Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 45 í stað stöðugra átaka við ísra- eismenn hefur hann kosið frið; í stað sovésksinnaðs hlutleysis hefur hann hallað sér að Banda- ríkjamönnum; í stað sósíaiisma hefur hann beitt sér fyrir óheftri einkaneyslu — a.m.k. fyrir þá fáu, sem eiga peninga, — og að síðustu metur hann meira hags- muni Egypta en samarabískar hugsjónir. Sadat hefur oft komið um- heiminum á óvart, en það, sem býr að baki kúvendingum hans, er skynsamlegt mat. Það voru ekki duttlungar, sem réðu því að hann hvarf frá stefnu Nassers, heldur réttur lærdómur af þeim veruleika, sem við honum blasti. Israelsmenn yrðu ekki sigraðir á vígvellinum, og höfðu enda Bandaríkjamenn á bak við sig; hinn mikli olíuauður í höndum íhaldssamra fursta benti síður en svo til sósíaliskrar framtíðar og, eftir fjóra ósigra og miklar blóðsúthellingar var egypski al- þýðumaðurinn búinn að fá sig meira en fullsaddan á samarab- ísku hugsjóninni. Eitt atriði er það þó í stefnu Nassers heitins, sem Sadat getur undir engum kringumstæðum ýtt til hliðar. Það eru örlög Pal- estínuþjóðarinnar, mál, sem er svo samofið arabískri sjálfsvit- und, að ekki verður fram hjá því komist. Sá Arabaleiðtogi, sem það reyndi, myndi ekki kemba hærunar á valdastóli. Eitt 11 ár á valdastóli horfir Sadat ékki aðeins fram á þá um- bun erfiðis síns að endurheimta allt egypskt land, heldur verður hann einnig að komast að viðun- andi samningi um réttindi Pal- estínumanna. Það sem heldur vöku fyrir Sadat um þessar mundir er óttinn við, að þrátt fyrir vinalætin við Bandaríkja- menn muni Reagan ekki styðja hann nógu dyggilega, að Begin muni komast upp með það að innlima Vesturbakkann smátt og smátt og að sjálfur verði hann auðmýktur frammi fyrir arabískum andstæðingum sín- um. Um þetta er Sadat að hugsa, þessi mál, sem skipta svo miklu fyrir framtíð Egypta og orðstír hans sjálfs. Það er því ekkert skrýtið þó að Sadat renni í skap þegar erlendir fréttamenn, sem ættu að sýna honum samúð og skilning að honum finnst, fara að gera veður út af því að nokkr- ir vandræðagemlingar eru tekn- ir úr umferð. — sv. Northampton, NNl 3PU, England. Indverskur piltur, 22 ára, óskar eftir pennavinum. Hefur áhuga á tónlist, frímerkja- og póstkortas- öfnun o.fl.: Paul Jai Sharma. Sadar Bazar Samana 147101, India. Fyrirliggjandi Rauðarárstíg 1, sími 11141. stiginn Hversvegna aö láta sérsmíöa stiga, þegar hægt er aö kaupa Ljusdals stiga tilbúinn til uppsetningar? A myndunum sézt hversu lítiö fer fyrir stiganum ósamsettum, og hvernig hann veröur, tilbúinn til notkunar. Ljusdals stigann getur þú sett upp sjálfur og þaö á stuttum tíma. Furulímtré Ljusdals stiginn er unninn úr massivri furu, svokölluöu límtré. Furan er límd saman í bitum sem gefur stiganum mikla mótstööu gagnvart raka og hitastigsbreytingum. Furu-límtréö er bæöi fallegt og veitir hlýlega tilfinningu. Stadalstærðir Ljusdals stiginn er framleiddur í 7 geröum, — „beinir“, — „L“ laga og „U“ laga. Þar aö auki eru þeir framleiddir í mismunandi hæöum (240—270 sm). Alls veröa þetta 48 mismunandi geröir stiga svo aö einhver þeirra ætti aö henta þér. Uppsetning í pökkunum er ekki bara stiginn heldur einnig allt sem þarf til þess aö ganga frá stiganum á sínum staö, — skrúfur, lím og tréfyllir. Þaö eina sem vantar er hamar og skrúfjárn. Fylgihlutir Meö Ljusdals stiganum má fá handriö, rimlaverk og lokanir viö stigapalla, allt úr límtré. Allar upplýsingar ásamt myndlista veita, ka|mar innréttingar hf. SKEIFUNNI8, SÍMI82011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.