skoraði svo Joe McBride. Snemma í síðari hálfleik skoraði svo Ingi Björn Albertsson eina mark íslenska liðsins. Magnús Torfason var mjög nálægt því að skora er hann átti gott skot í þverslá. Það var alveg ótrúlegt hversu snjallir þeir voru og úthaldsgóð- ir, sögðu íslensku leikmennirnir eftir leikinn. Og víst var að Celtic-liðið kom ekki aðeins leik- mönnum á óvart, heldur líka þeim 900 áhorfendum sem leik- inn sóttu og skemmtu sér vel. Leikmenn Celtic voru mjög hrifnir af ferð sinni til landsins og hafa fullan hug á að endur- gjalda hana með því að bjóða íslenska liðinu til Skotlands. ÞR jÆ m r it'Jw' ' r „ ‘ í- • Evrópumeistarar Celtic frá árinu 1967, léttir í lund. Myndin er tekin fyrir utan Hóltel Holt, en þar bjó liðið á meðan á dvöl þess stóð hér á landi. Með Celtic-leikmönnunum á myndinni eru Ilalldór Einarsson (Henson), sem hafði veg og vanda af heimsókn Celtic til landsins, Guðmundur Ilaraldsson dómari og Einar Hjartarson línuvörður. Ljósm. Kristján Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.