Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
5
Leiðarar Morgunblaðsins
lesnir daginn eftir
RÍKISÚTVARPIÐ hefur sent MorKunblaðinu bréf, þar sem frá því er
skýrt, að framvegis þurfi leiðarar dagblaða að hafa borizt fréttastofu
útvarps fyrir kl. 17.00 dag hvern eða fyrir kl. 20.00, ef blöðin stytti
leiðarana sjálf.
Morgunblaðið hefur svarað bréfi útvarpsins á þann veg, að lestur
leiðara í útvarp hafi verið tekinn upp skv. ákvörðun útvarpsráðs á
sinum tima, leiðarar Morgunblaðsins séu skrifaðir fyrir lesendur
blaðsins til birtingar i blaðinu en ekki til lesturs i útvarp og þessi
timamörk henti Morgunblaðinu ekki. Glöggt dæmi um það er leiðari
blaðsins i gær um morðið á Sadat, sem augljóslega var ekki hægt að
skrifa innan þessara timamarka. Þess vegna hefur Morgunblaðið bent
útvarpinu á að lesa leiðara blaðsins daginn áður og hefur það fyrir-
komulag þegar komið til framkvæmda. Hér fer á eftir bréf útvarpsins
og svarbréf Morgunblaðsins:
Bréf útvarpsins
„Útvarpsráð hefur í umræðum
um lestur úr forystugreinum
dagblaðanna í útvarpi talið æski-
legt að ritstjórar sjálfir styttu —
eða létu stytta — forustugreinarn-
ar í um það bil 1% mínútu lestr-
arlengd. Óskum um þetta hefur
verið misjafnlega tekið.
Á fundi sínum þriðjudaginn 29.
f.m. samþykkti útvarpsráð, að for-
ustugreinarnar skyldu styttar í
um það bil 1% mínútu lestrar-
lengd. Skulu þær berast í frétta-
stofu fyrir kl. 17.00, nema ritstjór-
ar stytti sjálfir — eða láti stytta
— þá fyrir kl. 20.00.
Ákvörðun þessi tekur gildi frá
og með 5. október nk.“
Svarbréf
Morgunblaðsins
„Vegna tilkynningar frá Ríkis-
útvarpinu dags. 1. okt. sl. þess efn-
is, að framvegis skuli leiðarar
hafa borizt fréttastofu útvarps
fyrir kl. 17.00 og fyrir kl. 20.00
stytti blöðin sjálf leiðara, vill
Morgunblaðið taka eftirfarandi
fram:
Lestur leiðara í útvarp var ekki
hafinn að ósk Morgunblaðsins,
heldur skv. ákvörðun útvarpsráðs
á sínum tíma.
Leiðarar Morgunblaðsins eru
skrifaðir til birtingar í blaðinu
fyrir lesendur blaðsins en ekki til
upplestrar í útvarp. Morgunblaðið
getur ekki miðað skrif leiðara við
þann tíma, sem hentar Ríkisút-
varpinu.
Meðan lestri leiðára er haldið
áfram vill Morgunblaðið því benda
Ríkisútvarpinu á að lesa leiðara
blaðsins daginn áður, enda komi
það skýrt fram að svo sé og komi
þetta fyrirkomulag til fram-
kvæmda nú þegar."
Fyrstu áskriftar-
tónleikarnir
FYRSTU áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands á starfs-
árinu 1981/’82 verða í Háskólahiói í
kvöld og hefjast þeir kl. 20.30.
Stjórnandi verður Jean-Pierre
Jacquillat og einleikari Manuela
Wiesler.
Á efnisskránni verða eftirtalin
verk: Páll Isólfsson: Passaraglia.
Mozart: Flautukonsert í l)-dúr,
Mozart: Andante, Berlios: Sinfonía
Fantastique.
Stjórnandinn, Jean-Pierre Jacqu-
illat, er fæddur í Versölum 1935,
lærði við tónlistarháskólann í París
og var margsinnis sæmdur 1. verð-
launum. I fyrstu stjórnaði hann sem
varastjórnandi við Orchester de Par-
is og stjórnaði fjölda tónleika heima
og erlendis t.d. í USA og USSR og
Mexikó. Síðar varð hann aðalstjórn-
andi við hljómsveitina í Angers, Ly-
on og við Lamoureux-hljómsveitina í
París. Hann hefur stjórnað miklum
fjölda óperusýninguna í Briissel.
París, New York, Buenos Aires og
víðar. Ennfremur gert hljóðupptök-
ur á vegum EMI, Pathé og Marconi.
Hann á sæti í dómnefnd Parísar-
óperunnar og hefur verið sæmdur
heiðursmerki Parísarborgar.
Manuela Wiesler, einieikarinn á
þessum tónleikum, fæddist í Brasilíu
1955 en er af austurrísku bergi brot-
in. Eftir að hún útskrifaðist sem ein-
leikari frá tónlistarháskóla Vínar-
borgar hefur hún sótt einkatíma hjá
Alain Marion, James Galway og
Aurele Nicolet. Hún hefur verið bú-
sett á íslandi siðan 1973 og haldið
fjölda tónleika bæði hér heima og
erlendis og gert útvarps-, sjónvarps-
og plötuupptökur. I vetur mun
Manuela koma fram sem einleikari
með Sinfóníuhljómsveitinni í
Þrándheimi, Bergen og Stokkhólmi.
Smygl fannst í Stuðlafossi:
180 flöskur af áfengi
EITT hundrað og áttatíu flöskur af
áfengi fundust i Stuðlafossi i Kefla-
víkurhöfn á þriðjudagsmorgun, og
hafa fjórir skipverjar viðurkennt að
eiga smyglvarninginn. samkvæmt
upplýsingum sem Morgunhlaðið
fékk hjá Kristni Ólafssyni toll-
gæslustjóra i gær.
Sagði Kristinn í samtali við Morg-
unblaðið að um helmingur varnings-
ins hefði verið kominn út í bíl við
höfnina þegar tollgæsluna bar að, og
hefði þá bíllinn verið stöðvaður. Þá
hefði hinn heimingurinn fundist við
leit í vélarrúmi skipsins. Sagði Krist-
inn að andvirði áfengisins væri um
43.000 krónur, og yrði málið sent
saksóknara. Þá gat hann þess að
samkvæmt áfengislögum væru sektir
miðaðar við útsöluverð áfengis á
hverjum tíma, og kvaðst hann því
telja að sektargreiðslan yrði um
43.000 krónur.
Aldrei glæsilegra úrval af herra velour inni-
settum frá
finnwear
V E R Z LU N I N
GEfsiBP
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SIMINN KR:
22480
RD-800 Utvarp/segulband-stereó/FM-AM
-LW-SW/tveir innbyggðir hljóðnemar/
sjálfvirk upptaka/innstillingar mælir f/út-
varpið/CrO2/220-9 volt/verð: 2050 kr.
RD-745 Utvarp/kassettusegulband-stereó
/FM-AM-LW-SW/10 watt/220-9 volt/inn-
stillingar mælir/LCD Quartz klukka/inn-
byggðir hljóðnemar/sjálfvirk upptaka/
verð: 2380 kr.
RD-740 Utvarp-kassettusegulband/FM-
AM-LW-SW/10 watt/innbyggðir hljóð-
nemar/innstillingar mælir/220-9 volt/
sjálfvirk upptaka/verð: 1963 kr.
CR 360 Útvarp-kassettusegulband/Mono/
FM-AM-LW-SW/tveir hátalarar/4.3 watt/
innbyggður hljóðnemi/sjálfvirk upp-
taka/220-6 volt/verð: 1313 kr.
CR 365 Útvarp-kassettusegul CS 605 Kassettusegulband-mono CS 648 Kassetusegulband-mono/ PD 551 Vasasegulbandstæki- PR 223 Vasasegulband-kassetu-
band/Mono/FM-LW-AM-SW/ /chrome stilling/sjálv. upptaka/ sjálv. upptaka/innb. hljóðnemi/ kassettu-stereó/heyrnartæki stereó/með heyrnartækjum/FM-
Quartz klukka/sjálfv upptaka/ innb. hljóðnemi/verð: 654 kr. CrO2/220-6 volt/verð: 826 kr. fylgir/metal og chrome/f/rafhlöð- stereó útvarp/metal og chrome
hljóðnemi/220-6 volt/verð: 1687 kr. ur/verð: 1130 kr. stilling/fyrir rafhlöður/verð 1290
e
AKRANES Bjarg SAUÐÁRKRÓKUR Radio og sjónv. þjónustan SEYÐISFJÖRÐUR Versl. Stál
BORGARNES Kaupf. Borgf. B. AKUREYRI KEA EGILSSTAÐIR Versl. Skógar
ÍSAFJÖRÐUR Póllinn SIGLUFJÖRÐUR Versl. ögn HELLA Versl. Mosfell
, BOLUNGARVÍK Einar Guðf. HÚSAVÍK Bókav. Þórðar Stef. SELFOSS Radio og Sjónv stgfan.
FÁLKINN
SUÐUHLAN0SBRAUT-8 • •SÍMI85884'