Morgunblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 Hveragerði: Kjörís framleidd- ur, en ekki seldur IIveraKorAi. 29. sopt. HÉR t Hverajferði er fyrirta-ki scm Kjörís heitir ok framleiðir marjcar Korðir af is í pökkum. pinnum ok istertum. Öll er framleiðslan til s<jma enda er fyrirtækið vel rekið ok t>ar rikir þrifnaður ok snyrti- mennska bæði innan dyra ok utan. Okkur húsmæðrum finnst þvi al- vck kjörið að fara ok kaupa Kjöris í annarri hvorri matvöruverslun- inni hér. en fáum þá þetta svar: „Því miður. hann fæst ekki. bara Emmessis.“ Ék skil ekki hver hefur ávinninK af þvi að flytja isinn sem hér er framleiddur út um allt land. en flytja Emmessis hinKað i stað- inn. ja ekki við húsmæðurnar. Auð- vitað er sjálfsaKt að háðar teKund- irnar seú á hoðstólum. Að vísu er hægt að kaupa Kjörís í verksmiðjunni á vinnutíma, en hvorki á kvöldin eða um helgar. En þá er þess að gæta, að þeir einir geta keypt mikið magn af ís í einu, sem eiga góðar frystikistur, því raf- magnið hér er svo óstöðugt að illt er við að búa, og hefur í sumar oft verið rafmagnslaust frá miðnætti til kl. 7 að morgni, vegna tenginga. Þá er allt orðið heldur ómatarlegt í frystihólfum kæliskápanna. Framkvæmdastjori Kjöríss, Haf- steinn Kristinsson hefur tjáð mér, að ekkert sé til fyrirstöðu frá sinni hálfu að selja verslununum ísinn og hafi hann ætíð staðið þeim til boða. Heiti ég á ráðamenn þeirra að ráða bót á þessu og bæta þar hag okkar Hvergerðinga. Sigrún Hið íslenska bókmenntafélag: Gefur út bók um bókfræði ÚT ER komin hjá hinu islenska h<>kmenntafélaKÍ. Islensk b<jkfræði, eftir þá Einar G. Pétursson og Ólaf F. Hjartar. Undirtitill bókarinnar er „helstu heimildir um islenskar ba-kur og handrit". <>k gefur nafn b<jkarinnar nokkuð KÓða visbend- ingu um innihald hcnnar. Fremst í bókinni er kaflinn Um b<>kaskrár eftir Ólaf, en þar er gerð grein fyrir bókaskrám almennt og höfð hliðsjón af erlendum ritum. I frétt frá Hinu íslenska bókmennta- félagi segir annars, að aðalmarkmið þessarar bókar sé að geta skráa sem til eru um íslensk rit í öllum grein- um. Þess vegna séu í bókinni al- mennar bókaskrár, skrár um ein- staka efnisflokka, ritaskrár ein- staklinga, efnisskrár tímarita, skrár frá einstökum útgáfustöðum, bók- menntasögur, almenn mannfræðirit og stéttatöl og margt fleira. Oft fylgir titlum umsögn til glöggvunar á efni skránna. Efnið er flokkað, en efnisorðaskrá og registur auðvelda notkun bókarinnar. Sér- stakur kafli er um handrit, sem er fyllsta greinargerð um skrár um ís- lensk handrit, hérlendis sem erlend- is, sem völ er á, segir í fréttatilkynn- ingu Bókmenntafélagsins um hina nýju bók. SÖFNUÐIR landsins munu halda dag fatlaðra á sunnudaginn kem- ur. Viða munu fatlaðir prédika og gerðar verða ráðstafanir til þess að fatlaðir geti átt greiðari aðgang að guðþjónustum. Sérstök nefnd skipuð þeim sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni, Krist- ínu Sverrisdóttur, sérkennara og Sigurði Björnssyni, menntaskóla- nema, hefur sent margvíslegt efni til presta og safnaða til nota þenna dag, bæði við guðsþjónustur og aðra fundi í söfnuðum. Annar sunnudagur í október hefur um skeið verið hinn alþjóðlegi dagur fatlaðra víðast um hinn kristna heim. Á ári fatlaðra hefur hann að sjálfsögðu fengið enn meiri áherzlu. Við útvarpsguðsþjónustu á sunnudag prédikar sr. Valgeir Ástráðsson, sem er stjórnarfor- maður Sólheima í Grímsnesi, en þar rekur þjóðkirkjan heimili fyrir vangefna, eins og kunnugt er. Víða í kirkjum eru nú heyrnar- tæki fyrir heyrnarskerta, en mjög skortir á að nægilega auðveld að- koma sé að kirkjuhúsum fyrir fatlaða. Má geta hér fordæmis Langholtssafnaðar í Reykjavík, en safnaðarheimilið þar var byggt með aðstæður fatlaðra í huga. Lögð er áhezla á, að hinar nýju kirkjur sem eru í byggingu geri allar ráð fyrir þörfum fatlaðra. (FréttatilkynninK.) Dagur fatlaðra í kirkj- um landsins á sunnudag Útgáfunefnd hulsturbókarinnar eru bröstur Lýðsson t.v., sem er gjaldkeri JC i Mosfelissveit, næstir honum eru: formaður útgáfunefndarinnar Hlynur Árnason, Árni Átlason gjaldkeri fjáröflunarnefnd- ar og Guðmundur Lúðviksson blaðafulltrúi Landsstjórnar JC. Athyglisverð nýjung: Hulsturbók um slysavarnir JC-Mosfellssveit hefur gefið út ítarleg upplýsingakort um skyndihjálp i nýstárlegum og handhægum umbúðum. Hér er um að ræða kort, sem eru i plast- hulstrum og eru ekki stærri um sig en spilastokkur. Iiulsturbókin er 42 blaðsiður að stærð og i henni eru upplýsingar um flest þau óhöpp og slys, sem kunna að henda i daglegu lífi ásamt leið- bcininKum um hvernÍK eigi að bregðast við þeim. Meðal þeirra slysatilfclla. sem fjallað er um eru: brunasár, drukknum, eitrun, eldsvoði, gaseitrun, lost, kal, oíkælinK. skordýrabit, umferð- arslys og margt fleira. Sögðu forsvarsmenn útgáfunnar, sem boðuðu til blaðamannafundar í tilefni útkomu hulsturbókarinnar að hugmyndin að henni væri kom- in frá Noregi en bílgreinasam- bandið þar í landi hefði gefið slíka bók út. Að sögn forsvarsmanna þá beittu JC-menn sér fyrir því verk- efni á þessu ári, að leggja öryrkj- um lið, tengdist þessi útgáfa vel því markmiði. Því þeir legðu áherslu á að rétt viðbrögð í upp- hafi slyss gætu komið í veg fyrir af afleiðingar slysa verði alvarlegri en á horfir í fyrstu. Því væri nauðsynlegt fyrir hvern og einn að hafa þekkingu á skyndi- hjálp og upplýsingar og leiðbein- ingar við hendina, því enginn vissi hvenær til þeirra þyrfti að grípa. JC-Mosfellssveit stefnir að því, að hulsturbókunum verði komið í hvern bíl á íslandi. Til að byrja með hefur bifreiðaumboðunum verið boðin hulsturbókin til kaups og hugmyndin er að þau láti eina slíka bók fylgja hverjum nýjum bíl, sem seldur er. Þá hafa lyfja- búðir sýnt þessum bókum áhuga og til greina kemur að ein svona bók verði meðal annarra nauðsynja í sjúkrakössum. Upplýsingar í bókinni eru mjög aðgengilegar. Fremst er efnisyfir- lit, síðan er mjög fljótlegt, að fletta upp á hverju efnisatriði og oftast fylgir mynd með. Spjöldin varð- veitast mjög vel til dæmis í bíl þar sem búast má við að þau verði fyrir hnjaski. Ef ágóði verður að útgáfu hulst- urbókarinnar mun hann renna til verkefnisins „Leggjum öryrkjum lið“. Hulsturbókin var prentuð í 4000 eintökum, þýðandi texta er Bogi Arnar Finnbogason, en Haukur Kristjánsson læknir á slysadeild Borgarspítalans las handritið yfir. Um 15% hækkun á kísiljárni, en verulega minnkandi sala: Ýmis teikn um batnandi tíð þegar á næsta ári - segir Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins „ÞVf er ekki að neita, að markað- urinn hefur vcrið fremur daufur að undanförnu. Það varð að visu um 15% hækkun fyrir skömmu. en hún kcmur niður á magninu," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri is- lenzka járnhlendifélagsins, i sam- tali við Mbl., er hann var inntur íslenzkar listakonur sýna í Þrándheimi Nú stendur yfir listahátíð i Þrándheimi sem borgin stendur að. t Listasafni Þrándheims er ein stærsta kynning á islenskri nútímalist til þessa. Eru þetta tvær myndlistasýningar, ann- arsvegar Nýlist svokölluð og hinsvegar grafík. Forráðamenn Listasafnsins komu hér í vetur sem leið og völdu þá listamennina, síðan hefur undirbúningur átt sér stað. Þessir 5 grafíklistamenn voru valdir: Björg Þorsteinsdótt- ir, Ekida Jónsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir og Valgerður Bergsdóttir. Sýna þær milli 30 og 40 verk á Aðdragandi að þessari kynn- ingu á íslenskri grafik í Noregi er Félagssýning íslenskrar graf- íkur ’79 en hún fór víða og vakti mikla athygli meðal annars í New York og Þýskalandi. Tvær af Ustakonunum eru margverð- launaðar á alþjóðlegum grafík- sýningum. í kjölfar þessa voru svo þessar 5 listakonur valdar á sýningu þessari sem er hin veg- legasta. listahátíðina í Noregi. Þess má í lokin geta að Félagssýning ís- lenskrar grafíkur verður opnuð á laugardaginn kemur í Norræna húsinu, og gefst þá fólki kostur á að sjá það nýjasta í íslenskri grafík. BjörK ÞorHteinsdóttir Edda Jónsdóttir Jóhanna BoKadóttir RaKnheiður Jónsdóttir ValKerður BerKsdóttir eftir stöðu mála I sambandi við sölu á kísiljárni. Jón Sigurðsson sagði, að vænt- anlega myndi framleiðsla fyrir- tækisins á þessu ári verða í kring- um 35 þúsund tonn, sem er nokkru minna, en gert hafði verið ráð fyrir. Sérstaklega hefur verið dregið úr framleiðslu nú upp á síð- kastið og verður út árið. Áfkasta- geta verksmiðjunnar er vel yfir 50 þúsund tonn á ári, þegar báðir ofnar hennar eru í gangi. Járnblendifélagið hefur á þessu ári sent nokkuð magn af kísiljárni á Bandaríkjamarkað, þrátt fyrir að aðalmarkaðssvæðið sé í Evr- ópu. Nýverið fór t.d. 3500 tonna farmur vestur. Með stöðugt sterkari dollar hefur verðið á Bandaríkjamarkaði farið hækk- andi miðað við Evropu, en það nýtist hins vegar ekki þar sem fyrirtækið fær jafnaðarverð fyrir framleiðslu sína. Aðspurður um framtíðarhorfur sagði Jón Sigurðsson ýmis teikn á lofti um batnandi tíð á næsta ári. — „Það er allt útlit fyrir, að bæði Bretland og Þýzkaland séu komin yfir mestu erfiðleikana og séu á uppleið. Það er hins vegar spurn- ing hversu hröð sú þróun verður. Þá eru Japanir greinilega á upp- leið og þessir fyrrgreindu markað- ir eru þeir mikilvægustu," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins að síðustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.