Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
21
Námskeið á vegum SÁÁ — nýjung í starfínu:
„Ætlað að vera stuðmngur
á leiðinni til betra lífs“
- rætt við Önnu Þorgrímsdóttur deildarstjóra hjá SÁÁ
SÁÁ er að fara af stað með tvö
fræðslunámskeið fyrir aikóhóiista
dagana 5.—G. október næstkom-
andi. Af þessu tilefni áttum við
viðtal við Önnu Þorgrimsdóttur.
deildarstjóra hjá SÁÁ, sem hefur
yfirumsjón með námskeiðunum.
en hún hefur kynnt sér nám-
skeiðahald sem þetta i Bandarikj-
unum. Við spurðum Önnu nánar
út i námskeiðin.
Leiðrétting
Sú villa slæddist í frétt Mbl. í gær,
að Þóra Kristjánsdóttir, listráðu-
nautur, var titluð forstöðumaður
Kjarvalsstaða. Hið rétta er, að Al-
freð Guðmundsson er forstöðumað-
ur, en Þóra hins vegar listráöunaut-
ur. Biðst Mbl. velvirðingar á þessum
mistökum.
„Þau eru einkum ætluð fólki, sem
hlotið hefur meðferð og er hugsað
sem áframhaldandi stuðningur á
leiðinni til betra lífs,“ sagði Anna.
„Námskeiðin standa yfir í þrjá
mánuði í senn með mætingum einu
sinni í viku í tvo og hálfan klukku-
tíma. Byrja námskeiðin klukkan 18
og 19.30 og verður svo allan ársins
hring.
Á fyrri hluta námskeiðanna er
fjallað um alkóhólisma sem sjúk-
dóm. Sjúkdómurinn er skilgreindur
og rætt um það hvernig hægt er að
halda honum niðri, meðal annars
með því að byggja manneskjuna
upp tilfinningalega og auka
sjálfsvirðingu hennar.
Á seinni hluta námskeiðsins
verður farið út í það hvernig alkó-
hólistinn getur starfað sem best í
þjóðfélaginu. Inn í þá umræðu eru
meðal annars tekin samskipti hans
við fjölskyldu, vinnuveitanda og
samstarfsfólk. Einnig verður rætt
um ýmsar ranghugmyndir, sem
geta komið upp að meðferð lokinni.
Rauði þráðurinn í gegnum þessi
námskeið eru AA-samtökin, hug-
myndafræði þeirra og saga.“
— Er mikil þörf fyrir námskeið
sem þessi?
„Já, það teljum við, en það hefur
ekki verið möguleiki að koma nám-
skeiðunum á fyrr vegna húsnæðis-
leysis, en núna er SÁÁ komið í nýtt
og rúmgott húsnæði að Síðumúla
3—5, þar sem allar upplýsingar um
námskeiðin eru veittar."
— Hvernig er fyrirkomulag
námskeiðanna?
„Það verða fluttir fyrirlestrar og
þá flytja Anna Friðrikka Jó-
hannsdóttir ráðgjafi og ég. Síðan
er unnið í hópum og verða 15 í
hverjum hópi. Mun hópurinn sjálf-
Anna Friðrikka Jóhannsdóttir
grimsdóttir deildarstjóri.
ur leita að lausnum á vandamálum
þeirra einstaklinga, sem eru innan
hans. Þannig eru þessi námskeið til
þess að hjálpa fólki til að hjálpa
sér sjálft.
Hér er um nýjan þátt í starfsemi
SÁÁ að ræða og er þetta fyrsta
námskeið sinnar tegundar hér á
ráðgjafi til vinstri og Anna bor-
landi. Það má taka það fram í
þessu sambandi, að námskeiðunum
er engan veginn ætlað að koma í
staðinn fyrir AA-samtökin, heldur
eru þau til þess að dýpka skilning
alkóhólistans á vandamálum sínum
og gera hann betur hæfan til að
takast á við þau,“ sagði Anna
Þorgrímsdóttir.
Æfingabúningar i serflokki fra Gonso,
vestur-þýzk gæöavara.
Sffl
rfM
UTIUF
Glæsibæ, simi 82922.
Gerir
þú kröfur?
Dá velur þú
MEST SELDA LITSJÓNVARPSTÆKIÐ Á MARKAÐNUM
BORGARTÚN118
REYKJAVÍK SÍMI 27099
SJÖNVARPSBÚMN
CM CM Verð: 9.950.- Staðgr.: 9.450.-
Útborgun: 1/3