Morgunblaðið - 27.09.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.09.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 19 Álensk samtímalist íbúar Álandseyja eru víst ekki nema einhvers staðar á milli 20—25.000 talsins, en samt eru þar starfandi 50 virkir myndlistarm- enn í myndlistarfélagi er telur 300 meðlimi. I samanburði við þetta litla þjóðfélag erum við Islend- ingar stórþjóð en munurinn er þó alls ekki svo mikill og ætla mætti. En hér kemur einnig til að Álenzk menning er af eldri toga en sú ís- lenzka og til eru þeir sem vilja rekja slóðina fimm þúsund ár aft- ur í tímann. Fámennið hefur þó eðlilega valdið því að menningin hefur aldrei verið stór í sniðum en merkilegar fornminjar hafa fund- ist, sem renna stoðum að því, að menning Álandseyinga hafi þró- ast samhliða Evrópskri menningu og ekki verið eftirbátur hennar í kjarna sínum. Fundist hafa m.a. menjar er minna á hliðstæður á Möltu, og hlutir notagildis er leiða hugann að Etrúskum og hnífur nokkur frá bronsöld er svo nú- tímalegur, að hann stendur sízt að baki hönnun frá verkstæði Sig- vard Bernadotte. Þá er sumt í menningu Álandseyja einstakt á Norðurlöndum t.d. veggmálverk frá lokum 12 aldar, en hliðstæða finnst ekki á þessum breiddar- gráðum í Skandinavískri list. Þannig hafa Álandseyjingar sitt- hvað fram að færa líkt og íslend- ingar er þeir eiga út af fyrir sig og fegurðartilfinningu hafa þeir ríka svo sem rekja má til elstu forn- minja. Engann skyldi raunar undra þótt fegurðartilfinningin sé fyrir hendi, jafn fagrar og Álandseyjar eru, en þær liggja miðs vegar á milli Finnlands og Svíþjóðar. Álandshafið skiptir skerjagörðun- um milli Stokkhólms annarsvegar og Ábo hinsvegar og mun siglingin frá Stokkhólmi um Álandshafið og til Ábo vera ein sú fegursta sem menn vita. Eitt uppsláttarritið segir mér að Álandseyjar séu 300 talsins en annað 10.000 (!), en sannleikurinn mun sá að þær eru meir en 6.500 og eru þá hólmar og sker meðtalin. Landslagið er hæð- ótt og mun hæsti punktur vera 132 metrar yfir sjávarmáli... Þetta ætti að duga um sögulega viðmiðun og menningarlegt sam- hengi en þó má bæta við að íbúar Marinenhamn, sem er höfuðborg Álandseyja munu vera ívið færri en íbúar t.d. Akureyrar eða Kópa- vogs. — Listaskólar í nútímaskiln- ingi eru engir á eyjunum en lista- félagið efnir til reglulegra nám- skeiða og þeir eiga sinn Handíða- skóla, sem kennir þjóðlegar hand- íðir (Hemslöjdskolan). Myndlist- armenn, sem á annað borð eru ekki sjálfmenntaðir en þeir eru allnokkrir, hafa þannig orðið að sækja menntun sína til útlanda og þá aðallega Svíþjóðar en Álands- eyingar eru sænskumælandi Finn- ar (fengu heimastjórn árið 1920). Á nákvæmlega sama hátt og á íslandi er Listasafn Álands stað- sett í Þjóðminjasafni þeirra og eru yfir 300 verk í eigu þess. En á milli skilur, að húsnæði, sem er til um- ráða er sérhannað sem listasafn. Sé litið á allar aðstæður þá má vera ljóst að framtak Álands- eyinga á myndlistarsviði er um margt rosalegt afrek, sem ber þjóðarmetnaði þeirra fagurt vitni og sé vitnað í skrif John Donne „No Man Is an Island", — „Enginn er eyland" mætti sjálfkrafa halda áfram að segja „Allt er Áland .. “ — Kjarni málsins er, að um þessar mundir gistir Norræna húsið fyrsta myndlistarsýningin frá Álandi, en áður höfðum við kynnst listmennt Álands í sam- bandi við Álandsviku á sama stað árið 1975. Það eru þrettán myndlistar- menn sem sýna verk sin að þessu sinni og greinast þau í olíumál- verk, vatnslitamyndir, tréristur (ekki tréstungur svo sem er rang- þýtt í sýningarskrá), klipp- túsk- og akrílmyndir. Það er mildur og ferskur blær yfir sýningunni og hér koma í senn fram finnsk og sænsk mynd- listaráhrif sem og samruni þeirra ásamt álenzkri ábót. Máski má finna þjóðlegasta svipmótið í tréristum Tage Wilén, sem eru bráðskemmtilegar og ekki sakar að listamaðurinn vitnar í forna málshætti og vinnur út frá þeim t.d. „Sá sem tekur flagð fyrir gull, situr uppi með flagðið þegar gullið er farið ...“ Alþjóðlegasti listamaðurinn í honum er máski Britta Gustavs- son og sá nútímalegasti Kurt Sim- ons. Fyrrnefndi listamaðurinn sýnir svipmiklar klippimyndir en sá síðarnefndi myndir unnar í akríl og vatnslitum og gætu þær fyrir sumt talist til svonefndrar „nýlistar". — Það er næm tilfinning og frískleg meðhöndlan vatnslita í myndum Guy Frisk, svipur raun- sæis í myndum Ilenriks Nylund, ferskleiki ljóðrænnar alþjóðlegrar abstrakt-listar í hrifmiklum myndum Hildar Stenbáck, sænsk hefð í olíumyndum Bo Ilögnás og 'ASGEIR L'ARUSS HB BiaKTTT ^FRAM RAUTT 4 44 4 44 4 4 4 4 4 4 4 y&y.íí V V y Nils Byman. hressileg túsk- vinnubrögð í myndum Kaj Lind- ström, súrrealistísk kimni í lág- myndum Olle Kangas, menning- arleg vinnubrögð í olíumyndum Charles Hemmingsson, — vottar fyrir dönskum áhrifum í olíu- myndum Roberts Ilanock frá Suður-Frakklandi, olíumyndir Al- got Nordlund eru mjög fínlegar og myndvefnaður Keathy Eriks- son-Jourdan er í háum gæðaflokki einkum myndin „Svelti", sem er í senn einföld og nútímaleg. — Það eru ánægjuleg kynni af Álenzkri myndlist sem getur að líta í kjallarasölum Norræna hússins fram til 4. október, og í anddyri svo og bókasafni á hæð, er menning lands og þjóðar kynnt svo sem tök eru á. Þar uppgötvar gesturinn m.a. að 30% af verzlun- arflota Finnlands er í eigu Álandseyinga. Já, þeir eru oft Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON stórtækir þeir smáu er þeir á ann- að borð fá tækifæri til að takast á við hlutina! Eg þakka með virktum fyrir ánægjulega viðkynningu og tek undir þá ósk Önnu-Lenu Drejer í sýningarskrá að framtakið stuðli til aukinna samskipta milli ís- lands og Álands á sviði lista. Bragi Ásgeirsson i MihfcMd „Hlátt áfram rautt“ IÐUNN hefur gefið út litla bók eftir Ásgeir Lárusson sem nefnist Blátt áfram rautt. Þetta eru sam- klipptir textar og má kalla bókina leik með orð og uppsetningu texta. Textarnir eru úr ýmsum áttum og að prentgerð með ýmsu móti. Höf- undur raðar textunum saman á óvæntan hátt og nokkrum þeirra fylgja teiknimyndir, teknar úr blöðum. — Ásgeir Lárusson er ' myndlistarmaður, en Blátt áfram rautt er hið fyrsta sem frá honum kemur í bókarformi. Kverið er fjörutíu blaðsíður, Prentrún prent- aði. (FrHtatilkynninK.) FHABÆH FRAKKI Framhjóladrifinn og ótrúlega sparneytinn. Kjörinn bíll ársins — í Evrópu — 1978/1979. Nú í aukinni og bættri lúxus útfærslu — árgerö 1981. Frönsk þægindi og aksturseiginleikar, sem þekktir eru. Pláss fyrir fimm stóra og hundinn. Fáöu þér frakka fyrir veturinn, foröastu lélegar eftirlíkingar. Ath. í sparakstri BÍKR fyrr í sumar þá varö Talbot Horizon sigurvegari og eyösla pr. 100 km aöeins — 5,5 lítrar. Verö — Talbot Horizon GL — ’82 kr. 117.500 á götu. Verö miöað víð gengi 1.9. 1981. víökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GLYSIR l'M Al.LT LAND ÞEGAR Þl' AIGLYSIR I MORGINBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.