Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 14

Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 Úr þessari korngeymslu fá ís- lendingar það korn, sem flutt er ósekkjað frá Bandarikjunum hingað til lands. Svo lan>ít sem augað eygir er breiða af kolavögnum við hafn- irnar i Norfolk. Newport News og Portsmouth. Kolin eru flutt með járnbrautum frá námunum inni í landi og síðan sjóleiðis bæði til Japan og Vestur-Evrópu. Umsvifin í kolaflutningum hafa margfaldast siðustu ár. Fyrir tilstuðlan fyrirtæk- isins A.L. Burbank, sem er umboðsaðili Eimskipafélags íslands í Kandaríkjunum og hefur 8 manns í skrifstofu sinni í Norfolk í Virginíu- ríki, flaug ég í þyrlu yfir hið gífurlega hafnarsvæði, sem er umhverfis Norfolk. Svæðið skiptist milli að minnsta kosti þriggja hafna, í Norfolk. Portsmouth og Newport News. Hvert sem augað eygir blasa við skip af hinum margvíslegustu gerðum, herskip, flutningaskip og farþegaskip. Risavaxnar skipasmíðastöðvar og flotkvíar setja einnig svip sinn á hafnar- svæðið. Eimskipafélagið heldur uppi reglubundnum ferðum til Norfolk og koma skip þess þang- að á viku til 10 daga fresti. Ung- ur maður Richard H. Behrens veitir skrifstofu A.L. Burbank forstöðu, en allt starf skrifstof- unnar í Norfolk snýst i kringum þjónustu fyrir Eimskipafélagið og viðskiptavini þess. Thomas Neale hefur um langt árabil ver- ið burðarásinn í Bandaríkjunum fyrir Eimskipafélagið en vegna veikinda hefur störfum verið af honum létt. í sumar afhenti Hans G. Andersen sendiherra í Washington Thomas Neale fálkaorðuna fyrir góð störf í þágu íslenskra hagsmuna. Þá var Pétur Johnson um margra ára skeið fulltrúi Eimskipafélagsins i Norfolk en hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sakir. í Norfolk eru höfuðstöðvar bandaríska flotans á austur- strönd Bandaríkjanna og þaðan er því fluttur meginhluti varn- ings til varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Eins og menn muna hefur á stundum verið hörð samkeppni um þessa flutn- inga og nýlega hóf Hafskip sigl- ingar til Norfolk. Því er betur lýst með orðum en myndum, sem fyrir augun bar í Norfolk og er því vísað til þeirra. Auk þess sem umboðsmenn Eim- skipafélagsins kynntu mér stað- hætti hafði ég tækifæri til þess að fara um herskipahöfnina með Howard Matson skipherra, sem á sínum tíma var blaðafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli en er nú annar æðsti stjórn- andi fréttadeildar flotans í Nor- folk. Birti ég einnig myndir úr þeirri för og frá flugvelli flotans skammt frá Norfolk. Bj.Bj. í þyrlu yíir Norfolk og skoðunarferð um herskip Eitt nýjasta skipið í bandaríska flotanum er tundurspiilirinn USS KIDD, sem enn er við reynslusiglingar, þar sem áhöfn- in er þjálfuð í meðferð hinna flóknustu rafeindatækja og þol skipsins reynt við erfiðustu að- stæður, til dæmis með þvi að sprengja öflugar dýnamit- sprengjur rétt við kinnunginn á því. USS KIDD er fyrsta skipið af þessari gerð tundurspilla, sem ráðist var í að smiða fyrir ír- anskeisara en Bandarikjastjórn yfirtók smiðasamningana eftir fall hans. Skipið er búið tækjum til gagnkafbátahernaðar, um borð í þvi er þrívíddarratsjá, sem notuð er til að finna og miða á flugvélar, þá flytur skipið tvær LAMPS-þyrlur. Það er 9300 lest- ir, áhöfnin telur um 350 manns, það er knúið áfram af gastúrbin- um og getur siglt á meira en 30 hnúta hraða. í brúnni á USS KIDD, til vinstri er Iloward Matson upplýsingastjóri og við hlið hans William J. Flanagan skipherra, sem sagðist hafa komið tii íslands og minntist stuttrar dvalar sinnar hlýjum orðum. Skipherrann hefur lokið háskólaprófum bæði i raunvisindum og hugvisindum og er þar að auki útskrifaður úr Harvard Business School. Það voru ekki mörg herskip i höfninni i Norfolk þessa daga um miðjan september vegna þess, hve viðtækar flotaæfingar stóðu þá yfir á öllu Atlantshafi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.