Morgunblaðið - 08.10.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
17
Trúin — verkin
Annað atriði sem hefur verið
hrapallega misskilið í kenningu
Lúthers er kenning hans um trúna
og góðu verkin. Blasir misskiln-
ingurinn við í títt nefndri grein
Vilmundar í Nýju landi og verður
litlu betri, þótt studdur sé tilvitn-
unum í Ágúst H.
Trúin að mati Lúthers er ein-
faldlega þetta: Að treysta náð
Guðs, treysta því, að Guð elski
okkur eins og hann hefur gefið
fyrirheit um í orði sínu. Sá sem
treystir fyrirheiti Guðs, eignast
samfélag við Guð samkvæmt for-
sendum hans og reynir ekki að
kaupa sér Guð með sýningu á eig-
in verkum.
Góð verk leiðir af trúnni. Guð
hefur kallað manninn til góðra
verka og sá sem treystir náð hans,
viet sig enn undir kröfu hans. En
hann sér kröfu Guðs í nýju ljósi.
Hún verður honum ekki til að
kaupa sér frið við Guð, heldur
fullnægir hann henni í nýrri
hlýðni, þ.e. í hlýðni þess er veit, að
Guð er náðugur faðir, en ekki þess
konar húsbóndi, er launar þeim er
smjaðra í því skyni að kaupa hylli
hans. Þjónslund þeirra sem slík-
um þjóna er þrælslund og þess
konar þjóna vill ekki Guð, heldur
þá sem reiða sig á hann sem vin
sinn og hann á móti kallar vini
sína.
Og góðverk sín vinnur maðurinn
á þeim vettvangi sem hann lifir og
starfar á. Góðverkin eiga að koma
fram í verkunum, sem hann vinn-
ur, en ekki vera neitt er maðurinn
vinni utan vettvangs síns. Góð-
verkin felast m.ö.o. í að vera Guði
trúr á þeim vettvangi sem menn
eru settir á hver svo sem hann er.
Það er hin sanna guðsþjónusta að
vegsama Guð þannig í lífi sínu og
leiðir hana af trúnni eins og birtu
af eldi.
Náðarútvalningin
Kenning Lúthers um náðarút-
valninguna er nefnilega sú að Guð
hafi útvalið manninn til samfé-
lags við sig og birt þann dóm sinn
í fagnaðarerindinu — og aðeins
þar.
Af því að Guð er skaparinn, sem
skapar nú, hlýtur hann að vera
nærri í atburðum sögunnar — líka
í svikum Júdasar — sem hinsta
vald (það er einmitt það sem al-
máttugur þýðir: Hinsta vald). Þar
birtist hann hins vegar í hulu
máttar síns, er getur knúið menn
til örvæntingar, nema þeir nái að
líta sjálfa ásjónu hans í Jesú
Kristi. Þar fá menn huggun, frið,
hjálp og því þarf að prédika fagn-
aðarerindið, að þar birtist kraftur
hans til hjálpræðis.
I stuttu máli var andóf Lúthers
gegn Erasmusi það, að hann að-
varar menn við því að reyna að
svipta hulunni af hátign Guðs með
heimspekilegu grufli um það, hvar
frelsi sé og hvar ekki, heldur skuli
menn læra að treysta því, að Guð
hafi sjálfur birst í Jesú. Þar birt-
ist hann undir hulu hinnar mestu
smæðar. Kristinn maður horfir
því aðeins í eina átt: Til krossins
— og reiðir sig á þann dóm yfir
mannkyni er krossinn birtir. Sá
dómur er náðin, sem á sér það eitt
andsvar frá mannsins hálfu sem
er trúin.
Lokaorð
Þessi orð mín eru nú orðin
miklu fleiri en ég ætlaði í upphafi,
en vonandi getur þessi samtíning-
ur orðið til að skýra myndina af
Lúther nokkuð.
Ég get ekki látið hjá líða að geta
þess, að auk misskilnings á undir-
stöðuþáttum í guðfræði Lúthers
gerir Vilmundur sig sekan um
nokkuð frjálslega túlkun á sagn-
fræðilegum staðreyndum, sem er
slæmt með tilliti til stöðu hans
sem sögukennara. Það er nauð-
synlegt að vita, að það var sitt-
hvað fleira en óbilgirni Lúthers í
trúarefnum, sem kom í veg fyrir
samninga milli hans og Zwinglis
árið 1529. Lúther var m.a. aldrei
hrifinn af pólitísku möndli og um
þetta leyti var á döfinni milli mót-
mælendafursta í Þýskalandi að
koma á bandalagi milli sín gegn
kaþólskum furstum. Til að banda-
lagið kæmist á, varð að koma á
sýndarsættum milli Lúthers og
Zwinglis. Hvorugur gat hins vegar
selt sannfæringu sína fyrir met-
orð undir valdi fursta, er fengi
ígildi keisaralegra valda. Lúther
var jafnlitið hrifinn af þessu póli-
tíska brölti árið 1529 og hann
hafði verið af tilraunum manna 10
árum fyrr við að koma á sig kard-
inálahatti. Það fannst sumum
háttsettum tilvalin leið til að
þagga niður í kalli. „Frjálslyndið"
er löngum samt við sig og ekki
fyrst nú á dögum sem það sparkar
í rassinn á sjálfu sér.
Síðan er það Ágsborgarþingið
árið 1530. Fullyrðing Vilmundar
um, að Lúther hafi komið i veg
fyrir samninga þar, styðst ekki við
neina þekkta heimild og hlýtur því
að flokkast undir skáldskap.
Og svo aðeins eitt að lokum,
ritstjóra málgagns jafnaðar-
stefnu og þingmanni Alþýðu-
flokksins til ihugunar: Hvað veld-
ur því, að þær þjóðir, sem hvað
eindregnast og með mestri ró
hafa unnið að framgangi lýðræð-
is og jafnaðar í löndum sinum,
eru einmitt hinar lúthersku þjóð-
ir Norðurálfu? Skyldi það vera af
því, að þær séu uppaldar i þeim
hugsunarbætti, sem kirkjuskip-
un þessara landa byggist á, að
ríkisvald sé þjónn þjoðar sinnar,
er menn geta krafið um rétt sér
til handa?
GóðurI
félagi
GF-6060H “SL
Stereo Portable Radio Cassette
atSK
■SftftÉ
nHin-lnu
SgPÍaSggSSR:
ixia
ÍH*
ÍIHimÍÍnHÍÍÍHíÍÍlln
iHaÍSÍIÍÍi®
...
ná??n:áí|!::uU::a?:::tífiíí
SlSPSMð
laiiiisi
6 080
im.
tcÞ
ae»
p(OQ'
HLJÓMTÆKJADEILD
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
f
1 Af hverji J
M JUNCKERS parket ?