Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Nýjar leiðir
í stjórnun
Stjórnunarfélagið efnir til námskeiðs um nýjar leið-
ir í stjórnun og verður það haldið að Hótel Sögu
dagana 13. og 14. október kl. 09—17 hvorn dag.
Meðal efnis á námskeiðinu er:
— Nýir stjórnunarhættir
— Markmiðsbundin stjórnun
— Verkefnastjórnun
— Hópvinna í fyrirtækjum
— Endurgjöf til starfsmanna
— Lausn starfsmannavandamála
— Mælikvarðar á frammistöðu og
árangur
Námskeiöið er ætlaö forráða-
mönnum fyrirtækja og stofnana.
Leiðbeinandi verður Jack Hautalu-
oma prófessor í stjórnunarfræöum
við Colorado State University í
Gandaríkjunum. Honum til aðstoð-
ar verður prófessor Þórir Einars-
son.
Þátttaka tilkynnist
til Stjórnunarfélagsins
í síma 82930
SUÓRNUNARFÉIAB ISIANDS
SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SfMI 82930
Karlmannaföt kr. 199.00 og 795.00.
Terylenebuxur kr. 165.00 og 178.00.
Gallabuxur kr. 145.00.
Flannelsbuxur kvensnið kr. 135.00, karlmannasniö
kr. 145.00. Kuldafrakkar kr. 280.00. Peysur frá kr.
74.00. Sokkar kr. 10.00. Frottesloppar kr. 150.00.
Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt.
Opiö laugardag til kl. 12.
Andrés Skólavörðustíg 22 a.
Pfeysumar
með tiglunum
nýkomnar!
Litir:
ljósgrátt
ljósbrúnt
dökkblátt
BANKASTRÆTI 7
AÐALSTRÆTI4
Dýravernd í
framkvæmd
eftir Jón Kr.
Gunnarsson
Rostungurinn Valli víðförli
skemmti íslenskum blaðalesend-
um fyrir nokkru, er hann gerðist
„stop-over“ farþegi á Keflavíkur-
flugvelli á ferð sinni frá Englandi
til Grænlands. Dagana á undan
hafði hann verið umræddur í
breskum blöðum, sem útmáluðu
umkomuleysi hans, þegar hann
rak upp á breskar fjörur, öllum til
hinnar mestu furðu. Var vöngum
velt yfir þessu ferðalagi á hónum.
World Wildlife Fund
tekur forustuna
Dýraverndunarfólk var á þön-
um og margir vísindamenn til
kallaðir og spurðir álits. Engin
kunni svör, svo því meira var hægt
að skrifa.
Fréttamenn komust í feitt, því
þeim þykir vafalaust tilbreyt-
ingarlítið að skrifa bara um efna-
hagskreppu heimsveldisins henn-
ar Margrétar Thatcher, atvinnu-
leysi 3ja milljóna fólks eða svelti
fanga á Norður-írlandi.
Nú var hægt að ýta þessu öllu til
hliðar í bili og vatna músum yfir
umkomuleysi Valla víðförla. Hvað
skyldi hann vilja þarna í kreppuna
á annað þúsund mílur frá viður-
kenndum rostungasvæðum.
Dýragarður skaut skjólhúsi yfir
valla til bráðabirgða. Hin heims-
frægu dýrafriðunarsamtök
„World Wildlife Fund“ tóku upp
forustu á aðgerðum og kváðu upp
úr með það, að Valli þyrfti að
komast til sinna heimkynna sem
snarlegast, hvað sem það kostaði.
Ráðherrann
Kcngur í málið
Ekki vildi Valli éta, en drakk þó
svolítið af vatni. Lystarleysið olli
þó breskum dýraverndunar-
mönnum ekki mestum áhyggjum,
því Bretar eru vanir hungurverk-
föllum og eiga heimsmet í þeim
efnum meðal þegna sinna á ír-
landi, uppí 73 daga, að því er ég
besti veit. En rostungar eru líka
betur gerðir frá náttúrunnar
hendi til að þola svelt en mann-
fólk.
En hið hjartagóða dýraverndun-
arfólk á Bretlandi var lánsamt.
Það vildi svo til, að íslenskur
ráðherra var á ferðalagi um þess-
ar mundir og hefur vafalaust
viknað eins og aðrir, þegar hann
las í blöðum um umkomuleysi
Valla. Enda vandamál Valla ekki
síðri en vandamál samvinnu-
manna fyrir norðan.
Islenska ríkisstjórnin brást
höfðinglega við, þegar það kom til
álita að koma hinum ríkisfangs-
lausa Valla á norðurslóðir, en lík-
legt heimilisfang var talið Græn-
„En nú geta allir
verið ánægðir. Valli
er komin til Græn-
lands, og allir sem við
sögu hafa komið, hafa
hlotið sínar þakkir,
og myndir er hægt að
birta um ókomna
framtíð, sem vott um
makalausa gæsku og
fórnfýsi þeirra, sem
lögðu á sig ströng
ferðalög, skítblankir,
alla leið norður í
Dumbshöf, í gegnum
flókin pappírskerfi
misviturra manna.“
land. Kostnaður skyldi greiddur
að nokkru af íslenska ríkinu.
Bresk blöð fögnuðu ákaft um allt
heimsveldið, því nú var Valli orð-
inn víðfrægur.
Bresk skólabörn voru látin
benda á ísland á landakortinu og
blaðalesendur sem lesið höfðu um
Valla, fengu að vita um leið, hvað
íslenski forsætisráðherrann heit-
ir, svo þeir gætu nefnt hann með
nafni. Slíkt hafði aldrei skeið fyrr.
Þetta varð mikil landkynning.
Sendibíll skyldi
bjarga málinu
Þrátt fyrir, að Valli var á fast-
andi maga, var hann talinn al-
heilbrigður og ferðafær, að áliti
breskra iækna. Hann var látinn í
kassa. Það var hugulsamt að hafa
hann stóran, enda varð að vera
pláss fyrir auglýsinga-plaköt
velgjörðarfólks á hliðunum. komst
nafn Flugleiða meira segja á kass-
ann.
Nú varð að hafa hraðar hendur
og Valla var tryggt pláss í næstu
flugvél til Islands. Þess var ein-
hversstaðar getið í leiðinni, að ís-
lenski forsætisráðherrann væri í
sömu vél.
Valli var þegar lagður af stað til
Islands og umboðsmaður „World
Wildlife Fund“, var þegar önnum
kafinn í Reykjavík. Hann pantaði
sendibíl, því, ekki er um margar
fastar ferðir að ræða til Græn-
lands. Málin tóku að vandast.
Það kom meira að segja til orða
að geyma Valla í Sædýrasafninu,
ef á þyrfti að halda í nokkra daga.
Ekki þótti bresku verndunarfólki
það nógu gott og íslenskum afleitt.
Dýraverndunarfólkið
mætti ekki
Ég varð áheyrandi að símtölum
verndunarfólks suður á Keflavík-
urflugvelli. Gekki á með símhring-
ingum tii forsætisráðherra og
aðmírálsins á Keflavíkurflugvelli,
en þeir tveir voru líklegastir taldir
til að greiða fyrir framhaldsferð-
um í augum peningalausra um-
boðsmanna „World Wildlife
Fund“. Umboðsmaður samtak-
anna í Reykjavík lét hins vegar
ekki sjá sig, en sendi í sinn stað
litla sendibílinn og var það hans
framlag til Grænlandsferðar.
Aðalfundur Kaupmannafélags Austfjarða:
Itrekar beiðni til stjórnvalda
um að koma í veg fyrir frekari
samdrátt í verslunarþjónustu
AÐALFUNDUR Kaupmannafé-
lags Austfjarða var haldinn í Vala-
skjálf, Egilsstöðum, laugardaginn
12. sept. sl. Fundurinn samþykkti
einróma eítirfarandi ályktanir:
Fundurinn bendir á, að höfuðskil-
yrði eðlilegra viðskiptahátta og
samkeppni eru frjáls og óheft verð-
myndun, en meðan núverandi verð-
lagskerfi er við Iýði telur fundurinn
það grundvallarþýðingu fyrir smá-
söluverslunina að álagning verði
raunhæf í öllum vöruflokkum og að
við ákvörðun hámarksálagningar
verði fullt tillit tekið til minni
veltuhraða verslana á landsbyggð-
inni.
Fundurinn ítrekar þá beiðni til
stjórnvalda að þegar í stað verði
gerðar sérstakar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir enn frekari sam-
drátt í verslunarþjónustu á lands-
byggðinni. I því sambandi er bent á
lækkun rekstrarkostnaðar með
niðurfellingu á opinberum álögum
s.s. aðstöðugjaldi, sérstökum skatti
á verslunarhúsnæði, jöfnun orku-