Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 43

Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 43 Minning: Margrét Halldórs- dóttir Hnífsdal Því bilið er mjótt milli blíðu og éls og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds. Þessi sönnu og fallegu vísuorð komu mér í hug er ég frétti hið sviplega andlát vinkonu minnar og samferðamanns á langri ævi, frú Margrétar Halldórsdóttur í Hnífsdal. Ég vissi að hún átti við veikindi að stríða, en svo væri lið- ið á daginn og kveldið, óraði mig ekki. Margrét hafði nýverið legið á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði mikið þjáð, en fyrir mikinn lífs- vilja og frábæra umönnun lækna og hjúkrunarfólks komst hún til þeirrar heilsu, að hún fékk að yfir- gefa sjúkrahúsið og fara heim á sitt kyrrláta og fagra heimili, þar undi hún sér best. Dvölin varaði ekki lengi, því viku seinna var hún flutt fársjúk á sjúkrahúsið aftur. Hún lést þar skyndilega 13. sept. sl. Kallið var komið, á snöggu augabragði hafði maðurinn með ljáinn komið. Bilið milli blíðu og éls varð stutt. Margrét Halldórsdóttir var fædd á Brekku í Hnífsdal 8. ágúst 1905, foreldrar hennar voru hin merku hjón, Guðríður Mósesdóttir og Halldór Páisson útvegsbóndi og formaður, einn hinna kunnu Heimabæjarbræðra, sem þekktir voru á sinni tíð fyrir dugnað í sjó- sókn og aflasæld langt út fyrir heimabyggð sína. Margrét ólst upp í glöðum systkinahóp hjá for- eldrum sínum, þá voru leiksyst- kini Margrétar, börn föðurbræðra hennar, hlaðin lífsorku og at- hafnaþrá, sem heilbrigðri æsku er ávallt töm. Þegar ég lít til baka, minnist ég Margrétar sem laglegrar ungrar stúlku, sem heillaði marga með brosi sínu og geislandi lífskrafti. Margrét giftist Magnúsi Guð- mundssyni 29. júní 1929, ungum og efnilegum manni, sem reyndist konu sinni trúr og traustur lífs- förunautur meðan honum var lífs auðið, en hann lést 20. febrúar 1974 eftir stutta en erfiða legu á sjúkrahúsi. Margrét og Magnús eignuðust einn son, Halldór, sem þau ólu upp af miklu ástríki á sínu fallega og aðlaðandi heimili. Þangað var gaman að koma, gestrisni mikil. Halldór sonur þeirra hjóna er giftur myndarlegri og góðri konu og eiga þau 5 myndarleg börn, sem voru ömmu og afa dýrmætir ljós- geislar, þegar aldurinn færðist yf- ir þau. Snemma á árum hóf Margrét Halldórsdóttir þátttöku í ýmsum félagsmálum í Hnífsdal, sem hún hafði mikla ánægju af. Mörg hin síðari ár var Margtét í ísafjarð- ardeild Sjálfsbjargar, félagi fatl- aðra og lamaðra, og reyndist ávallt ötull starfskraftur, enda kosinn formaður deildarinnar og sat mörg landsþinga Sjálfsbjarg- ar. Margrét Halldórsdóttir var mikil húsfreyja og eftirminnanleg persóna sem sópaði að, sterk og heilbrigð til sálar og líkama, bjartsýn og úrræðagóð, ef á reyndi, aldrei með vol eða víl, sagði hispurslaust meiningu sína hver sem í hlut átti, en það var henni í blóð borið. Það má líka fullyrða, að sú trú er henni var innrætt við móðurkné og líklega ekki síður við föðurkné, hafi aukið henni styrk þó ekki hefði hún það mikið á vörum. Á síðasta ári átti Margrét á bak að sjá mjög kærum bróður, Guðmundi Halldórssyni, sem féll henni þungt, því að hann var henni einkar kær. Þrjú systkini lifa Margréti en þau eru: Áðalheiður, Helga og Páll fyrrum kennari og organisti. — Öll eru þessi systkini vel þekkt og dugmikið fólk, sem syrgja systur sína að vonum. Þá átti Margrét fósturbróðir Jóakim Pálsson kennara í Reykja- vík, sem foreldrar hennar tóku á 5. ári munaðarlausan, en foreldrar hans létust bæði í spönsku veik- inni árið 1918, en þau voru Guðrún Jensdóttir og Páll Guðmundsson trésmiður. Nú þegar Magga Hall er öll, en þannig var hún gjarnan nefnd af vinum sínum og kunningjum, er hennar mjög saknað því að sann- arlega setti Margrét Halldórsdótt- ir, um sína daga, svip sinn á dag- legt líf í sinni kæru heimabyggð. Hálldóri syni hinnar látni, konu hans og börnum og eftirlifandi systkinum og frændfólki öllu færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Að leiðarlokum þakka ég hinni látnu vinkonu minni löng og góð kynni og bið henni guðsblessunar. Utför Margrétar Halldórsdóttur var gerð frá Hnífsdalskapeliu 21. september sl. Einar Steindórsson Valgerður Andrés- dóttir - Minningarorð Fædd 17. júlí 1902. Dáin 20. scptember 1981. Þann 20. september lést amma mín, Valgerður Andrésdóttir í Landakotsspítalanum. Þar hafði hún legið undanfarnar vikur. Beð- ið þess að geta lagt af stað í sína hinstu för. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. september kl. 13.30. Á tímamótum lífs og dauða verða minningarnar oft áleitnar. Þannig er því a.m.k. varið með mig. Það er svo ótal margt sem mig langaði að þakka henni. Ég veit varla á hverju byrja skal. Ég man þá tíð er ég sem lítill snáði sat og hlustaði á hana segja frá æskudögum sínum. Hún gat auðveldlega leitt mig inn í gamla tíma og látið mig kynnast gömlum atvinnuháttum. Slíkur búskapur stæði mér sjálfsagt fyrir hug- skotssjónum sem óraunverulegt ævintýri hefði hún ekki sagt að þannig hefði það verið á sínum æskudögum. Doyr íí. deyja írændur. deyr sjálfur ið sama; en ordstir deyr aldre^i. hveim er sér nortan Kotur. (Hávamál) í dag, 17. september, er fæð- ingardagur afa míns, Hálfdans Þorsteinssonar frá Vattarnesi, en hann hefði orðið 77 ára hefði hann ekki andast þann 22. júlí sl. Afi hafði þá átt við veikindi að stríða í tæpa 2 mánuði, en fram að þeim tíma hafði hann vart kennt sér meins. Þegar ég hugsa um afa koma upp í huga mér margar hlýjar minningar. Hann var hreinskilinn og góðviljaður, enda var jafnan gestkvæmt á heimili afa og ömmu, og eiga vinir og frændfólk margar góðar minningar þaðan. Oft heyr- ist það nefnt að hin svokallaða ættarfjölskylda sé ekki lengur til staðar í okkar þjóðfélagi, en eitt höfuðeinkenni hennar er að hún er langlífari en einstaklingarnir sem mynda hana hverju sinni. í fjöl- skyldu okkar afa er ættarfjöl- skyldan svo sannarlega við lýði ennþá. Þau eru ófá fjölskylduboð- in sem haldin hafa verið til að minnast ýmissa atburða sem átt hafa sér stað innan fjölskyldunn- Ég sá hana í huganum sem unga stúlku á grasafjalli, hana og afa vinna saman í votabandi eða skola þvott í klakabundinni á. Hún lifði vissulega tímana tvenna. Aldist upp við hlóðaeldhús og þurfti á fyrri helmingi búskapartíðar sinnar að nota tað sem eldivið, sækja vatn og bera út ösku. Allt þetta gerði hún svo lifandi fyrir mér, nútímatáningnum, sem lík- iega fær aldrei að kynnast þessu í raun. Hún kenndi mér líka að tefla og spila, sagði alltaf að mað- ur yrði að geta haft ofan af fyrir sér sjálfur. Ekki láta aðra alltaf mata sig. Mér er ljúft að viðurkenna að hún með öllu sínu dekri og eftir- læti spillti mér á vissan hátt. Til hennar gat ég alltaf leitað ef hug- urinn girntist eitthvað sem ekki var beint á fjárhagsáætlun for- eldra minna. Auðvitað ' gerði ég mér ekki grein fyrir því hve marg- ar lopapeysur hún varð að prjóna til að uppfylla hina og þessa ósk ar og má segja að afi og amma hafi þar verið höfuð ættarinnar. Því er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna eftir fráfall afa. Afi bar þess vel merki að hann tók ekki þátt í því lífsgæðakapp- hlaupi sem gjarnan einkennir nú- tímann. Hann var nægjusamur, leitaði hvorki fjár né frama, en fékk uppfyllingu lífs síns í athöfn- unum, með því að fara austur á mína. Hún var alltaf að gefa mér eitthvað en vildi helst aldrei neitt þiggja af öðrum. Hræddur er ég um að ég geti aldrei orðið eins góður afi og hún var mér góð amma. Það er sama hvort skeinan var lítil eða stór, alltaf átti hún mátulegan plástur. Sem betur fer gat hún, þrátt fyrir allt sitt eftirlæti, sagt mér til syndanna þegar þess var þörf að hennar dómi. Hún lofaði mér samt firði ásamt ömmu á sumrin og með því að lifa í faðmi fjölskyldu og vina. Mörgum stundum eyddi hann með alnafna sínum, Hálf- dani Þorsteinssyni, sem gat því miður ekki notið hlýhugar afa síns nema í 9 ár. Þótt Hafnarfjörður hafi verið afa kær, áttu Austfirðirnir, þaðan sem hann var ættaður, hug hans allan. Þangað fóru afi og amma á sumri hverju eftir að þau fluttust til Hafnarfjarðar, og reri afi þá frá Kolmúla, þar sem búa Guðjón, bróðir ömmu, og Jóna Björg, kona hans. í Hafnarfirði vann afi sem verkamaður í Hval hf. Hann vann því ávallt við undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar, fiskinn, ýmist á sjó eða landi. Afi hafði mikinn áhuga á þjóð- málum og tók hann jafnan afstöðu til þeirra. Hann hafði gaman af að ræða um pólitík og fylgdist vel með. Þótt hann væri rólyndur að eðlisfari leiftruðu frásagnir hans af fjöri og þrótti og urðu til þess að grár og daufur hversdagsleik- inn breytti um lit. Afi kveið ekki fyrir dauðanum og ræddi oft um hann. Það er þó mikið sárt til þess að hugsa að fá ekki notið samfylgdar afa lengur, tilveran verður óneitanlega snauð- ari án hans. Afi er ömmu og okkur öllum mikill missir, sem á engan hátt verður hægt að bæta. Eitt er þó víst að hann mun lifa með okkur eins og við munum hann, svo lengi sem við lifum. Okkar mesta huggun í þungum harmi er að við skulum ennþá hafa hana ömmu hjá okkur. Blessuð sé minning afa. r . „ alltaf að skýra mitt mál, hafði tíma til að hlusta á mínar rök- semdafærslur. Að því loknu gát- um við alltaf fundið einhverja lausn sem við vorum bæði ánægð með. Þrátt fyrir okkar mikla ald- ursmun fannst mér hún alltaf skilja mig. Mig langar í því sam- bandi að nefna eitt atvik, sem allt- af mun sitja fast í huga mínum. Ég hafði ráðið mig á millilanda- skip og kveið mikið fyrir því að segja henni það, bjóst við að hún snerist öndverð gegn því, litli ömmudrengurinn hefði ekkert á sjó að gera. Viðbrögð hennar urðu hins vegar önnur. Hún klappaði á öxlina á mér og brosti sínu góð- lega ömmubrosi. Síðan sagði hún eitthvað á þá leið, að við nútíma unglingarnir vissum ekki hvað við ættum gott að geta samkvæmt löngun valið lífsstarf. I hennar ungdæmi hefði yfirleitt ekki um mikið val verið að ræða. Þá gilti oft einungis að geta séð sér far- borða. Þessi orð hennar vöktu mig svo sannarlega til umhugsunar. Ég hafði sannast að segja aldrei hugleitt þessa hlið málsins. Þetta sýnir einnig hve víðsýn hún var. Fátæklegu orðin mín lýsa ekki nema örlitlu broti af öllum þeim fróðleik og hjartahlýju sem amma mín lét mér í té. Persónuleika hennar finnst mér túlka best ljóð- línurnar: „Bognar aldrei, brotnar í, bylnum stóra seinast." Um hann þarf ekki fleiri orð. Hafi amma kæra þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning henn- ar. Valbjörn Höskuldsson. t Þakka auðsýnda samúö vegna fráfalls BJARNA SIGBJÖRNSSONAR, Kleppsvegi 38, Reykjavík. Fyrir hönd vandamanna. Anna Gunnarsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför föður okkar, tengda- fööur og afa, ÁSGEIRS JÓNSSONAR Mjöll Ásgeirsdóttir, Sæmundur Guömundsson, Óli Ásgeirsson, Jónína G. Einarsdóttir, og barnabörn. t Viö þökkum innilega auösýnda vináttu og samúö við fráfall og útför konu minnar, móöur, tengdamóöur og dóttur, (DÚNU) GUNNÞÓRUNNAR RÖGNU GOWAN f. EIRÍKSDÓTTIR, New Jersey, U.S.A. William Gowan, María Steinunn Gowan, Marc Rodman, Steinunn Guömundsdóttir. t Viö sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og Jarðarför RAGNARS GRÍMSSONAR, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Guö blessi ykkur öll. Björg Aöalsteinsdóttír, Ágústa Ragnarsdóttir, Guöbjörg Ósk Ragnarsdóttir, Viktoria Eyrún Ragnarsdóttir, Högni Högnason, Sigriður Ragnarsdóttir, Lilja Ester Ragnarsdóttir, Jón Birgir Ragnarsson, Þorgeröur Einarsdóttir, og barnabörn. Sigþór Sigþórsson, Andres Einarsson, Helga Reynaldsdóttir, Helgi Jónatansson Minning: Hálfdán Þorsteins- son frá Vattarnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.