Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Af fundi alþjóöasambands jafnaðarmanna:
Takmörkun vígbúnaðar
og eftirlit með vígbúnaði
Kjartan Jdhannsson
„Alþjóðasambandið
og jafnaðarmanna-
flokkarnir mótmæla
þannig frekari aukn-
ingu skammdrægra
kjarnavopnaí Evrópu
af hálfu beggja aðila,
hvort heldur eru
SS-flaugar Sovétríkj-
anna eða hugmyndir
um nifteindasprengjur
og eru andvígir fram-
leiðslu hennar. í stað
þess viljum við jafnað-
armenn og samband
okkar, að báðir aðilar
komi sér saman um
ákveðna takmörkun á
hernaðarmætti sínum í
Evrópu.“
Kjarnorkuvopna-
laus svæði
Alþjóðasamband jafnaðarmanna
telur með sama hætti, að ákvörðun
um kjarnorkuvopnalaus svæði eigi
að vera liður í heildarsamkomulagi
um takmörkun vígbúnaðar. Slík
svæði verða þá að fela í sér tilslak-
anir af beggja hálfu þannig að jafn-
vægi raskist ekki. Það kom glögg-
lega fram i máli manna á fundinum
í París að fundarmenn voru sam-
mála okkur norrænum jafnaðar-
mönnum um það, að yfirlýsing um
áframhaldandi kjarnorkuvopnaleysi
á Norðurlöndum gæti verið gagnlegt
innlegg til þess að knýja á um víð-
tækara samkomulag um takmörkun
vígbúnaðar, en fyrir slíka yfirlýs-
ingu þyrfti að koma tilslakanir og
samdráttur i kjarnavopnum af
hálfu Sovétríkjanna. Einhliða yfir-
lýsing af hálfu Norðurlanda án
samhengis við umhverfið og ann-
arra tilslakana er ekki á dagskrá
hjá flokkunum eða forystumönnum
þeirra. Þetta er rétt að menn hafi í
huga vegna villandi málflutnings,
sem sumir aðilar hafa uppi hér-
lendis.
Sýklahernaður
og vopnasendingar
til þriðja heimsins
Á þessum fundi Alþjóðasambands
jafnaðarmanna í París komu líka
fram áhyggjur vegna efna- og sýkla-
hernaðar. Var krafist tafarlauss
banns gegn þessum vopnum.
Ennfremur vildu fundarmenn
skora á allar ríkisstjórnir að stöðva
allar vopnasendingar til þriðja
heimsins. Ríkisstjórnirnar einbeiti
sér á hinn bóginn að því að koma á
friðsamlegum lausnum á þeim
vandamálum, sem leiða til vopnaðra
átaka í þessum löndum, enda er
knýjandi þörf á því fé sem í vopnin
fer, til þess að vinna að efnahags-
legri og félagslegri uppbyggingu í
þessum löndum.
eftir Kjartan Jó-
hannsson, formann
Alþýðuflokksins
Takmörkun vígbúnaðar, eftirlit
með vígbúnaði og afvopnun er eitt
af aðaláhugamálum jafnaðarmanna
og Alþjóðasambands jafnaðar-
manna. Þessi mál voru m.a. til um-
fjöllunar á fundi Alþjóðasambands-
ins í París nýlega, sem ég sat. A
fundinum- kom fram að jafnvægi
yrði að ríkja í hernaðarmætti milli
austurs og vesturs ef takmarka ætti
vígbúnað og ná fram afvopnun.
Jafnframt yrði að eyða tortryggni
milli aðila. Það væri hin raunhæfa
leið til árangurs. Einhliða sam-
dráttur af annars hvors hálfu
mundi ekki koma að notum. Yfirlýs-
ingum um kjarnorkuvopnalaus
svæði í hinum frjálsa heimi, eins og
t.d. á Norðurlöndum, yrðu að fylgja
tilsvarandi tilslakanir af hálfu Sov-
étmanna. Meginhugmyndin er sú að
slík ákvörðun um kjarnavopnalaus
svæði geti orðið liður í víðtækara
samkomulagi um takmörkun víg-
búnaðar. Tilboð okkar norrænu
jafnaðarmannanna um yfirlýsingu
um áframhaldandi kjarnorkuvopna-
leysi á Norðurlöndum er ætlað að
koma hreyfingu á málin og sækja á
um samhliða takmarkanir af hálfu
Sovétmanna og knýja á um víðtæk-
ara almennt samkomulag um tak-
mörkun vígbúnaðar.
Framlag
Willy Brandts
Allt frá því að Willy Brandt, fyrr-
um kanslari Vestur-Þýskalands, tók
við formennsku í Alþjóðasambandi
jafnaðarmanna, hefur sambandið
beitt sér af auknum þrótti að tak-
mörkun vígbúnaðar á þessu sviði.
Flestir kannast við framlag Willy
Brandts. Slökunarstefnuna (det-
ente) og svonefnda austurstefnu
(östpolitik) má rekja til hans.
Kalevi Sorsa
í formennsku
í lok september hélt Alþjóðasam-
band jafnaðarmanna fund í París
undir forsæti Willy Brandts, sem ég
sat. Þar var takmörkun vígbúnaðar
tekin til sérstakrar umfjöllunar.
Kalevi Sorsa, formaður finnska al-
þýðuflokksins og fyrrum forsætis-
ráðherra, gerði þar m.a. grein fyrir
stöðu vígbúnaðarmála, en hann er
formaður nefndar á vegum Alþjóða-
sambandsins, sem vinnur sérstak-
lega að þessum málum. Fáir þekkja
núorðið þessi mál betur en Kalevi
Sorsa.
Þær umræður, sem þarna fóru
fram, voru mjög athyglisverðar og
sýndu skýrt stefnu jafnaðarmanna í
vígbúnaðar- og afvopnunarmálum.
Takmörkun víg-
búnaðar og eftirlit
með vígbúnaði
Aðalmarkmiðið er að fá stórveld
in til þess að taka upp að nýju við-
ræður um takmörkun vigbúnaðai
og koma á eftirliti með vigbúnaði.
máli manna kom fram að það vær
verulegur áfangi að draga úr víg
búnaðarkapphlaupinu og viðvarandi
aukinni vopnaframleiðslu. Það
mundi varða veginn til samdráttar í
vígbúnaði. Þessu vilja allir jafnað-
armenn einbeita sér að á þessu stigi
vegna þess að þeir gera sér Ijóst, að
afvopnun er því miður harla fjar-
lægt markmið. Jafnframt er lögð
höfuðáhersla á að jafnvægi verði að
ríkja í hernaðarmætti milli austurs
og vesturs, annars tekst engin
takmörkun. Báðir aðilar, Banda-
ríkjamenn og Sovétríkin, verða að
geta unað samkomulagi um hernað-
armátt og vera sannfærðir um að
jafnvægi ríki í herstyrk. í þessu
sambandi er lögð áhersla á að eyða
verði tortryggni stórveldanna í
milli. Það er m.a. þessi tortryggni
sem knýr vígbúnaöarkapphlaupið
áfram. Alþjóðasamband jafnaðar-
manna vill beita sér fyrir því að
eyða ríkjandi tortryggni.
Takmörkun á hernaðar-
mætti Evrópu
Innan þessa ramma og til þess að
stuðla að því, að hreyfing komist á
viðræður um takmörkun og eftirlit
með vígbúnaði eru svo ræddir ýmsir
sérstakir þættir.
Alþjóðasambandið og jafnaðar-
mannaflokkarnir mótmæla þannig
frekari aukningu skammdrægra
kjarnavopna í Evrópu af hálfu
beggja aðila, hvort heldur eru
SS-flaugar Sovétríkjanna eða
hugmyndir um nifteindasprengjur
og eru andvígir framleiðslu hennar.
í stað þess viljum við jafnaðarmenn
og samband okkar, að báðir aðilar
komi sér saman um ákveðna tak-
mörkun á hernaðarmætti sínum í
Evrópu.
Þessi mörk ættu þá helst að vera
lægri en nú er. Um þetta viljum við
að stórveldin geri þegar bráða-
birgðasamkomulag, meðan frekari
viðræður fara fram.
Sveltandi heimur
Brauð eða vopn
Vígbúnaðarmálin verða menn að
skoða í því samhengi að það er ekki
hægt að kaupa frið með auknum
vígbúnaðarkostnaði og þeim 500
milljörðum dollara, sem varið er
árlega til vígbúnaðar er betur varið
í þróunarverkefni þegar stór hluti
mannkyns sveltur.
Innflutningsdeild SÍS;
Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Frá og með 1. nóvember nk.
hefur Snorri Egilsson verið ráð-
inn aðstoðarframkvæmdastjóri
Innflutningsdeildar Sambands-
ins I stað Sigurðar Gils Björg-
vinssonar, sem hverfur til ann-
arra starfa á aðalskrifstofu Sam-
handsins. segir i frétt frá SÍS.
Snorri Egilsson er fæddur í
Reykjavík 30. október 1944. Hann
lauk prófi frá Samvinnuskólanum
1966. Starfaði hjá Kaupfélagi
Snæfellinga á árinu 1967, réðst þá
til Loftleiða hf., síðan Flugleiða og
starfaði þar til 1976. Starfaði síð-
an við sjálfstæðan atvinnurekstur
þar til í mars 1978 er hann réðst
til Samvinnuferða-Landsýnar sem
skrifstofustjóri og starfaði þar til
15. sept. 1980 er hann var ráðinn
skrifstofustjóri Innflutningsdeild-
ar Sambandsins og hefur starfað
þar síðan.
Samþykkt að taka
næst lægsta til-
boði i búnings-
klefa við Laug-
ardalslaugina
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum i gær með þremur atkvæð-
um gegn einu, þá tiilögu innkaupa-
stofnunar. að taka næst lægsta tii-
boði I byggingu búningsklefa við
sundlaugarnar I Laugardal.
Átti ístak þetta tilboð sem hljóð-
aði upp á 6,14 milljónir, en lægsta
tilboðið átti Sveinn V. Jónsson verk-
taki, og var það upp á 5,83 milljónir.
Samkvæmt upplýsingum sem Morg-
unblaðið fékk hjá Gunnari Eydal
skrifstofustjóra borgarstjórnar, er
tilboð Istaks um uppsteypu hússins
og glerjun, en innréttingar eru ekki
með í þessum útboðþætti.
Brldge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgeklúbbur
Akraness
Aðalfundur Bridgeklúbbs
Akraness var haldinn fimmtu-
daginn 17. septémber sl. í stjórn
voru kosnir formaður Eiríkur
Jónsson, gjaldkeri Baldur
Ólafsson, og ritari Bjarni Guð-
mundsson.
Fráfarandi stjórn voru þökkuð
vel unnin störf sem voru venju
fremur fjölbreytt og unnin af
miklum glæsibrag.
Firmakeppni hófst síðan 24.
september og var spilað tvö
kvöld. Úrslit urðu sem hér segir:
Skagaradíó,
spilari Jósef Fransson 113
Skartgripaversl.
Helga Júlíussonar,
spilari Björgvin Bjarnason 109
Almennar tryggingar,
spilari Guðjón Guðmundsson 109
Síldar- og fiskimjölsverksm. hf.,
spilari Oliver Kristófers. 109
Stillholt,
spilari Vigfús Sigurðsson 109
Meðalskor var 90 stig.
Firmakeppnin var jafnframt
einmenningskeppni og urðu úr-
slit þessi:
Jósef Fransson 216
Björgvin Bjarnason 206
Guðjón Guðmundsson 206
Björgúlfur Einarsson 206
Vigfús Sigurðsson 204
Bridgefélag
kvenna
Siðastliðinn mánudag lauk
þriggja kvölda tvímennings-
keppni hjá Bridgefélagi
kvenna. Sigurvegarar urðu
Alda Hansen og Nanna Ág-
ústsdóttir. Þær fengu samtals
762 stig, en meðalskor er 630.
Næstu sæti skipuðu:
Ester Jakobsd. —
Erla Sigurjónsd. 732
Steinunn Snorrad. —
Þorgerður Þórarinsd. 718
Júlíana ísebarn —
Margrét Margeirsd. 699
Ingibjörg Þorsteinsd. —
Kristjana Kristinsd. 295
Kristín Þórðard. —
Guðríður Guðmundsd. 694
Ósk Kristjánsd. —
Guðrún Bergsd. 680
Katrín Þorvaldsd. —
Guðbjörg Jónsd. 675
Síðasta kvöldið urðu efstar í
A-riðli:
Steinunn Snorrad. —
Þorgerður Þórarinsd. 242
Halla Bergþórsd. —
Kristjana Steingrímsd. 240
Ósk Kristjánsd. —
Guðrún Bergsd. 233
Ester Jakobsd. —
Erla Sigurjónsd. 232
í B-riðli urðu þcssar efstar:
Ingibjörg Þorsteinsd. —
Kristjana Kristinsd. 295
Ásgerður Einarsd. —
Rósa Þorsteinsd. 256
Gunnþórunn Erlingsd. —
Ingunn Bernburg 249
Nína Hjaltad. —
Una Thorarensen 229
Á mánudaginn kemur hefst
8—9 kvölda Barómeter tvímenn-
ingur. Þær konur sem ekki hafa
þegar látið skrá sig tali við Ing-
unni Hoffmann.
Fyrirlestur um Tónskáld
Frakka af yngri kynslóð
Vctrarstarf Alliancc Francaisc
hefst fimmtudaginn 8. október
með fyrirlcstri Philippe Olivier
um tónskáld Frakka af yngri
kynslóð.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 í
Franska bókasafninu, Laufásvegi
12. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Orð Rousseau um að Frakkar
ættu enga tónlist og gætu aldrei
eignast, eru nú óðum að verða hon-
um til skammar því óvíða er
gróskumeira tónlistarlíf en í
Frakklandi, jafnt í sköpun sem
flutningi. Hér eru Frakkar að upp-
skera ávöxt markvissrar tónlistar-
kennslu, uppbyggingar hljómsveita
og tónverkamiðstöðva. Tónskáld
þau sem Philippe Olivier mun fjalla
um og kynna eru ein afurð þessarar
þróunar. Með myndum og tóndæm-
um eru tónskáldin kynnt, grein gerð
fyrir sérkennum þeirra, verkefnum
og áhrifavöldum.
Þótt Philippe Olivier sé aðeins 33
ára, hefur hann þegar öðlast nafn í
Frakklandi sem tónlistarkynnir,
blaðamaður og þýðandi.