Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
„VIÐ ERUM mjög óánægöir
með að miðað skuli við út-
flutninKsskýrslur við ákvörð-
un bóta vegna gengistaps,
en eins og kunnugt er, var
ákveðið, að Seðlabankinn
myndi bæta útflytjendum,
sem flytja á Evrópu það
mikla gengistap, sem þeir
hafa orðið fyrir á síðustu
mánuðum,“ sagði Jón Er-
lendur Lárusson hjá Útflutn-
ingsfyrirtækinu Röskva, sem
flytur úr ullarfatnað.
„Fyrirtæki í ullarútflutningi
nota póstþjónustuna mjög mikið
þegar minni sendingar eru sendar
á ákveðnar verzlanir ytra. Þær
vörur komast því aldrei inn á út-
flutningsskýrslur og fást því ekki
bættar samkvæmt ákvörðun Seðla-
bankans.
Hjá okkar fyrirtæki er um tölu-
vert stórar upphæðir að ræða, því
mér reiknast til, að við flytjum um
25% af okkar útflutningi með
pósti," sagði Jón Erlendur Lárus-
son ennfremur.
Það kom fram í samtalinu við
Jón Erlend, að hans fyrirtæki flyt-
o
INNLENT
ur um 80% af sínum vörum inn til
Evrópu, en aðeins 20% til Kanada.
Fyrirtækið flytur út allar tegund-
ir ullarfatnaðar eins og önnur
fyrirtæki í þessari iðngrein.
Jón Erlendur Lárusson sagði
ennfremur aðspurður, að ekki
væri gerlegt að reikna í fljótu
bragði hversu miklir peningar
væru þarna á ferðinni, hins vegar
væri alveg ljóst, að um stórar upp-
hæðir væri að ræða hjá greininni í
heild sinni.
Nýir frysti-
pokar í
sláturtíðina
PLASTPRENT hf. hefur nývcrið
hafið framleiðslu á frystipokum
eftir tilraunir með plastefni, sem
ætlað er fyrir matvæli og á ckki að
springa i frosti. né verða stökkt við
frystingu.
Límmiðamerkimiðar fylgja hverri
frystipokarúllu og á límið að þola
frost, svo framarlega sem miðarnir
eru settir á fyrir frystinguna.
Niðurstöður tilraunanna eru þær,
að sögn Plastprents, að við þessa
pökkunaraðferð haldist gæði frysts
kjöts mun lengur.
Plastpokarnir eru framleiddir í
tveimur stærðum. Sú minni er svo-
kölluð fjölskyldustærð, sniðin með
það í huga að passa fyrir fjölskyldu-
máltíðina. Plastprent hefur haft það
að viðmiðun að koma pokunum út
fyrir sláturtíðina.
Gengistapið á ullarútflutningnum:
Stór hluti tapsins
verður ekki bættur
Nemendur í Fellaskóla héldu hátíð í skóla sinum í gær með margs konar atriðum, en myndina tók Ragnar
Axelsson af flóamarkaði nemenda i gær og var aldeilis handagangur i öskjunni.
Erlend lán langt
fram
ERLENDAR langtímalántökur
ríkis.sjóðs og Framkvæmdasjóðs
á þessu ári hafa farið langt fram
úr því, sem gert hafði verið ráð
Drukknir
menn á
stolnum bíl
ÞRÍR ungir menn, tveir Reykvík-
ingar og einn Seltirningur, voru
handteknir af Árbæjarlögreglunni
í gærmorgun. þar sem þeir sátu vel
við skál í jeppabifreið uppi i
Ileiðmörk.
Við eftirgrennslan kom í Ijós að
bílnum höfðu þeir stolið frá Bílasöl-
unni Braut, og ekið síðan í Heið-
mörk, þar sem þeir hugðust drekka
veigar sínar í næði. Þar varð bif-
reiðin hins vegar bensínlaus, og ekki
annað að gera en þiggja far lögregl-
unnar á viðeigandi stað. Bifreiðin
var óskemmd, og ekki talið að þeir
hafi ekið mikið annað en um Heið-
mörkina. — Að öðru leyti var
tíðindalítið í Reykjavík í fyrrinótt,
en ölvun þó talsverð að sögn
Miðborgarlögreglu, en það telst
varla til stórtíðinda í höfuðborginni.
Minningarsjóður Ólafs
Ólafssonar kristniboða
úr áætlun
fyrir. Fyrstu sjö mánuðina námu
þessar lántökur um 226 milljón-
um króna. en til samanburöar
má geta þess, að á sama tíma í
fyrra var húið að taka 75 milljún-
ir króna af þeim 200, sem ráð var
fyrir gert.
í fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlun fyrir árið 1981 er gert ráð
fyrir því, að erlendar langtíma-
lántökur nemi tæplega 289 millj-
ónum króna, og er því meginhluti
þess þegar kominn, eða 226 millj-
ónir króna fyrstu sjö mánuðina
eins og áður sagði.
Löng erlend lán námu 5.940
milljónum króna í árslok 1980.
Fært til meðalgengis er það rúm-
lega 35% af vergri þjóðarfram-
leiðslu ársins, en þetta hlutfall
var næstu fjögur árin á undan
32—34%. í fjárfestingar- og láns-
fjáráætlun ársins 1981 er gert ráð
fyrir, að þetta hlutfall fari í
36—37%, en miðað við gang mála
má telja víst, að það fari nokkru
hærra.
Að síðustu má geta þess, að lík-
legt er talið, að erlend vörukaupa-
lán innflytjenda hafi aukizt nokk-
uð að undanförnu miðað við fyrri
tíð.
Ullarniðprgreiðslurnar koma
aðeins SÍS og Alaf ossi til góða
„ÞAÐ ER í raun alveg oskiljanlegt
hvernig að þessum málum er stað-
ið. Það eru aðeins Álafoss og Sam-
handið. sem hafa hag af þcssu."
sagði Jón Erlendur Lárusson hjá
ullarútflutningsfyrirtækinu
Röskvu. í samtali við Mhl., er hann
var inntur eftir því hvort rétt væri.
að niðurgreiðslur rikisins á ull.
sem tilkvnntar voru fyrir skömmu.
kæmu aðeins stóru fyrirtækjunum
Álafossi. sem er ríkisfyrirtæki. og
Iðnaðardeild Sambandsins til g<>ða.
— Þessar niðurgreiðslur eru mið-
aðar við tímabilið júní—ágúst, og
því stenzt það ekki, sem menn vilja
halda fram, að þetta komi til frá-
dráttar hinu nýja ullarverði, sem
ákveðið var í byrjun september,
STOFNAÐUR hefur verið
Minninjíarsjóður ólafs
sagði Jón Erlendur Lárusson enn-
fremur.
Þá kom það fram hjá Jóni Er-
lendi, að hann hefði haft samband
við stjórnarráðið til að fá skýringar
á þessu, og hefði honum þá verið
vísað milli ráðuneyta fram og aftur
og hefði hann engin haldbær svör
fengið um málið.
Ólafssunar. kristniboða, en
einn af vinum Ólafs afhenti
á liðnu sumri stjórn Sam-
bands ísl. kristniboðsfélaga
kr. 10 þúsund, sem stofnfé
sjóðsins.
í reglugerð fyrir sjóðinn segir
m.a. að stofnfé skuli varðveitt á
vísitölutryggðum reikningi til 10.
júlí 1986 og skuli þá innstæðan öll
vera talin höfuðstóll sjóðsins. Þá
segir að stjórn SÍK skuli heimilt
að verja arði sjóðsins til þeirra
málefna er Ólafur Ólafsson hafi
haft áhuga fyrir, en hann var um
margra ára skeið kristniboði í
Kína.
Gjöfum til sjóðsins og áheitum
er veitt móttaka á skrifstofu SIK
að Amtmannsstíg 2B í Reykjavík.
ROSTUNGUR - frið-
samt dýr og staðbundið
Eru rostungar á flótta í ætisleit til suðurs?
„ÞAÐ ER greinilega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón,“ sagði
Sólmundur Einarsson, fiskifræðingur, í samtali við Mbi. í gær, en hann
kvaðst telja miklar likur á því að ungi rostungurinn, karldýr, sem kom
með Flugleiðavél til landsins i gær á kostnað ríkisstjórnarinnar og
Flugleiða, sé sama dýrið og reynt var að fá leyfi fyrir til millilendingar
á íslandi sl. vetur, en þá var ungur rostungur á hrakhólum i Hollandi.
Var dýrinu sleppt þar eftir þriggja vikna bið þar sem strandaði á að
íslendingar og Danir næðu samkomulagi um ferðir fulltrúa Norðurs-
ins. Hafði þá verið ráðgert að Goðinn flytti rostunginn að miðlinunni
milli íslands og Grænlands, en þegar til kom þótti það kosta of mikið og
ekki fékkst leyfi til þess að dýrið kæmi til íslands. „Það er ljóst, að
ráðherrastig hefur þurft,“ sagði Sólmundur, „en það er gott ef málið
leysist.“ Umræddur rostungur hefur á undanförnum mánuðum sést af
og til, m.a. við Danmörku.
Aðspurður kvaðst Sólmundur
telja að þetta unga dýr hefði villst
frá hjörð sinni eða orðið fyrir ein-
hverri röskun, því rostungar eru
ekki mikil ferðadýr og aðeins vitað
til þess að eldri karldýr leiti úi.
fyrir hjörðina. Sólmundur kvað
það hins vegar vekja athygli dýra-
fræðinga að mikil hreyfing hefði
verið á undanförnum árum á norð-
lægum selategundum suður með
Noregi, sérstaklega vöðusel. Taldi
Sólmundur líklegt að hér spilaði
ætisleit inn í og mögulega raskaði
sífellt aukin veiði á norðlægum
slóðum lífríkinu þar þannig að
heimadýrin væru farin að leita á
önnur mið.
Hér við land hafa rostungar sést
stöku sinnum, síðast í Húnaflóa
fyrir nokkrum árum.
Rostungar eru tilkomumiklar
skepnur sem eru víðast hvar al-
friðaðar, aðeins veiðimenn í Græn-
landi og Kanada hafa leyfi til að
veiða mjög takmarkaðan fjölda
dýra. Karlrostungur getur orðið 4
m langur og tennurnar geta orðið
60 sm að lengd og veiðihárin geta
orðið 30 sm að lengd. Rostungurinn
fellir veiðihár í nóvember og er
ekki kominn með fullan pels fyrr
65 ára gamall rostungur, veidd-
ur í Disko-flóa við vesturströnd
Grænlands.
en í marz. Hann er ólíkur selum að
því leyti að hann syndir með bæði
fram- og afturhreifum. Hann hef-
ur löngum verið eftirsóttur í sam-
bandi við vigtennurnar, sem eru
mjög verðmætar. Tvær tegundur
rostunga eru til, önnur í Norður-
Atlantshafi, hin Kyrrahafsmegin á
norðurslóðum, að sögn Sigurðar
Richter, náttúrufræðings.
Rostungurinn ferðast lítið,
stundar einkvæni og fæðast ung-
arnir í sjó á tímabilinu apríl—júní.
Kvendýrin eignast unga annað eða
þriðja hvert ár, en aðalfæða rost-
unga er skelfiskur, kuðungar, íg-
ulker, krossfiskar og annað slíkt
sem hann rífur laust með vígtönn-
unum. Við Grænland sækir rost-
ungurinn fæðu allt niður á 40
faðma dýpi.
Ýmsar sagnir eru til um rost-
unga, seladráp þeirra og jafnvel að
þeir hafi gengið af ísbjörnum
dauðum, en það algenga er að rost-
ungurinn á enga óvini og hann
mun vera eina dýrið sem ekki flýr
þegar háhyrningar vaða um, held-
ur aflar sér áfram fæðu í róleg-
heitunum. Stundum geta rostung-
ar lent í vandræðum ef ís frýs sam-
an og dæmi eru um kalin dýr eftir
langa ferð á ís til að komast í vak-
ir, en þrátt fyrir það að rostungur-
inn sé lítið ferðadýr, hefur hann
sést eins og fyrr getur á suðlægum
slóðum, við Holland, Danmörku,
Hjaltlandseyjar, Noreg og víðar.