Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 37 heim af sjónum var gjarnan efnt til hátíðar, enda ærið tilefni, því Páll sigldi með aflann öll stríðsár- in, þrátt fyrir þá gífurlegu hættu og skipstapa sem stríðinu fylgdu. Má nærri geta að mörg hefur andvökunóttin verið heima hjá hinni ungu konu, með lítil börn. Páll þótti afburða dugmikill sjómaður og ekki nema hraust- ustu manna færi að vera í skip- rúmi hjá honum, en drengur góður og mikill félagi, enda voru sömu mennirnir með honum ár eftir ár. Það hefur verið mikið afrek hjá ungum eignalitlum manni í þá tíð, að eignast stóran bát, þá voru ekki sjóðir eða styrkir í að sækja og oft erfitt að fá lán, en þetta tókst Páli og árið 1943 kaupir hann annan bát, Hilmi, í félagi við annan mann á Þingeyri. Með þeim báti fórst Páll ásamt allri áhöfn það sama ár, hér heima við Islands- strendur. Eftir stóð 35 ára gömul ekkja með fjögur börn, þrjú ófermd. Ekki voru þetta þó hennar einu raunir þessi árin, því báturinn hennar, Fjölnir, var sigldur niður út við England í mikilli þoku einu og hálfu ári síðar og með honum fórust 5 menn, þar á meðal Gísli bróðir hennar. Nú reyndi mikið á þrek og dug Döddu og stóð hún alla storma af sér svo aðdáun vakti og miðlaði gjarnan öðrum of óbilandi kjarki. Börnum sínum bjó hún enn sem fyrr gott heimili og hjálpaði þeim til að afla þeirrar menntunar sem hugur þeirra stóð til. Fyrstu árin vann hún ekki úti, en seldi oft mönnum fæði, en hún var ein sú allra besta matmóðir sem ég hef kynnst, enda smekk- manneskja og sérlega þrifin, svo gott var hjá henni að vera. Ég hef aldrei séð annað eins forðabúr í kaupstað, eins og var í kjallaran- um hennar á Þingeyri, né betur um allt gengið. Seinna þegar börnin voru gift og burtu flogin fór hún að vinna í frystihúsinu og vann þar til ársins 1972, að hún flutti með Þórdísi dóttur sinni suður í Garðabæ, en hún hafði þá búið hjá henni og manni hennar, Kristmundi, í nokkur ár á Þingeyri, eftir að hún seldi húsið sitt. Eg gleymi ekki þeim degi er ég hitti Döddu fyrsta sinni. Það var í október 1952 að ég kom í mína fyrstu heimsókn til Þingeyrar, þá nýtrúlofuð syni hennar, Sigurði. Hafði hann sótt mig til föðurhús- anna og tókum við far með Esjunni frá Neskaupstað og norð- ur fyrir land. Hrepptum við held- ur slæmt veður í ferðinni, sem tók að mig minnir 4 daga. Ég var orðin ósköp slæpt og kvoluð enda ekkert getað etið um borð. Ég kveið því ósköpin öll fyrir því að hitta tilvonandi tengdamóður mína, sem ég vissi að var í afskaplega háu áliti hjá syni hennar og mér hafði skilist að hún væri sérlega ákveðin kona, þótti mér leitt að valda henni vonbrigð- um. Stóð ég við borðstokkinn og sá margt fólk standa á bryggjunni. Þar kom ég auga á konu, fremur smáa vexti, hún var sparibúin, í íslenska búningnum og fínum frakka og bar sig einkar fallega. Varla hafði skipið lagst við landfestar fyrr en kona þessi kom hröðum skrefum til okkar og faðmaði son sinn, vatt sér svo að mér og rak mér rembingskoss. Með þeim kossi var innsigluð okkar ævarandi vinátta, sem var miklu einlægari og traustari en almennt virðist vera milli tengda- fólks, enda byggð á gagnkvæmu trausti og virðingu. Við áttum margar góðar stundir saman. Hugsaði ég oft sem svo: „ef ég á eftir að verða tengdamóðir, þá vona ég að ég geti orðið eins góð tengdamamma og hún.“ Mér finnst að Dadda hafi verið mikil gæfumanneskja, eins og hver sá er, sem tekinn er til fyrirmyndar í þeim efnum, sem mest þykir vert að vel til takist. Eftir að hún fluttist frá Þing- eyri var hún hjá okkur tvo vetur og vann á Dvalarheimilinu Asi, en var svo hjá dætrum sínum og nöfnu sinni, Jóhönnu Daðey, þess á milli og þar til hún flutti á Hrafnistu. Þai dvaldi hún síðustu 5 árin og undi hag sínum vel. Þar eignaðist hún marga góða vini, sem nú minnast hennar með söknuði. Dadda var ávallt hress og kát og félagslynd að eðlisfari. Fyrr á árum vann hún mikið með Kven- félaginu Von á Þingeyri. Sat hún marga „sambandsfundi" fyrir sitt félag en þeir voru haldnir víða á Vesturlandi. Kynntist hún þar mörgum konum og hafði mikla ánægju af. Dadda var mjög athafnasöm og sat aldrei auðum höndum. Afkom- endum sínum, sem alls eru 36, gaf hún gjarnan góðar prjónaflíkur, sem hún gerði í tómstundum sínum og fallegir heklaðir dúkar prýða heimili barna hennar. Hún var stórgjöful og hafði yndi af að gleðja jafnt skylda sem vanda- lausa. Dadda hafði gaman af að ferð- ast og fór hún margar ferðir með okkur hjónunum hér innanlands og eina ferð til Norðurlandanna. Voru þessar ferðir ánægjulegar og eftirminnilegar. Það var gott að ferðast með Döddu, hún hræddist ekkert og var alltaf til í allt. Oft gerðum við meinlaus prakkara- strik, sem við hlógum dátt að árum saman. Nú þegar hún er farin frá okkur, fylgja henni mínar innilegustu þakkir fyrir samfylgdina í tæp 30 ár, fyrir umhyggjuna og kærleik- ann. Þá fylgja henni hjartans beztu fyrirbænir um góða heimkomu í landi eilífðarinnar. Það var gæfa að fá að kynnast henni. Sigrún Sigfúsdóttir Kveðjuorð: Pétur Þórðarson Grundarfirði Fæddur 14. júlí 1944. Dáinn 20. ágúst 1981. Það var erfitt að sætta sig við þá frétt að Pétur Þórðarson, Grundargötu 10, Grundarfirði, vinnufélagi okkar, væri dáinn. Hann var sannur vinur vina sinna og óhræddur við að láta í ljós sínar skoðanir þó þær væru ekki alltaf eins og annarra. Pétur var ekki þannig persóna sem auðvelt er að gleyma, hann gat alltaf lífgað upp á tilveruna þegar eitthvað bjátaði á og í návist hans var alltaf gaman að vera. Með þessari kveðju um Pétur heitinn sendum við samúðar- kveðju til hans nánustu. »(íuA kcíí mór u'ðruleysi til aA sa*tta mÍK viA þart som ók fæ ekki hreytt. kjark til art hreyta þvi s«‘m ó« »cet hreytt ok vit til aA icreina þar á milli.“ Andrea Hjórnsdóttir. Ilrönn Ilarðardóttir. Minning: Rannveig Elín Erlendsdóttir í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík, útför Rannveig- ar Elínar Erlendsdóttur, hús- freyju að Flókagötu 16 hér í borg. Hún lést 11. þessa mánaðar eftir fremur stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Veiga (en svo var hún alltaf kölluð) var fædd 7. maí 1902 og hefði því orðið áttræð að vori ef henni hefði enst aldur til. Foreldr- ar hennar voru hjónin Þorbjörg Gísladóttir og Erlendur Guð- mundsson. Veiga var elst af sjö systkinum, hin voru: Guðrún Ág- ústa, húsfreyja í Reykjavík, Stef- anía Gróa, húsfreyja í Reykjavík, lést 1964 (móðir undirritaðrar), Guðmundur, fyrrum starfsmaður hjá Pósti og síma, Gísli, sjómaður, fórst með togaranum Ólafi, Sig- urður, sjómaður, Ragnar, starfs- maður hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Milli allra systkinanna, var mikil vinátta og traust samband, en milli systranna voru alveg -einstök tengsl. Af þessum tengsl- um höfum við systkinin ekki farið varhluta, því við höfum átt ómet- anlegt athvarf hjá móðursystrum okkar. Sem dæmi um þessi sterku tengsl vil ég nefna smá atvik. Fyrir nokkru hitti ég frænku okkar, hún sparði mig: „Hvernig hefur mamma þín það?“ en þar er móðir mín var löngu dáin, varð ég undrandi við þessari spurningu og því fátt um svör, þá leit frænka á mig og sagði: „Æ, fyrirgefðu, ég meina Veiga, mér finnst þetta alltaf ein fjölskylda.“ Á mínum unglingsárum var mér sagt frá því hversu samrýndar þessar systur hefðu alltaf verið og svo mikið gott til í þeim, að þeim hafi verið gefin nöfnin, Trú, Von og Kærleikur. Ég varð djúpt snortin, og lengi vel fannst mér, er ég heyrði eitthvert þessara orða, sem verið væri að ræða um þær. I mínum huga var Veiga stór kona, hún var ekki há í loftinu, en hún var stór samt. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hana og hafði sínar skoðanir sem hún hélt fast á, enda gat hún ætíð rökstutt þær. Árið 1928 giftist Veiga Andrési Andréssyni vélstjóra, en hann lést 16. október 1980 og varð því aðeins tæpt ár á milli brottfarar þeirra úr þessu jarðneska lífi. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og eru þau, tilgreind í aldursröð: Unnur, húsmóðir, gift Teiti Guð- mundssyni, Birgir, vélstjóri, lést árið 1963 var kvæntur Ullu Þor- valdsdóttur, Þorbjörg, bankaritari og Sigríður, húsmóðir, gift Svav- ari Guðnasyni. Barnabörnin eru 5 og eitt barnabarnabarn. Veiga og Andrés elskuðu og virtu hvort annað og voru sam- hent um hag og gengi heimilisins. Þó kom uppeldi barnanna svo og umsjón heimilisins að miklu leyti í hennar hlut, þar sem atvinna hans var sjómennska, en hann var lengst af vélstjóri á togurum. En Veiga unni mjög heimili sínu og fjölskyldu og þar var heimur hinnar látnu heiðurskonu, þar var hana alltaf að finna, enda bar heimili þeirra þess glöggt vitni. Þau hjónu urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa einkason sinn, ungan mann í blóma lífsins og held ég að þau hafi aldrei náð að jafna sig eftir það. En þau lokuðu þau sár innra með sér, enda eðli þeirra beggja að bera ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Dæturnar þrjár hafa reynst foreldrum sínum einstaklega vel í þeirra veikindum svo og móður sinni síðastliðið. ár, en Veigu varð missir eiginmannsins mjög þung- bær. Ég vona að á engan sé hallað þó sérstaklega sé minnst á þátt Þorbjargar dóttur þeirra en hún hefur búið i sama húsi og foreldr- ar hennar og verið þeim stoð og stytta í þeirra veikindum og al- gjörlega annast móður sína síð- ustu vikur lífs hennar. Að leiðarlokum kveð ég Veigu frænku hrærðum huga og þakklát fyrir allt, sem hún var mér og mínum og bið henni guðs blessun- ar á hinum nýju ókunnu vegum. Ragnheiður Pétursdóttir Biíreiðar & Landbúnaðarvélar ht. Sudurlundxbraul 14 - lle>kja\ik - Simi .‘UHMNI Verö ca. kr. 75.400 LADAmmm Muniö að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Það var staðfest í könnun Verðlagsstofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.