Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
25
Sjálfstæðisflokksins eiga vissan
siðferðislegan rétt til að vera með.
Það er hlaupinn töluverð tíska í
það meðal „fína“ fólksins að vera
óflokksbundinn. Flokksbundið
fólk verður fyrir aðkasti á vinnu-
stöðum, það er litið hornauga af
atvinnurekendum, kallað allskon-
ar ónefnum í blöðum og yfirleitt
komið fram við það á hinn rudda-
legasta hátt. Þeir sem ætla að
vera flokksbundnir verða að geta
bitið hressilega frá sér, þess vegna
er skiljanlegt að margt stuðnings-
fólk Sjálfstæðisflokksins telur það
félagslega vörn fyrir sig að vera
óflokksbundið. En þegar það er
sett á skrá við hliðina á hinum,
hver er þá munurinn? Er ekki
betra að taka hér upp annað fyrir-
komulag?
Prófkjör fyrir
flokksbundna
Langbesta prófkjörsfyrirkomu-
lagið virðist vera að halda það
milli flokksbundinna eingöngu.
Þetta á ekki síður við um aðra
flokka en Sjálfstæðisflokkinn.
Þátttaka utanflokkamanna og
andstæðinga í prófkjöri verður
eilíft óánægjuefni meðal flokks-
bundinna, því réttur þeirra til að
ráða framboði flokksins er alger-
lega skýlaus. Allir viðurkenna
líka, að ef þátttaka annarra en
Sjálfstæðismanna verður nægi-
lega mikil, til að verða þunginn á
vogarskálinni þá verður að tak-
marka hana. Það hefur hinsvegar
ekki verið gert vegna þess að fram
að þessu hefur ekki verið hægt að
sýna fram á að þátttaka andstæð-
inga hafi skekkt niðurstöðuna. En
menn verða að átta sig á að eftir
því sem leikurinn harðnar þá vex
hættan. í fyrsta lagi er óánægja
flokksbundinna Sjálfstæð-
ismanna, sem finnst þeir vera
settir til hliðar, vaxandi. í öðru
lagi hverfur Sjálfstæðisstefnan
meira og meira í skuggann þegar
biðlað er til samtaka utan flokks-
ins í vaxandi mæli. í þriðja lagi
eru því engin takmörk sett hvert
frambjóðendur geta teygt barátt-
una í leit að fylgi, opið prófkjör er
gífurlegt sundrungarafl. Bara út
af þessu síðasta atriði þá er það
spurning hvort prófkjörsflokkur
eins og Sjálfstæðisflokkurinn get-
ur nokkurn tíma verið stór flokk-
ur. Hlýtur flokkurinn ekki að
sundrast þegar hann hefur náð
vissri stærð, það er að segja þegar
þátttakendur í þessu opna próf-
kjöri, þar sem allir þurfa að vera
öðruvísi en hinir, eru orðnir nægi-
lega margir. Undir slíkum kring-
umstæðum er það besta samein-
ingarmeðalið, að neyða viðkom-
andi frambjóðendur til að afla sér
fylgis innan hóps sem er skoðana-
lega samstæður og banna sókn á
önnur mið. Menn verða líka að
átta sig á því, að eftir því sem
sundrungin í prófkjörsflokknum
vex, því meiri freisting er það
fyrir óheiðarleg öfl í andstöðu-
flokkunum að skipuleggja
skemmdarverkaþátttöku í próf-
kjörinu. Og því meiri freisting
verður það líka fyrir frambjóðend-
ur að höfða til utanflokkamanna
og andstæðinga. Þegar þessar
staðreyndir eru skoðaðar virðist
nauðsynlegt að loka prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins, einmitt núna
eins og staðan er í dag og láta það
ekki bíða. Þetta skapar vissan
vanda fyrir óflokksbundið stuðn-
ingsfólk, en það er líka eini vand-
inn og þann vanda er hægt að
leysa.
tJnnið er að seinni hluta undirganganna undir Reykjanesbraut á móts
við hesthús Fáks, og er umferðinni vikið út í miðeyjuna á meðan. Um
þau fer gangstígur frá Miklubraut og upp í Breiðholt.
Við Rauðavatn er Vegagerðin að gera undirgöng undir Suðurlands-
veg, svo að hin mikla umferð hesta og hestamanna komist þar klakk-
laust í gegn.
Unnið að þrennum undir-
^öngum á umferðarvegum
UM ÞESSAR mundir eru á fram-
kvæmdastigi þrenn undirgöng
undir aðalbrautir í og við Reykja-
vík en þessi göng voru áætlun um
umhverfi og útivist 1974, og eru
nú að komast í framkvæmd.
Þessa dagana er unnið að siðari
helmingi undirganga á Reykja-
nesbraut á móts við Fákshúsin.
en fyrri helmingur þeirra var
gerður 1974. Þá er á vegum Vega-
gerðar ríkisins verið að gera
göng undir Suðurlandsbrautina
á móts við Rauðavatn, vegna um-
ferðar hestamanna þar. Og í
þriðja lagi var í gær samþykkt í
framkvæmdaráði heimild til að
semja við Illaðbæ um gerð
gangna undir Breiðholtsbraut
milli Breiðholts I og Breiðholts
II, sem ljúka á fyrir 1. des.
Samkvæmt samningi við verk-
takana við göngin undir Reykja-
nesbrautina, Árna Jóhannsson, á
verkinu að ljúka fyrir 1. nóvember
næstkomandi, að sögn gatnamála-
stjóra. Til þess að koma í veg fyrir
umferðarhnút á þessum stað verð-
ur tvöföld akrein austari brautar-
innar flutt í miðju. Verður þetta
bráðabirgðaframhjáhlaup malbik-
að í dag, 8. október, þannig að
morgunumferð úr Breiðholti ætti
ekki að verða fyrir frekari töfum
vegna verksins, að því er Ingi Ú.
Magnússon sagði. Kostnaðurinn
við þessi göng er um 0,7 m. króna.
Þetta er liður í gangstígum vegna
áætlunar um umhverfi og útivist
frá 1974 og eiga þeir stígar, sem
lagðir voru i sumar að tengja
gangstíg frá Miklubraut, með Ell-
iðaánum og upp í Breiðholt.
Á Suðurlandsbraut hefur verið
unnið að undirgöngunum undan-
farna daga. Vegagerðin stendur
sjálf að þeim framkvæmdum, og
hyggst ljúka því í haust. Búið er
að leggja framhjáhlaup, sem varð
að vera með varanlegu slitlagi.
Kostnaður er áætlaður um 1 millj.
kr. Mikil umferð hestamanna er
þarna yfir veginn, sem er geysileg
umferðargata og því eru þessi
ungirgöng lögð fyrir umferð hesta
og gangandi.
Göngin undir Breiðholtsbraut
eru við Stöng, rétt á móts við
Kóngsbakka og verða unnin á
þessu hausti, ætluð gangandi fólki
sem þarf að komast á milli hverf-
anna.
í haust verða gerð undirgöng undir Breiðholtsbrautina á móts við
Stöng (rétt hjá Kóngsbakka), til að taka umferð gangandi fólks milli
Breiðholts II til vinstri og Breiðholts I til hægri á myndinni.
Ljósm. Emilia.
„Björgvin sífellt í mót-
sögn við sjálfan sig“
BJÖRGVIN Guðmundsson, borg-
arfulltrúi Alþýðufiokksins
skýrði frá því á fundi útgerðar-
ráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur
í gær, að hann gæti ekki, eins og
fram kom í Mbl. i gær, tekið við
starfi framkvæmdastjóra Bæjar-
útgerðar Reykjavikur fyrr en um
áramót. Hefði borgarstjórn fall-
ist á það fyrir sitt leyti og Mar-
teinn Jónasson fallist á að gegna
starfi framkvæmdastjóra til
þessa tíma.
Á útgerðarráðsfundinum gagn-
rýndi Ragnar Júlíusson útgerðar-
ráðsmaður, Björgvin harðlega fyrir
- segir Ragnar
Júlíusson
að skýra frá þessu nú, 7 dögum eftir
að hann átti að taka við starfi fram-
kvæmdastjóra. Benti Ragnar m.a. á
að þó svo að Björgvin hefði haldið í
ferð til útlanda þann 20. september,
þá hefði ferð hans verið ákveðin í
júní. Á fundinum lét Ragnar bóka
eftirfarandi:
„Ég átel harðlega þau vinnubrögð
formanns útgerðarráðs, Björgvins
Guðmundssonar, að tilkynna útgerð-
arráði fyrst í dag, 7. október, ákvörð-
un sína um að koma ekki til starfa
sem framkvæmdastjóri BÚR fyrr en
um áramót.
Rétt er að minna formanninn á
eigin tillögu frá 29. apríl sl.: Útgerð-
arráð samþykkir að auglýsa stöðu
framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar
Reykjavíkur lausa til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. október nk. Um-
sóknarfrestur verði til 17. maí nk.“
Þá tók Ragnar fram í sinni bókun
að hann treysti Marteini Jónassyni
nú sem fyrr sem framkvæmdastjóra
BÚR.
Þá krafðist Ragnar þess ennfrem-
ur, að Björgvin léti í té bréf borgar-
stjóra, þar sem hann samþykkir að
Björgvin taki ekki við framkvæmda-
stjórastöðunni fyrr en um áramót og
gerði Björgvin það að lokum.
í bréfi borgarstjóra til Björgvins
segir: „Vísað til bréfs þíns frá 17.
þ.m., þar sem óskað er eftir sam-
þykki mínu við því, að þú takir við
starfi framkvæmdastjóra Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur 1. janúar 1982 í
stað 1. október nk. í bréfinu er tekið
fram, að Marteinn Jónasson hafi
fallist á að gegna starfi fram-
kvæmdastjóra til þess tíma.
Með vísan til þess, að fram-
kvæmdastjórn Bæjarútgerðarinnar
á því tímabili, sem að framan grein-
ir, verður að teljast trygg með þess-
um hætti get ég fyrir mitt leyti fall-
ist á þessa tilhögun. Upphaf ráðn-
ingartíma nýs forstjóra Bæjarút-
gerðarinnar var ákveðið af útgerð-
arráði. Tel ég því rétt, að breyting
þessi verði lögð fyrir útgerðarráð."
í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi sagði Ragnar Júlíusson að
á þessu öllu sæist bezt að Björgvin
væri sífellt í mótsögn við sjálfan sig,
enda ermar hans fullar af loforðum.
\ i \
Deilan milli Garða-
bæjar og Hafnar-
fjarðar enn óleyst
DEILUMÁL Garðabæjar og Haínarfjarðar um staðsetningu stór-
markaðar Fjarðarkaupa við endamörk ba'jarfélaganna er enn óleyst,
en eins og komið hefur fram i Mbl., telja Garðbæingar, að Hafnfirð-
ingar brjóti með þessari lóðaúthlutun samning sem gerður var í milli
bæjarfélaganna við makaskipti á löndum árið 1978.
Á kortinu hér til hliðar má sjá
staðsetningu stórmarkaðarins.
Húsið, sem er 1.800 fermetrar að
stærð, stendur við Hólshraun 1,
merkt með krossi á uppdrættin-
um. Eins og sjá má, er húsið stað-
sett rétt við endamörk bæjarfélag-
anna, sem merkt eru með brota-
strikum og punktum á milli.
Breiðari brotastrikin afmarka
svæðið, sem Garðbæingar telja að
loforð hafi verið gefið um að yrði
eingöngu undir iðnað og þjónustu í
tengslum við hann. Hafnfirðingar
segja aftur á móti, að samningur-
inn hafi eingöngu hljóðað upp á að
iðnaður skyldi „að mestum hluta“
vera á svæðinu. Telja Garðbæ-
ingar, að með staðsetningu stór-
markaðar á þessum stað muni
uppbygging fyrirhugaðs miðbæjar
í Garðabæ enn dragast á langinn.