Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
Nýja greiðslan í níu útgáfum
FLOU 157 heitir nýja línan
í hárgreiðslu, sem Haute
Coiffure Francaise var að
kynna í París á sýningu í
Porte Maillot 6.-7. sept-
ember. Nafnið gefur til
kynna að í ár sé ætlast til
þess að hárið sé létt og
frjátslegt. íslenska hár-
greiðslufólkið, sem sótti lín-
una til Parísar, var að æfa
sig með 9 sýningarstúlkur
eitt kvöldið í vikunni, enda
má búast við að nú fari að
berast myndir í erlendum
blöðum með nýju hár-
greiðslulínunni fyrir vetur-
inn, og ljósmyndari Mbl.
RAX greip tækifærið til að
taka myndir og vera þannig
á undan útlendu blöðunum
með „línuna".
Um kl. 10 um kvöldið
voru stúlkurnar loks tilbún-
ar, nýlagðar og sérstaklega
snyrtar af Ólöfu Ingólfs-
dóttur, sem sagði að nú
væri aftur farið að nota
dökkt um augun og mikil
strik. Frá því hárgreiðslu-
stofurnar lokuðu síðdegis
þann dag höfðu hár-
greiðslumeistararnir Bára
Kemp, Lovísa Jónsdóttir,
Elsa Haraldsdóttir, Guð-
björn, Dúddi, Sævar, Mart-
einn R. Guðmundsson og
Hanna Kristín Guð-
mundsdóttir verið að bera
sig saman um það sem þau
höfðu séð á Parísarsýning-
unni. Klippa, lita og leggja
hárið í samræmi við það.
Þarna var útkoman nú
komin í 9 útgáfum.
Og hvað sáu þau þá? Hár-
greiðslan er ýmist á stuttu
eða síðu hári, en það er
samt ekki stutt að aftan.
Miðað er við að höfuðið sýn-
ist stórt, hárið allt hátt að
framan, klippt í styttur og
töluvert þynnt við andlitið.
í því er milt permanent og
litlar strípur litaðar fram-
an í.
Á tískusýningunni í
Porte Maillot, þar sem hár-
línan var kynnt, voru að
venju líka sýningar á nýju
fatatískunni. Þar var mikið
um að notað væru sjöl eða
treflar. Nú brugðið um öxl-
ina og endum stungið undir
pils- eða buxnastrenginn
eða festir með nælu. —
Ódýrasta nýjung í tízkunni
sem við höfum séð, sögðu
þau. Annars skiptist tísku-
fatnaðurinn í tvö horn, sá
sportlegi með pokabuxum,
buxnapilsum, prjónakjól-
um, prjónakápum og slám,
og hins vegar samkvæm-
isklæðnaðurinn, íburðar-
mikill úr tafti eða tjulli og
kjólarnir gjarnan svartir.
En myndirnar tala sínu
máli um hárgreiðsluna.