Morgunblaðið - 27.09.1981, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
HAFSTEINN BERGÞÓRSSON,
lést 25. þ.m.
Marargötu 6 Rvk.
Magnea I. Jónsdóttir,
Helga Hafsteinsdóttir, Jón B. Hafsteinsson,
Gunnar I. Hafsteinsson, Hafsteinn Hafsteinsson.
t
Faöir minn,
GUDBRANDUR J. JÓNASSON,
Glaöheimum 8, Reykjavík,
lést á heimili sínu 24. september. Jaröarförin auglýst síöar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ingigerður Guöbrandsdóttir.
t
KRISTÍN VIKTORÍA GÍSLADÓTTIR,
Jaóri, Geröum,
veröur jarösett, þriöjudaginn 29. september frá Útskálakirkju, kl.
2.00 e.þ.
Aðstandendur.
+
Útför eiginmanns míns,^
DAGNÝS BJARNLEIFSSONAR,
skósmiös,
veröur gerö frá Fossvogskapellu kl. 13.30 nk. þriöjudag, 29. þ.m.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna,
er bent á líknarstofanir.
F.h. aöstandenda,
Steinunn Siguröardóttír.
+
Utför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
VALGERÐAR ANDRÉSDÓTTUR,
Framnesvegi 5,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. sept. kl. hálf tvö.
Lýöur Björnsson, Guöbjörg Óskarsdóttir,
Ólafur Björnsson,
Elínborg Björnsdóttir, Hans Rödtang,
Sigurbjörg Björnsdóttir, Höskuldur Stefánsson,
Örn Grundfjörö,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Maöurinn minn, faðir, tengdafaöir og afi,
ÁRSÆLL KRISTINN KJARTANSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 29. septem-
ber kl. 3. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabba-
meinsfélagiö.
Ingveldur Ingvarsdóttír,
Pétur Ó. Ársælsson,
Lilja Pálsdóttir,
Svava Pétursdóttir.
+
Faöir okkar og tengdafaðir,
ÞÓRLEIFUR BJARNASON,
fyrrv. námstjóri,
Kolgerðí 3, Akureyri,
sem andaöist 22. þessa mánaöar, veröur jarösunginn frá Akranes-
kirkju, þriöjudaginn 29. september kl. 14.15.
Þóra Þórleifsdóttír Mothes, Christian Mothes,
Höröur Þórleifsson, Svanfríöur Larsen,
Friörik G. Þórleifsson, Sigríöur Sigurðardóttir,
Björn Þórleifsson, Júlíana Lárusdóttír.
+
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, systir, amma og lang-
amma,
ELÍSABET J. BRAND,
Barmahlíö 48, Reykjavik,
andaöist á gjörgæsludeild Landakotsspítala aö kvöldi 18. sept.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum
innilega veitta samúö og hlýhug.
Thor J. Brand.
Carl Brand, Hlín Eiríksdóttir,
Svava J. Brand, Haukur Jósefsson,
Þorbjörg Halldórs frá Höfnum,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kári Pálsson
Völlum - Minning
Fæddur 2. april 1909.
Dáinn 5. scptember 1981.
Nafni minn, Kári Pálsson á
Völlum, hefur kvatt hinstu kveðju.
Þeim tekur nú að fækka sem settu
svip á Suðurbæinn um það leyti
sem ég var að alast þar upp. Kári í
Hulduhól, eins og hann þá var
nefndur, var einn þeirra manna.
Hann ól allan sinn aldur í Suður-
bænum ef frá eru skilin fyrstu
þrjú á ævinnar, en þá dvaldist
hann í Aðaldal þar sem hann var
fæddur. Mér er sérstaklega ljúft
að minnast þess fólks sem bjó í
Suðurbænum þessi árin og ekki
síst þeirra sem Bakkanum voru
tengd. Flest hafði þetta fólk lifi-
brauð sitt af sjónum enda var það
undirstöðuatvinna í plássinu.
Samhjálp þessa fólks var einstak-
lega mikil og skipti þá ekki máli
hvort deildar meiningar væru að
ýmsu leyti t.d. í stjórnmálum.
Ég hygg reyndar að samhjálp og
samvinna húsmæðranna hafi ver-
ið einstök. Mikill samgangur var
milli fólksins i Steinholti, en þar
bjuggu foreldrar mínir, og fólks-
ins í Hulduhóli. Ég var jafnan
heimagangur hjá foreldrum Kára,
þeim Páli Jónssyni smið og Guð-
nýju Friðbjarnardóttur. Kári var
elstur þriggja barna þeirra. Hann
fór, eins og þá var algengt,
snemma að vinna og sjórinn dró
hann til sín. Hann gerðist meðeig-
andi í mótorbátnum Maí, sem var
happafleyta og síðar keypti hann í
félagi við aðra mótorbátinn Krist-
inn. Kári var jafnan landformaður
og gegndi því með mikilli prýði.
Hann var mjög samviskusamur og
einstakt snyrtimenni. Hann átti
reyndar oft til að finna að við
okkur sem yngri vorum ef honum
fannst við ekki ganga nógu vel um.
Það var oft glatt á hjalla í skúrn-
um hjá Kristinsmönnum og
keppni gat orðið mikil milli þeirra
sem í landi voru ekki síður en
þeirra sem reru. Nafna var ekki
um að láta hlut sinn í þeim efnum
og bros hans var ærið kankvíst
þegar þeir á Kristni höfðu betur.
En þó að Kári ynni lengst af
störf sem tengd voru sjónum, þá
vann hann nokkuð við smíðar. Þar
hafði hann tekið í arf handlagni
og verkhyggni. Þegar hafnargarð-
urinn var í byggingu á Húsavík
varð nokkur samdráttur í útgerð-
inni. Hafnargarðurinn var mikið
stórvirki og tók til sín fjölda
verkamanna. Kári varð þar fljót-
lega verkstjóri og sýnir það með
öðru hvers trausts hann naut. Síð-
ustu árin sem hann vann var hann
hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur,
en hann lét þar af störfum fyrir
fáum árum sökum vanheilsu.
Með þeim almennu störfum sem
hér hafa verið talin hafði Kári
alltaf nokkurn búskap. Fjárhús
voru skammt frá Hulduhóli. Þar
var ég löngum tíður gestur. Þar
kynntist ég nafna mínum best. Við
fjárhúsið var hesthús. Þeir feðgar
Páll og Kári voru mjög elskir að
hestum.
Aðbúnaður þeirra að skepnum
og umhirða var framúrskarandi.
Enda voru afurðir eftir því. Alveg
var sömu sögu að segja um hey-
skap, að hirðusemin var einstök og
snyrtimennskan. Ég þreyttist
seint á því að fylgja nafna mínum
í húsunum og hann er vissulega sá
maður sem mestan þátt átti í því
að glæða áhuga minn á hrossum
og hestamennsku. Glaður og
Blakkur voru æskuvinir mínir og
er ég nafna mínum afskaplega
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast þeim.
Þó Kári virkaði ekki mann-
blendinn maður hafði hann af-
skaplega gaman af félagsskap og
var traustur þar sem annars stað-
ar. Hann hafði gaman af því að
ræða við menn og kynnast þeirra
sjónarmiðum. En það var ekki þar
með sagt að hann væri þeim sam-
mála. Hann hafði sínar skoðanir
og þorði óhræddur að halda þeim
fram. Hann var metnaðarfullur
vegna starfa sinna og vegna bú-
smala síns og hann var það einnig
þegar hann var að verja málstað
sinn eða skjólstæðinga sinna.
Kippti honum þar í kyn forfeðra
sinna en Kári var þriðji maður frá
Skarða-Gísla.
Árið 1936 giftist Kári eftirlif-
andi konu sinni, Laufeyju Vigfús-
dóttur frá Jörfa á Húsavík. Þau
hófu búskap í Hulduhóli. Húsnæð-
ið var ekki stórt, ein lítil stofa og
smá eldhúskytra. Þau hjónin voru
samvalin í þrifnaði og snyrti-
mennsku. Lengst af hafa þau búið
á Völlum og hygg ég að ekki sé
ofmælt að segja, að á fáum heimil-
um getur að líta jafn frábæra um-
gengni. Laufey og Kári eignuðust
þrjár dætur, Öldu, bóndakonu á
Helgastöðum í Reykjadal, gift
Friðriki Jónassyni, Hrönn, hús-
móður á Húsavik, gift Jónasi Sig-
urmundssyni og Guðrúnu, sem er í
föðurgarði.
Oft kom ég í Velli og var þar
alltaf vel tekið. Mér hlotnaðist sú
ánægja að vinna lítillega með
þeim hjónum að fjáröflunarstarfi
fyrir Sólborg á Akureyri. Þau hafa
reynst því heimiii afbragðs vel.
Laufey hafði forystu um það starf
og var hún dyggilega studd í því
starfi af eiginmanni sínum.
Ég vil með þessum fátæklegu
línum kveðja vin minn og nafna.
Ég sé hann fyrir mér kominn á
bak á Blakk. Hrafn hleypur við
hlið hans og um öxl er veiðistöng-
in og ferðinni heitið fram í dali.
Ég veit honum verður vel fagnað í
þeim dal eilífðarinnar þar sem við
munum að lokum öll hleypa fáki
okkar.
Ég sendi Laufeyju, dætrunum,
eiginmönnum þeirra og öðrum
ættingjum innilegustu samúð-
arkveðjur. Kárj Arnórsson
Afmælis- og
minningargreinar
ÁTHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
+
Maðurinn minn, sonur okkar, faöir, tengdafaðir, afi og bróöir,
BJARNI H. SIGURÐSSON
bólstrari.
Melgeröi 22, Kópavogi.
andaöist á Borgarspítalanum föstudaginn 25. september.
Kristjana H.
Siguröur Kristjánsson,
Kristján Á. Bjarnason,
Kristjana Bjarnadóttir,
Ólöf Bjarnadóttir,
Ása Bjarnadóttir,
Elín Bjarnadóttir,
Birna Bjarnadóttir,
Guömundsdóttir,
Kristjana Bjarnadóttir,
Kristín Sveinbjörnsdóttir,
Jón G. Harðarson,
Báröur Á. Gunnarsson,
Árni V. Árnason,
barnabörn og systkiní.
+
Faöir okkar, bróöir minn, tengdafaöir og afi,
AXEL BJÓRNSSON
bryti,
Hverfisgötu 59 R.,
lést aö heimili sínu 24. þessa mánaöar. Jarðarförin auglýst síöar.
Auður Axelsdóttir,
Jóhanna Axelsdóttir,
Axel Axelsson,
Sigrún Axelsdóttir,
Edda Axelsdóttir,
Björn Axelsson,
Jón Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Snorri Sigjónsson,
Pétur Ólafsson,
Dagbjört Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur Daníelsson,
Vilborg Ölversdóttir,
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöföa 4 — Sími 81960