Morgunblaðið - 27.09.1981, Síða 40

Morgunblaðið - 27.09.1981, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 Útdráttur úr reisubók Frásögn af ferð kórs Langholtskirkju um Kanada og Bandaríki Norður-Ameríku Morgunleikfimí uppá þaki húsa eina í Toronto. Kór Langholtskirkju er nýlega kom- inn til landsins úr reisu mikilli um Kanada. Bandaríkin og Norður-Amer- íku, þar sem heimsóttar voru íslend- ingaslóðir. Ferðin tókst með slíkum ágætum að kórmenn eru rétt að komast niður á jörðina um þessar mundir sem vetrarstarí þeirra er að hef jast. Kórinn var þrjár vikur á ferðum o>? hélt út með viðamikla efnisskrá, alls 50 lög, sem samanstóð af gömlum íslenskum sálm- um, evrópskri kirkjumúsík frá 16du og 17du öld, íslenskum og norrænum nú- tímaverkum, íslenskum tvísöngslögum og þjóðlögum og ættjarðarlögum. Með í ferðum var Ólöf Kolbrún Ilarðardóttir og söng hún einsöng með kórnum og við undirleik stjórnandans, Jóns Stefánsson- ar. Ilefst þá útdráttur úr reisubók kórs Langholtskirkju, saminn uppúr hlöðum kórsins og af samræðu við nokkra meðlimi hans. Aö morgni hins 13da ágúst lögöu kórmenn upp í reisu sína frá Keflavík og lentu í Toronto-borg fimm tímum seinna. — Við dvöldum sjö daga í Tor- onto og héldum þrjá tónleika, svo menn höföu góöan tíma til aö skoöa sig um. Toronto er býsna skemmtileg borg og þar búa 2,3 milljónir manna og una væntanlega sáttir viö sitt. Gatnakerfiö þar vakti eftirtekt okkar, en þaö er skipulagt vel, svo útlend- ingar komast fljótt uppá lag meö aö rata á eigin spýtur. Götur liggja annars vegar noröur-suöur og hins- vegar austur-vestur og ættu skipu- leggjendur í öörum löndum aö taka sér starfsbræður sína í Toronto til fyrirmyndar. En þó við hefðum létti- lega komist allra okkar ferða, var Yongestreet vinsælast og vafalaust léttist þar pyngjan hjá mörgum, því kaupahéðnar eru þar margir og klókir. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í húsi sem nefnist „The Science Cent- er“. Það er viröulegt hús og þar sitja menn daglangt við vísindarannsókn- ir, og almenningi standa þar opnar sýningar ýmiskonar og söfn, og tónleikar eru þar haldnir viö sérstök tilefni. Ekki sýndust forráöamenn í „Sci- ence Center" búast viö stórtíöindum af þessum föngulega hópi úr norður- höfum, og því þótti okkur afar vænt um hvaö gestir tóku okkur þarna vel. Eftir sönginn bauö húsiö okkur að syngja í besta tónleikasal þess, sem viö gátum ekki þegiö og þótti okkur það leitt. Næstu tónleika héldum viö í kirkju St. Angsars Lutheran, en söfnuöur- inn þar er aö stofni til skandinavískur og bauö hann okkur í sína kirkju. Presturinn, séra Glenn H. Nelson, felldi sönginn inn í messugeröina í tveimur pörtum. Aö loknum almenn- um oröum og bæn, söng kórinn sálmalög í útsetningu Róberts Abra- hams og Ólöf söng þrjú lög, en eftir predikun flutti kórinn evrópsk lög og tvö nútímaverk íslensk eftir Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörns- son. í lokin klappaöi svo allur söfnuöurinn. En sinn er siðurinn í hverju landi. í kirkjukjallaranum veittu menn svo kaffi. Seinna þennan sama dag sungum við í öörum stað, þar sem heitir uppá ensku „Harbourfront". Þarna voru fyrrum gamlar bryggjur og vöruhús í niöurníðslu og sáu borgaryfirvöld aö viö svo búiö mátti ekki sitja og spýttu i lófana og nýttu plássiö allt í listastarfsemi ýmsa. Reikna bjartsýn- ir menn meö því aö framkvæmdum Ijúki á næsta ári, og er sannarlega gaman að sjá hvernig dauöum bæj- arparti hefur verið gefið líf — og þetta eins og sumt fleira skyldu menn taka til fyrirmyndar af Tor- onto-búum. Á bryggjukantinum eru hinum glæsilega sal „Centennial Consert Hall“, þar sem kórinn söng vió góóar viótökur. um, meö þeim útbúnaöi aö gólfiö snerist einn hring á klukkustund. Þaö finnst okkur hæfilegur tími fyrir góöa máitíö og nutum stórfenglegs útsýnis í allar áttir meöan á því áti stóö. í Toronto fengu kórmenn viöur- gerning ágætan á stúdentagaröi nokkrum en fannst bagalegt, aö hafa ekki síma á herbergjum. — Allt skipulag í Toronto var í höndum þess ágæta manns, Cameron Macaulay, sem er kvæntur íslenskri konu og sendum viö þeim hjónum alúöar Það var kominn 20sti ágúst þegar viö flugum til Winnipeg. Þar tóku á móti okkur Birgir Brynjólfsson, kons- úll íslands í Winnipeg, Haraldur Bessason, prófessor, og Neil Bardal. Neil, sem heitir fullu nafni uppá íslensku Njáll Ófeigur Bárðardalur, haföi veg og vanda aö móttökunum í Winnipeg, Ijómandi maður og kald- hæöinn. Þaö var orótæki hans „People die to see me“ — en hann rekur útfararstofu. Allir voru þarna elskulegir, en Frá söng kórsins á „Harbour-front“. heldur fannst okkur tilbreyting lítil í landslagi og ekki mikið aö sjá. Winnipeg er staðnaöur bær. En því má ekki gleyma aó viö vorum nýkomin frá Niagara-fossunum. Á sunnudeginum 23ðja héldum viö okkar fyrsta konsert í Winnipeg, í kirkju St. Stevens Lutheran, en kirkjan sú er rekin af fólki aö íslenskum og enskum uppruna. Þaó var heitt í veöri þennan sunnudag, og bætti ekki úr skák aö loftræstiútbún- aóurinn var stöðvaöur meöan vió Eins og menn vita, þá var Gimli byggö fyrir tilviljun eina. íslenskir landnemar voru komnir eftir mikinn barning og haröan frá íslandi yfir hafiö og inn öll vötnin og upp Rauðá og í Winnipegvatn, en vantaði þar dráttarbát til aö draga pramma sína á ákvöróunarstaó. Ætlaöi hópurinn aö setjast aö á eynni Heklu í Winnipegvatni, en þetta var að hausti til og veður ókyrrt og skipstjórinn á dráttarbátnum ekkert aó skirrast viö aó skera á taugina í pramma hinna veitingahús, sýningarsalir, bíó og tónleikasalir bæöi úti og inni. Skólar eru þarna líka sem bjóða uppá námskeió í ólíklegustu efnum. Gamlan olíudall sáum viö álengdar liggjandi viö eina bryggjuna og reyndist þar komin aöstaða fyrir kafara í bænum. Við sungum þarna tvísöngslög og þjóölög og ættjaröar- lög á stóru útisviöi í skínandi fallegu veöri og Ólöf söng þrjú lög. Þann síöasta dag sem viö dvöld- um í Toronto-borg, stigum viö uppí rútu sem flutti okkur aö þeim víö- frægu Niagara-fossum. Vorum við nokkra daga að jafna okkur eftir þá upplifun. En þaö tekur tímann sinn að sjá þessa dýrð. Við komum okkur fyrst fyrir í biðröð og smáfikruöumst í áttina aö bátum sem fluttu okkur uppað fossbotni. Fyrst var okkur uppálagt aö klæðast stökkum sem lagöi fýluna af eins og gömlum sjóvettlingum, því úðinn er mikill við fossinn og betra að vera skjólaóur. Báturinn setti síðan á fulla ferö og sigldi eins langt og hann komst fyrir straumhörku upp aö fossinum. Eftir á settumst viö á veitingastofu staö- setta í turni nokkrum þar á bakkan- sungum, og var kórinn allur í svita- baði eftir sönginn. I kirkju þessari sungum viö allt kirkjulega efniö sem viö bjuggum okkur út með og Ólöf söng sig inn í hjörtu áheyrenda eins og annars staðar. Þann næsta dag heimsóttum viö Selkirk og gamla íslendinga á elli- heimili bæjarins. Þar var okkur tekið vel sem annars staöar í þessu landi, og fannst okkur merkilegt aö hitta fólk sem talaöi íslensku léttilega, þó þaö hefói aldrei komiö til íslands. Gamla fólkiö tók hjartanlega undir íslensku söngvana og svo bárum við saman bækur viö þetta aldna fólk, sem mundi margt af ættmennum sínum á íslandi og gamlar sögur. Áttum vió þarna sérlega ánægjulega stund meö gamla fólkinu. þakkir. Við komuna til Toronto tók á móti okkur Guömundur Magnússon fararstjóri, og reyndist betri en eng- inn meðan við stóöum þar við. Þessar þrjár stúlkur, Sigrún, Dagbjört og Signý, gengu undir nafninu „kvenfélagiö“ og eru þarna viA undirbúning hádegisveíslu, sem þær stóðu fyrir. Á elliheimilinu í Selkirk. Hannes Sigurgeirsson og Ingveldur kona hans, Húnvetningar bæði tvö, á tali viö tvær systur, ættaðar úr Húnaþingi. En það var ekki um annaö aö ræða en halda áfram feröinni og daginn eftir vorum viö bókuö í Gimli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.