Morgunblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
22
MORÐIÐ Á ANWAR SADAT
AP-HÍmamynd.
Ejjypskur hermaður, sem særðist í árásinni á Sadat, er borinn
í burt á börum en skammt frá sést hvar öryggisverðir leiða á
milli sín ljósmyndara. Egypskir öryggisverðir lögðu hald á
þær ljósmyndir af atburðinum, sem þeir komu höndum yfir.
Shazli ber víur
í nýja leiðtoga
Nikósíu. 7. október. AP.
ÚTVARPIÐ í Libýu hafði það í dag eftir Saadeddin Shazli, hershöfð-
ingja og útlægum forystumanni egypskra stjórnarandstæðinga, að
hann væri fús til að taka upp samstarf við nýja leiðtoga Egypta, ef
Camp David-samkomulaginu yrði varpað fyrir róða.
Líbýuútvarpið sagði, að Shazli
teldi Mubarak, líklegan eftirmann
Sadats, „ekki bera ábyrgð á mis-
tökum Sadats“ og að hann skoraði
á hann að leysa úr haldi alla póli-
tíska fanga og aflýsa neyðar-
ástandinu i landinu. Þetta er önn-
ur yfirlýsingin frá Shazli en sú
fyrri var lesin í útvarpinu í Alsír.
Þá skoraði hann á egypska herinn
að „bregðast skjótt við og binda
enda á svikin og samvinnuna við
zíonismann og heimsvaldastefn-
una“.
Fréttaskýrendur líta svo á, að
ósk Shazlis um samstarf við ný
stjórnvöld í Egyptalandi sé um
leið viðurkenning hans á því að
fyrri áskorun hans hafi engan
árangur borið.
Shazli var forseti egypska her-
ráðsins í stríðinu við Israela 1973
og af mörgum lofaður fyrir fram-
göngu sína þá. Þrátt fyrir það lét
Sadat hann fara frá og skipaði
hann sendiherra í Portúgal og
Bretlandi. Shazli sagði skilið við
Sadat vegna friðarumleitana við
ísraela og hefur síðan verið í for-
svari fyrir útlægum, egypskum
stjórnarandstæðingum, þ.á m.
kommúnistum.
Egyptaland:
Þjóðin sem lömuð af
vantrú og hryllingi
Kairó, 7. október AP.
EGYPSKA þjóðin er sem lostin herfjötri, sólarhring
eftir að sagt var frá voveiflegum dauða leiðtoga hennar,
Mohammad Anwar Sadat. A strætum borgarinnar er
annarlega hljótt og ysinn og þysinn á kaffihúsunum er
undarlega fjarri. Við allar helstu byggingar og meiri-
háttar vegamót eru brynvarðar bifreiðar og hermenn-
irnir hafa ekki byssuna um öxl, heldur fingurinn á
gikknum.
„Ég get ekki trúað því að þetta
hafi gerst í Egyptalandi," sagði
Amira Saied, ung kona, sem býr
skammt frá forsetaaðsetrinu. „Við
erum rólynt og ánægt fólk, ofbeldi
og blóðsúthellingar hafa ekki ein-
kennt sögu okkar."
„Hvernig gat þetta gerst? Þetta
er eins og martröð, sem ég vildi
geta vaknað upp af,“ sagði Ayman
Samieh, ungur háskólastúdent.
„Ég hef kynnst ofsatrúarmönnun-
um við háskólann, þeir eru brjál-
aðir. Aðeins þeir gætu hafa gert
þetta. Það hljóta að vera þeir.“
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að banamenn Sadats
forseta, sex ungir hermenn, séu í
flokki öfgasinnaðra múham-
eðstrúarmanna, sem berjast fyrir
því, að trúarbókstafurinn verði
upphaf og endir alls í egypsku lífi.
I þeim tilgangi eru öll meðul heil-
ög, ofbeldi jafnt sem annað.
Þetta er í fyrsta sinn þjóðarleið-
togi er ráðinn af dögum í Egypta-
landi vorra tíma. Þegar Gamal
Abdel Nasser, forveri Sadats, lést
af hjartaslagi 1970, einkenndust
viðbrögð almennings af móður-
sýkislegu æði, gráti og kveinstöf-
um, við dauða Sadats er egypska
þjóðin sem lömuð af vantrú og
hryllingi.
AP-HÍmamynd.
Egypskur herforingi stendur sem lamaður og yfirkominn á heiðurspallinum þar sem Sadat forseti
var veginn á meðan hermenn búa sig undir að flytja á brott þá, sem létust eða særðust í árásinni.
PáJl páfi þegar hann minntist Sadats forseta:
„Biöjum til gfuðs að egypska
þjóðin standist prófraunina“
I 7. október. AP
VIÐBRÖGÐIN við morðinu á Sadat, forseta Egyptalands, eru með
misjöfnum hætti víða um heim. Á Vesturlöndum syrgja menn hug-
rakkan mann og mikilhæfan leiðtoga, en meðal fjandmanna hans í
ýmsum Arabaríkjum og annars staðar er fráfalli hans fagnað og
Sadat kallaður „persónugervingur svikanna við Palestínumenn“.
Henry Kissinger, fyrrv. utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í New York í dag, að
morðið á Sadat mætti rekja til „róttækra
afla í þessum heimshluta, sem sovéskir
leyniþjónustumenn hefðu þjálfað og hefðu
sitt aðalaðsetur í Líbýu“. Kissinger nefndi
ekki Khadafy, Líbýuleiðtoga, á nafn sér-
staklega, en hann hefur fagnað morðinu á
Sadat mjög ákaflega, hyllt mennina, sem
drápu hann, og skorað á egypska herinn að
gera byltingu.
Viðbrögðin í Israel einkennast af hneyksl-
un og óvissu um framtíðina, einkum friðar-
samninganna við Egypta. „Ég á erfitt með
að hugsa mér, að Sadat skuli vera látinn,
hann var orðinn svo mikill hluti af lífi og
vonum okkar allra,“ sagði Yitzhak Navon,
forseti Israels. „Hann var hugrakkur her-
maður og stjórnmálaskörungur og hann féll
fyrir friðinn," sagði Ezer Weizman, fyrrv.
varnarmálaráðherra og líklega nánasti vin-
ur Sadats í ísrael.
Óvinir Sadats í sumum Arabaríkjum
þykjast hafa himin höndum tekið vegna
dauða hans, en j)ó hvergi eins og meðal Pal-
estínuaraba. Hálfum sólarhring eftir að til-
kynnt hafði verið um, að Sadat væri látinn
dönsuðu þeir enn á götum Beirut-borgar,
skutu af byssum sínum upp í loftið og hróp-
uðu ókvæðisorð um hinn íátna forseta.
I hinum hófsamari Arabaríkjum hefur
tíðindunum um dauða Sadats enn verið tek-
ið með þögn, að undanskildu Bahrain, þar
sem morðið hefur verið fordæmt. „Þótt þjóð-
ir okkar greini á um Palestínumálið þá for-
dæmum við allt ofbeldi,“ sagði í tilkynningu
Bahrain-stjórnar. í flestum dagblöðum í
ríkjunum við Persaflóa eru Egyptar hvattir
til að skera á tengslin við Bandaríkin og
ísrael og taka aftur upp merki samara-
bískra hugsjóna.
í Sovétríkjunum hafa ekki verið nein
opinber viðbrögð við morðinu, en þess í stað
eru Bandaríkjamenn sakaðir um áframhald-
andi „grófan þrýsting" á þjóðirnar í Mið-
Austurlöndum. Tass-fréttastofan sagði
einnig frá því, að Brezhnev forseti hefði
ítrekað andstöðu Sovétmanna við „sérsamn-
inga og uppgjöf" í Mið-Austurlöndum, en
með því er átt við friðarsamninga Egypta og
Israelsmanna.
í öðrum Austur-Evrópulöndum eru við-
brögðin með ólíkum hætti. Ceausescu Rúm-
eníuforseti minntist Sadats sem „náins vin-
ar“ en í Tékkóslóvakíu var Sadat kallaður
maðurinn, sem „gafst upp fyrir heimsvalda-
stefnunni og zíonismanum, maðurinn, sem
sveik Palestínumenn".
Talsmenn v-evrópskra jafnaðarmanna og
kristilegra demókrata, tveggja stærstu
stjórnmálaaflanna, hörmuðu í dag dauða
Sadats. í tilkynningu frá Sambandi jafnað-
armanna innan EBE sagði, að „málstaður
friðarins hefði misst einn sinna bestu
manna og að mesti virðingarvotturinn við
Sadat væri að tryggja, að hann hefði ekki
unnið til einskis". Egon Klepsch, forseti
Sambands kristilegra demókrata í Evrópu,
skoraði á öll lýðræðisöfl að sameinast „til
varnar heimsfriðinum og gegn ofbeldis-
mönnum um allan heim“.
Páll páfi II, sem í dag kom fram opinber-
lega í fyrsta sinn síðan reynt var að ráða
hann af dögum í maí sl., bað fólk um að
biðja fyrir Sadat, „þessum mikla stjórnskör-
ungi, og öðrum fórnarlömbum þessara viili-
mannlegu árásar“. Leiðtogar annarra
V-Evrópuríkja hafa lýst yfir hryllingi sínum
vegna morðsins á Sadat og tjáð aðstandend-
um hans og egypsku ríkisstjórninni samúð
sína.
„Við skulum biðja til Guðs, að egypska
þjóðin og leiðtogar hennar standist próf-
raunina, að hún geti lifað saman í sátt og
samlyndi og haldið áfram leit sinni að friði,
sem var æðsta ósk hins látna leiðtoga henn-
ar,“ sagði páfi þegar hann ók um Péturs-
torgið í opnum jeppa, þeim sama og hann
var í þegar sóst var eftir lífi hans fyrr á
árinu.